Dagur - 02.06.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 02.06.1977, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Simar: Ritstjórn 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðann.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prcntun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Vandsiglt á veraldarsjönum Eysteinn Jónsson flutti merka ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokks- ins í vor og minntist þar á 60 ára sögu flokksins og kom víða við. Með- al annars sagði hann: „í landhelgismálinu, þessu mesta máli íslensku þjóðarinnar, næst sjálfri frelsisbaráttunni, hefur Fram- sóknarflokkurinn haft úrslitaáhrif í öllum sóknarlotum þess mikla ára- tuga langa stríðs, sem nú hefur leitt til sigurs, og að mínum dómi tryggt farsæla framtíð þjóðarinnar í land- inu, ef rétt er að farið. Er hér á fátt minnst af mörgu, sem þurft hefur að vinna að og móta og alltaf koma til ný verkefni, sem sinna þarf og sköpum getur skipt fyrir þjóðina hvemig fram úr er ráðið. Það er vandsiglt fyrir smáþjóð í veraldarsjónum. Svo hefur þetta ver- ið, og engin breyting sjáanleg í því, þótt menn gerðu sér um skeið vonir um að svo yrði, ekki síst í skjóli Sam- einuðu þjóðanna. Island liggur milli steins og sleggju. Risaveldi á bæði borð. Þess- ir risar koma sér ekki saman, og vilja mörgu ráða annars staðar en heima hjá sér. Það á við þá báða, líka þann, sem menn hafa talið rétt að væri hér um sinn með annan fótinn á þjóðar- heimilinu. Því heimili er vandstjómað, sem við þetta býr. Það væri barnaskapur að gera sér ekki fulla grein fyrir því. Við höfum orðið margs vísari á undanfömum ámm um þær vinnu- aðferðir, sem notaðar em hjá öðram þjóðum, jafnvel á bestu bæjum, bæði heima fyrir og í skiptum við aðra. Við höfum orðið margs vísari, sem sýnir að ekki er vandaminna en við héldum að búa við okkar skilyrði. Nýlendustefnan í sinni gömlu, ljótu mynd er á undanhaldi, en pen- ingavaldið er í fullu fjöri og finnur sér nýja farvegi. Fjölþjóðafyrirtæki heitir þetta núna. Voldugir risar, sem leita á alls staðar þar sem þeir telja feng að finna. Vilja ná ítökum í auðlindum landanna og svo auð- vitað eins mikil völd og ítrast er hægt að ná í krafti peninganna og með hjálp nútíma áróðurstækni. Útsendarar em um allan heim að kanna hvar feitt er á stykkinu — og lofa víst gulli — græna skóga geta þeir ekki boðið. Farið er land úr landi og jafnvel sveit úr sveit. Hér á því enn við ekki síður en fyrir 60 árum, að gæta verður þess að nátt- úmöfl landsins verði eigi látin af hendi við útlendinga. Framsóknar- trúr enn á ný, markað sér sömu stefnu í þessum vandasömu málum og brautryðjendumir. Við vitum vel að í því efni hefur flokkurinn þýðing- armiklu hlutverki að gegna, og að það getur skipt sköpum fyrir íslensku þjóðina hvemig til tekst í því tilliti." í Glerárskólanum Báraog Spori efst Skólaslit Glerárskóla var slitið 27. maí. í skólanum voru 471 nemandi í 19 deildum, þar af 102 í 7. og 8. bekk. Fastráðnir kennarar voru 19 auk skólastjóra og 3 stunda- kennaar. 43 nemendur luku ungl- ingaprófi og er það að öllum lík- indum seinasti hópurinn, sem það gerir, því að fyrirhugað er af hálfu fraðsluyfirvalda að fella unglingaprófið niður. Hæstu einkunnir á unglinga- prófi hlaut Laufey Petrea Magnús dóttir. Skólinn verðlaunaði 6 nemendur í 8. bekkjum fyrir góða frammistöðu í vetur og lofsverðan árangur í námi. Þeir eru: Laufey Petrea Magnúsdóttir, Sigurður Gústafsson, Lovísa Björk Krist- jánsdóttir, Hildur Heba Theó- dórsdóttir, Margrét Aradóttir og Haraldur Óskar Ólafsson. Tveir kennarar skólans, Kristín Jónasdóttir og Helgi V. Her- mannsson, verðlaunuðu nemend- ur fyrir frábæra frammistöðu í hannyrðum og myndlist. Hann- yrðaverðlaunin hlaut Sigrún Guð mundsdóttir og myndlistarverð- launin hlutu Geir Óskarsson og Framhald af 1. síðu. horfur almennt og starfið fram- undan. Mál málanna eins og stæði væri málmiðnahúsið, sem reist yrði 1 náinni samvinnu við Vélskólann innan tíðar, sennilega á næstu 2 árum. Þá kvaddi skólastjóri hina ný- bökuðu iðnnema og tækniteikn- ara, áárnaði þeim fararheilla og sleit skólanum. Húsasmiðir: 1. Albert Jensen 2. Árni Sigurðsson 3. Baldur Ó. Þórarinsson 4. Björn Björnsson 5. Eiríkur Sigurðsson 6. Elías Hákonarson 7. Guðmundur Einarsson 8. Guðmundur Ingimarsson 9. Haraldur Gunnþórsson 10. Haraldur Helgason 11. Heiðar Rögnvaldsson 12. Heimir Rögnvaldsson 13. Hilmar Antonsson 14. Hjörtur Sigurðsson 15. Ingvar Haraldsson 16. Ingþór A. Sveinsson 17. Jóhannes P. Héðinsson 18. Jóhannes Snorrason 19. Jón Óli Ólason 20. Kjartan Guðmundsson 21. Kristján Snæbjörnsson 22. Ólafur Þorbergsson 23. Páll Ólafur Haraldsson 24. Sigurður M. Sigurðsson 25. Sigurður Vigfússon 26. Sæmundur Friðfinnsson 27. Úlfar Gunnarsson 28. Vignir Þ. Hallgrímsson Jónas Viðar Sveinsson. Helgi hef- ur ákveðið að framvegis muni hann verðlauna nemanda í 8. bekk, sem skarar fram úr í mynd- list. A skíðamóti skólans hlaut 7. bekkur í 9. stofu verðlaunastyttu, sem Híbýli h.f. gaf og hugmyndin er að keppt verði um milli deilda í framtíðinni. Sæmdarheitið Skíða kona/Skíðamaður Glerárskóla hlutu Anna Eðvaldsdóttir og Jónas Viðar Sveinsson. Þau hlutu til eignar verðlaunapeninga frá Híbýli h.f. Fyrir hönd skólans þakka ég kennurunum og Híbýli h.f. fyrir hlýhug og velvild. Þann 11. mars var hið nýja íþróttaihús skólans vígt með hátíð legri athöfn í húsinu sjálfu að viðstöddu fjölmenni. Með til- komu þessa íþróttahúss er lang- þráðu takmarki náð. Nemendur eru Iausir við langa og oft hættu- lega og erfiða leið inn í íþrótta- skemmu og íþróttaaðstaða batnar og eykst fyrir fjölda áhugamanna og kvenna um íþróttir. Húsnæði skólans cr fullnýtt til kennslu og er ekki hægt að fjölga 29. Þórarinn Arinbjarnarson 30. Þórarinn J. Rögnvaldsson Próf i húsateikningu (áður brautskráðir): Hákon Sigurðsson Hilmar Stefánsson 31. Aðalsteinn Arnórss., húsg.sm. 32. Arni Guðnason, húsgagnasm. 33. Arnór Sveinsson, bifvélavirki 34. Axel Bragi Bragason, bifv.v. 35. Baldvin Grétarsson, pípul. 36. Bragi Finnbogason, bifvélav. 37. Einar Pálmi Árnas., prentari 38. Einar Benediktsson, bifv.v. 39. Einar B. Stefánsson, rafvirki 40. Einar Steingrímsson, ketil- og plötusmiður 40. Erlingur S. Bergvinss., bifv.v. 41. Guðmundur Þorsteinsson, prentari 42. Gunnar M. Gunnarsson, vélv. 43. Gunnar Ö. Rúnarsson, skipas. 44. Hafsteinn Pétursson, rafvirki 45. Haraldur G. S. Ringsted, múrari 46. Hallgrímur Kristinsson. rennismiður 47. Hörður S. Björnsson, ketil- og plötusmiður 48. Jón Gestsson, rafvirki 49. Jón Sævar Grétarsson, rennis. 50. Jón Grímsson, bifvélavirki 51. Konráð Jóhannsson, bifv.v. 52. Magnús Sigfússon, bifvélav. 53. Ólafur Björnsson, múrari 54. Ólafur Steinarsson, bifvélav. 55. Páll Heimi Pálsson, prentari 56. Pétur Pétursson, rafvirki 57. Sigurgeir Jónsson, málari 58. Snorri Bergrson, húsgagnasm. deildum sem neinu nemur, en liægt er að fjölga um nokkra nem- endur í einstaka deildum. Glerár- hverfi er í örum vexti og verður mikið um húsabyggingar hérna í hverfinu á næstu árum og fjölgar þá íbúum mjög, sem gcrir það aftur að nauðsyn að hefjast handa sem allra fyrst og ekki seinna en á næsta vori að byggja lokaáfanga Gleráárskóla, sem er stjórnunar- álma og kennsluálma. Ég vona að við verðurn þeirrar gæfu njótandi, að svo megi verða. Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu cr cin frægasta laxveiðiá í Evrópu. í henni er mjög stór lax, veiði mikil og náttúrufegurð bæði fjöl- breytt og mikil, bæði við ána sjálfa og í næsta nágrenni, sem hrífur alla vciðimenn. En laxveiði hefur þó ekki vcrið nema í liluta árinnar, eða frá sjó og upp að Laxárvirkjun og hafði 59. Stefán K. Pálsson, vélvirki 60. Steinn B. Jónsson, ketil- og plötusmiður 61. Sveinbjörn Jónsson, bifv.v. 62. Tómas Guðmundsson, vélv. 63. Úlfar Kristinsson. ketil- og plötusmiður 64. Þórir Ólafur Tryggvason, málari Próf i iðnteikningu (áður brautskráðir): Bjarni Jónasson, pípul. Magnús Jónsson, rafvirki Þórarinn Ágúrtsson, pípul. Burtfararpróf úr 3. bekk: Kristín Óladóttir, hárgreiðslukona Brautskráð úr tcekniteiknara- skólanum: 1. Anna Blöndal 2. Árni Jóhannesson 3. Elísabet Magnúsdóttir 4. Erla Hólmsteinsdóttir 5. Fanncy Baldursdóttir 6. Fjóla Gunnarsdóttir 7. Gerður Jónsdóttir 8. Guðlaug Sigurðardóttir 9. Gunnhildur Ólafsdóttir 10. Halldóra Ágústsdóttir 11. Lára Ellingsen 12. Magnús Þorvaldsson 13. Ragniheiður Jónsdóttir 14. Sigríður Stefánsdóttir 15. Sigríður Torfadóttir 16. Sigurbjörn Jónsson 17. Stefán Arnaldsson 18. Steindór Helgason 19. Úlfar Gunnarsson Kappreiðar og góðhestakeppni Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri fór fram á skeiðvelli félagsins við Eyjafjarðará ann- an hvítasunnudag í mjög góðu veðri og að viðstöddum mörg- um hestamönnum og áhuga- sömum áhorfendum. Vllarstjóri var Árni Magnússon. Um 50 hross voru reynd og sýnd. Ætl- unin er að fimm mestu góðhest- arnir og fimm þeir fljótustu keppi á stóru móti á Melgerðis- melum síðar á sumrinu. í kappreiðunum urðu þessi hross fljótust: í 250 metra skeiði, Óðinn Hildar Gunn- arsdóttur, sem rann það á 26,6 sek. Á 250 metra stökki varð Hjá lögreglunni á Akureyri er margt óskilamuna, mcðal jreirra miirg rciðhjól. Eru ]>að vinsam- leg tilmæli, að fólk konii á lög- regluvarðstofuna og reyni að finna sína muni. Um hátíðina var allmikil ölvun og illa var gengið um i miðbæn- Ungar á ferð Á áttunda tímanum í gærmorg- un voru æðarhjón með 5 unga á hraðbrautinni suður úr bæn- um á leið til sjávar. Fyrstu ung- ar tjaldanna eru einnig skriðnir úr eggi. ekki heldur verið áður en virkjun kom til, vegna náttúrlegra hindr- ana í ánni á því rvæði. Ofaii eða framan virkjunar er um 20 km lcið til Mývatnssveitar og þetta vatnasvæði árinnar hcfur jafnan vcrið sérstakt silungsveiðisvæði. Þegar sættir tókust í Laxárdeil- unni var laxastigi upp fyrir hindr anir við Laxárvirkjun tekinn „inn í myndina". Nú hefur verið tryggt fé, 75 milljónir króna, til laxvcgarins og verður verkið haf- ið nú í sumar, undir verkstjórn Gagnfræðaskólanum á Akureyri var slitið 27. maí og flutti skóla- stjórinn, Sverrir Pálsson, ræðu við það tækifæri. Á sjöunda hundrað nemendur voru i skól- anum í vetur og um 120 gagn- fræðingar brautskráðust. En það eru síðustu gagnfræðingarnir, fyrstur Fantur Héðins Jóns- sonar. — Tími hans var 19,7 Á 300 metra stökki sigraði Öl- ver, eigandi Hreinn Þorsteins- son, á 23,5 sek. Á 350 metra stökki varð fyrst- ur Helmingur Halldórs Krist- inssonar á 26,8 sek. í góðhestakeppni varð Spori Sveins Reynissonar efstur gæð- inga í A-flokki, hlaut 121,5 stig. í B-flokki varð Bára Björns Þorsteinssonar efst og hlaut hún einnig hryssubikarinn. — Hún hlaut 124, 5 stig. Skeiðvöllurinn var góður, eftir því sem hann getur verið, enda náðu hestar góðum árangri. um. Glerbrot og óþverri vitnuðu um þetta að morgni. Þetta er blettur á bæjarlífinu, og þarf almenningsálitið að vinna gegn þeim ósið, að unglingar og aðrir safnist saman í miðbænum til drykkju, svo sem of rnikið hefur borið á að undanförnu. Þór og Valur Þór og Valur háðu 1. deildar leik á knattspyrnuvelli Þórs á Akureyri á þriðjudaginn. Hon- um lauk með sigri Vals, 2—0. Stormur var af suðri, mold- rok en hlýtt. Hróars Björnssonar á Laugum, eða er þegar hafið. Er talið, að hér sé um að ræða lcngsta fiskveg um hindranir, sem gerður er hér á landi. Þó bcr ]>ess að geta, að ekki er víst að gera þurfi raun- verulega laxastiga nema hluta leiðarinnar, ef nota má rafmagns- girðingar til að bcina laxagöng- unum rétta leið upp eftir ánni. En það atriði er í rannsókn. Þegar laxavegur cr kominn upp í Laxárdalinn, lengist laxveiði- rvæði Laxár um fyrrnefnda 20 vegna nýskipan skólamála. En gagnfræðingar frá skólanum munu alls vera orðnir 2800 tals- ins. Við hátíðleg skólaslit árnuðu 40, 30 og 20 ára gagnfræðingar skólanum heilla og færðu bonum gjafir. Að venju voru mörgum Haukur bikarmeistari Haukur Jóhannsson frá Akur- eyri var svo sannarlega í ess- inu sínu á Skarðsmótinu þeg- ar hann sigraði bæði í svigi og stórsvigi, og þar af leiðandi í alpatvíkeppni. Þegar sigrar skíðamanna eftir veturinn eru teknir saman er Haukur einn- ig stigahæstu, og hlýtur því sæmdarheitið Bikarmeistari á skíðum í karlaflokki 1977. — Tómas Leifsson varð þriðji bæði í svigi og stórsvigi á Skarðsmótinu, og Guðrún systir hans einnig í kvenna- flokki. KÁ sigraði Völsung 3-1 Á Húsavík léku sama kvöld Völsungar og KA. Var þetta jafnframt fyrsti leikur KA í annri deild í sumar. Völsung- ar hófu leikinn af miklum krafti og stóttu stíft til að byrja með. KA náði hins veg- ar fljótt forustu með marki frá Óskari Ingimundarsyni. Þann- ig var staðan í hálfleik eitt mark gegn engu fyrir KA. í seinni hálfleik voru KA-menn mun frískari og skpruðu tvö mörk í viðbót, og var Óskar á ferðinni í bæði skiptin. — Þannig lauk leiknum með sigri KA 3—1, og voru þau úr- slit sanngjörn. km og e. t. v. enn meira ef reikn- að er með göngum í ár, sem nú renna til Mývatns. Laxastiginn við Laxárvirkjun, eða laxastigarnir, sem verða marg ir, eru uppfylling á skuldbind- ingu, sem gerð ,var þegar aðilar sættust í Laxárdeilunni og ríkis- stjórnin tók þá að sér þessa fram- kvæmd. Dráttur á framkvæmdum stafar af því, að rannsaka þurfti hvort unnt væri að lækka kostn- aðinn mjög verulega með raf- magnsgirðingunum. nemcndum, sem fram úr sköruðu í námi og félagsmálum, færðar gjafir og verðlaun skólans. Blaðinu tókst ekki að fá nánari fregnir af skólaslitum áður en blaðið fór í pressuna. Ljósmyndin af Gagnfræðaskóla húsinu á Akureyri, tekin af E. D. - Iðnskóla Akureyrar slitið 25. maí Laxastigi byggður í sumar Frá lögreglunni á Akureyri Síðustu gagnfræðingarnir Þór sigraði skagamenn Þann 23. maí sl. léku á Akur- eyri Þór og akurnesingar. Fyr- irfram voru akurnesingar tald- ir sigurstranglegri þar er þeir höfðu ekki tapað leik til þessa í íslandsmótinu. Þann sama dag spáðu m. a. öll sunnan- blöðin auðveldum sigri Akur- nesinga í þessum leik gegn ný- liðum Þórs í deildinni. Þórsarar mættu hins vegar mjög ákveðnir til leiks og Leikurinn var ekki nema 10 mín. gamall þegar Sigþór Óm- arsson fékk sendingu innúr og brunaði að markinu með þrjá skagamenn á hælunum, og sendi síðan boltann í netið óverjandi fyrir markmanninn. Var þetta mjög vel gert hjá Sigþóri og staðan orðin eitt mark gegn engu fyrir Þór. — Skagamenn fengu síðan gull- ið tækifæri að jafna á 25. mín., en Pétur Pétursson skaut yfir. Á 29. mín. komust Jón Lár og Sigþór einir innfyrir vöm skagamanna en markmaður varði skot frá Jóni, en missti boltann aftur út og Þórsarar pressuðu stíft á markið, en inn vildi boltinn ekki og skaga- menn ná að hreinsa frá. Á 41. mín. var Pétur Péturs- son aftur í góðu færi en skaut þá himinhátt yfir eins og í fyrra skiptið. Pétur var hins vegar heppnari á 43. mín., eða markamínútunni frægu, en þá skallaði hann í netið eftir að boltinn hafði siglt í gegn um vörn Þórs. Þannig var staðan í hálfleik eitt mark gegn einu. í seinni hálfleik spiluðu lið- in rólega framan af og virtust Þórsarar sætta sig við jafn- teflið lengi vel og voru sókn- arlotur þeirra lengi vel bit- lausar. Á 10. mín. bjargar Ragnar markmaður Þórs með góðu úthlaupi. Á 19. mín. gef- ur Árni Gunnarsson sakleysis- legan bolta fyrir markið sem markmaður náði ekki að hand- sama, og boltinn barst fyrir fætur Sigurðar Lárussonar, sem ekki var lengi að afgreiða hann í netið með hörkuskoti, og var þá staðan orðin 2—1 fyrir Þór. Þórsarar drógu sig nú nokkuð f vörnina sem ann- ars var mjög sterk undir stjóm Gunnars Austfjörð, en hélt framlínumönnum skaga- manna hæfilega niðri. Á 35. mín. hreinsa Þórsarar frá marki sínu eftir stanslausa pressu skagamanna, og bolt- inn barst undan golunni yfir á vallarhelming þeirra, og þar var Jón Lárusson einn á ferð og lék á einn skagamann og komst uppundir endamörk, en þar var honum brugðið úti í vítateignum algjörlega að á- stæðulausu, því enginn Þórs- ari var honum til aðstoðar en fjórir skagamenn í vörninni. Eysteinn Guðmundsson dóm- ari dæmdi réttilega vítaspyrnu Á laugardag sl. fóru Þórsarar til Kópavogs og léku þar við Breiðablik Eftir sigur Þórs yfir Akra- nesi varu margir þeirrar skoð- unar að lið Þórs hagnaðist á að leika á malarvelli, og bjugg- ust því við að róðurinn yrði erfiðari í Kópavogi á grasvell- inum, og þar sem liðið hefur t. d. ekki æft neitt á grasi í vor. Blikarnir hófu leikinn vel og sóttu stíft að marki Þórs, en eins og venjulega stöðvuð- ust flestar sóknir þeirra á sterkum varnarmönnum Þórs með Gunnar Austfjörð í broddi fylkingar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Jón Lár- þrátt fyrir mótmæli skaga- manna. Sigþór skoraði síðan örugglega úr spyrnunni og var þá staðan orðin 3—1 fyrir Þór. Þrátt fyrir góða tilburði tókst skagamönnum ekki að rétta hlut sinn og lauk leikum með sigri Þórs 3—1. Var þetta fyrsti ósigur skagamanna í sumar í deildinni, en jafn- framt fyrsti og mjög sætur sigur fyrir Þór. Úrslit þessi verða að teljast sanngjörn eft- ir gangi leiksins. Bestur í liði Þórs, og jafnframt vallarins, var Gunnar Austfjörð, en hann barðist eins og venjulega vel í vörninni og átti góðar sendingar á framlínumenn Þórsara. Ragnar var einnig góður í markinu, og Sigþór stöðugt ógnandi, en undirrit- uðum finnst eins og hann geti jafnvel enn betur. Vörn Akur- nesinga virkaði mjög óörugg, en framlínan var skárri og þar voru sprækastir Pétur Péturs- son, Kristinn Bjömsson og Karl Þórðarson. usson góða sendingu utan af kanti og afgreiddi boltann við- stöðulaust í netið með vinstra fæti. í hálfleik var því staðan eitt mark gegn engu fyrir Þór. í seinni hálfleik fengu Þórsarar nokkur tækifæri á að auka markamuninn, en það tókst þeim ekki, en sigurinn varð örugglega þeirra, eitt mark gegn eingu. Að sögn þjálfara Þórs var sigur Þórs aldrei í hættu, þeir léku betur, vom fljótari á boltann og upp- skáru sigur í leiknum, og er nú Þór kominn með fimm stig í deildinni eftir fimm leiki. — Bestir Þórsara voru Gunnar, Sigþór og Ragnar markmaður. Enn kom Þór á óvart Jafntefli hjá Á laugardag sl. léku á Nes- kaupstað Þróttur og KA. — Þróttarar höfðu þá leikið tvo leiki í annari deild og tapað þeim naumlega. KA hafði hins vegar leikið einn leik og unnið hann. Heimamenn voru því staðráðnir í að ná í stig í þessum leik, og höfðu orð á því fyrir leikinn að nú væri að duga eða drepast. KA-menn sem ákveðnir eru í að blanda blanda sér í toppbaráttuna í deildinni voru hins vegar ákveðnir í að gefa ekkert eftir, því tapaður leikur getur þýtt töpuð deild. Strax í fyrstu mínútu á Gunnar Blöndal skot að marki Þróttar úr erfiðri aðstöðu, en aðeins framhjá. Þróttarar hófu þá mikla sókn og skutu á markið bæði á 4. og 5. mín., en í bæði skiptin framhjá. Þá fengu þeir tvö horn sem þeir náðu ekki að nýta. Á 9. mín. pressuðu þeir stíft að marki KA sem endaði með að Björg- úlfur Halldórsson skallaði í markið, við mikinn fögnuð fé- laga sinna, enda var þetta fyrsta mrakið sem Þróttur ger. ir á þessu keppnistímabili. Á 10. mín. er dæmt horn á Þrótt og Óskar ætlar að vippa bolt- anum laglega framhjá mark- manninum, en varnarmaður KA og Þrótti bjargar á línu. Á 16. mín. er aftur dæmt horn á Þrótt, og Sigurbjörn sendir boltann vel fyrir markið og Eyjólfur skall- ar í bláhornið niðri, en einn leikmanna Þróttar varði greinilega með hendinni, en það sá ekki Óli Fossberg dóm- ari sem annars dæmdi ágæt- lega. Á næstu mínútum sækja KA-menn og fá m. a. tvö horn, en allt kom fyrir ekki, í netið vildi boltinn ekki fara þrátt fyrir margar góðir tilraunir. Á 22. mín. eiga svo Þróttarar gott marktækifæri, sem þeir klúðruðu gróflega. Fyrri hálf- leik lauk og var þá staðan eitt núll fyrir Þrótt. KA-menn byrjuðu í seinni hálfleik af fullum krafti og á fyrstu mín- útum björguðu Þróttarar tví- vegis á línu, en síðan skiptust liðin á upphlaupum án þess að þau uppskáru mark. Heldur voru þ ósóknarlotur KA hættu legri, en á móti ellefu mönn- um í vörn er erfitt að skora mark, og sérstaklega á útivelli. Þróttarar gerðu mikið af því að sparka langt útaf vellinum, og töfðu leikinn nokkuð við það. Óli dómari bætti hins veg- ar tæpum fjórum mínútum við venjulegan leiktíma, vegna tafa á að finna blotann þegar hann fór niður í fjöru, en sum- 1:1 í 2. deild ir fullyrtu að óhætt hefði verið að bæta við a. m. k. helmingi lengri tima. Þegar aðeins um ein mínúta var til leiksloka fékk Donni boltann skammt utan við víta- teig Þróttar, lék á einn varnar- mann og skaut síðan í blá- hornið uppi, algjörlega óverj- andi fyrir hinn ágæta mark- mann Þróttar. Við þetta mark var annað stigið í höfn hjá KA og mjög vel þegið af þeim. Leiknum lauk því með jafn- tefli, eitt mark gegn einu. Úr- slit leiksins verða að teljast sanngjörn eftir gangi hans og voru bæði liðin vel af sínu stigi komin. Ekki má skilja svo við Þróttara að ekki sé minnst á gestrisni þeirra. Leikmenn og fararstjórar KA voru sóttir á völlinn af heimamönnum, og þeim ekið til íþróttavallar- ins. Strax að leik loknum var öllum leikmönnum beggja lið- anna, dómurum og fararstjór- um boðið til kaffidrykkju á heimili gjaldkera Þróttar og voru þar hinar glæsilegustu kræsingar. Að lokum gátu leikmenn setið í rólegheitum og spjallað við hvorn annan og dómarana, og að lokum kvödd- ust aHir með handabandi, og KA-mönnum var ekið á flug- völlinn. 4•DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.