Dagur - 02.06.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 02.06.1977, Blaðsíða 8
HÖGGDEYFÁR í FLESTA BÍLA CM CM CO <J> i w Aðalsteinn Bergdal og Þorsteinn Marinósson. ((Ljósm.st. Póls). Karlinn í kassanum ferðast Leikár Leikfélags Akureyrar fer nú senn að líða, enda eru akur- eyrskir áhorfendur frekar farnir að hugsa um útiveruna á þessum volgu vordögum, en að sitja á samkomum, hverju nafni sem þær kunna að nefnast. Verkefnaval félagsins hefur verið fjölbreytt í vetur og hófst leikárið með því að sýnt var leikritið „Karlinn 1 kassanum" eftir Arnold og Bach, og hlaut það mjög góðar viðtök- ur. Síðan var íslenski söngvaleik- urinn „Sabína' eftir Hafliða Magnússon; síðan „Öskubuska" eftir Evgení Schwartz; „Sölumað- ur deyr" eftir Arthur Miller og að lokum „Afbragð annarra kvenna" eftir Carlo Goldoni. Er nú í ráði að efna til leik- ferðar með gamanleikinn „Karl- inn í kassanum'' og er Eyvindur Erlendsson leikstjóri. Leikarar Fólkið er ekki lengur dauð- þreytt að vinnu lokinni Dalvík 31. maí Vegurinn milli Dalvíkur og Akureyrar hefur verið mjög harður og illur yfir- ferðar, enda hefur heflun vant- að. Nú er í dag verið að gera úrbætur á hluta vegarins og er það til mikilla bóta. Vegurinn er vatnsborinn og heflaður og verður vonandi framhald á því. Björgvin er að landa 130 tonn- um af fiski. Hluta aflans verður ekið til Ólafsfjarðar, því þar stendur þannig á spori, að unnt er að taka á móti fiski þar. Var byrjað að flytja fiskinn á bílum strax í morgun. Einn fiskbíllinn valt hjá Hóli og losaði sig við farm sinn þar, en öðrum gekk slysalaust, það ég best veit. Grásleppuveiðum er að ljúka. Veiðin var heldur reitingsleg og heldur léleg. Rækjuveiðar hafa legið niðri um tíma, því að rækjubáturinn Arnarborg var bilaður. En hann kemst á veið- ar seinna í vikunni. En bátur frá Þórshöfn, að nafni Langa- nes, er að byrja hér rækjuveið- ar og vonandi fer allt að snúast hér á ný. Til sveitarinnar er blómlegt. Bændur eru að dreifa hér áburði á tún sín í ákafa. Jörðina vantar nú rigningu, því hún gerir nú tilkall til vætunnar eftir alla þurrkana og hitana. Atvinna er góð á Dalvík, þótt eitthvað kunni að falla úr og fólki líður vel, að því er best verður séð. Og ekki er fólkið eins þreytt að kveldi og áður, þar sem yfirvinnan er af lögð um sinn. Kann það að vera mörgum kærkomið, þótt ein- hverju muni það á pyngjunni. V. Ó. eru alls ellefu, auk bílstjóra og mun leikflokkurinn byrja sýning- ar að Miðgarði í Skagafirði þann 3. júní n. k. Síðan verður haldið vertur á bóginn, á Vestfirðina. Verður þá haldið frá Miðgarði, Hvammstanga, Sævangi, Búðar- dal, Patreksfjörð, Þingeyri, ísa- fjörð og nágrenni. Síðan verður haidið suður á Snæfellsnesið, Stykkishólm, og svo þaðan niður í Borgarfjörð og alveg niður á Skaga, en Jrar verður sýnt þann 17. júní. Síðan verður haldið í átt til Akureyrar, með viðkomu í Borgarnesi, en þar verður sýnt þann 18., Blönduósi þann 19. og Siglufirði þann 20. Þar sem leikritið fékk frábærar móttökur, er í ráði að halda eina aukasýningu á því fimmtudags- kvöldið 2. júní 1977 á Akureyri og verður það bara þessi eina sýning. ■ L • Smátt og stórt. Þess hefur verið sérstaklega óskað við blaðið, að það opn- aði rúm á einhverju stðunni til spuminga fyrir lesendur, er blaðið síðan birti svör við. Um leið og fallist er á þessa ósk, hafa lesendur ætíð aðgang að blaðinu og not- færa sér það á ýmsa Iund, mjög oft símleiðis en einnig með því að senda erindi sín í rituðu máli til blaðsins. — Blaðið er alltaf og öllum op- ið og hefur jafnan verið það, eftir því sem rúm þess fram- ast leyfir. • Smimingar og svör. En samkvæmt framkominni ósk um spurningar og svör vill blaðið benda á, að spum- ingamar þurfa að vera stuttar og afmarkaðar, þá mun blaðið reyna eftir bestu gctu að svara þeim. Sendið blaðinu spurningarnar, gjör- ið svo vel, cn blaðið áskilur sér rétt til að velja úr ef mik- ið berst að og getur ekki fyrirfram lofað svömm við öllum spumingum. En nú sjáum við hvað setur. Blaðið hefur svarað óskum um spurningar og svör, játandi, og þá er eftir hlutur þeirra, sem spyrja ýmis konar áróðri að lesend- um. Sem betur fer er árátta þessi þó í rénun, enda eiga almennir blaðalesendur heimtingu á að fá fréttir ómcngaðar, eftir því sem blaðamaður veit þær sann- astar. Það getur svo verið hlutverk annarra að draga af þeim, og yfirleitt hverju sem er, sínar ályktanir, t. d. í pólitískum tilgangi. Hinn al- menni fréttafiutningur verð- ur að vera heill og ósvikinn. Fréttaskýringar er önnur grein ritstarfa og þykir nú hvergi lengur við hæfi, nema í sorpblöðum, að blanda þessu saman. Er á þetta minnt hér vegna þeirra manna, sem enn vilja sjá „stefnu blaðsins“ í hverri fréttaklausu. • Ömengaðar ^singar. Sú árátta hefur orðið lífseig meðal íslenskra blaðamanna, að nota almennan fréttaflutn- ing til að læða með honum að fræðast um garðyrkju? Hvarvetna er fólk að vinna í görðum við hús sín, auk kartöflugarðanna. Einn lær- ir af öðrum og reynslan hef- ur verið mörgum dýrmæt Til er Garðyrkjufélag Akur- eyrar, sem ætlar að hafa „opið hús“ í Gróðrarstöðinni næstu finuntudaga og gefa fólki þær upplýsingar um hvers konar ræktun í skrúð- görðiun, er það má. Munu þeir fyrir svörum sitja, er miðlað geta af þekkingu sinni. Er fólki ráðlagt að leggja leið sína í Gróðrar- stöðina og bera upp spurn- ingar sínar. Nánar er um þetta í auglýsingu á öðrum stað. Nýtt kal er ekki sjáanlegt Gunnarsstöðum í Þistilfirði 28. maí. Til hins betra brá um veðr- áttuna 16. júní og síðan hefur verið ágætis veður dag hvern og snjór horfinn á láglendi, nema í stöku giljum. Sauðburð- ur hefur gengið vel. Nýtt kal er ekki sjáanlegt í þeim túnum, sem ég hef farið um, og það sem ekki kól í fyrra, lítur nú mjög vel út. Gróður er ekki kominn í úthaga ennþá, ekki einu sinni geldfjár gróður. Hér áður voru þrjú gróðurstig á orði á vorin. Talað var um geldfjárgróður, sauðfjárgróður og lambærgróður. Sjómaður sagði mér í gær, að nú væri dauður sjór, alger ör- deyða. Grásleppuvertíð er að ljúka og lokið hjá flestum. Afl- inn er miklum mun minni en árin á undan. Átta ára drengur drukknaði Vopnfirðingar fljúga mest Tíu daga veðurblíða og hitar, jafnvel yfir 20 gráður fyrir há- tíðina, breytti öllu. Snjórinn hvarf og jörð byrjaði að grænka. Fram að þeim tíma var mjög mikill snjór, einkum inn til dal- anna. Jörðin er nær klakalaus og grær því fljótt. Sauðburður, sem nú er að ljúka, gekk vel. Frjósemi ánna var með allra mesta móti og eru þrílembur ekki neitt lengur sjaldgæfar. Innan sveitar eru vegir sæmi- legir, en Sandvíkurheiði er ó- fær og var þar fyrna mikill snjór. Þar urðu vegaskemmdir af vatnavöxtum og svo aur- bleyta. Brettingúr hefur fiskað ágæt- lega það sem af er árinu og skapar það mikla vinnu í þorp- inu. Má telja, að samfelld vinna hafi verið í frystihúsinu. Þá var loðnu landað í miklum mæli og jók það enn atvinnuna í lengri tíma. Grásleppuveiðin er mun lélegri en áður og óttast menn, að farið sé að ganga á grásleppustofninn. Auk þess hafa menn reytt nokkuð af há- karli, nokkra tugi. Hákarlinn er verkaður á staðnum, svo sem verið hefur undanfarin ár. í Vopnafjarðarkauptúni er allmikið byggt og undanfarin ár hefur verið byrjað á tíu íbúðum ár hvert og verður svo einnig nú, eða jafnvel fleiri. Fólks- fjölgun hefur orðið í kauptún- inu. Nú í sumar á að endur- bæta flugvöllinn verulega, bæði á að hækka flugbrautina veru- lega og koma upp ljósabúnaði, enda er völlurinn ákaflega mik- ið notaður. Næstum má segja, að vopnfirðingar ferðist nær eingöngu með flugvélum. Til marks um það er, að fyrstu mánuði þessa árs voru þúsund farþegar búnir að fara um völl- inn, og er það mikið þegar til- lit er tekið til þess, að íbúar eru ekki nema 840 talsins. Og í fyrra fóru um 2500. farþegar um völl- inn. Það er eðlilegt, að vopn- firðingar noti flugið öðrum meira, vegna þess hvernig veg- um er háttað í þessu byggðar- lagi. Þ. Þ. nýlega í Hvammi. Hann hét Sigfús, yngsti sonur Ara Aðal- björnssonar og Hönnu Sigfús- dóttur. Ó. H. Jörðin þornar fljótt Kasthvammi 31. maí. Snjórinn var fljóur að hverfa eftir að hlýnaði, og þar sem jörð er klakalítil, þornar hún fljótt. — Sauðburði er að ljúka og þrátt fyrir lækna og lyf, hafa orðið ofurlítil vanhöld á lömbum í vor. Mikill vöxtur hefur verið í Laxá og áin er talsvert lituð. Margir voru að veiðum þar í gær, en um árangur veit ég ekki. Hallgrímur Hallgrímsson i Hólum hér í Laxárdal varð ní- ræður í gær. Hann er eyfirð- ingur að ætt. G. Tr. G. DAGUR kemur næst út miðvikudaginn 8. júní ef verkfall hamlar ekki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.