Dagur - 02.06.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 02.06.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1977 24. TOLUBLAÐ * \X0. papró1 nuviu—._ Fiskvinnsluskólí í Hafnarfirði Nú hafa á annað hundrað nemendur lokið námi við Fiskiðnskólann í Hafnar- firði. Skólinn hófst árið 1971 og útskrifaði fyrstu nemendur sína fyrir þrem- ur árum og er hann til húsa í Hafnarfirði. Hið merkilegasta við þennan skóla er það, að hann skuli aðeins fárra ára hjá þjóð, sem lifir fyrst og fremst á því að veiða fisk, verka hann og selja erlend- is, og að fyrir hans daga ýmist spryttu upp nýir skólar eða þeir eldri tútn- uðu út'af menntaþorsta ís- lendinga. Hinsvegar var það ekkert merkilegt og má þó vel minnast þess, að það var norðlenskur þingmað- ur, Ingvar Gíslason, sem mest barðist á Alþingi fyrir stofnun skólans, og að lok- um með sigri. „Ódýr hrollvekja" Annan hvítasunnudag var sýnd íslensk kvikmynd í sjónvarpinu, sem nefnist Blóðrautt sólarlag og var myndin kynnt f blöðum sem „ódýr hrollvekja“, sem ekki hefði kostað nema 12 milljónir króna. Og svo var hún frumsýnd á kristinna manna hátíð. Mynd þessi sýnir tvo kaupstaðarbúa, sem taka sig upp og dvelja sér til hvíldar og hressingar í eyðiþorpi. Það rennur al- drei af þessum mönnum. — Þeir drekka, fara ógætilega með byssu, rangla um og skrafa að hætti ölóðra manna frá upphafi til enda. Ekki liggur Ijóst fyrir hvers fólk á að gjalda að fá þennan hátíðasnoppung hjá sjónvarpinu. Fegrum landið okkar Landvernd og fleiri sam- tök, sem láta sér annt um umhverfið, hefja nú áróð- ur fyrir bættri umgengni í náttúrunni og hreinsun- um við vegi og á ýmsum fjölsóttum stöðum, þar sem þess er þörf. Er hin mesta nauðsyn á þessu og þurfa sveitarfélög, félög áhuga- manna og einstaklingar að taka höndum saman í þessu efni. Auglýst er „fegrunar- vika“ hér á Akureyri í blað- inu í dag og virðist þess full þörf, að hún sé tekin alvarlega. Fátt er leiðara en ruslið, þar sem það á ekki að vera, og ber þá að hreinsa það. Hitt má svo þakka, að mikil framför hefur orðið í umgegni fólks við land sitt á síðari árum. Iðnskólinn á Akureyri. (Ljósm. E.D.). Hálf milljón Sauðárkróki 31. maí. Um hátíð- ina var hér í Safnahúsinu mál- verkasýning Elíasar B. Hall- dórssonar. Sýndi hann 63 verk, olíumálverk, pastel,l tréristur, vatnslitamyndir og myndir, mál- aðar með viðarkolum og brún- kalki. Sýn. var mjög vel tekið. Síðar í sumar sýnir Elías á Egilsstöðum, enda austfirðingur að ætt en á heima á Sauðár- króki. Hann hefur víða haldið málverkasýningar. Tún eru orðin fagurgræn, sauðburður gengur vel og fol- öld fæðast í haga. Hér var þýskur maður nýlega og keypti yfir tuttugu tamda hesta. Fyrir marga hestana greiddi hann 170—200 þúsund krónur, en stöku gæðingur var seldur við miklu hærra verð, jafnvel upp í hálfa milljón. G.Ó. Iðnskóla Akureyrar slitið 25. maí Fyrstu tækniteiknararnir útskrifaðir Iðnskólanum á Akureyri var slitið 25. maí. í upphafi máls síns minntist Jón Sigurgeirsson, skóla- stjóri, Steinbergs Ingólfssonar, sem fórst af slysförum þann 3. janúar sl. Steinberg heitinn hafði starfað í þágu skólans í rúman áratug og unnið brautryðjenda- starf við að koma upp málmiðna- deildinni og ætti skólinn hónum miklar þakkir að gjalda. Viðstadd ir heiðruðu minningu hins látna kennara með því að rísa úr sæt- um. Þá gerði skólastjóri grein fyrir vetrarstarfinu, sem hófst fyrr og lauk seinna en áður. Erfitt reyndist að kveðja iðnnema í skóla 1. sept. skv. fyrirmælum. Annir eru miklar í september á ýmsum sviðum, ekki síst í bygg- Á þriðjudaginn voru opnuð tvö tilboð í hitaveituframkvæmdir Akureyrarbæjar. Fyrst voru opnuð tilboð í annan áfanga dreifikerfisins í bænum. Þessi tilboð bárust: Frá Grétari og Rúnari hf. í Reykja- vík, sem buðu 57 milljónir 269 þúsund. Loftorka hf., Reykja- vík, buðu 77 millj. kr. 360 þús., Norðurverk hf., Akureyri, bauð 52 milljónir 975 þúsund, Miðfell hf., Reykjavík, bauð 66 milljón- ingaiðnaði. Því fékkst i/2 mánað- ar undanþáága sl. haust og fremur gert ráð fyrir að svo verði áfram. Gamla fjögurra bekkja kerfið er senn úr sögunni, og við tekur 3ja áfanga kerfið. Kennsluvikur þó nánast óbreyttar að tölunni til, 44—45 vikur samanlagt auk prófa. Verknámsdeildir iðnaðarins verða æ vinsælli, og voru 15 nem- endur í tréiðnadeild og 7 í málm- iðnadeild, allir ósamningsbundn- ir. Báðum deildum bættust nýjar vélar og fullkomnari búnaður á starfsárinu. í skólanum voru alls 307 nem- endur í 14 deildum. Kennarar alls 26, þar af 16 stundakennarar. Kennt var í 19 iðngreinum, auk ir 790 þúsund krónur. Kostn- aðaráætlunin hljóðaði upp á 49 milljónir og 149 þúsund krónur. Minni einingum sleppt. Hitt tilboðið, sem opnað var á þriðjudaginn var í uppsetningu aðalaðveituæðin frá Lauga- landi. Hún er úr ítölskum stál- rörum, sem eru komin til Akur- eyrar. Þessi tilboð bárust: Frá Aðalbraut hf., Reykjavík, sem bauð 206 millj. og 510 þúsund krónur, Slippstöðin hf. á Akur- rafsuðu. Fjölmennastir sem áður voru húsasmiðir 99, þá rafvirkjar 25, bifvélavirkjar 24 og ketil- og plötusmiðir 20. Hæstu einkunnir á burtfarar- prófi hlutu: Aðalsteinn Arnórsson, hús- gagnasmiður I. ág. einkunn 9,10 og Jón Grímsson, bifvélavirki I. einkunn 8,80. Nokkrir nemendur 4. bekkjar eiga ólokið prófum í einni náms- grein hver, m. a. af veikindaorsök um, og má gera ráð fyrir að þeir ljúki prófum í september. Tækniteiknaraskólinn hefur nú starfað í tvo vetur sem l/2 dags- skóli síðdegis. Alls luku 19 prófi og gat skólastjóri séstaklega hins eldlega áhuga og afburða vinnu- eyri og Norðurverk hf. buðu 209 milljónir og 999 þúsund krónur, Miðfell hf., Reykjavík, bauð 149 milljónir og 999 þús- und krónur, Grétar og Rúnar hf. og Suða sf. saman, en þessi fyrirtæki buðu 157 millj. og 766 þúsund krónur. Kostnaðaráætl- un er 122 millj. og 179 þúsund krónur. Nú verða tilboð þessi vand- lega athuguð og borin saman og samið eftir þá athugun. bagða, sem hópuinn í heild hafði sýnt. Hæstu einkunnir hlutu: Halldóra Ágústsdóttir I. ág. einkunn 9,26 og Ragnheiður Jóns dóttir I. ág. einkunn 9,15. Þegar skólastjóri hafði afhent prófskírteini ræddi hann um Framhald á 4. síðu. Akureyringar sigursælir Akureyringar stóðu sig vel á sjó- stangveiðimóti, sem haldið var í Keflavík síðasta laugardag. Mestan afla fékk Andri Páll Sveinsson, Akureyri, 127 kg. Næst ur varð Ásgeir Nikulásson, Akur- eyri, með 103 kg. En þessa sigur- sælu Akureyrarsveit skipuðu til viðbótar þeir Þorvaldur Nikulás- son og Einar Einarsson. Næstir í keppni þessari urðu vestmanna- eyingar en keflvíkingar urðu í þriðja sæti. Fjölbreytt úrval á Vöglum Skógarvörðurinn á Vöglum, ís- lcifur Sumarliðason, biður þess getið, að í skógræktarrstöðinni sé til sölu úrval trjáplantna og runna. Af trjám má nefna reyni, blágreni, lerki og sitkabastarð. Surnar trjáplönturnar eru í hnaus um og upp í 1,5—2 metra háar. Afhending fer fram alla virka daga og á laugardögum og sunnu- dögum kl. 10—12 og 14—16. Tilboðin opnuð í gær Landið lyftist og höfnin grynnkar Kópaskeri 31. maí. Veðráttan hefur leikið við okkur undanfar- in hálfan mánuð og jörðin grænkar og grær eins og best má verða. Sauðburði er að Ijúka og hefur gengið vel. Verið er að aka áburði til bændanna af miklum krafti þessa daga og gengur það vel, því vegir eru allgóðir, þótt harðir séu og of seint heflaðir, og áburðurinn var áður hingað kominn og stóð ekki á honum. Verður eflaust borið á túnin næstu dagana. Við sjóinn er mikill daga- munur á rækjuveiðunum, til dæmis fékkst mjög góður afli í gær, en í dag er síðasti rækju- veiðidagurinn. Grásleppuveiðin hefur verið mjög miklu minni en í fyrra, og telja menn jafnvel, að þar muni allt að helmingi. Búið er að salta hrogn í 210—220 tunn- ur og flestir eru nú að taka upp netin. í fyrrakvöld kom hingað ný- keyptur, sautján tonna, fram- byggður mótorbátur frá Horna- firði, sem þeir eiga bræðurnir Sigurður og Guðmundur Óskars synir. En báturinn heitir Árni og mun henta rækjuveiðum vel. Svo eru menn að byrja að búa báta sína undir handfæraveið- arnar í sumar. Hér á Kópaskeri er einn átta tonna bátur, þrír 4—5 tonna bát- ar og allt að tíu trillur, auk nýja bátsins. Mikil þrengsli eru hér í höfninni, enda hefur það skeð, sem óvænt gerðist, en það var landrisið, sem hefur grynnkað smábátahöfnina svo mjög, frá því að hafnarkantur- inn var lengdur í fyrra. Okkur virðist landið enn vera að rísa. Hér er bullandi atvinna og okkur vantar mannskap. Hér eru þrjú íbúðarhús í smíðum og ýmsar byggingar í sveitum hér í nágrenninu. Ó. F.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.