Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1977 30. XÖLUBLAÐ »daté\at Hríseyjar kálfurinn Nú er talinn yfirvofandi nautakjötsskortur í land- inu. í því efni má segja, að ýmist sé í ökla eða eyra. Fyrir mörgum árum bárust stöðugar kvartanir yfir því sama. Bændur svöruðu því með mjög aukinni fram- leiðslu, sem raunar þótti of mikil, þar til lægð kom í framleiðsluna á ný, svo hún svarar ekki eftirspuminni. Bændur börðust lengi fyrir því, að leyfður væri innflutningur sæðis úr holdanautum, svo unnt væri eftir nokkur ár, að hefja framleiðslu og sölu á reglulegu holdanauta- kjöti. Nautastöð, sem um leið er sóttvamarstöð, var sett upp í Hrísey, væntan- legar kálfamæður hér á eynni frjóvgaðar með eftir- sóttu, bresku sæði. Fyrsti holdanautakálfurinn, blend ingur að vísu, er nú fædd- ur í Hrísey og er honum ætlað mikið hlutverk, þeg- ar hann hefur aldur til. Kjarnorkuver í Sovétfregnum má lesa um mikil kjarnorkuver. Þar segir meðal annars: Nú þegar má sjá á kortum yf- ir landið heilu þyrpingarn- ar af kjamorkuvemm. Ver ið er að taka í notkun kjarnakljúfa með hraða- neitrónum, en það eykur mjög hagkvæma nýtingu kjarnorkunnar, segir þar, og þar blómstrar stóriðjan í öllu sínu veldi. Einu sinni vom íslenskir sovétvinir hrifnir af stór- um orkuverum og stóriðju, en sneru svo við blaðinu, svo sem málgögn þeirra vitna um. Hitaveita Akureyrar Hitaveita Akureyrar er stærsta framkvæmd bæjar ins, mjög dýrt fyrirtæki í upphafi, en á að bæta hag borgaranna til verulegra muna og spara dýrmætan gjaldeyri. Almenningur í þessum bæ veit alltof lítið um hitaveitumálin, bæði skipulag, framkvæmd og mörg þau atriði, er snúa beint að neytendum. Dag- ur hefur áður óskað eftir upplýsingum, svo sem með blaðamannafundum eða greinargerðum til birting- ar, en engin svör fengið. Blaðinu tókst heldur ekki að fá upplýsingar hjá hita- veitustjóra. Því er það end urtekið hér, að yfirvöldum bæjarins ber að sinna þess- ari upplýsingaþörf og bíður blaðið þess enn, að úr ræt- ist. Mikið af grálúðu Akureyrartogararnir hafa aflað vel að undanförnu, en mikið af aflanum er grálúða. Kaldbakur landaði 4. júlí 239 tonnum. Harðbakur landaði 7. júlí 274 tonnum. Svalbakur land- andi 30. júní 263 tonnum. Sól- bakur landaði 189 tonnum 28. júní. Sléttbakur var að landa góðum afla á mánudaginn. Grá- lúðan, sem nú er verulegur hluti aflans, eða allt að helming- ur, er heilfryst og fer mest á Mið-Evrópu og Sovétmarkaði. Einsöngur og orgelleikur Skattskráin fíigurlaug Rósinkj-anz söng- kona og Ragnar Björnsson org- elleikari halda tvenna tónleika á Norðurlandi næstu daga. — Fyrri tónleikarnir verða í Húsa- víkurkirkju föstudaginn 15. júlí kl. 21, en þeir síðari í Akureyr- arkirkju laugardaginn 16. júlí kl. 20.30. Á efnisskránni eru sönglög eftir Björgvin Guð- mundsson, Eyþór Stefánsson, einnig aríur eftir Hándel og Mozart (Exultate Jubilate). — Ragnar Björnsson leikur orgel- tónlist eftir Bach. Sigurlaug Rósinkranz hefur nýverið feng- ið mjög lofsamlega blaðadóma í Svíþjóð fyrir söng sinn. í fögrum og nijög fjölskrúðugum garði í Goðabyggð 1, hjá þeim hjónum, Gesti Ólafssyni og Guðlaugu Þorsteinsdóttur, eru tvö eplatré og fyrir skömniu voru þau þakin hvítum blómum og hin fegurstu. Munu þau 15 ára gömul eða svo og hafa dafnað mjög vel í skjóli við húsið, svo scm ýmsar aðrar trjátegundir í þeim garði. Þau hjón hafa fengið eplauppskeru úr garði símun. Hér er Gestur Ólafsson við eplatrén. (Ljósm. E. D.) Keppnin er að hefjast við Lundarskóla. /’Tiiástn. F-. TTA lögð fram á út 2900 pökkum af saltfiski. — Mannlífið er sæmilegt og marg- ir eru um þetta leyti að lyfta sér upp og fara í allar áttir. í sumar verður byrjað hér á bygg- ingu leiguíbúða á vegum hrepps ins, og á næstunni verður 50 metra trébryggja sett upp inn- an á grjótgarðinn og er hún einkum ætluð minni bátunum, sagði Björgvin að lokum. morgun Skattskrá Norðurlands eystra verður lögð fram á morgun, fimmtudag, og er hún lögð hér fram tveim vikum fyrr en í fyrra. En hvort sá tími er gleði- efni eða skattaskráin sjálf, skal ósagt látið. Hleypti upp fundi Svo bar við, þegar hreppsnefnd Skagahrepps sat á fundi fyrir rúmri viku og glímdi við vanda- mál sveitarfélagsins, svo sem títt er á fundum um sveitar- stjórnarmál, heyrðust undarleg hljóð. Fundurinn var haldinn í gömlu skólahúsi hreppsins að Kálfshamri. Oddvitinn var í miðri ræðu að útskýra tekjur og gjöld sveitarsjóðs, er hljóð- in heyrðust og truflaði það fund- arstörf. En rétt á eftir kom stór og ófeiminn minkur upp úr gólfinu og í stað sveitarmála, hófst árangurslaus eltingarleik- ur. Keppt í akstri á Akureyri Laugardaginn 9. júlí gekkst Bindindisfélag ökumanna, — Akureyrardeild — fyrir góð- aksturskeppni á Akureyri. — Hófst keppnin klukkan 2 e. h. við Lundarskóla. Keppendur, sem voru 13 að tölu, voru fyrst spurðir nokk- urra spurninga um umferða- reglur. Síðan voru þeir látnir skoða bifreið eina, sem ekki fékk skoðunarvottorð (en það var skilti með númeri bifreiðar- innar, bakspegill og stefnuljós sem ekki var í lagi). Síðan hófst- aksturinn og lögðu bifreiðarnar af stað með þriggja mínútna millibili. Hver keppandi hafði aðstoðarmann, sem las og útskýrði leiðarlýs- inguna, sem afhent var áður en lagt var af stað. Verðir voru víða á leiðinni og ýmis óvænt atvik látin koma fyrir. Þegar aftur var komið að skólanum, þurftu ökumenn að sýna hæfni sína og leysa akstursþrautir þar á hlaðinu. — Keppninni lauk klukkan 4 e. h. Sigurlaug Rósinkranz. Verðlaunaafhending fór fram á Hótel Varðborg litlu síðar. — Þrenn verðlaun voru veitt og voru það fagrir bikarar, sem Kaupfélag Eyfirðinga gaf til keppninnar. 1. verðlaun hlaut Birgir Pólmason og ók hann Pontiac GTO. 2. verðlaun hlaut Þórir Tryggvason, sem ók Opel Rek- ord. 3. verðlaun hlaut Sigfús Sigfússon og ók hann Tópas 76. Stjórnandi keppninnar var Haukur ísfeld, Reykjavík, og kynnti hann tilgang góðaksturs- keppninnar. Hann hefur stjórn- að fíestum slíkum keppnum B. F. Ö. Formaður Akureyrar- deildar, Jóhannes Hjálmarsson, þakkaði stjórnanda, keppend- um, starfsmönnum, skólastjóra Lundarskóla, löggæslumönnum og síðast en ekki síst KEA fyrir rausnarlega verðlaunagjöf. — Sagði hann deildina stefna að árlegri góðaksturskeppni í von um aukinn áhuga á umferðar- menningu. Viðlegubryggja, leiguíbúðir Blaðið hringdi til Björgvins Jónssonar, útibússtjóra í Hrísey, á mánudaginn og spurði hann frétta í fjarveru fréttaritara blaðsins. Björgvin sagði meðal annars: Holdanautakálfarnir eru að fæðast í Hrísey. Steinar Kjart- ansson er bústjóri. Heyskapur er hafinn fyrir nokkrum dögum í eynni og sprettan er góð, og tún næg í eynni. Snæfellið landaði 103 tonnum í síðustu viku og er á veiðum. Þrír dekkbátar stunda hand- færaveiðar, Haförn, Eyfell og Þorfinnur og afla þeir sæmilega. Eyrún var seld vestur í Ólafs- vík. En hér er einnig fjöldi af opnum vélbátum, sem ég veit ekki einu sinni tölu á. Hitt liggur ljóst fyrir, að í síðasta mánuði voru fiskinnleggjendur hjá okkur 40 talsins. Þeirra á meðal voru auðvitað sunnudaga- fiskimenn. Vinna er næg í frystihúsinu og í heild má segja, að aflinn sé allgóður, miðað við fyrri ár, ekki síst hjá smærri bátum. Við erum nýbúnir að skipa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.