Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Rannsókn vegna Blönduvirkjunar Gerð hefur verið, af þeim dr. Herði Kristinssyni og Helga Hallgrímssyni, náttúrufræðingum hjá Náttúrugripa- safninu á Akureyri, náttúruvemdar- könnun á virkjunarsvæði Blöndu. Könnun þessi, sem gerð var að til- hlutan Orkustofnunar, hefur komið út í bók. Er þar að finna lýsingu á landi og lífríki, sem yrðu e. t. v. fyrir beinum áhrifum virkjunar. Meðal annars segir, að fá sérstæð náttúm- fyrirbæri séu á svæðinu og unnt að hlífa þeim þótt fmmáætlun virkjun- ar kæmist í framkvæmd. Þar segir ennfremur: Auk vemdarsvæðanna, sem tillögur em lagðar fram um, em aðalverðmætin fólgin í votlendinu, þ. e. hinum frjósömu flóum,tjömum og vötnum, sem framfleyta all fjöl- breytilegu lífi, og í þeirri staðreynd, að þurrlendið er mest allt gróið og með jarðvegslagi. Þar sem mikill hluti hinna íslensku öræfa em örfoka land og ógróið, verða þau heiðalönd, sem enn em með lífmiklu votlendi og fullgróin, ekki metin til fjár. Töluverð hætta kann að vera á skemmdum út frá lónstæðinu og vatnaleiðinni vegna áfoks og upp- blásturs þegar frá líður, einkum til norðurs. Teljum við nauðsynlegt að vara við þeirri hættu, og ef af fram- kvæmdum verður, þarf að fylgjast vel með slíkum áhrifum. Gróður- samsetning og frjósemi þurrlendis- ins em mjög rýrð af langvarandi beit, og gefa því engan veginn rétta mynd af náttúrlegu gróðurfari heiðarinn- ar. Beitargildi afréttarins í dag, er því aðeins hluti af því, sem heiðin hefur gefið af sér. Varðandi fyrirætlanir um ræktun beitilanda í grennd lónstæðisins, vilj- um við benda á, að erigin reynsla er fyrir hendi um það, hvemig viðhalda megi stómm, ræktuðum beitarlönd- um á hálendinu til lengdar og verja þau fyrir kali, uppblæstri, vatnsrofi og öðmm áföllum frá náttúmnnar hendi.“ Land það, sem hér um ræðir, nær yfir stóran hluta Auðkúluheiðar og sneið af Eyvindarstaðaheiði og ræð- ur Blanda mörkum þeirra. Lón- stæðið, sem náttúmfræðingarnir kalla það land, sem fer undir vatn ef virkjað verður, er 60 ferkilómetr- ar að stærð. Um Blönduvirkjun hefur margt verið rætt og ritað, bæði sjálfa virkj- unina, en þó eru breytingar á vatna- svæðinu, þar með mikið uppistöðu- lón, enn meira umræðuefni og liggja náttúmfræðilegir þættir ekki eins ljósir fyrir, og sjálf virkjunin. En vís- indalegar rannsóknir á þeim svæð- um, sem raskast við virkjanir, er nauðsynlegt að gera til glöggvunar áður en ráðist er í framkvæmdir, sem valda röskun í náttúmnni. Iðnaðurinn mun þurfa að taka við nýju fólki á vinnumarkaðinum Blaðið hitti að máli Áskel Ein- arssin, framkv.stjóra Fjórðungs sambands Norðlendinga, að ný- loknum tveimur ráðstefnum sambandsins og spurði hann frétta af þeim og áliti hans á ýmsum þeim málum, sem efst eru á baugi, og svaraði hann góðfúslega þeim spurningum. Fjórðungssambandið hefur verið í sviðsljósinu imdanfarið? Fjórðungssambandið lifnar með vori og hækkandi sólu. Þannig hagar til hér norðan- lands, að ýmsir örðugleikar hamla miklum fundahöldum á vetrum. Við komum því þannig fyrir, að fundahöldin hefjist ekki fyrr en eftir sauðburð á vorin, því bændur taka mikinn þátt í störfum Fjórðungssam- bandsins. Nú í ár hófust funda- höldin fyrri hluta júnímánaðar og síðan koma ráðstefnur, sem eru orðnar tvær, sú fyrri haldin á Húsavík 24. og 25. júní og sóttu hana 120 manns, en hin var haldin á Skagaströnd 2. júlí. Ráðstefnan á Húsavík? Sú ráðstefna var um iðnþró- un og var rædd í þrem flokk- um: Iðnþróun á Norðurlandi, staða iðnþróunar í landinu og svo orkubúskapur og nýiðnað- ur. Á þessari ráðstefnu kom margt athyglisvert fram, t. d. það, hve mikla möguleika ullar- og skinnaiðnaður hefur í byggða þróuninni. Það kom fram hjá framkvæmdastjóra Iðnaðar- deildar SÍS, Hirti Eiríkssyni, að fjölga mætti atvinnutækifærum i þeirri grein um 1500 á næstu árum. En einnig kom það fram, að útflutningsiðnaðurinn getur ekki keppt við sjávarútveginn með sama gengi. Sjávarvörur hafa hækkað mjög í verði er- lendis, en iðnaðarvörur minna. Sjávarútvegurinn hefur því get að staðið undir verðlagsþróun- inni, en iðnaðurinn tæplega. Hvað um nýiðnaðinn? Um hann er það að segja, að menn eru í vaxandi mæli farn- ir að athuga, hvort ekki er unnt að nota ýmis konar innlend efni til vinnslu. I ljós hefur kom ið, að rannsóknir, varðandi hugs anleg innlend hráefni, eru mjög skammt á veg komnar. Nú er það athugað á Sauðárkróki, hvort hægt sé að koma þar upp steinullarvinnslu úr bergteg- undum þar og vestur í Víðidal fer fram athugun á títaníum, sem grunur leikur á að þar sé, en það liggur hins vegar ekki Ijóst fyrir, í hve miklum mæli þetta efni kann að vera þar og hvort það sé nýtanlegt. Og í Mývatnssveit er mikið af áhuga verðum jarðefnum, sem kunn- ugt er. Sá iðnaður, sem byggist á hráefnum landsins sjálfs, er miklu eftirsóknarverðari en sá iðnaður, sem byggir á erlendu hráefni, svo sem ál og allt slíkt. Á ráðstefnunni kom það lítið fram, að menn bindi vonir við stóriðju sem höfuðleið. Hinn orkufrekari iðnaður, sem bygg- ist á erlendu hráefni, virðist ekki mikið áhugaefni manna. En ef til vill getum við byggt upp stóriðnað á okkar eigin hrá efnum eða innlendum efnum og innlendri orku. Því er ekki að leyna, að það virðist mikil iðn- Viðtal við Áskel Einarsson framkv.stjóra aðarvakning í þessum lands- hluta. Iðnaður mun þurfa að taka við nýju fólki á vinnumarkaðinum í framtíðinni? Já, hér um slóðir verður iðn- aðurinn að gera það, sem aukin þjónusta hrekkur ekki til. En sannleikurinn er sá, að á und- anförnum árum hefur 60% af nýju vinnuafli þjóðarinnar far- ið til þjónustugreinanna en 30 —40% í úrvinnslugreinar og er iðnaður þar meðtalinn. Þá hef- ur það komið fram, að í sveit- um er orðið umtalsvert atvinnu leysi hjá konum, hvernig sem það kann nú að hljóma. Þetta er nýlegt hugtak. En þar sem þétt- býlt er í sveitunum, vantar létt- an iðnað og er þetta hlutur, sem athuga þarf og ráða bót á, svo sem reynt er að gera erlendis. Völd og áhrif Fjórðungssambandsins? Fjórðungssambandið er valda laus stofnun eða öllu heldur frjáls samtök og fyrst og fremst ráðgefandi. Það stendur og fell- ur með því, hvemig og hve mik ið er á þau hlustað. Enginn aðili í þjóðfélaginu er til þess skyld- ur að fara eftir viljayfirlýsing- um Fjórðungssambandsins í einu né neinu. Þetta er bæði galli og kostur. Ráðstefnur, er við höldum, er opinn vettvang- ur. Til þeirra fáum við valda ræðumenn til að hafa framsögu í hinum ýmsu málum og tókst það mjög vel á Húsavík. Síðan koma ýmsir heimaaðilar inn í dæmið og í gegnum þennan opna vettvang koma allir skoð- unum sínum og tillögum á fram færi. Unnið er svo úr öllu þessu efni, þar með úr tillögum og ályktunum og sent til Fjórð- ungsþings, sem síðan kemur ályktunum áfram til ríkisstjóm ar og þingmanna. Fjórðungs- samband Norðlendinga er stefnumótandi og mótar öðrum fremur byggðastefnuna og fylg ir henni eftir. Á ráðstefnunni á Húsavík voru aðalræðumenn: Sigurður Guðmundsson áætlunarfræðing- ur, Bjarni Einarsson, forstöðu- maður Byggðadeildar, dr. Vil- hjálmur Lúðvíksson, Kristinn Guðjónsson, varaform. Félags ísl. iðnrekenda, Sigurður Krist- insson, form. Landssamb. iðn- aðarmanna og Þórir Hilmarsson bæjarstjóri. Heimamenn stjórn- uðu umræðum í hópum og er það góð venja. Við höfðum á Húsavík pallborðsumræður, sem er nýmæli hjá okkur og gafst vel. Ráðstefnan á Skagaströnd? Ráðstefnuna á Skagaströnd, sem haldin var 2. júlí, sóttu 60 manns. Sú ráðstefna var um fé- lagsheimili, notkun þeirra og kom hugmyndin um þessa ráð- stefnu fram á æskulýðsráð- stefnu sem Fjórðungssamband- ið hélt árið 1975. Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi, flutti á ráðstefnunni mjög yfirgripsmikið erindi og lýsti könnun, sem gerð hefur verið um notkun félagsheimila á Norðurlandi og skýrði það rækilega. Þarna var talað um félags- heimili í þéttbýli sem menningar miðstöðvar og gerði það Kristinn Jóhannsson skólastjóri og um félagsheimili í sveitum ræddi frú Guðrún Ásgeirsdóttir á Mæhfelli og gerðu þau Kristinn og Guðrún málinu rækileg og góð skil. En Skúh Jónasson, Áskell Einarsson. framkv.stj. á Siglufirði ræddi um þörf félagsheimila 'á þeim stöðum, sem engin eru. Þarna var starfað í hópum að erind- um loknum og máhn rædd. Fram kom, að félagsheimih í sveitum sitja við heldur þrengri kost en önnur í sambandi við löggæslukostnað. En það kom einnig vel í ljós í ræðum manna, að sú kenning, að félagsheimilin séu fyrst og fremst dansstaðir sé röng. Félagsheimilin eru í raun miklar menningarmið- stöðvar og mikið notaðar sem slíkar í vaxandi mæli. Víða vantar enn félagsheimili? Já, enn er 21 hreppur án félagsheimilis og víða eru fé- lagsheimili notuð til „samnota“ svo sem fyrir skóla og félags- heimili jöfnum höndum og víða irðist þess full þörf. Nú er talin nauðsyn að koma á samstarfi félagsheimila hér á Norðurlandi. Um landið æða hópar skemmtikrafta og hljóm- sveitir eru á uppboði, löggæslu- kostnaður er erfitt mál. Koma þarf á samræmi og samstarfi félagsheimilanna á ýmsan hátt. Heimamenn þurfa e. t. v. að geta mætt ýmsum þrýstihópum í skemmtiiðnaðinum með sam- stöðu. Verður sérstakur fund- ur með forráðamönnum félags- heimila haldinn i ágústmánuði. Það er eins með þessa ráð- stefnu og hina, að niðurstöður hennar verða unnar upp og lagðar fyrir fjórðungsþing, sem haldið verður 4.—6. september í Varmahlíð, en sett í Hóladóm- kirkju, að viðstöddum kirkju- málaráðherra, og staðurinn verður sérstaklega kynntur. Og fleiri fregnir? Nýlega héldum við einskonar úttektarfundi um samgöngu- áætlun Norðurlands. Þar var ræddur þáttur flugmála, vega- mála og strandferða á opnum fundum. Þar mætti yfirverk- fræðingur Vegagerðarinnarinn- ar og útskýrði vegaáætlunina, sem er viðmiðunaráætlun. Hef- ur verið varpað fram þeirri hugmynd, að í hverri sýslu yrði veganefnd, kosin af sýslunefnd og þessar nefndir sameinuðust sem hópur, sem Fjórðungssam- bandið reyndi að sanmræma sem eina heild. Mál þetta þarf að skoða betur. Þá kom fram, að Framkvæmdastofnunin er að byrja athugun á því, hvemig unnt er að koma upp skipulagi á samgöngur, þar sem saman yrði tengt flugferðir, sjóferð- imar og landflutningar. Nýjar- tillögur hafa komið fram um að endurskipuleggja strand- ferðirnar sérstaklega. Flugmála- fundurinn var merkilegur, en varaflugmálastjóri, Leifur Mark ússon, upplýsti, að samgöngu- málaráðherra og flugráð legði til, að varið skyldi til flugmála í næstu fjárlögum 900 milljón- um, sem myndi þýða tvöföldun á raungildi framlagsins. Þetta er stórkostlegt mál. Hér á Norðurlandi eru miklar fram- kvæmdir fyrirhugaðar í þess- um málum og má segja, að ánægja hafi ríkt um þetta at- riði. Vilji er á því að taka upp norskar fyrirmyndir. Flugfélag Norðurlands og Flugfélág Aust- urlands falla vel inn í þessa hugmynd, sem byggist á því að nota litlar flugvélar á styttri leiðum og hafa tíðar ferðir. — Litlu flugvellimir í Noregi eru mjög vel búnir og svo þarf einnig að verða hér. Menn spyrja mikið um Norðurlandsvirkjun og öll þau mál? Satt að segja hafa þessi mál verið í sjálfheldu og hafa þau meira og minna verið miðuð við Kröfluvirkjun. Hins vegar er verið að stofna Orkubú Vest- fjarða og þar er gengið út frá því, að það fyrirtæki yfirtaki ekki mannvirki á því verði, sem ekki getur staðið undir eðlilegu raforkuverði. en með þessu yrði raforkumálin í þeim landshluta undir einni stjórn. Og þetta er kjarninn í okkar orkumála- stefnu. í fyrsta lagi að tryggja eðlilega orkunýtingu hér norðanlands og í öðru lagi að halda raforkuverðinu niðri. Og svo auðvitað að heimamenn hafi hönd í bagga. Staðreynd- in er sú, að vegna þess að heimamenn höfðu ekki hönd í bagga um orkurannsóknir, urðu feilspor, eða kannski feilspor stigin, eins og að ráðast í Kröfluvirkjun, vegna þess að aðrir orkukostir voru ekki rannsakaðir. Þar á ég við Jökul- árnar í Skagafirði, sem ekki fengust rannsakaðar og Skjálf- andafljót, en virkjunarmögu- leika þess mátti ekki af ein- hverjum ástæðum draga fram í dagsljósið. Framvinda í öflun raforkunnar er nauðsynleg, hvað sem stóriðju líður. Stóriðjumálin? Þau liggja alveg í láginni, en af hálfu Fjórðungssambandsins hefur alltaf verið lögð áhersla á, að ef um stóriðju væri að .ræða á Norðurlandi, yrði það mál skoðað í víðara samhengi og við höfum farið fram á, að skoðuð yrðu víðar hafnarstæði en gert hefur verið, með þann mögu- leika í huga, að þar verði komið upp stóriðju, ef henta þætti. Nú skilst mér, að viðræðu- nefnd um orkufrekan iðnað hafi látið gera þetta og að nú komi fleir istaðir til greina en áður, með tilliti til hafnarskilyrðanna en ströndin við Eyjafjörð. Eru menntamálin á dagskrá? Enn verður fundur haldinn um mikilvægt mál. Þannig er mál með vexti, að í vetur var samið frumvarp um framhaldsskóla, en samkvæmt því á að sameina alla framhaldsskóla, sem nú starfa í landinu. En ætlast er til, að sveitafélögin verði veru- legur þátttakandi í þessu, kostn- aðarlega. Þetta á að skapa möguleika fyrir sveitarfélögin, að hafa áhrif á dreifingu skóla- kerfisins. En þetta er verulegur kostnaðarauki fyrir sveitafélög- in og eitt af því sem ríkið hefur gert án þess að spyrja sveita- félögin að. Nú er það ætlun Fjórðungssambandsins að taka þetta mál til umræðu með skólastjórum framhaldsskól- anna, fjórðungsráði, menning- armálanefnd sambandsins og fræðsluráðum. Ráðstefna um þetta verður á Akureyri 22. júlí. Blaðið þakkar viðtalið við Áskel Einarsson, framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Norð- lendinga. E. D. Urval þýddra Ijóða komið hjá Almenna Bökafélaginu Út er komið hjá Almenna bóka- félaginu 5. bindi íslensks ljóða- safns, 4. bókin hjá Bókaklúbbi AB þetta ár. Ritstjórn, val ljóða og alla umsjón verksins hefur Kristján Karlsson annast. Hér er um að ræða úrval þýddra ljóða, hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi, þar sem valið er úr öllum ljóðum sem þýdd hafa verið á íslensku. — Alls eru þýðendur ljóða í bók- inni 42, hinn fyrsti Jón Þor- láksson á Bægisá og hinn síð- asti Aðalsteinn Ingólfsson, fæddur 1948. Höfundar ljóða í bókinni eru samtals 133 frá 27 löndum. Kristján Karlsson segir í for- mála m. a. á þessa leið: ,/Kvæðin eru flbkkuð eftir þýðendum. Með því fyrirkomu- lagi vildi ég taka af skarið um það, að hér er engin tilraun gerð til þess að veita yfirlit um ljóðagerð annarra þjóða né verk einstakra erlendra höfunda. — Slíkur tilgangur væri úrvalinu ofviða og sjálfsblekking að hafa hann í huga. Ég hefi enga þýð- ingu tekið með vegna höfundar- nafns, heldur einungis kvæði sem mér virtust góður skáld- skapur á íslensku. Eða þegar best lætur frumlegur skáld- skapur á íslensku. Ég fór eftir þeirri trú, að ekki sé til alls- herjar mæhkvarði á gildi kvæða. Allt úrval er gjörræði. Ég leyfi mér aftur á móti að vænta þess ,að úrvalið megi veita sæmilega hugmynd um þýðingar sem grein íslenskrar Ijóðagerðar undanfarin hundrað og fimmtíu til tvö hundruð ár. Bindið hefst á köflum úr Para- dísarmissi sem kom út árið 1828, en lýkur á kvæði, sem birtist 1975. Bókinni fylgir, auk formála ritstjórans og tvöfalds efnisyfir- lits, æviágrip þýðenda og skrá yfir höfunda eftir þjóðernum þeirra svo og greint frá hvenær þeir voru uppi og hvað í bók- inni þá sé að finna. Þýðingasafnið er 430 bls. að stærð, prentað og bundið i Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Með þessari bók eru komin út 4 bindi ljóðasafns AB. Fjórða bindið — 20. öldin — er enn ókomið, en þess verður ekki langt að bíða. (Fréttatilkynning ). Fáein orö til Þormóðs S. Staka til Norðlendinga Eg vil biðja eyfirðinga okkur styðja í hjáverkum, að hindra iðju útlendinga í eitursmiðju-framkvæmdum. Eftirfarandi bréf barst blaðinu frá „Suður-Borgfirðingi“: Þar sem það hefur hvað eftir annað komið í ljós, að hroka- fullir valdsmenn hafa glúpnað fyrir norðlendingum, þótt þeir beiti valdi sínu af ótrúlegri frekju á öðrum stöðum, datt mér í hug að senda ykkur eyfirð- ingum þessa stöku: Það er okkur styrkur að sem flestir landsmenn lýsi vanþókn- un sinni á framferði stjórnvalda í Grundartangamálinu, og gæti þá verið, að svoleiðis verksmiðj- ur yrðu ekki margar hér á landi. ísland fyrir íslendinga. „Spjall um málefni þroska- heftra", hét grein er ég fékk birta í Degi þann 29. júní sl. Forstöðumaður Sólborgar, Þormóður Svafþrsson, fann ástæðu til að svara grein minni — að ég væri með illa skil- greindar dylgjur í garð heim- ilisins. Ég er í Styrktarfélagi vangefr inna og á þroskahefst bam, sem dvaldi fyrir nokkrum árum um tíma á Sólborg í dagvistun. Ég hefi kynnst góðu fólki við stofnunina. Kynnst ágætu fólki í félaginu og veit að margar fórnfúsar hendur hafa lagt mik- i ðaf mörkum fyrir málstað þroskaheftra á Sólborg. — Ef einmitt þeir sem ég met mikils fyrir störf þeirra í þágu vist- heimilisins hafa lesið greinina mína sem slíka — að ég væri að rægja þessa stofnun, þætti mér leitt og sárt að vita. Nei, Þormóður Svafarsson, ég var ekki að drótta neinu að Sól- borg. Ég skrifaði greinina af þörf, haldin þeim ótta gegn þröngsýni þjóðfélags, að alla þroskahefta eigi að einangra á sérstofnunum. Það er ekki eðli- leg þróun. Fyrir nokkrum dögum las ég athyglisverða grein eftir N. E. Bank-Mikkelsen deildarstjóra í danska félagsmálaráðuneytinu, sem sér um málefni vangefinna. Hann segir m. a.: „aðgrein barna heimili fyrir þann fatlaða eru nú að hverfa í Danmörku. Þau fá inni á venjulegum barna- heimilum (það er kominn vísir að slíku hér á Akureyri, innsk. J. T.) . . . Sama er að segja um skólana, reynt að hafa sem flesta í venjulegum skólum með hjálparkennslu, en undan- tekningar fyrir þá, sem eru verst staddir, fá fræðslu í sérskólum." — Hann segir einnig þégar hann • „Fátækt fólk“. Það hefir dregist að þakka göml- um kunningja góða bók. Ef til vill er það best að hugsa hvert mál tvisvar, áður en látin er skoðun í Ijós. — Þegar Tryggvi Emilsson ritar endurminningar sínar gerir hann sér auðsjáan- lega far um að segja sem sann- ast og réttast frá því sviði sem að honum sneri og reynsla hans brá kastljósi yfir. Meira verður ekki krafist af neinum. Fjodor Dostojewski og Martin Ander- son Nexö skýrðu frá reynslu sinni í formi skáldrita og minn- inga. Vera má, að ýmsir sam- tíma menn þeirra hafi séð aðr- ar hliðar á tíð og anda þá. Allt um það var reynsla Dostojew- skis og Nexös jafn sönn. Nafnið á bók Tryggva gefur strax til kynna um hvað er fjallað. Það er nú svo, að hver sem lifir bernsku sína og æsku í nöktustu fátækt og við lítinn kost upplýsingar, fær sjaldan komið þroska sínum svo til vegs, að hvergi sjáist merki krappra kjara þótt aldur og aðstaða breytist. Þó tekst a. m. k. höf- undi bókarinnar Fátækt fólk tekist svo vel að sigla milli skerja, að fágætt mun þykja. Og stolt mætti íslensk bókmennta- saga hafa orðið af þeim ritum, sem þessi höfundur kynni að hafa skráð, við snemmkomin menntunarskilyrði og betri kjör. Oft virðist svo sem þjóðfélög þurfi að fórna hæfu fólki til þess að fram komi, með tilstyrk einhverrar listgreinar, sá sann- leikur sem þeim er lífsspurnar- mál að vita. Þegar sögn og saga meta slík verk síðar, er ekki fengist um smáatriðin. Alls er vert um meginþráðinn. Þá eru heldur ekki felldir dómar um einstaklinga, ef það skilst að verið hafa í sömu kreppu hnepptir að ýmsu leyti, eins og sá er kynni að hafa lýst aldar- fari. Lifni og lifi eitthvert lista- verk í slíkum hraksjó, verður meginboðun þess aðalatriðið og gildir fyrir alla jafnt. Ekki verður það sagt um Fá- tækt fólk, að höfundur þess gangi berserksgang dómgirni og hefndarhugs. Vart getur inni- legri og sanngjarnari bók á all- an hátt. Frásögnin líður fram eins og sá niður aldanna, sem svo vel er þekktur úr bestu ís- lendingasögum. Og það er ekki höfundi að kenna, þótt veru- leikinn sé oft hrjúfur. Það er grunur minn, að höfundur hafi nokkuð oft látið undir höfuð leggjast, að t. d. svara með kald- yrðum, þar sem ástæða var til. Ýms dæmi í bókinni virðast bera vott um það. Og svo hitt, af hve mikilli alúð hann fjallar um ýmsar skemmtilegar minn- ingar. Að ekki sé minnst á þær sem eru hugljúfar eða sárar. Ekki tek ég undir það, sem einhversstaðar var sagt, að dul- rænu sögurnar í bókinni yrðu ekki teknar trúanlegar. Um slik mál dæmir margur af fullkoni- inni vanþekkingu og uppstopp- aðri andúð. Enga lausn gefur að stinga höfðinu niður í sand- inn. Á fyrirbrigðum eins og þeim, sem koma fyrir í Fátæku fólki, kunna ströngustu rann- sóknarmenn bestu skil. Og um þau eru til mýmörg dæmi, víðs- vegar að af allri jarðarkringl- unni. Sagan um litlu stúlkuna sem kveður bróður sinn góða andartaki eftir skilnaðarstund- ina, er ein af hinum mörgu perlum fyrirbrigðafrásagna, og ýmist jafnast á við eða tekur fram þeim sýnum, sem William Barret sagði frá í bók sinni fyrir mörgum áratugum. Dæmi eru þess, að heimsfræg stórskáld hafa skrifað um ævi sína sem skáldskap og veru- leika. Það gefur til kynna að reynsla þeirra hafi fært þeim þá þekkingu, að hið yfirskilvit- lega er órjúfanlega samofið hversdagslegum veruleika. — Dulargáfur Goethes áttu ríkan þátt í bókmenntaafrekum hans. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera, en að í lífi hvers manns, einkum þeirra er gleggst gera sér grein fyrir eðli hlutanna, verði vart uppsprettunnar lind- ar sem sér djúpin að baki. Sig. Draumland. 13. hefti af Súlum komið út, fjölbreytt að vanda Út er komið nýtt hefti af Súl- um, norðlenska tímaritinu, sem þeir ritstýra, Valdimar Gunn- arsson og Jóhannes Óli Sæ- mundsson. Útgefandi er Sögu- félag Eyfirðinga og heftið er hið 13. í röðinni. Þetta norð- lenska tímarit hefur eignast marga fasta áskrifendur, sem stöðugt fjölgar, og er það mikið ánægjuefni. Kristján Eldjárn, forseti, rit- ar langa og merka grein í þetta hefti og ber hún heitið Ingólfs- höfði í Svarfaðardal; Rósa S. Benediktsdóttir ritar greinina Hús foreldra minna; Jóhanna Katrín Sigursturludóttir ritar um Gautlandaheimilið frá ár- unum 1872—1878; Eiríkur Sig- urðsson skrifar um skáldið í Strandgötunni, Davíð Þorvalds- son, og aðra grein, Gamla timb- urmeistarann á Akureyri, og Júlíus Oddsson ritar „stemn- ingu“ frá Siglufirði á síldarár- unum. Þá birtist Hörgdælinga- þáttur Eiðs Guðmundssonar og fjallar hann um Jón Flóvents- son, og Sigurður Kristjánsson ritar greinina Með mann í taumi; Hólmsteinn Helgason ritar um sjóhrakninga og Sig- urður Marteinsson greinina Þrifið í stýri. Auk þessa er margt smálegt, bæði til skemmt- unar og fróðleiks. 4•DAGUR er að tala um að þetta fólk „ætti að lifa eðlilegu lífi, þá væri átt við jafnrétti — þ. e. sömu réttindi og skyldur fyrir alla þegna þjóðfélagsins." Ég skora á alla að lesa þessa grein eftir Bank-Mikkelsen, en viðtal við hann birtist í Morg- unblaðinu þann 6. júlí sl. Ég skora líka á foreldra allra þroskaheftra að standa saman í þeirri baráttu að sá þroskahefti eigi að búa við jafnrétti, nái bestum þroska við heilbrigðar aðstæður — verði viðurkennd- ur af þjóðfélaginu sem mann- eskja. Jóhanna Tryggvadóttir. Danir keppa í Árskógi Næstkomandi sunnudag og mánudag verður hér í heimsókn á vegum Ungmennafélags ís- lands og Ungmennasambands Eyjafjarðar 45 manna hópur íþróttafólks frá Danmörku. Á sunnudagskvöldið kl. 7.30 keppa gestirnir við norðlenskt frjálsíþróttlafólk á íþróttavell- inum á Árskógsströnd. Halldór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri UMSE, hefur beðið blaðið að hvetja áhuga- fólk um frjálsar íþróttir til keppni og til að fylgjast með þessu sérstæða íþróttamóti. Störf eiga aö vera opin konum jafnt sem körlum Jafnréttisráð vekur athygli aug- lýsenda og fjölmiðla á 4. gr. laga nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla: „Starf sem auglýst er laust til umsóknar, skal standa opið jafnt konum og körlum. í slíkri auglýsingu er óheimilt að gefa til kynna að fremur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu.“ Jafnréttisráð er fahð að sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt. Jafnréttisráð er fal- ið að sjá um að ákvæðum þess- um sé framfylgt. Jafnréttisráð bendir ennfremur á 12. gr. sömu laga, sem hljóðar svo: „Sá sem af ásettu ráði eða gáleysi brýtur gegn lögum þessum, er skaðabótaskyldur samkvæmt al- mennum reglum. Slíkt brot skal varða fésekt- um, nema þyngri refsing liggi við að lögurn." Jafnréttisráð tók þá ákvörð- un, er það tók til starfa, að eðlilegt væri að nokkur aðlög- unartími yrði á að framfylgja þessu ákvæði laganna, þar sem hér er um nýmæli að ræða í lögum. Nú hefur þessi aðlögun- artími verið tæpt ár og ætti það að hafa gefið flestum nægjan- legt svigrúm til þess að aðlagast nýmæli þessu. Þeir sem auglýsa eftir 1. júlí 1977 þannig, að andstætt er of- angreindu ákvæði, geta átt von á að mál verði höfðað gegn þeim. Jafnréttisráð lítur á ákvæði þetta sem lið í þeirri baráttu að brjóta niður þá hefðbundnu starfsskiptingu, sem ríkt hefur í karla- og kvennastörf og þann launamismun sem við það skap- ast. Reykjavík 24/5 1977. Bergþóra Sigmundsdóttir framkv.stjóri Jafnréttisráðs. (Frétta tilkynning) DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.