Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 2

Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 2
lilllll í 1' © ’ýsii ! Barnaöæsla i Atvinna Tapad Barnfóstra óskast til að gæta 3ja ára stúlku. Uppl. I Dalsgerði 5 a. g/fre/d/r Til sölu Volvo stadion árg. 1971 ekinn 100 þjús. km. Ástand gott. Simi 21159. Til sölu vel með farin Toyota Corona Mark II árg. 1974 ekinn 40 þús. km. Sími 23495 eftir kl. 19. Sunbeam 166 L árg. 1975 til sölu, A 5966. Ekinn 20 þús. km. Uppl. i sima 21412. Citroen G. S. stadion árg. 1976 til sölu. Ekinn aðeins 7.500 km. Uppl. f sima 21718 eftir kl. 17. Til sölu Mercedes Benz 280 SE árgerð 1971. Uppl. I sima 33165. Tll sölu Skoda árg. 1970 i þvl ástandi sem hann er eftir árekstur. Nýleg vél. Haraldur Hjartarson, Grund, Svarfaðardal. Fundið Óskila kettlingur. Uppl. f sima 23047. Vil kaupa vel með farið vélhjól. Uppl. t slma 19565 eftir kl. 19. Lltið vélhjól óskast. Uppl. í síma 11161 eftir kl. 20. Unga konu vantar vinnu strax helst við afgreiðslustörf. Hef meðmæli ef óskað er. Uppl. í slma 21335. Sala Til sölu Lenco plötuspilari og Sansui magnari. Uppl. I sima 19785 eftir kl. 18. Til sölu New Holland heybindi vél, lltið notuð, einnig 10 tonna St. Pauls sturtur með 18 feta stálpalli. Sveinberg Laxdal, Túnsbergi, slmi 23100. Til sölu fjögurra hjóla lyftu- tengd Vicon rakstrarvél. Snorri Árnason, Völlum. 20 kýr til sölu nú þegar eða I haust. Sigurjón. H. Sigurðsson, Vermundarstöðum, Ólafsfirði. Til sölu frímerkjasafn og fyrsta dags umslög. Slmi 11058. Barnakerruvagn sem nýr til sölu. Uppl. í Hrafnagilsskóla hjá Garðari Karlssyni. Nýlegt hjónarúm til sölu. Uppl. I slma 19553 á kvöldin. Tún til leigu, ennfremur hey- vinnuvélar til sölu, svo sem dráttarvél, múgavél, heytætla og sláttuþyrla. Allt yngra en frá 1974. Uppl. I Böðvarsgarði I Fnjóskadal. Bújörð til sölu f grennd við Akureyri með áhöfn ef viðun- andi boð fæst. Skipti á húsi getur komið til greina. Uppl. í sfma 22967. Tapast hefur svartur kettlingur Finnandi vinsamlegast hringi f síma 22072. Húsnæðj 16 ára stúlka óskar eftir að taka herbergi á leigu með að- gang að eldhúsi og baðher- bergi f vetur. Uppl. ( sima 41149 eftir kl. 18,30. 2—3ja herb. ibúð óskast til leigu frá 1. okt. Uppl. I slma 22142. Er á götunni með 3 börn, hver vill leigja með 2ja—3ja herb. (búð strax. öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. f sfma 21335. Ung stúlka óskar eftir Iftilli fbúð til leigu frá og með 1. okt. Uppl. f sfma 21169. Óskum eftir leiguíbúð á Ak- ureyri f skiptum fyrir húsnæði á Húsavfk. Sfmi 41353 eftir kl. 7 e. h. Ungur maður óskar eftir fbúð á leigu á Akureyri. Uppl. í sfma 62380. Fyrirtæki hér I bæ óskar að taka á leigu 4ra til 6 herb. fbúð strax. Uppl. gefur Friðrik Ágústsson f sima 22211 milli kl. 8 og 17. Óskum að taka 2ja—4ra herb. íbúð á leigu sem fyrst. Fyrir- framgreiðsla ef óskað er. Uppl. f slma 21834 frá kl. 13—19. Óska eftir lítilli góðri ibúð til leigu I 3—4 mánuði. Uppl. í síma 19607. Frá lögreglunni á Akureyri Jón Tryggvason Artúnum Á föstudagsnótt var bifreið stolið í Lundarhverfi, en hún fannst síðan við Landsbankann. En litlu síðar kom þangað Landrovereigandi úr Þingvalla- stræti og hafði bíllinn fengið á sig skrámu af árekstri og fannst hjá honum stefnuljós, sem reyndist vanta á stolna bfl- inn. En snemma um morguninn fóru þjófabjöllur Landsbankans að láta til sín heyra, enda búið að brjóta rúðu í hurð að norð- anverðu í bakanum. Ekki sást þar annar maður en sá, sem bílnum hafði stolið í Lundar- hverfi. Var hann undir áhrif- um áfengis og var tekinn í geymslu lögreglunnar. Játaði hann að hafa brotið glerið í hurð bankans. Um sama leyti var rúða bortin í Ljósmynda- stofu Páls. Grunur leikur á, að sami maður hafi verið að verki á öllum stöðunum, og er sá ekki úr bænum. Þá ók piltur einn bifhjóli sínu frá kirkjunni og niður bratta brekku og end- aði sú för á sjúkrahúsi, með aðstoð hjálparmanna. Innbrot var framið í Verslunina Drífu á sunnudagsnótt og einhverju lítilsháttar stolið af peningum. Mikið ber á því í bænum, að stórvirk tæki skemmi eða slíti raflagnir og síma, er þeim er beitt við hitaveituframkvæmdir í bænum. Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn 4. júní sl. Voru gerðar nokkrar skipu- lagsbreytingar á félaginu, þann- ig að deildaskipting var lögð niður, en í stað þess er nú ima að ræða 'beina aðild allra sem eiga eða hafa átt heima í sýsl- unni. Auk þess geta félög, eins og Ungmennafélög, Kvenfélög, Búnaðarfélög og önnur félög, sem stuðla að skógrækt gert að- ildarfélög að Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Eins og áður munu félags- - Fiskverðið Framhald af blaðsíðu 7. eftirfarandi tekið fram: Þegar slægður fiskur eða óslægður karfi er ísaður í kassa í veiði- skipi og fullnægir gæðum í 1. flokki, greiðist 12% hærra verð en að framan greinir, enda sé ekki meira en 60 kg af fiski ísað í 90 Itr. kassa, 45 kg í 75 Itr kassa og tilsvarandi fyrir aðrar kassastærðir. í sambandi við plöntukaup frá Uppeldisstöð félagsins. Fram kom á fundinum, að unnið er markvisst að endur- uppbyggingu Uppeldisstöðvar- innar og er vonast til að strax á næstu árum verði hægt að bjóða upp á aukna fjölbreytni í plöntuvali. Samhliða því er fyrirhuguð aukin fræðsla um plöntun og hirðingu trjáplantna. Á síðast liðnu ári var plantað í reiti félagsins allt um 30.000 plöntum og er áætlað að planta álíka magni í ár. En aðalviðfangsefni sumars- ins í trjáreitum á vegum félags- ins verður grisjun og hirðing, einkum í elstu reitunum, sem víða eru orðnir mjög þéttvaxn- ir. Umferð um útivistarsvæðið í Kjama hefur farið mjög vax- andi seinni árin og um mitt sl. sumar fór fram talning á bfla- umferð um svæðið og kom þá í ljós að um 100 bílar fóru um svæðið á viku. Jón Tryggvason bóndi og odd- viti í Ártúnum Blöndudal er sextugur í dag. Hann er sonur hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Tryggva Jónassonar bónda í Finnstungu. Þau eru bæði lát- in fyrir allmörgum árum. í fimmtugsafmæli Jóns flutti ég ræðu sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá okkur báðum og öllum viðstöddum. Þannig gæti einnig farið með þennan greinar stúf. Ártún stendur á nesi, sem gengur útfrá Tungunni og blas- ir við af norðurlandsveginum. Þar fyrir norðan koma Svartáin og Blanda saman og renna í einum farvegi til sjávar. -Á þessu nesi stóð býlið Ytra- tungukot áður í litlu túni með samsvarandi byggingum komn- mn að fótum fram og flagmóa allt í kring. Á furðulega skömmum tíma urðu þama viðlíka undur og Hamsun lýsir í Gróðri jarðar. Mennirnir sem stórvirkin gerðu: fsak í Landbrotum og Jón Tryggvason, annars eins ólíkir og dagur og nótt. Þama á nesinu eða Tungu- sporðinum reis á skömmum tíma nýbýli frá grunni. Jón mun al- drei hafa tekið víxil fyrir sjálf- an sig meðan á þessum fram- kvæmdum stóð, en einu sinni skuldaði hann tvö þúsund krón- ur í kaupfélaginu yfir áramót. Hann vann þetta mikið einn með bræðrum sínum. Ég vissi ekki hvemig hann kom því í verk og það var fleirum hulið. Sveitungamir spáðu illa fyrir honum og sögðu hann færi á hausinn. Allt í einu stóðu samt húsin þama í sléttu túninu eins og ekkert hefði í skorist. Nátthrafnar, sem oft eru á ferli upp úr miðjmn nóttmn, sáu stundum til Jóns reka ásæknar túnrollur úr vellinum fram á Tunguna, ævinlega hund lausan en frábærlega léttan á fæti. Stuttu síðar bárust kannski hamarshögg út í vor- næturkyrrðina og fleiri hljóð, sem verða af önn manna við að byggja yfir sig og búpening sinn. Engan heyrði ég kvarta yfir að þessi nötnu amsturhljóð manns sem vel var kominn að verki brytu í bága við lögmál þagnarinnar er ríkja skyldi á þessum tíma sólarhrings á svo fögrum stað, heldur þvert á móti. Aldrei brást, að þegar gestir fóru að týnast þangað heim upp úr miðjum morgni einhverra erinda — stundum fyrr — var Jón kominn í bæinn glaður og viðræðugóður að leysa vanda fólks og hlusta á það sem að- komumenn höfðu að segja um tíðina og skepnuhöldin heima hjá sér. Sjálfur heyrðist hann ekki segja margt um þá hluti. Fé hans bar ævinlega án þess að orðum væri að því eitt, heima á túni eða inn í húsum, áður en sauðburður hófst á öðr- um bæjum. Stundum þegar gamalgrónir sveitamenn eru sestir að í sjáv- arplássum geta þeir ósjálfrátt farið að hugsa upphátt um lagð- prútt sauðfé renna heim að hús- um til innlátningar í kvöldkyrr- unni á útmánuðum. Sveitungar Jóns hafa verið svo lánsamir að þurfa ekki að sjá á eftir honum í einhvem kaupstaðinn til bú- setu. Eigi að síður minnir mig ég hafi heyrt hann nefna út- mánuði í miðju skammdeginu hýran í bragði. Ekki með nein- um yfirborðskenndum fögnuði eða látum, heldur með þýðleika í röddinni, sem minnti á vor- dægur eða fyrsta þeyvind sum- arsins. — Kannski hefur mig dreymt þetta. Ég las nýverið sögu eftir kín- verskan höfund, sem heitir Fjallaþorpið. Hún hefst á þessa leið: „í góðærum ómaði dalurinn jafnan af söng frá morgni til kvölds, jafnvel þótt enginn lyki upp mimni var eins og söngur- inn lægi f loftinu og þrjóskaðist við“. Núna, eftir að ég er fluttur úr sveitinni, finnst mér að þar hafi alltaf verið góðæri og mik- ill og fagur söngur. Jón Tryggva son var þá og er enn í dag afl- vaki og stjórnandi þessa söngs. Hann hefur stjómað Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps í aldar- fjórðimg. Alltaf þegar söng ætl- aði að bresta, þrjóskaðist Jón við, uns söngur ómaði á ný. — Með mjúkri glettni og gaman- mál á vörum, mætti hann á æf- ingum oftast manna fyrstur. Tónninn var gefinn og mennim- ir skipuðu sér í raðir. Fram- koma Jóns skapaði andrúmsloft- ið á þessum samfundum. Þessu vetrarstarfi lauk um sama leyti og farfuglamir létu til sín heyra á vorin. Jón hefur starfað mikið í fé- lagsmálum fyrir sveit sína og sýslu. Hann hefur setið í flest- um þeim stjómum og nefndum sem falla til á slíkum stöðum. Hann er róttækur í skoðunum, eindreginn talsmaður gegn er- lendri stóriðju og hverskonar erlendri áslæni. Því fólki fer nú að sögn ört fjölgandi sem betur fer, er halda vill landi sínu hreinu og frjálsu. Kona Jóns er Sigríður Ólafs- dóttir frá Mörk í Laxárdal. Hún er mikilhæf kona og honum samhent um allt sem horft hef- ur til uppbyggingar og bóta fyr- ir heimili þeirra og sveit. Þau eiga sjö mannvænleg börn sem allstaðar hafa kynnt sig vel, eins og þau eiga ætt til. Ég óska Jóni og fjölskyldu hans allra heilla imi leið og ég þakka fyrir mig. Skr. 28. mars. Guðmundur Halldórsson frá Bergsstöðum. E.s. Þessi greinarstúfur var sendur Tímanum til birtingar 28. mars, en hafði ekki séð þar dagsins ljós 4. júlí, þrátt fyrir ítrekaðar óskir mínar. — G. H. Hestur í óskilum í Syðra-Holti, Svarfaðardal. Alrauður, járnaður ca. 5—6 vetra. Mark líkist blaðstíft framan, fjöður aftan hægra. Vaglskora framan, biti aftan vinstra. Hreppstjóri Svarfaðardaishrepps. Auglýsing um uppboð Opinbert uppboð fer fram á óskilamunum í vörslu lögreglunnar á Akureyri við lögreglustöðina á Akureyri föstudaginn 15. júlí 1977 kl. 16,00. Greiðsla fari fram við hamarshögg. UPPBOÐSHALDARINN Á AKUREYRI 12. júlí 1977. Frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga 2•DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.