Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 8
DAGUR i i MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR í FLESTA BÍLA Á gamla höfuðbólinu og sýslumannssetrinu, Burstafelli í Vopnafirði, er þessi gamli bær varðveittur og í umsjá Þjóðminjasafnsins, en fjölskyldan á bænum annast hann í umboði þjóðminjavarðar. Bærinn komst í opinbera eigu árið 1943, en þá var hann endumýjaður vemlega og í honum búið til ársins 1966, en þá flutti fólkið í nýtt íbúðarhús. Bóndinn á Burstafelli er Einar Gunnlaugsson. Sjálf- inr er gamli bærinn reisulegur og þangað kemur margt manna á hverju sumri til að sjá hann og þá minjagripi, sem hann geymir, sem eru á fimmta hundrað talsins. Nú er verið að setja nýja loftræst- ingu í bæinn og eftir er að skipta um gólf. Á meðan á framkvæmdum stendur er bærinn ekki til sýnis. (Ljósm. E. D.) Laugahátíð um mánaðamót Héraðssamband Suður-Þingeyinga efnir til Laugahátíð- arinnar dagana 29., 30. og 31. þ. m. Dansleikir verða að kvöldi alla dagana og verður dansað í stórum íþrótta- sal í mikilli íþróttahöll, sem nú er í byggingu að Laugum. Aðalíþróttahátíðin verður laugardaginn 30. júlí. Barna- og unglingaskemmtun verður 31. júlí. Landsþekktir skemmtunar- menn munu skemmta fólki. — Meðal þeirra Ómar Ragnarsson, Bessi Bjarnason og Ragnar Bjarnason. Tilvalið er fyrir unga og gamla Laugaskólanema að sækja hátíðina og endurnýja gömul kynni. Framkvæmda- stjóri Laugahátíðarinnar er Óskar Ágústsson, íþróttakenn- ari. Seint í júnímánuði komu rúmlega 50 íþrótta- og ung- mennafélagar úr Hróarskeldu- borg í Danmörku og nágrenni hennar í heimsókn til HSÞ. — Gestirnir gistu á heimilum ung- menna- og íþróttafélaga víðs- Minningarleikur um Jakob Hinn árlegi minningarleikur um Jakob Jakobsson fer fram á íþróttavellinum á Akureyri (grasvellinum) mánudaginn 18. júlí og hefst kl. 20. Að þessu sinni er það fyrstudeildarlið Fram er leikur við K. A. vegar í Suður-Þingeyjarsýslu. Farið var í skoðunarferðir víða um Suður- og Norður- Þingeyjarsýslu. Veður var ekki sem best, en þó hlotnaðist gest- unum að sjá miðnætursól af hlaðinu á Laugum. Að Laugum er starfrækt sumargistihús. Þar er rými fyrir 100 næturgesti og borðstofa fyrir 150 manns. Þaðan er Fólki fjölgar í Þegar blaðið hitti að máli Krist- ján Sigurðsson á Grímsstöðum, fréttaritara sinn, fyrir nokkrum dögum, hafði hann eftirfarandi að segja: Sprettu hefur farið allvel fram og lítur sæmilega út með hana í ár. Ekkert kal er f tún- um. Heyskapur ætti að geta hafist seint í mánuðinum. Síð- asti vetur vara gjafafrekur, enda snjóþungur og gáfust því mikil hey, þótt allt bjargaðist vel. Svo voraði vel um miðjan maí, snjó leysti fljótt og snemma greri í sandlendinu. Hér í Fjallahreppi eru fimm býli og 22 íbúar. Tvö börn fædd- ust hér í vor og er það alltaf fagnaðarefni. Ferðamannaum- Hitinn breyttist Því er slegið föstu að gufuaflið í borholunum í Bjamarflagi hafi aukist um helming eða fast að því, frá því í vor og blása þær ógurlega. Hinsvegar er aflið úr borholum við Kröflu stöðugt. í þessum mánuði verða ýmsar vélar prófaðar í Kröfluvirkjun, en aðalvél þó ekki fyrr en í næsta mánuði. skammt að fara í skoðunarferð- ir til Mývatnssveitar, Vagla- skógar og Húsavíkur. Á staðn- um er elsta yfirbyggða -sund laug landsins og er hún opin fyrir hótelgesti frá kl 7 að morgni til klukkan hálftólf að kveldi. Sumargistihús er starf- rækt á vegum Laugaskóla og gengur ágóði af rekstrinum til ýmiskonar þarfa skólans, sem ríkið leggur ekki fé til. Skíða- togbraut, sem nú er að koma upp í vesturhlíð Reykjadals, var að verulegum hluta greidd með ágóða af rekstri sumarhótels- ins. Þ. J. Fjallahreppi ferð fer nú mjög vaxandi síð- ustu daga og vegimir em sæmi- lega góðir. En ekki veit ég um veginn í Öskju, þótt farið hafi verið þangað. í fyrra byggðu Bragi Bene- diktsson og Páll Kristjánsson 900 kinda hús og munu ætla að byggja við það hlöðu í sumar. Verða það þá stærstu fram- kvæmdirnar hér um slóðir í sumar. Kristján Sigurðsson, Grímsstöðum. • Hreindýra- stofninn. í haust verður leyft að slátra 1500 hreindýrum á Austur- landi. Er hreindýrastofninn talinn vera of stór og valda tjóni á gróðri í byggð. — Hreindýrastofninn, sem flutt ur var frá Noregi tii íslands fyrir tveim öldum, hefur þraukað til þessa, en ávallt sem villt dýr og var þeim í sumum landshlutum útrýmt, svo sem á Reykjanesskaga. Ennþá virðist ekki nægur áhugi á hreindýrabúskap, svo af framkvæmdum verði Hvanneyringjar fyrir lax í Grímsá í Borgarfirði, eflaust með leyfi Iandeigenda, og fengust 70 stykki í einum drætti. — Hvanneyrarsveini, sem frá sagði, gleymdist ekki þessi atburður. Tíu punda lax er nú 5—6 þúsund króna virði. En það var þó fegurð og magn veiðinnar, sem rík- ast var í minni, en ekki verð- mætið. 1S- sjóðirnir. Lífeyrisþegum í landinu er mismunað svo herfilega, að í bráð. En ýmsir'hafa þó velt því fyrir sér hvenær að því komi, að bændur eigi sínar hreinhjarðir, gæti þeirra, hlynni að þcim á vetrum og hafi af þeim nytjar svo sem af öðrum búpeningi. • Laxinn gengur snemma. Lax virðist hafa gengið snemma í norðlenskar ár. — Mokveiði var í Laxá í Suð- ur-ÞingeyjarsýsIu fyrstu dag- ana, meira en venja er og laxinn gekk fljótlega fram í á. Ýmsar sögur eru sagðar af vciöiskapnum í laxánum og sumar ekki fagrar, en auk þess ævintýrasögur. En lax- og silungsveiði á stöng er mörgum bæði ævintýri og unaður. Um laxár á Sléttu er sömu sögu að segja, að laxinn gengur nemma í þær og ennfremur í ámar þrjár í Vopnafirði. En laxinn geng- ur öðru hverju í árnar langt fram á sumar, jafnvel fram á haust. Góðar veiðiár eru sem fyrr mjög eftirsóttar af stangveiðimönnum. • Maðkurinn kostar 25 kr. Almennt verð á ánamaðki, þessum stóra, skoska maðki, sem víða er að finna, er 25 krónur stykkið. Laxveiði menn geta vart án hans verið, svo framarlega að leyft sé að nota þá í beitu, þar sem þeir renna fyrir laxinn. Margir hafa af því nokkrar auka- tekjur að tína og selja ána- maðka, og fyrir kemur, að menn fara í leyfisleysi inn á lóðir annarra til maðkatínsl- unnar um nætur, svo sem nokkur blaðaskrif hafa orð- ið lun nú í sumar. En svo mikilvægur sem stóri ána- maðkurinn er laxveiðimönn- um, er hann þó miklu þýð- ingarmeiri áburðarverk- smiðja, því hann gjörbreytir gróðurmoldinni, opnar hana og frjóvgar það sem þar lifir og dafnar. • 70 laxar v En af því minnst er á lax- veiði og annað henni viðkom andi, má geta þess að fyrir nokkrum áratugum drógu ekki er við unandi. Hinir venjulegu lífeyrissjóðir eru liáðir verðbólgimni og greiðsl ur í þá skerðast fyrr en var- ir, svo og greiðslur úr þeim til lífeyrisþeganna. Fólk greiðir ákveðinn hluta launa sinna til lífeyrissjóðanna. En þessir peningar eru orðnir lítils virði, þegar að því kem- ur, að fólk á að njóta lífeyris- ins að ævistarfi loknu. Þessu eru á annan veg farið hjá þeim, sem vinna hjá ríki eða bæjum. Þeirra lífeyrissjóðir eru verðtryggðir og gera því það gagn, sem þeim er ætlað, á mcoan aðrir lífeyrissjóðs- þegar sjá sína sjóði verða að engu. Þessa herfilegu mis- munun í þjóðfélaginu þarf að leiðrétta sem allra fyrst. • Tryggvi Emilsson og Fátækt fólk. Bókin hans Tryggva Emils- sonar, Fátækt fólk, hefur orðið mörgmn áhugaefni til mnræðu hér í blaðinu að undanfömu og er kannski mál að linni. Sjálfur hefur höfundurinn þó ekki tekið til máls. Blaðagreinaraar um bókina hafa einkum snúist um það, hvort satt og ná- kvæmlega sé sagt frá atvik- um þeim, setn sárindum hafa valdið. Bókin hefur af þessu hlotið enn meiri athygli en áður, en umræðan sjálf varp ar nokkra ljósi á liðna tíð, sem virðist, vegna breyttra þjóðfélagshátta, nú þegar í meiri fjarska en ártöl benda til. • Nöldur. Fáum geðjast nöldur og svo er það hér. En stundum verð ur að segja hlutina oft. Þrátt fyrir endurteknar tilkynn- ingar blaðsins um það, að auglýsingar þurfi að berast fyrr en áður, eða ekki síðar en á mánudagskvöld (til klukkan 7) er fólk að koma með þær dcgi síðar og er það mjög til baga, bæði aug- lýsendum og blaðinu. Þá er þess að geta, að greinar, sem birtast eiga, þurfa einnig að berast tímanlcga, til að unnt sé að koma þeim í blaðið á þeim tíma, sem óskað er, þegar rúm leyfir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.