Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 3

Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 3
TIL SÖLU Einbýlishús við Oddagötu og Oddeyrargötu. 3ja herbergja (búðir við Ása- byggð, Eiðsvallagötu, Möðru- vallastræti, Norðurgötu, Skarðshlíð og Þingvallastræti. 4ra herbergja (búðir við Skarðshlíð og Tjarnarlund. Ásmundur S. Jóhannsson, hdl., Brekkugötu 1, Akureyrí, sími 21721. ÞRÍHJÓL 5 gerðir. HLJÓMKAUP Leikfangadeild Hafnarstræti 85, sími 22627. Konur gáfu 5 miiljónir Sambandnorðlenskra kvenna gerði á nýlega afstöðnum aðal- fundi sínum sérstaka ályktun um tannlæknaþjónustuna og fer hún hér á eftir : Aðalfundur Sambands norð- lenskra kvenna skorar hér með á hæstvirt menntamálaráðu- neyti að hlusta til um að fjölga svo stúdentum í Tannlækna- deild Háskóla Islands, að öruggt sé að framvegis hljóti allir ís- lendingar jafnrar aðstöðu til tannlækningaþjónustu. En tdl- finnanlegur skortur tannlækna úti á landshyggðinni hefur skap- að íbúum þar mikil f járútlát og ómældar þjáningar. Sumarfatnaður sportvörur FYRIR UNGU MENNINA Ql c* Tn|nks>pearls ! fra9rance I candle JOVAN SNYRTIVORUR NYR ILMUR - NY GÆÐI Reynið það bezfa * ¥ Kennarar Skólastjóra og þrjá kennara vantar að Grunn- skóla Hríseyjar. Gott húsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar gefur Áslaug Kristjánsdóttir í síma 61728 eða 61707. SKÓLANEFNDIN. Blaðið ræddi um stund við formann sambandsins, Frú El- ínu Aradóttur á Brún í Reykja- dal og spurði hana nánari fregna. Hún sagði meðal annars, að félagssvæði Sambands norð- lenskra kvenna næði yfir Aust- ur-Húnavatnssýslu til Norður- Þingeyjarsýslu, að báðum með- töldum. f sambandinu væru sjö héraðssambönd kvenna og fé- lagar alls um þrjú þúsund. Á aðalfundinum í Hlíðarbæ mættu um þrjátiu konur, fulltrúar og formenn héraðssambandanna. En formenn héraðssamband- * anna eru þessir: María Jóhanns- dóttir, Syðra-Álandi, fyrir N.- Þing.; Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð fyrir S.-Þing.; Gerður Pálsdóttir, Kristnesi og Sigríður Hafstað á Tjöm fyrir kvenna- samböndin í Eyjafjarðarsýslu, Svanhildur Þorsteinsdóttir fyrir kvenfélögin á Akureyri, Helga Kristjánsdóttir á Silfrastöðum fyrir skagfirsku kvenfélögin og Elísabet Sigurgeirsdóttir á Blönduósi fyrir A.-Húnvetn- inga. f sambandi við aðalfundinn afhenti stjóm Sambands norð- lenskra kvenna forsvarsmönn- um Sólborgar á Akureyri, þeim Jóhannesi Óla Sæmundssyni, stjórnarformanni og Þormóði Svafarssyni, forstöðumanni, — söfnun sambandsins þrjár millj- ónir króna, sem veitt var mót- taka með þakklæti. Er þó þess að geta, að söfnun í Skagafirði var ekki lokið og kemur sú upp- hæð til viðbótar þegar henni lýkur. Bætist þar aflaust viði umtalsverð upphæð. Til viðbót- ar má geta þess, að söfnun sam- bandsins fyrir Sólborg árið áð- ur var tvær milljónir. Hringflug í samvinnu við Flugfélag Norðurlands og Flug- félag Austurlands hagar Flugfélag íslands áætlunum sínum þannig að þú getur farið flug- leiðis fjórðunga á milli, sparað þér þann tíma og fyrirhöfn, sem bílferð útheimtir og geymt kraftana til að skoða þig vel um á hverjum stað. Það má gista á hóteli, hjá vinum eða notast við tjaldið og svefnpokann. Lent er á ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Höfn og í Reykjavík. Hringfluginu má ljúka á einni viku, en frjálst er að dveljast lengur á hverjum stað og skemmta sér að vild. Jæja, nútímamaður, hvernig væri að fljúga hringinn í sumar? FLUCFÉLAC /SLAJVDS ÍNNANLANDSFLUG dagur•s

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.