Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 7

Dagur - 13.07.1977, Blaðsíða 7
Lögmaður: Ólafur B. Árnason. Sölumaður: Friðrik Steingrímsson. Til sölu EINBÝLISHÚS við Bjarmastíg, Gránufélagsgötu, Grænumýri, Oddagötu, Oddeyrargötu, Norður- götu, Þórunnarstræti og Þverholt. RAÐHÚS við Vanabyggð. 5 HERBERGJA ÍBÚÐIR við Byggðaveg, Hafnar- stræti, Höfðahlíð og Vanabyggð. 4 HERBERGJA ÍBÚÐIR við Brekkugötu, Gils- bakkaveg, Skarðshlíð og Tjarnarlund. 3 HERBERGJA ÍBÚÐIR við Brekkugötu, Löngu- hlíð, Skarðshlíð og Víðilund. 2 HERBERGJA ÍBÚÐIR við Lönguhlíð, Skarðshlíð og Víðilund. RAGNAR STEINBERGSSON, HRL., Geislagötu 5, sími 23782, viðtalstími 5—7 e. h. Sölustjóri: Kristinn Steinsson, heimasími 22536. Píanóstillingar Leifur H. Magnússon hljóðfærasmiður er í bæn- um, pöntunum veitt móttaka í Tónabúðinni, sími 22111. Flóru safi í flöskum Coop safi í flöskum Sólberjasafi í flöskum V-8 safi í dósum Tómatsafi í dósum KJÖRBÚÐIR KEA Húsbyggjendur - Pappalagnir Leggjum þakpappa í heitt asfalt, Gerum tilboð. — Vanir menn. UPPLÝSINGAR í SÍMA 23491. Matráðsmaður óskast til að veita forstöðu eldhúsi Vistheimilins Sólborgar. Æskilegt er að umsækjandi hafi ein- hverja menntun og reynslu á þessu sviði. Stjórn heimilisins áskilur sér rétt til að hafna öll- um umsóknum þar sem um ábyrgðarstöðu er að ræða. Umsóknum skal skila til forstöðumanns sem veit- ir allar nánari upplýsingar í síma 21755. FNF FNF Félag norðlenskra farstöðvaeigenda heldur fé- lagsfund fimmtudaginn 14. júlí nk. kl. 20,30 í Dyn- heimum, Akureyri. Fundarefni: Ræddar tillögur fyrir aðalfund. Kynning nýrra tækja. STJÓRNIN. Viljum ráða ungan mann vanan lagerstörfum, sem að undangengnum reynslutíma gæti hugs- anlega tekið að sér verkstjórn í Birgðastöð vorri. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Þeir sem hug hefðu á starfinu snúi sér til fulltrúa kaupfélagsstjóra. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA N.L.F.VÖRUR JURTA-TE íbréfum MEGRUNARTÖFLUR MEGRUNAR-KEX CARDARTAR HRÍSGRJÓN meðhýði BANKABYGG SOJABAUNIR BYGGMJÖL HVEITIKIM HEILHVEITI HVEITIKLÍÐ Mafvörudeild KEA HAFNARSTRÆTI 91 Fisk- aflinn Heildarafli landsmanna fyrstu sex mánuði þessa árs var sam- kvæmt bráðabirgðatölum Fiski- félags íslands 845.943 tonn, eða rúmlega 230 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Botnfiskafli bátanna er um þúsund tonnum minni nú en í fyrra, en togaraaflinn um 20 þúsund tonnum meiri, loðnuafl- inn tæplega 200 þúsund tonnum meiri, en langmest munar um kolmunnaaflann, sem er 5.564 tonn nú, en var enginn í fyrra. Botnfiskafli bátanna var sam- tals 158.561 tonn fyrstu sex mánuðina og skiptist þannig milli landshluta: Vestm./Stykkish. 110.660 tn. Vestfirðir 19.696 tn. Norðurland 14.040 tn. Austfirðir 14.165 tn. Togaraaflinn skiptist þannig eftir landshlutum: Vestm./Stykkish. 46.432 tn. Vestfirðir 20.857 tn. Norðurland 34.003 tn. Austfirðir 15.781 tn. Landanir erl. 3.286 tn. og er því samtals 120.359 tonn, en fyrstu sex mánuði ársins 1976 var togaraaflinn 100.109 tonn. Rækju- og humaraflinn í ár er mjög svipaður og í fyrra á fyrr- nefndu tímabili, en í ár hafa veiðzt 1170 tonn af hörpudiski, en aðeins 764 tonn í fyrra. Af öðrum afla, og fer þar mest fyr- ir spærlingi, hafa nú veiðst 5.148 tonn, en aðeins 1284 tonn fyrstu sex mánuði ársins í fyrra. Fisk- verðið Nýtt almennt fiskverð var ákveðið sl. laugardag fyrir tímabilið 1. júlí 1977 til 30. sept- ember. Hækkunin er nokkuð breytileg eftir tegundum. Álag á fisk í 1. flokki hækkar úr 8% í 12%. Heildarhækkun fiskverðs ins að þessu sinni er talin nema um 20%. Verð á þorski hækkar um 18,6%, og er þorskur sem er yf- ir 70 sm, slægður með haus á kr. 98,00 pr. kg, millistærðin, eða 54 sm að 70 sm kr. 78.00 pr. kg og smáþorskur, þ. e. 43 sm að 54 sm, kr. 34.00 pr. kg. Ýsa hækkaði um 14,5% og er verð í 1. flokki, 80 sm og yfir, kr. 56.00, 54 sm að 80 sm kr. 42.-, og ufsi að 54 sm, kr. 30,- pr. kg. Meðalverð á karfa hækkaði um 18,8%, en sú breyting var gerð á verðlagningu á karfa að þessu sinni, að honu mer skipt í tvo verðflokka, 500 til 1000 gr og 100 gr og yfir. Fyrir stærri flokkinn greiðist mun hærra verð eða kr. 50.- hvert kg á móti kr. 43.- hvert kg fyrir smærri flokkinn. Þá var stærðarflokkun grá- lúðu breytt, þannig að í stað þess að skipta í tvo verðflokka við 2 kg þyngd er nú skipt við 3 kg og greiðast kr. 60.- fyrir hvert kg af grálúðu undir 3 kg, en kr. 90- af grálúðu 3 kg eða þyngri. — Þá voru gerðar nokkr ar aðrar breytingar á verðhlut- föllum og verðflokkum. 1 samhandi við kassafisk er Framhald á blaðsíðu 2. DAGUR•7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.