Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, FÖSTUDAGINN 25. NÓV. 1977 52- TÖLUBLAÐ Vegirnir Vegagerðin gaf blaðinu eft irfarandi upplýsingar ár- degis á miðvikudag: Verið er að moka Dal- víkurleið. Vegurinn um Múlann var opnaður á mánudaginn en fylltist af fll snjó á ný og verður ekki mokað þar í dag. Talið er í dag fært jepp- um og stórum bílum vest- ur yfir Öxnadalsheiði, en ||||1 þungfært mun í Skagafirði og e. t. v. víðar á suðurleið- inni. En áætlað er að að- stoða umferðina á íöstu- . daginn. f dag er verið að moka fram Eyjafjörð að vestan, en í gær var austurvegur- inn mokaður. Á morgun, fimmtudag, verður leiðin til Húsavíkur opnuð um Dalsmynni. Leið in er talin jeppafær nú. f dag er Kísilvegurinn opnaður og vegurinn um jjj§ Tjörnes verður opnaður á morgun, fimmtudag. Verið er í dag að ryðja snjó af jjjjj vegum í Mývatnssveif. Snjór er ekki mjög mikill en driftir víða á vegum. Hitaveitan í brennidepli Umræður snerust mjög um það á hitaveitufundinum á miðvikudagskvöldið á Hót- el KEA, hversu hart yrði eftir þv£ gengið hjá þeim, sem rafhitun hafa í húsum sínum og m. a. næturhitun, að þeir tækiu vatn hita- veitunnar til upphitunar og hversu einstakir þættir í gjaldskránni yrðu í fram- kvæmd. Svaraði hitaveitu- stjóri öllum fyrirspurnum greiðlega og ennfremur ræddi Sigurður Óli um þá heildarstefnu, sem höfð var að leiðarljósi. Þrátt fyrir ýmsar at- hugasemdir, virtust allir á einu máli um það, að hita- veitan væri nauðsynleg, þjóðhagslega hagkvæm þrátt fyrir mikinn stofn- kostnað og bæjarbúum einnig, einkum þegar til lengdar léti, auk þess sem hitaorka jarðvarmans væri tryggari í notkun en önnur orka. Fundir um stærstu málin Formaður Framsóknsókn- arfélags Akureyrar, Pétur Valdimarsson, lýsti því yf- ir í fundarlok að félagið myndi í vetur beita sér fyr ir opnum fundum um veiga mikil bæjarmál og væri þessi fundur sá fyrsti. Mun þetta vel þegið, ekki að- eins af félagsmönnum, held ur einnig af öllum almenn- ingi, sem lætur sig bæjar- málin miklu skipta, vill kynnast þeim og hafa áhrif á stefnumótun þeirra. «f| ; mi Hfl mM 'W:': . í - Fundur um hitaveitumálin Fjörugar umræður voru til miðnættis á Hótel KEA Framsóknarfélagið á Akureyri boðaði til almenns fundar á Hótel KEA á miðvikudaginn og var hitaveitan fundarefni en framsögumenn Gunnar Sverris- son, hitaveitustjóri og Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi. Ennfremur skýrði Sigurður Þór hallsson, pípulagningarmeistari, notkun nokkurra tækja, í sam- bandi við hitunarkerfi húsa. Fundarstjóri var Sigurður Jó- hannesson. Hitaveitustjóri minnti á nokk ur atriði í notkun jarðhitans, svo sem lagningu leiðslu með volgu vatni úr Glerárgili til sundlaugar í bænum árið 1933. Ennfremur var boruð 23 metra djúp hola á Kristnesi, vegna hitaveitu, en síðan kom Laxár- virkjun til sögunnar 1939, sem orkugjafi. En í desember 1939 kaus bæj- arstjórn nefnd til að annast rannsóknir á hitaveitu og var Steinn Steinssen bæjarstjóri formaður hennar. Komu þá til greina þrjú hitasvæði: Glerár- gil, Reykhús og Laugaland á Þelamörk. Árið 1940 hófst bor- un í Glerárgili, án árangurs. Holan var 66 metra djúp. Síðan var borað eftir heitu vatni á Laugalandi á Þelamörk og fannst þar lítið eitt af heitu Gunnar Sverrisson, hitaveitustjóri. vatni. Á Kristnesi var borað 1944 og gaf hún innan við 2 lítra á sek. og aftur var þar borað, en án árangurs. Þá var borað í Reykhúsum og á Laugalandi í Öngulsstaðahreppi. Á árunum 1950—1960 var því slegið föstu, að Akureyri væri „kaldur staður“, sem yrði að byggja framtíð sina á öðru en heitu jarðvatni, en áfram var þó haldið rannsóknum og árið 1962 var skilað skýrslum jarð- fræðinga, sem töldu borun á Laugalandi á Þelamörk líklega til árangurs. Borað var eftir heitu vatni þar og með ofurlitl- um árangri. Með dælingu gáfu borholur þar, 15—20 lítra á sek- úndu. Árið 1973 skall á olíuverð- hækkun og röskuðust þá allar hagkvæmnisáætlanir i húsa- kyndingu. Vaknaði þá enn á ný Framhald á blaðsíðu 6. Hitaveitufundurinn var fjörlegur og umræður miklar. (Ljósm.: E. D.). Slippstöðin á Akureyri 25 ára Slippstöðin hf. á Akureyri hefur starfað í aldarfjórðung, Þar vinna nú 250—260 manns við nýsmíðar og skipa- viðgerðir. Tveir skuttogarar eru í smíðum og þriðja togar- ann hefur Slippstöðin keypt hálfsmíðaðan frá Póllandi. Hinn 22. nóvember 1952 var Slippstöðin hf. á Akureyri stofn uð. Fyrstu stjórn skipuðu Gísli Konráðsson, Herluf Ryel og Skapti Áskelsson, sem síðan var framkvæmdastjóri með einstæð um árangri. Hlutaféð var 125 þúsund krónur. Tilgangur fé- lagsins var að reka dráttarbraut og hverskonar skipaviðgerðir og tók af þvf tilefni á leigu dráttarbrautir Akureyrarbæjar á Oddeyri. Verkefnin fyrstu ár in voru skipaviðgerðir og smíði tré-fiskibáta. Stálskipasmíðin hófst 1965 með smíði Sigurbjargar, 335 tonna fiskiskips, sem Magnús Gamalíelsson i Ólafsfirði keypti Síðan hefur stálskipasmíði Slipp stöðvarinnar verið annarr aðal- þáttur starfsins, ásamt skipa- viðgerðunum. Tvö strandferða- skip, raðsmíðuðu fiskiskipin og síðan togarar, hafa verið við- fangsefni í nýsmíðunum. Nú eru í smíðum í Slippstöð- inni, togari fyrir Þórð Óskars- son á Akranesi og annarr fyrir Magnús Gamalíelsson í Ólafs- firði, en til viðbótar er það verk efni, að ganga frá smíði pólsks- byggðs togara, sem kominn er til landsins og verður lengdur hjá Þorgeiri og Ellert á Akra- nesi og byggt yfir dekkið_ en kemur síðan hingað norður og smíði hans lokið hér. Starfsmannablað Slippstöðvar innar, sem nú er nýkomið út, undir stjórn Ingólfs Sverrisson- ar er helgað 25 ára afmælinu og í því margskonar fróðleikur um sögu fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar er Gunnar Ragn- ars en stjórnarformaður er Stefán Reykjalín. Rekstur stöðv arinnar hefur gengið vel síð- ustu árin. Frá Slippstöðinni hf. á Akureyri. Myndin var tekin í september sl. og sýnir meðal annars sex skip, seni bíða viðgerðar. (Ljósmyndastofa Páls).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.