Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 2

Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 2
Almennur bændafundur í Freyvangi Búnaðarsamband Eyjafjarðar gekkst fyrir almennum bænda- fundi í Frevvangi 17. nóv. sl. Veður og færi hamlaði mikið fundarsókn en þó mættu rúm- lega 100 bændur á fundinn. Framsögumenn voru þeir Árni Jónasson framkvæmdastj. Stéttarsambands bænda og Stef án Valgeirsson alþingismaður. Gáfu framsögumenn yfirlit yf- ir stöðu framleiðslumála eins og staðan lítur út í dag. Umræður á fundinum voru einkum bundnar við þær sam- þykktir sem gerðar voru á síð- asta aðalfundi Stéttarsambands bænda um framleiðslumál. Mikl ar umræður urðu um þessi mál og kjaramál bænda almennt. Fundarstjóri var Jóhannes Sig- urgeirsson. f upphafi lagði formaður Bún aðarsamb. Eyjafjarðar, Sveinn Jónsson fram eftirfarandi til- lögur sem samþykktar voru í lok fundarins. Almennur bændafundur Bún- aðarsambands Eyjafjarðar, hald inn að Freyvangi 17. nóv. 1977 leggur áherzlu á þá staðreynd, að enn sem fyrr eru bændur lægst launaða stétt landsins, en samkvæmt búreikningum 1976 voru meðallaun bænda 68% af launum verkamanna. Fundur- inn telur að við allar aðgerðir er snerta verðlags- og fram- leiðslumál landbúnaðarins verði að taka mið af fyrrgreindri stað- reynd, og að bændur geti ekki sætt sig við annað en að þeir fái sambærilegar tekjur við aðr- ar stéttir, enda sé sá launaút- reikningur byggður á raunhæf- um verðlagsgrundvelli. Séu þær forsendur hins vegar til staðar er ekki óeðlilegt að bændur reyni eftir því sem unnt er, að haga 'framleiðslu sinni þannig að sem hagkvæmast sé fyrir þjóðarbúið. Ljóst er að nokkur vandi er á höndum með sölu landbún- aðarafurða eins og mál standa í dag, þar sem framleiðsla um- fram innanlandsneyslu er tölu- verð og verulega vantar á að þær útflutningsuppbætur sem lög leyfa, nægi til þess að grund vallarverð fáist fyrir það sem út er flutt. Þetta vandamál er nú stærra en oft áður og má rekja orsakir þess til nokkurra samverkandi ástæðna. Má þar nefna að á liðnu ári var tíðarfar mjög hag- stætt um mestan hluta lands- ins og framleiðsla gekk því eðli lega fyrir sig. Þá hefur_ á und- anförnum árum, verið rekinn mikill áróður og órökstuddur fyrir því að landbúnaðarvörur væru skaðlegar heilsu manna og virðist sá áróður hafa leitt til minnkandi neyslu. Þá hef- ur og verið hvatt til aukinnar framleiðslu með opinfcerum að- gerðum með áróðri fyrir stækk- un búa og sérstökum aðgerðum á vissum svæðum til beinna framleiðsluaukningar. Slíkar að gerðir eru góðra gjalda verðar, þar sem þær gefa jafnframt til kynna að stjórnvöld vilja allt fsland byggt. Þeirri staðreynd, að laun bóndans eru þau lægstu í þjóð- félaginu hefur hann mætt með því að stækka bú sitt og þar með aukið framleiðsluna. Þessi Smáauölvsinqai' Sala iFélagsHfi Barnavagn til sölu. Uppl. I slma 22236. Hlaupaskautar til sölu, sem nýir, nr. 43. VerS kr. 12.000. Uppl. í síma 22565. Til sölu notað Nordmende sjónvarpstæki árg. 1971. Uppl. f síma 21523. Skfði og klossar óskast á karl- mann og 12 ára telpu. Skór nr. 38—39. Uppl. f sfma 19508 eftir kl. 7 á kvöldin. Laufabrauðs- og kökubasar verður f Strandgötu 9, sunnu daginn 27. nóv. kl. 3 e. h. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Kóku- og munabasar Kven- félagsins Framtíðin verður kl. 3 á laugardaginn á Varðborg. Sýnishorn af munum verður í Skóv. M. H. Lyngdal á föstu- daginn. Ágóðinn rennur til Elliheimilissjóðs. Atvinna Kona óskast á sveitaheimili strax. Uppl. í síma 22236. Skmmtanhn Ýmisleút Spilavist Alþýðubandalagsins verður fimmtudaginn 24. nóv. kl. 8,30 að Hótel Varðborg. Stjórnin. Bifreióir Vélritun óskast, efni til 40— 50 sfður. Nánari uppl. í síma 19859. Smáauglýsingar Sími 11167 Til sölu er Datsun 100 A árg. 1971. Uppl. í síma 19968. bústækkun hefur þó ekki skilað jákvæðri niðurstöðu hvað laun snertir en aukið vinnuálag á bóndann og fjölskyldu hans. Samfara þessu er síðan vinnu- liður f grundvallarbúinu rangt reiknaður. Þá má einnig benda á að stjórnvöld nota niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur sem stjórn tæki á vísitölu kaupgjalds í landinu. Með niðurgreiðslum er einnig höfð bein áhrif á neysluvenjur þjóðarinnar en minna hugsað um atvinnuveg- inn sem slíkan. Má þar til nefna að niðurgreiðslur á smjöri eru nú um 30% en voru mestar um 74%. Slíkar sveiflur eru mjög óheppilegar fyrir landbúnaðinn þar sem langan tíma tekur að aðlaga framleiðslu slíkum sveifl um. Höfuðástæða fyrir þessum mikla vanda er þó sú taum- lausa verðbólga sem hér hefur verið ríkjandi mörg undanfar- in ár og sem Alþingi og ríkis- stjórn hafa ekki haft getu til að hefta. Þessi verðbólga hefur haft margvísleg áhrif til hins verra fyrir landbúnaðinn, eink- um varðandi stórfellda verð- hækkun á rekstrarvörum hans og þar af leiðandi verðhækkun á landbúnaðarvörum, sem síð- an hefur í för með sér minnk- andi nevslu i nnanlands og aukna þörf fyrir útflutning á sífellt óhagstæðara verði. Þá rýrir verðbólgan mjög, þann hluta af launum bóndans sem kemur í eftirstöðvum afurða- verðs. Varðandi þær tillögur fram- leiðslunefndar sem samþykktar voru á aðalfundi Stéttarsamb. bænda 1977, samþykkir fundur- inn eftirfarandi. 1. Fundurinn telur að við vissar aðstæður geti verið nauð- synlegt að leggja verðjöfnunar- gjald á framleiðsluvörur bænda enda er þar um að ræða aðferð til verðjöfnunar milli fram- leiðslusvæða og framleiðenda. 2. Fundurinn mótmælir að leggja skatt á innflutt kjamfóð ur til verðjöfnunar á landbún- aðarafurðum. Hins vegar, ef um skatt á kjarnfóður yrði að ræða, ætti t. d. frekar að nota það fjármagn sem þannig feng- ist til þess að greiða niður verð á tilbúnum áburði og auka þannig öflun á heimafengnu fóðri eða til lækkunar á öðrum rekstrarliðum á lögbýlum. Þá telur fundurinn að rétt sé að athuga þá leið að skattleggja bústofn til verðjöfnunar, frem- ur en kjarnfóður. Slík skattlagn ing mundi fremur stuðla að fækkun gripa og þá um léið að betri og afurðameiri bústofni og hagkvæmari búrekstri. 3. Fundurinn tekur undir þá samþykkt, þar sem lagt er til að komið verði á kerfi til stjórn- unar á framleiðslu. Eins og mál standa í dag þarf að draga úr framleiðslu i sumum búgrein- um og verður þvj að beita slíku kerfi til takmörkunar á fram- leiðslu. Slíkt kerfi hefur an- marka í för með sér og eftir því verður ekki unnið nema með vissum undantekningum. Ljóst er að stöðva verður að mestu framleiðsluauka hjá þeim sem mest framleiða nú, en leyfa aukningu hjá þeim sem minnst framleiða. Leggur fundurinn áhrezlu á að sem allra fæstar undantekningar verði veittar og að kerfi þetta verði gert eins einfalt og hægt er, þannig að ekki komi til ágreinings um framkvæmd. Þá er einnig skoðun fundar- ins að samfara þessu verði að skipuleggja framleiðslu eftir héruðum, sveitum og jafnvel innan sveita. Þarf því að gera úttekt á hverri jörð með tilliti til hagkvæmastrar framleiðslu. Með þessum aðgerðum væri hægt að hafa allgóða stjórn á framleiðslumagni fyrir landið sem heild. Fundinum er ljóst að hér er um viðamikið mál að ræða og leggur áherzlu á, að að því verði unnið í fullkom- inni samvinnu við aðila heima í héruðum. Fundurinn leggur áherzlu á að forsenda fyrir heildar skipu- lagningu á landbúnaðarfram- leiðslu sé beinir samningar við ríkisvaldið um verðmyndunar- kerfi landbúnaðarvara. I Þá fagnar fundurinn þeirri fjárveitingu til markaðsleitar sem samþykkt var og væntir þess að unnið verði ötullega að markaðsleit fyrir landbúnaðar- vörur. Varðandi þá erfiðleika sem nú steðja að graskögglaverk- smiðjunum telur fundurinn eðlilegt og skorar á stjórnvöld, að þau greiði niður framleiðslu verksmiðjanna, þannig að hún verði á samkeppnisfæru verði við innflutt fóður. Þá skorar fundurinn á stjórnvöld að þau búi þannig að rekstri þessara verksmiðja að samkeppnisað- staða þeirra batni til muna. Má þar nefna niðurfellingu á skött- um af rekstrarvörum þeirra og lækkun á raforkuverði til sam- ræmis við annan orkufrekan iðnað. sjónvarp Mánudagur 28. NÓVEMBER 1977 20.00 Fréltlr og veSur. 20.25 Aug ýsingar og dagskrá. 20.35 fþróttir. 21.10 Umhvertisvernd í Evrópu. Frönsk træOslumynd um mengun af iSnaði I Evrópu og tilraunir til endurhreinsunar á vatni. 21.30 LlSin tlð. Sýnind Þjóðleikhússins á leikriti ettir Harold Pinter. Endur- sýning. 22.40 Dagskrárlok. Þriðjudagur 29. NÓVEMBER 1977 20.00 Frittir og veSur. 20.25 Aug ýsingar og dagskrá. 20.35 LandkönnuSir. 7. þáttur. Alexander Humbolt (1769-1859). 21.25 S|ónhendlng. Erlendar myndir og málefni. 21.50 17 svlpmyndir aS vori. Sovískur njósnamyndaflokkur. 2. þáttur. 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 30. NÓVEMBER 1977 Fösfudagur 2. DESEMBER 1977 20.00 Frétt:r og veður. 20.25 Aug ýsingar og dagskrá. 20.40 Prúðuleikaramir (L). 21.15 Kastljós (L). Þáttur um innlend máefni. 22.20 Hermennimir. Bandarísk bíómynd frá árinu 1950. 23.45 Dagskrárlok. Laugardagur 3. DESEMBER 1977 16.30 Iþróttlr. 18.15 On We Go. 7. þáttúr endursýndur. 18.30 Katy (L). 4. þáttur. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Frétt r og veður. 20.25 Aug ýsingar og dagskrá. 20.35 Gestateikur (L). Ólafur Stephen- sen stjórnar spurningaleik I sjónvarpssal 21.15 Uppa.’endur f dýrarfkinu. Brensk fræðslumynd. 22.10 FortfSin kvödd. Þýsk blómynd frá árinu 1966. 23.35. Dagskrárlok. Sunnudagur 18.00 Litll sótarinn. 18.15 Rokkveita ríkisins. — Hljómsveitin Cirkus. 18.40 Cook skipstjóri. 3. og 4. þáttur. 19.000n We Go. Enskukennsla. 7. þáttur frumsýndur. H.é. 20.00 Frótt r og veður. 20.25 Aug ýsingar og dagskró. 20.40 Nýjasta tækni og vís ndi. 21.10 Varnarræða vitfirrings (L). Loka- þáttur. 22.00 Smáborg f Póllandi. Sænskir sjón- varpsmenn tóku þessa mynd [ borginni Pulawy, þar sem búa um 50.000 manns. 23.00 Dagskrárlok. 4. DESEMBER 1977 16.00 Húsbændur og hjú (L). 17.00 Þriðja testamentiJ. 4. þáttur. Sör- en Kirgegor. 18.00 Stundin okkar (L að hluta). 19.00 Skákfræðsla (L). HI6. 20.00 Frétt'r og veður. 20.25 Aug.’ýsingar og dagskrá. 20.45 Róbert Elíasson kemur heim frá útlöndum. Sjónvarpsloikrit eftir Davíð Oddsson. 21.45 Popp. Bandarískar hljómsveitir. 22.00 Gæfa eða gjörvi'eiki. 8 þáttur. 22.50 Að kvöldi dags (L). Séra G(sli Kolbeins flytur hugvekju. 23.00 Dag8krórlok. «ti Þökkum innllega öllum er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns SIGURÓLA TRYGGVASONAR, Gránufélagsgötu 22, Akureyri. Björg Sigurjónsdóttir, Marteinn Sigurólason, Birna Jakobsdóttir, Siguróli Marteinsson, SigfriS Friðöergsdóttir. 2•DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.