Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 7

Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 7
Mokkavörurnar eftirsóttar en fólk vantar til framleiðslustarfa — í hverju er starf klæð- skerameistara fólgið hjá Mokka deildinni? — Það er nú fyrst og fremst hönnun og teiknun fatnaðar sem hér er framleiddur, segir Ingólfur. Hálfu ári fyrir fram- leiðslu, eða um það bil, eru gerð „módel“ af flíkinni og hún síð- an send á sýningar innanlands og erlendis. Síðan, ef flíkin líkar vel, þá er hafin fjölda- framleiðsla á henni hérna. — Hvað afkastar þessi verk- smiðja þá miklu, Einar? — Hún á að geta annað um sjö þúsund flíkum á ári, en það ræðst að sjálfsögðu af því hvers konar flíkur er um að ræða. Það vinna um 35 manns í verksmiðjunni og hver maður hefur sitt ákveðna verksvið. — Hver er gangur framleiðsl- unnar? — Skinnin koma hingað úr sútun, og framleiðslan hefst með því að skinnin eru flokk- uð eftir hárum og lit. Þá eru skinnin sniðin, rökuð og undir- búin fyrir saum. Síðan tekur „saumakeðjan“ við þeim. Hver starfsmaður hefur sitt verksvið, einn saumar ermar, annar vas- ana og svo framvegis. Þegar lokið hefur verið við sauma- skapinn fer flíkin í mjög stranga gæðaskoðun. Þar eru athugaðir allir hugsanlegir gallar sem kunna að leynast. En þrátt fyrir mjög strangt eftirlit, er það fá- títt að flík helltist úr lestinni vegna galla. En þegar það kem- ur fyrir, er flíkin seld á af- slætti. — En þola íslensku skinnin samanburð við erlent hráefni? — Já, og meira en það. ís- lensku skinnin eru eitt besta hráefni, sem um ræðir í þessari framleiðslu í öllum heiminum. — Viltu skýra það? — Já, það eru fyrst og fremst sveipirnir í ullinni sem gera ís- lensku skinnin að einstöku hrá- efni. Einnig eru íslensk skinn léttari en gengur og gerist. Ingólfur Ólafsson. — Tapar klæðskurður list- rænu yfirbragði í fjöldafram- leiðslu, Ingólfur? — Nei. Skinnasaumur er í eðli sínu listgrein, en það hef- ur verið reynt að ná mikilli breidd í framleiðslunni, og hún er orðin svo þróuð_ að verk- smiðjan hér framleiðir aðeins úrvalsvöru. — En eru þetta ekki dýrar vörur? — Miðað við gæði eru þetta ekki dýrar flíkur, sem við fram leiðum, en það liggur í hlutar- ins eðli, að skinn er alltaf lúx- usvara og því dýrari en annar klæðnaður. — Annar þú því, Ingólfur, að hanna allar þessar flíkur? — Nei, það hefur aukist að við kaupum „módel“ erlendis frá, en í framtíðinni hlýtur að koma að því að sett verður upp „módel“-teiknistofa í tengslum við þessa verksmiðju. — Eins og allir vita, bætir Einar við, þá eru flutt mjög mikið út af hálfunnum gærum, jafnvel hrá-gærum, en ætlunin er, að sjálfsögðu, að fullvinna öll skinn hér heima. Það hlýt- ur að vera óeðlilegt að við þurf- um að keppa við fyrirtæki er- lendis sem geta framleitt úr ís- lenskum skinnum_ sem þau Einar Bridde. kaupa hér óunnin. En sú stað- reynd, að erlend fyrirtæki fram. leiða úr íslenskum skinnum er gæðastimpill á íslensk skinn. Við erum að reyna að komast inn á Evrópumarkaðinn með mokkavörurnar, en nú sem stendur fer mest öll framleiðsl an fyrir erlendan markað til Sovétríkjanna. Hafa flíkurnar verið, í því skyni, á mörgum sýningum víða um Evrópu, en það sem háir okkur mest er fólksfæðin hér í verksmiðjunni. Okkur vantar alltaf fólk. Og mesta vandamálið í sambandi við fólkið sem vinnur hér, er að það vinnur svo stuttan tíma. Endurnýjun starfsfólksins er það hröð, að manneskjurnar eru rétt komnar inn í starfið þegar þær hætta. — Vinnan við þessa fram- leiðslu er meiri vandavinna en margur hyggur, og krefst mik- illar þjálfunar, segir Einar að lokum. Dagur þakkar upplýsingarn- ar og góðar móttökur. Vörurnar sem þarna eru fram leiddar eru kápur, jakkar, frakk ar og annar skjól- og tísku- fatnaður. Mokkavörurnar eru tískufatnaður sem hefur hlotið viðurkenningu víða um heim, og er mjög eftirsótt vara, sök- um þess að þar fer saman hlýr fatnaður og léttur. GM Dagur heimsækir Mokkadeild Heklu Á efri myndinni sést gæðamat verksmiðjunnar. Þama er verið að yfirfara kápur. Á neðri myndinni sést yfir hluta | „saumakeðjunnar“. (Ljósm.: GM). Mokkavörumar, kápur, frakkar, jakkar og fleira, frá Fata- verksmiðjunni Heklu eru öllum landsmönnum kunnar fyrir gæði og smekklegt útlit. Þess vegna ákvað Dagur að forvitnast örlítið um þessa merku starfsemi, sem fram fer hér á Akureyri. Verksmiðjan er á Óseyri í mjög góðu hús- næði. Hreinlæti og smekkvísi ræður þar ríkjum, m. a. hafa verið sett upp blómaker víða um verksmiðjusalinn, og er það ekki algeng sjón í íslenskum verksmiðjum. Einar Bridde framleiðslu- stjóri og Ingólfur Ólafsson klæð skerameistari ráða þarna ríkj- um og ferst það greinilega vel úr hendi. Einar er hálærður Viðtal við Einar Brydde og Ingólf Ólafsson hjá Mokkadeild Heklu maður í þessari iðngrein; lærði í pelsaskóla í Svíþjóð samtímis þv£ sem hann vann hjá einu þekktasta pelsafyrirtæki heims- ins, Wigén. Þar áður vann hann hjá þýsku skinnafyrirtæki rétt hjá Frankfurt. Kom Einar til Akureyrar fyrir um það bil einu ári og tók við stöðu fram- leiðslustjóra Mokkadeildarinn- ar. Ingólfur hefur aftur á móti unnið við deildina allt frá stofn un hennar á Akureyri 1967. Mokkadeildin hefur því vaxið og dafnað undir handleiðslu Ingólfs. Landsmót votta Jehóva Eitt rekur sig á annars horn Dagana 20. til 23. október héldu vottar Jehóva landsmót í sam- komuhúsi sínu í Reykjavík, Stef mótsins nefndist ,,Glaðir verka- menn Drottins" og voru siö full- trúar frá söfnuðinum á Akur- eyri viðstaddir mótið. Hver dag- ur mótsins fjallaði um ákveðið viðfangsefni og var til dæmis dagskrá fyrsta dagsins helgaður fjölskyldulífinu. Skírnarathöfn var á mótinu og létu þrír skír- ast, þar af einn skírnþegi úr söfnuðinum á Akureyri. Hámark mótsins var opinber fyrirlestur er nefndist „Hvernig Guðsríki getur verið þér til gagns“, sem fluttur var af full- trúa safnaðarins í Reykjavík, Kjell Geelnard og var þá auk vottanna margt áhugasamt fólk viðstadd. Mótsdagsskráin sem flutt var á þessu móti hefur ver- ið flutt víða um heim á nýliðnu sumri og hafa hundruð þúsund- ir manna verið viðstaddir. í nóvember munu vottarnir hér á landi dreifa sérstöku fréttablaði til almennings sem fjallar um biblíulegar ráðlegg- ingar til eflingar fjölskylduein- ingar. Blað þetta er dreift að kostnaðarlausu og mun söfnuð- urinn hér á Akureyri hefjast handa með þessu starfi í þess- ari viku. í þá veru var kveðið á Bægisá forðum og gildir það enn, svo sem í umferðinni, sagði varð- stjóri hjá lögreglunni í gær, er blaðið leitaði frétta. Hann sagði ennfremur: í umferðinni er smáhnoð og skemmdir á ökutækium, sem eru dýrar, þótt ekki teljist mikl ar og hafi ekki valdið slysum á fólki síðustu daga. Og margir leggja af stað á bíl- um sínum á morgnana, án þess að hreinsa nægilega af rúðum, láta sér jafnvel nægja eitt gægjugat á framrúðunni. Slík- an trassaskap mega ökumenn ekki láta henda sig, enda hefur það reynst ýmsum dýr trassa- skanur, svo ekki sé meira sagt. Olvun er ekki mikil þessa daga, svona í miðri viku, en athyglisvert er og ekki ánægju- legt, að nú virðast sumum ekki nægja þrír dagar vikunnar til drykkjunnar, heldur byrja þeir á fimmtudögum og í því efni má segja, að þá sé skörin farin að færast upp í bekkinn. Holger Frederiksen úr söfnuðinum á Akureyri stýrir umræðum sem fram fóru á dagskrá landsmótsins í Reykjavík. DAGUR•7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.