Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 6

Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 6
Mesta slysaár aldarinnar Svo ört steypast ógnir slysa og dauða vfir lesendur og áhorf- endur frétta-fjölmiðla að vart faeðist nýr dagur, af húmi næt- ur, svo að fyrsta hugsun hvers manns, er úr draumheimum vaknar, hljóti ekki að verða þessi: „Hvaða slysafregn má búast við í dag?“ Fjölmiðlar okkar skýra frá slíku tafarlaust og oft er fréttin svo „hrá“ að ekki er unnt að birta nafn þess, eða þeirra, er fyrir slysi verða — aðstandenda vegna. Ég minn ist þess, þegar hægri handar akstur vélknúinna tækja var tekinn upp, á vegakerfi okkar, að misjafnt sýndist mönnum ágæti þeirrar tilbreytni. Þá var því mest hampað af hvata- mönnum þessarar nýlundu að hægri handar akstur væri þá þegar tekinn upp víðast hvar um heim og ef að mig misminn- ir ekki, því meir, var lögð á það áhersla af sumum flytjend- um þessa máls, að hér ætti að forðast mikinn vanda, er útlend ingar kæmu hingað, með bif- reiðar sínar, vanir öðrum akst- ursreglum en hér væru lBg- mætar. Þetta var líka á þeim ár- um sem manni skildist að fátt þyrfti annað að gera, til fjár- hagsbjörgunar okkar íslendinga en að bíða, með opna kjafta, þess að steiktar gæsir flygju i gin okkar, ef að við aðeins gæt- um auglýst nægilega vel undra- fegurð okkar dásamlega fagra lands og það furðulega lífríki, sem hér þrífst þrátt fyrir all norðlæga hnattstöðu. Slíkt ætti með tilkomu nægi- lega margra og fullkominna gistihúsa að bjarga okkur, um aldur og ævi, fjárhagslega. Að vísu þurfti að hverfa frá þeirri aldagömlu veniu að sinna störf um við lífsundur sveitabúskap- ar ef aðeins því marki yrði náð að gæða ísland því segulmagni er ferðamannastraumur frá stór þjóðum heims drægist að. Glæsi leg hugarsýn! Hversvegna, í andskotanum, áttum við að berj ast við baslsama afkomu, þegar svona himingnæfandi mynd af auðfengnum gróða, án nokkurr ar teljandi fyrirhafnar, bar fyr- ir augu? Að vísu komu fram raddir er hörmuðu hve við íslendingar værum vanþroska á þessu sviði Hve þjónslund okkar væri átak- anlega áfátt. En ef að við að- eins gætum lært að umgangast erlenda auðkýfinga og ferða- fólk, yfirleitt, á viðeigandi hátt, var framtíð okkar borgið — um aldur og ævi! Manngildis- smækkun? Skítt með það! Fjár hagsleg velferð ríkisþegna hlýt- ur að ganga fvrir öllu og sálar- skarnið á bara að skammast sín og þegia! Enn þann dag í dag, má sjá þá fjarstæðu letraða í dagblöð okkar og ritgerðir, í ýmsum ritum, er ferðast á flug- vængjum um landið, að við ís- lendingar séum staðsettir á yztu mörkum hins byggilega heims. Hvílík ósköp! Hverskonar lyg- ar og blekkingar eru þetta? Hvað skal þá segja um Græn- land, Alaska, Síberíu og ótal marga fleiri staði jarðkringl- unnar þar sem náttúruhamfar- ir og veðurharka birtist í mun skæðari mvndum, en við þekkj- um? Reyndar hefur þessi bar- lómur kveðið við um nokkurra alda skeið frá bölsýnismönn- 6•DAGUR um og kveður enn þann dag í dag. Hve langt er síðan kveðið var: „Blindar margan blekkt lund, blandast síðan, verr grand. Reyndar verður stutt stund, að standa náir ísland“? Ennþá stendur þó okkar fagra land, á sínum upprunalega stað, á hnattlíkaninu. Og ennþá slá heit hjörtu í faðmi þess, full af trú á framtíð sinnar fósturjarð- ar. Þrátt fyrir það að hér ríkir stundum nokkur harðneskja í líki vetrarharðinda, vorharð- inda og jafnvel sumarsveltu, en svo vil ég kalla, er sumarið bregst gróðurhlutverki sínu, þá Sigtryggur Símonarson. eigum við þó eitthvert dásam- legasta land sem Drottinn hef- ur skapað. „Það agar oss strangt, með sín ísköldu él, en á samt til blíðu, það meinar allt vel. Svo kvað eitt aldamóta kjarnaskáld okkar og sagði sannleikann, að mínu viti, og greip meira að segja ekki til atomkveðskapar. Ef að ein- hverjir lesendur „Dags“ gang- ast undir þá. sálarraun að lesa þessa ófullkomnu ritsmíð bið ég þá, af einlægu hiarta, af.sök- unar á þeim langa útúrdúr sem orðinn er frá fæðingarhlut verki þessarar greinar. En væri það óeðlilegt að ætlast til þess að börn þessa tignarlega, jafn- aðarlega friðsæla og fagra lands væru gædd þeim eiginleikum að vilja fremur bæta og fegra sitt umhverfi, hvort heldur er í ríki náttúrunnar eða á sálrænu sviði mannlegs lífs? Eigum við ekki að athuga hvernig okkur hefur tekist þar á aðeins einu sviði, er kalla má umferðar- menningu? Ég minnist þess að þá er leið að akstursbreytingu. frá vinstri til hægri, birtist í „Tímanum" grein, eftir Baldvin Þ. Kristjánsson, sem mér fannst óþarflega ofstopafull og engum tilgangi þjóna, nema þá helst til ills. Mér fannst helzta rök- semd Baldvins Þ. og þeirra_ er fylgdu honum að málum, að með tilkomu þessarar breyting- ar væri ráðin bót á öllum okk- ar umferðar vandamálum. Þeg- ar Baldvin Þ. skrifaði grein sína var breytingin ráðin og engin þörf æsilegra skrifa, þar eð vit- að var að hún hlaut fram að ganga. Sjálfsagt er að rifja upp reynslu af þessari endurbót umferðarlöggjafar. Fyrsta ár og jafnvel lengur brá svo við að slysum fækkaði mjög og var þess ótæpt getið í fjölmiðlum, til vitnis um hve ágæt framkvæmd þetta hefði verið. Áhrifavaldur þessa góða árangurs var sá að nú þurftu ökumenn að breyta sínum akst- ursvenjum og efalaust hafa margir átt þar erfitt um vik, því að vaninn er harðstióri, sem lætur treglega af valdi sínu. Því var það að bílstjórar keyrðu yfirleitt af ýtrustu gætni þegar breytingin var framkvæmd og lengi þar á eftir. Árangur: Næsta fá og lítil slys. Ef ein- hver, sem þetta les, vildi leggja það á sig að fletta dagblöðum frá þessum tíma, myndi hann fljótt finna hrifninguna sem blöðin birtu yfir því hve þetta væri dásamlegt. Já, víst var það dásamlegt, en því miður stóð sú dásemd stutt. Þó skal því fagnað, af alhug, að þessi breyting á ökureglum hefur örugglega sparað einhver mannslíf. En hversu lengi var Adam í Paradís? Bifreiðastjórar vöndust hægri handar umferð fljótt. Hraðinn iókst og slysum fór að fjölga. Mig undrar ekkert þó að allir þeir er dásömuðu þessa breyt- ingu, frá vinstri til hægri, þegi nú þunnu hljóði og minnist ekki framar á þessa „dásamlegu" lausn. Ég vil beina því til þess- ara ágætu manna að ef þeir vilja beita sér fyrir breytingu, á ný_ vfir í vinstri handar akst ur og fá henni framgengt, mun slysum og dauðsföllum örugg- lega fækka — í bili. Það gerist vegna þess að nú eru menn, fyrir löngu, orðnir jafn vanir hægri handar um- ferð og beir voru vinstri umferð á sínum tíma. Á meðan breyt- ingin fer fram, og fyrst á eftir, eru ökumenn hikandi og hrædd ir við umferðina, jafnvel þó að góðir bílstjórar séu. Að vísu er tími æfintýranna ekki liðinn, sem betur fer, og hættir von- andi aldrei að vera til, en þess er ég fullviss að engin töfra- brögð eru til sem leysa umferð- arvandamálin. Slysa- og morð- öldu umferðarinnar lægir ekki fyrr en við lærum að haga okkur sem skyni gæddar ver- ur í samskiptum við náunga okkar í daglegri umferð. Ég hefi rætt hér mest um bifreiðastjóra, en þáttur gang- andi vegfarenda er engu betri. Og þótt leitt sé frá að segja eru unglingar oft hættulegir skað- valdar og þó nær eingöngu karlkynið. Það er ekkert óvana- legt að siá stráka, um ferming- araldur, aka þvert í veg fvrir bifreið, sem á í erfiðleikum vegna glóandi hálku, ganga hægt og settlega og líta stork- unaraugum til bílstjórans. Þetta gerist jafnt þó að ekki sé um gangbraut að ræða. Mér skilst að skyn bama gagnvart fjar- lægðum og hraða, sé nokkuð annað en hinna fullorðnu og sorglega mörg eru banaslys barnanna. Gamalt fólk hefur oft takmarkaða hreyfigetu, hlut ur þess stór í umferðarslysum, enda jskyn 'þess á umferðar- hraða vafalaust oft þokukennt. Um völdun slysa ræður mestu, hve ökuhraði er alltof mikill í þéttbýli og þá ekki síður úti á þjóðvegum, sem oft eru of mjó- ir til þess að á þeim verði mæzt á ýtrasta hraða, svo að ekki sé nú talað um gömul ræsi, er mjókka vegarbreidd að miklum mun mjög víða. En ferðahraði virðist ein æðsta ósk flestra vegfarenda og máske eðlileg þegar þess er gætt að sífellt meiri hraði er heimtaður í öll- um störfum og á flestum svið- um þjóðlífs okkar. Svo mikill er hraðinn orðinn að allt of fáir gefa sér tóm til þess að staldra við og athuga umhverfið áður en þeir álpast út í óvissu, slys og jafnvel dauða, fyrir ald- ur fram. En hvað er þá til ráða? Spyr sá er ekki veit. Er það missýn- ing mín að hvar sem um fold er farið sé leyfilegur ökuhraði einskis virtur, af mörgum. Er það misminni mitt að alloft sé viðbára ökumanna, er slysum valda: „Ég sá bara ekkert, sól- in blindaði mig.“ Eða: „Það var svo mikið kóf að ég sá ekki neitt.‘ Samt er ekið og líklega treysta margir ökumenn þá meira á aðra vegfarendur en sjálfa sig. Fyrst og fremst virð- ist ökuhraði mesti slysavaldur- inn og vafalaust verður svo um ófyrirsjáanlega framtíð, ef að menn átta sig ekki á því að enn er í gildi gamall málshátt- ur, er hljóðar svo: „Farðu hægt, svo að þú komist áfram.“ Ef að menn fylgdu þeirri réglu, sem reyndar er fullkomin andstæða kröfum nútímans, myndi slys- um stórlega fækka. Góðir lesendur! Þetta er orð- ið langt og máske þreytandi mál fyrir þá er trúa á styrk sjónar sinnar og handa og rétt viðbrögð, er vanda ber að hönd um. Mesta stórhátíð ársins fær- ist óðum nær. Liðnir atburðir verða ekki afturkallaðir. En myndi ekki fæðingarhátíð þess trúarleiðtoga, er við kennum trú okkar við verða bjartari í vitund okkar ef að við gætum sameinast um þá viðleitni að úthella ekki meira blóði og fram kalla ekki fleiri tár, en stað- reyndir liðins árstíma benda til? Að síðustu: Löggæzla virðist lítil. 16/11 1977 Sigtr. Símonarson. Afmælishátíð í Möðruvallakirkju Síðastliðinn sunnudag, 13. nóv- ember, var þess minnst við há- tíðarguðsþiónustu að Möðru- völlum í Hörgárdal að 110 ár eru nú liðin frá því kirkian var fullbyggð og afhent söfnuðinum. Við þessa athöfn predikaði vigslubiskupinn, séra Pétur Sigurgeirsson, en sóknarprest- urinn. séra Þórhallur Höskulds- son, rakti sögu kirkiu og stað- ar og skýrði frá tjiöfum og framkvæmdum við kirkiuna. Kirkjuna á Möðruvöllum reisti athafnamaðurinn og kirkjusmiðurinn, Þor.steinn Danielsen á Skipalóni, og var , hún nýreist ein stærsta og feg- ursta kirkja landsins, rúmar um 250 manns í sæti. Enn er kirkjan hið ágætasta hús, enda vel við haldið og varðveitt sem líkust því sem upphaflega var. í tilefni þessa afmælisárs hef- ur hún hlotið ýmsar aðgerðir, bæði til endurbóta og prýði. — Nýjar útihurðir voru smíðaðar á ytri hurðarkarma í sömu gerð og þær gömlu, endurnýjaðir hlerar á kirkjuturni og turninn þéttur. Þá fór fram gagnger viðgerð á undilrstöðum undir kirkjugólfi, kirkjan rétt af og aukabitar settir undir gangveg. Eru þetta allt hin ágætustu verk, enda orðin aðkallandi. Þá voru sett teppi á kór kirkjunn- ar, gang og forkirkju og kirkju- gólf annað málað og endurnýjað áklæði á kropbeði og stólum í í kór. Enn má geta þess, að ný- lega var raflögn kirkjunnar endurnýjuð og sett upp ný raf- magnstafla. Allar framkvæmdir við kirkjuna hafa verið unnar í samráði við þjóðminjavörð, Þór Magnússon, en að hans til- hlutan hefur kirkjan líka eign ast fvrir skemmstu vandaðan stálskáp, þar sem varðveittar eru bókagersemar kirkjunnar, frumútgáfa Guðbrandsbiblíu og hin fágæta bók Summaria, prentuð á Núpufelli 1589—1591. Frekari framkvæmdir eru enn fyrirhugaðar bæði málning á kirkjunni að utan, og eins er stefnt að viðgerð og klæðningu á bekkium kirkjunnar. í þeim tilgangi er ákveðið að leita til allra vina og velunnara kirkj- unnar í þeirri von að helst mætti koma því verki í fram- kvæmd með samstilltu átþki. Ollum er kunnugt hve þröng- ur fjárhagur margra kirkna er nú á tíð og ekki síst í fámenni sveitanna, og það því fremur þegar um er að ræða svo veg- legt timburhús sem Möðru- vallaklausturskirkja er. En þeim mun þakkarverðari eru bær kostnaðarsömu framkv. sem begar hafa átt sér stað. — Margir hafa líka lagt þar gott lið með giöfum og vinnu. Kon- ur í sókninni efndu fvrir ári síðan til almennrar fjáröflunar til teppalagningar og á þessu ári hafa kirkjunni borist veg- legar peningagjafir, bæði minningargjafir og gjafir til ákveðinna verka, sem síðar verður getið í blaðinu. Þá hefur kirkjunni einnig borist gestabók frá Kvenfélag- inu Freyju í Arnarneshreppi. Hún er fagur og listrænn grip- ur með táknrænni mynd fyrir sögu staðarins, sem er haglega útskorin á kápu bókarinnar af Matthíasi Andréssyni, Kópa- vogi. Bókinni fylgir borð, sem einnig er ætlað það hlutverk að vera lespúlt. í sóknarnefnd Möðruvalla- klausturskirkju eru: Páll Ólafs- son, Dagverðartungu, formaður. Ingimar Brynjólfsson, Ásláks- stöðum. Magnús Stefánsson, Fagraskógi. Jóhannes Hermanns son, Hjalteyrarskóla og Sverrir Haraldsson, Skriðu. Við kirkjuna starfar hinn ágætasti kirkjukór undir stjórn organistans, Jóhanns Baldvins- sonar, Akureyri. — Formaður kórsins er Ásta Ferdinantsdótt- ir í Spónsgerði. Eftir guðsþjónustuna á sunnudaginn var kirkjugestum boðið til kaffidrykkju að fé- lagsheimilinu að Freyjulundi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.