Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri föstudaginn 25. nóvember 1977 Margir eru í enskutímum Hrísey 23. nóvember. Veðrið er vægast sagt heldur leiðinlegt og allmikill snjór er kominn, en brim er hér lítið, enda norð- austan átt. Lionsmenn hér í eynni höfðu um helgina skemmtikvöld_ sem var vel sótt og fór ágætlega fram. Þá bregður svo við, að margir eru orðnir mjög áhuga- Fólk slappar af Grenivík 23. nóvember. Drang- ur hefur tvisvar komið hingað með vörur vegna ófærðar á vegum, því strax rennir í slóð- ir þótt mokað sé öðru hverju þennan ótíðarkafla. Verulegur snjór er kominn. Bændur vita um nokkrar kindur, sem eftir er að ná í og koma til húsa, en heimtur munu annars sæmilega góðar. Sjósókn er nær engin nú um tíma vegna ógæfta. Lítið er því unnið við fisk og fólk slappar af eftir mjög anna- samt haust. Má með sanni segja að fólki veiti ekki af svolítilli hvíld. p. A. Skák Haustmótið stendur nú yfir og er teflt í Félagsborg. Keppt er í 2 flokkum fullorðinna og ungl- ingaflokki. í efri flokki er keppnin mjög jöfn, þar eru efstir og jafnir Gylfi Þórhalls- son, Jón Björgvinsson og Skúli Torfason með 4 vinninga hver eftir 5 umferðir. f neðri flokki er efstur Aðalsteinn Steinþórs- son með 4V2 vinning. í ungl- ingaflokki er keppni að mestu lokið, þar sigraði Eyþór Þór- hallsson með 8% vinning. Sl. helgi kom Taflfélag Hreyfils og keppti við Skákfél. Akureyrar í 1. deildarkeppn- inni. Keppt er á 8 borðum. Úr- slit urðu þau að Skákfél. Akur- eyrar sigraði, hlaut 6 vinninga gegn 2 vinningum Taflfél. HreyfilS. N. k. fimmtudagskvöld verð- ur haldið í Félagsborg 15 mín. mót og hefst það kl. 20. Skákfréttaritari. Jafnréttismál Laugardaginn 26. nóvember n. k. verður fundur um jafn- réttismál haldinn í Barnaskóla Akureyrar. Til fundarins boðar áhugafólk um jafnrétti kynj- anna. Framsöguerindi flytja Gísli Jónsson menntaskólakennari, Dómhildur Sigurðardóttir, kennari, Björn Jósef Arnviðar- son lögfræðingur, Valgerður Magnúsdóttir og Ása Jóhannes- dóttir. Verður rætt í hópum um ýmis jafnréttismál, svo sem jafnrétti á vinnustöðum, stöðu- veitingar, yfirvinnukúgun, kon- ur í félags- og stjórnmálum o. fl. Þátttaka er öllum heimil og þátttökugjald er ekkert. Fund- artími er kl. 13—19 og verður kaffi selt á staðnum. (Fréttatilkynning). samir um enskunám og hafa kannski lengi verið það, en eiga þess nú kost að njóta kennslu í því göfga máli, því hér á staðn um er kennarinn Inger Einars- dóttir, ung kona og myndarleg, sem hefur auk sinnar kennslu við skólann tekið menn í ensku- tíma og einnig mun hún leið- beina eitthvað í spánskri tungu Mig undraði ekki, að heyra eitt og annað á framandi tungum áður en langir tímar líða. Get- ur það líka komið sér einkar vel nú, því hér eru komnar til Hríseyjar sex ungar konur til fiskvinnslustarfa, alla leið frá Ástralíu og væri ekki fráleitt að hugsa sér, að hentugt gæti verið, að kunna fleiri tungu- mál en íslenskuna, þótt hún dugi vel. Því miður er lítið að gera um þessar mundir því okkur vant- ar fisk og höfum lítið haft af honum í eina viku. En bráð- um kemur Snæfellið og þá lyft- ist brúnin á mannskapnum. Hér er á döfinni að fá mann til að leiðbeina í leiklist. Mun Þórir Steingrímsson frá Akur- eyri koma þegar á sjó gefur og æfa fólk í frumatriðum leiklist- ar og einnig er hugsað til þess síðar f vetur að setja leikrit á svið, undir stjórn Kristjáns Jónssonar. í dag erum við að skipa út hraðfrystum fiski, lítið að vísu en gott að losna við hann. S. F. Kraftlyftingamót Sl. laugardag var haldið minn- ingarmót Grétars Kjartansson- ar í kraftlyftingum. Grétar var einn af frumkvöðlum lyft- ingaríþróttarinnar hér á Akur- eyri, og var m. a. einu sinni íslandsmeistari. í kraftlyfting- um er keppt í hnébeygju, bekk pressu og réttstöðulyftu og ræður samanlagður árangur í öllum þessum greinum til úr- slita. Tíu keppendur voru á mótinu og allir frá Akurevri. Úrslit urðu þau, að í fjaður- vikt sigraði Haraldur Ólafsson, Þór, lyfti samtals 325 kg (125+ 62.5+137.5); í millivigt Freyr Aðalsteinsson, Þór, 477.5 kg (160+105+212.5); í léttþunga- vigt Sigmar Knútsson, Þór, 435 kg (155+90+190); í milli- þungavigt Kristján Falsson, KA, 525 kg (182.5+132.5+210) og í 100 kg flokki Jakob Bjarnason, KA, 460 kg (170+ 90+200). Besta árangri náði samkv. stigatöflu, Freyr Að'alsteins- son, og hlaut hann til varð- veislu glæsilega verðlauna- styttu sem foreldrar Grétar gáfu fyrir nokkrum árum. — Annar varð Kristján Falsson og þriðji Sigmar Knútsson. — Þeir Haraldur Ólafsson, Krist- ján Falsson og Jakob Bjarna- son settu allir Akureyrarmet í sínum lyftum. Haraldur Ólafsson kemst á verðlaunapall á Norðurlandameist- aramóti unglinga, en hann varð þriðji í sínum flokki. Lyftingamenn komnir af N.M. unglinga Eins og áður hefur verið frá skýrt fóru nokkur akureyrskir lyftingamenn á Norðurlanda- meistaramót unglinga í lyft- ingum sem haldið var í Sví- þjóð dagana 5. og 6. nóv. s.l. Akureyringar stóðu sig allir vel á mótinu, en þetta var í fyrsta sinn sem þeir keppa á erlendri grund, og háði því keppnisleysi þeim nokkuð. — Enginn þeirra náði því besta sem náðst hafði á æfingum fyrir mótið, en allir skiluðu þó sínu. Haraldur Ólafsson var sá eini sem komst á verð- launapall en hann varð þriðji í sínum þyngdarflokki. Freyr Aðalsteinsson varð fjórði í sínum flokki, Viðar Eðvarðs- son 5. í sínum, Sigmar 8. í sínum flokki, en Jakob Bjarna- son féll út úr keppni. Piltarnir rómuðu móttökur Svíanna, en sögðu þó að matur hefði verið í minnsta lagi. n — -j iv— JL • Nú kemur byggðalínan sér vel Bilunin í byggðalínunni á laugardaginn var, var af mannavöldum, Bar hún) merki skotmanna og hefur Iögreglurannsóknar verið óskað, enda um milljónatjón að ræða. Skemmdirnar voru ekki Iangt frá Þingeyri í Húnaþingi, og fór viðgerð fram strax og bilunin fannst. Glöggt hefur komið í ljós, eftir að byggðalínan var tengd, hvers virði hún er Norðlendingum. Rennsli Laxár hefur sjaldan brugð- ist meira né raforkufram- leiðsla Laxárvirkjunar hrap að meira niður en nú hefur orðið. Þrátt fyrir öflugar dísilstöðvar hefði orðið mik- ill raforkuskortur án raf- orkunnar að sunnan. • Bæjarstjóm markaði stefnuna Þriggja daga ráðstefna um söguritun Akureyrar vakti ekki þá öldu hrifningar, sem, vænst var, því hún var ekki nægilega fjölsótt Hitt þótti sýnt, að ýmis erindi er þar voru flutt, væru byggð á góðri þekkingu sögunnar og því brot af Akureyrarsögu og ekki svo Iítið. Það kom einnig fram við hringborðs umræður í ráðstefnulok á sunnudaginn, að áhugi er mikill á sögurituninni. Bæj- arstjóm hafði markað stefn- una með peningaframlagi til ritunar sögunnar og í fram- haldi af því, var hún að leita eftir skoðunum manna og tillögum um tilhögun verks- ins. • Tvær leiðir Allir ræðumenn við þetta tækifæri, átján að tölu, lýstu áhuga sínum á því, að rnálið næði fram að ganga. Einkum í ræðum manna var nokk- uð rætt um vísindalega rann- sóknarstarfsemi, sem grund- völl söguritunar. Þeir, sem gaman hafa af vísindaskrafi, ættu þó manna best að vita, að söguritun er fyrst og fremst gagnasöfnun og skrán ing — þrotlaus vinna og aft- ur vinna — og til þeirra starfa þarf atorkumenn. • Ritgerðir sjöttubekkinga Blaðið hefur ekki fengið í hendur upplýsingar um, hve mikið hefur verlð skráð af sögu Akureyrar, sem nota má í væntanlega útgáfu. En geta má þess til viðbótar, að sjöttubekkingar Menntaskól- ans á Akureyri, hafa undan- farin ár gert ritgerðir um ýmis efni, sem til er vandað með gagnasöfnun, og m. a. fjalla um þætti í sögu bæj arins. Geta ritgerðir þessar flýtt verki eða jafnvel fallið inn í verkið án efnislegra breytinga. var rætt urn, hvort verkið ætti fyrst og fremst að vera tvíþætt, annars vegar nokk- uð ítarlegt söguágrip, með það í huga, að félög og stofn- anir bættu þar um með eig- in sögu f sérstökum bókum í sama bókarflokki, eða hvort rita ætti ítarlega sögu sem þá yrði í mörgum bind- um og spannaði þá flesta eða alla umtalsverða þætti sög- unnar í einu verki. • Að skilgreina verkefnið Árið 1953 kaus bæjarstjóm nefnd til að undirbúa og annast söguritun Akureyrar. Sú nefnd gerði sér meðal annars grein fyrir verkefn- inu og skilgreindi það í ell- efu liðum. Eitthvað mun söguritunin, eða einhverjir þættir hennar, hafa verið komnir áleiðis og munu þeir vera til. Lagersala hafin á Sauðárkróki Sauðárkróki 23. nóvember. Bú- ið er að snjóa mikið í rysjutíð og víða orðið þungfært, t. d. ófært yfir Hegranesið núna. Nokkra rigningu gerði á jafn- fallinn snjó. Nú er að frysta og verður þá víða haglítið fyrir hross, nema þar sem vel er loðið. Föstudaginn 18. nóvember opnaði Kaupfélag Skagfirðinga nýja verslun, lagersölu í nýjum vöruskála á eyrinni utan við bæinn. Slíkar verslanir hafa rutt sér til rúms hin síðari ár, meðal annars vegna aukins hús- rýmis, svo aðstaða fólks til stærri innkaupa í einingum hefur batnað. Verslanir sem þessar leggja lítið sem ekkert upp úr innréttingum. Nánast er hér um að ræða lager, sem við skiptavinurinn leggur leið sína til. Lagersala KS hefur allar al- gengustu matvörur á boðstól- um í heilum og hálfum pakkn- ingum, svo og hreinlætisvörur og er verulegur hluti álagning- ar felldur niður. Það er von kaupfélagsins, að með þessu sé komið til móts við óskir við- skiptavina sinna á þessu sviði. Á öðrum stöðum er þetta nefnd- ur vörumarkaður. Umsjónar- maður lagersölunnar er Sig- mundur Ámundason. G. Ó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.