Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 3

Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 3
Fundur um hitaveitumál Framhald af blaðsíðu I. áhugi á hitaveitu hér á Akur- eyri. í desember sama ár skip- aði bæjarstjórn Akureyrar hús- hitunarnefnd. Vann hún að at- hugunum á hagkvæmri hitun með raforku og svartolíu. En enn voru gerðar rannsóknir, með hitaveitu og jarðvarma í huga. Kom þá til álita að leiða heitt vatn frá Reykjahverfi og Bjarnarflagi og voru áætlanir gerðar um þetta á árunum 1974 og 1975. Vegna fjarlægðar var þó talið ráðlegt, að gera enn tilraun með borun til þess að freista þess að fá heitt vatn nær og í framhaldi af því hófst borun á Laugalandi í Onguls- staðahreppi. Þar renna nú upp úr jörðinni um 100 lítrar á sek- úndu af 90—100 gráðu heitu vatni úr tveim borholum og tal- ið, að það vatnsmagn megi auka í 150 lítra á sek. með dælingu, en orkuþörfin til upphitunar er talin 220 lítrar. Hitaveitan var ákveðin og framkvæmdir standa yfir, svo sem öllum er kunnugt, og þar er enn leitað meira vatns. Síðan rakti hitaveitustjóri framkvæmdir við hitaveituna í sumar og eru framkvæmdir í þrem flokkum: 1 fyrsta lagi virkjunarmannvirki, aðveitu- mannvirki og í þriðja lagi dreifi kerfismannvirki. /-iYWSlVfDíN JF-191: JÖVAN INTERNATIONAL COLLECTION GIFT SET 2 oz Jðvan Britain. 2 oz. JövanFrance, 2oz. Jövan Italy, 2 oz. Jóvan Spain, 2 oz. Jóvan Sweden, 2 oz. Jóvan keland aftershave/ coloQnes, Unit Peck: 3 sets herra dömur JOVAN snyrtivörur fyrir og Reynið það besta gæði Ný tækifæri ny Q Aðveituæðin til Akureyrar er nær fullgerð,, og innan fárra daga verða fyrstu húsin vænt- anlega tengd nýrri hituveitu. Dælustöð hefur verið byggð og framkvæmdir við dreifikerfið í bænum eru meiri en svo að frá þurfi að segja. Búið er að sam- þykkja gjaldskrá hitaveitunn- ar og staðfesta og reiknað með, að hitunarkostnaður verði 70% af kostnaði með gasolíu. Hér er ekki að sinni rúm til að rekja yfirgripsmikla ræðu framkvæmdastjórans. En að henni lokinni og ræðu Sigurð- ar Óla Brynjólfssonar, hófust fjörugar umræður, er stóðu fram að miðnætti. Fyrirspyrj- endur voru 15 talsins og var öllum spurningum svarað af frummælendum. Miðað við verðlag í ágúst- mánuði 1976 er heildarkostnað- ur 3,4 milljarður króna, en síð- an munu verðhækkanir orðnar um 30%. Strengjakliður Hjá Ægisútgáfunni í Reykjavík er nýkomin út ljóðabók Hug- rúnar er nefnist Strengjakliður Bækur Hugrúnar eru komnar hátt á þriðja tuginn. Hugrún er skáldanafn Filippíu Kristjáns- dóttur frá Brautarhóli í Svarf- aðardal. Ritstörfin hafa verið henni hjartfólgin og sumar bæk- ur hennar löngu uppseldar og í endurprentun, svo sem Ágúst í Ási og Úlfhildur. Útgefandi segir í bókarkynningu, að höf- undurinn sé löngu kunnur fyr- ir sögur, ljóð og útvarpserindi og beri öll verk hennar vitni um ást og hlýju til alls sem lifir og hrærist. Verk hennar séu hugljúf og listræn. Jafnréflismál Laugardaginn 26. nóvember kl. 13—19 verður fundur um jafnréttismál haldinn í Barnaskóla Akureyrar. Fundurinn er öllum opinn og er þátttökugjald ekkert. — Sjá fréttatilkynningu. UNDIRBÚNINGSNEFND. DAGUR•3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.