Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 25.11.1977, Blaðsíða 4
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Uafnarstræti 90, Akureyri Simar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Hvenær á að hafa prófkosn- ingar? Margir gæla við þá hugmynd, að hafa prófkjör eða skoðanakönnun um eitt og annað, en hugsa sig þó tvisvar um, áður en þeir óska eftir bindandi prófkjöri, t. d. við ákvörð- un á framboðslistum. Sjaldan er það alveg sjálfsagt, að einhverjir ákveðn- ir menn skipi ákveðin sæti á fram- boðslistanum, t. d. þeir sem hafa ver- ið þar áður. Dýrmætur er sá réttur fólks, að geta luiúið fram prófkjör eða skoðanakönnun, ef því finnst á sig eða einhverja aðra hallað, og hafa rökstudda trú á því, að framboðslisti gæti verið skipaður sigurstranglegri mönnum í kosningum og/eða hæf- ari mönnum til starfa eftir kosning- ar. Þennan rétt á að nota þegar þær forsendur eru fyrir hendi. Einhver fiðringur er samfara próf- kjöri og skoðanakönnunum, sem eng ar reglur eru þó um, hvemig fram- kvæma skuli. Reglur geta menn að vísu sett, hver flokkur eða félag fyrir sig, svo sem þegar velja á til fram- boðs til sveitarstjómarkosninga. Þennan fiðring vilja margir hafa og njóta hans eins og veiðimenn að morgni dags. En kosningar til alþingis og sveita stjóma er ekkert sport, og undirbún ingur þeirra hjá flokkum eða stjóm- málafélögum er mikill. Þar mun enginn flokkur telja sig hafa efni á hlédrægni og aðgerðarleysi. Menn geta velt því fyrir sér, hvort prófkjör, sem á rétt á sér til að spoma við óréttlæti og valdníðslu, sé þó ekki dálítið hæpin skemmtun, ef fyrrgreind atriði em ekki fyrir hendi. Þrátt fyrir allt blessað lýð- ræðið og skoðanakönnun er hluti að því, vekur hún oftast nokkra flokka- drætti meðal pólitískjra skoðana- bræðra, og því miður er það reynsl- an, að mikil vinna og starfsorka fer í framkvæmdina. Kannski er skemmt unin fyrirhafnarinnar virði, en e.t.v. væri unnt að nýta stjómmálaáhuga og sjálfboðastörf betur á annan hátt við ákveðin félagsmálastörf til und- irbúnings kosninganna. Nokkur rök má að því leiða, að óskir um prófkjör em stundum óbeinar óskir um þátttöku í pólitísku starfi. Mættu forystumenn pólitískra félaga hugleiða, á hvem hátt sé vit- urlegt að mæta þeim óskum. Amtsbókasafnið 150 ára Dagur ræðir við Lárus Zophoníasson bókavörð Amtsbókasafnið ó Akureyri' minnist nú 150 ára afmælis síns. Amtsbókasafnið er næstelsta bókasafn landsins og elsta stofn- un Akureyrar. 1 viðtali við Dag 13. nóvember 1968 rifjaði Ámi heitinn Jóns- son, þáverandi bókavörður, upp nokkur atriði um sögu safnsins og þá menn sem koma við sögu þess: „Líklegast er að Andreas Mohr hafi verið fyrsti bóka- vörðurinn hér á Akureyri. Svo tekur Ari Sæmundsson um- boðsmaður við bókavörslunni og Bemhard Steincke faktor hjá Gudmann, en hann kom mikið við sögu á þessum árum og virðist hafa verið mikill framfaramaður og tók m. a. safnið upp á arma sína. Árið 1863 var skipuð fyrsta bóka safnsnefndin. í henni voru: Jó- hann Thorarensen Iyfsali, son- arsonur Stefáns Þórarinssonar amtmanns á Möðruvöllum, og þessi Bemhard Steincke, ásamt Jóhannesi Halldórssyni skóla- stjóra, sem þá var oddviti bæj- arstjómar. Líklega voru það þessir menn sem réðu Friðbjöm Steinsson bókavörð safnsins 1866. Þá var safnið talið 1000 bindi. Mjög mikill hluti safns- ins vom danskar bækur, enda var Akureyri þá hálfdanskiu- bær.“ Síðan rekur Árni sögu safns- ins. Bókaverðir, frá því Frið- björn hættir og til þessa dags, eru taldir í þessu viðtali við Árna Jónsson: Júlíus Sigurðs- son bankastjóri, Jóhann Ragú- els og Guðrún kona hans, Bryn- leifur Tobíasson, Jón Sveins- son, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, Siglaugur Bryn- leifsson og Árni Jónsson. Árni fellur frá 1970, og tók þá Lárus Zophoníasson við til bráða- birgða. Þá tók Ámi Kristjáns- son við safninu árið 1972, en hætti eftir rúmt ár vegna veik- inda, og tók þá Lárus við safn- inu og hefur hann gegnt starfi bókavarðar síðan. Lárus Zophoníasson forstöðu- maður svaraði nokkrum spurn- ingum blaðsins xnn safnið. — Hver var tilurð safnsins? „Það er margt óljóst með fyrstu ár safnsins, en safnið er ekki stofnað síðar en 1827. For- göngu fyrir því verki hafði Grímur Jónsson amtmaður á Möðruvöllum, sem hafði stuðn- ing margra og góðra manna. — Helstan má hiklaust telja Carl Christian Rafn. Var hann m. a. einn af stofnendum Stiftsbóka- safnsins í Reykjavík áður, sem nú heitir Landsbókasafn. Álitið er að safnið hafi verið á Möðru- völlum í upphafi, en síðan flust til Akureyrar. Samkvæmt nýj- ustu heimildum virðist ljóst, að safnið var komið til Akureyrar 1833. En fram að árinu 1875, en þá var byrjað að færa gerða- bækur fyrir safnið, en margt óljóst.“ — Hefur Amtsbókasafnið ein- hverja sérstöðu gagnvart öðrum héraðsbókasöfnum? „Já, safnið er svokallað prent- skilasafn. Það þýðir, að safnið fær eintök af öllu prentuðu efni í landinu. Aðeins Landsbóka- safnið og Háskólabókasafnið hafa þessa sérstöðu með Amts- bókasafninu. Safnið er þó að- eins kostað af sýslu og bæ, og þjónustar aðallega byggðir Eyjafjarðar.“ — í hverju er starfsemin fólg- in útávið? „Fyrst og fremst eru það út- lán til almennings. í öðru lagi er það starfræksla lestrarsalar, en þar geta menn unnið með öll gögn safnsins, sem suma af þeim eru ekki lánuð út.“ — Er ekki bókakostur safnsins takmarkaður? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Safnið er allvel búið bókum, en ef það kemur fyrir að okkur vantar bækur þá er hægt að fá þær lánaðar frá Landsbókasafninu. Við höfum það góða geymsluaðstöðu hér, að slíkt er miög vel framkvæm- anlegt og nokkuð mikið notað.“ Hvað eru starfsmenn safnsins ins margir? Stofnfundur Aukakílóaklúbbs- ins á Akureyri var 13. apríl ’77. í spjaldskrá klúbbsins eru nú 164 nöfn, en 44 hafa bara mætt einu sinni og 15 2 svar sinnum, en meðal þessa fólks voru 3 meira en 100 kg, svo að þeim hefði ekki veitt af að mæta oftar. 19 hættu eftir að hafa komið 3svar sinnum, 5 þeirra þyngdust á þessum tíma en aðrir léttust frá Vz og upp í 6,5 kg, og samanlagt léttist þessi hópur um 42 kg. 27 félagar hættu að mæta eftir 4 skipti, en einn þeirra hafði þyngst um 1 kg á þessu tímabili, aðrir létt- ust frá Vz og upp í 8,5 kg, alls léttist þessi hópur um 71 kg. Enn var 26 félaga hópur sem mætti oftar en 4 sinnum, en hefur ekki mætt á fundum í ágúst og september. 17 félagar úr þessum hópi, eða 65%, náðu góðum árangri meðan þau mætu, 2 þeirra þyngdust með- an þéir voru með í klúbbnum, annar 1 og hinn Vékg. Saman- lagt léttist þessi 26 manna hóp- ur um 120,9 kg þann tima sem þeir voru með í klúbbnum. Til gamans má geta bess að sá ein- staklingur sem stóð sig best í þessum hópi léttist um 13,5 kg á 10 vikum eða að meðaltali 1,35 kg á viku, sem vrði með sama áframhaldi 70,2 kg á ári, en þá hefði þessi manneskja að ári liðnu frá því að hún hóf megrunina verið orðin 24,3 kg. en það hefði nú verið að skjóta yfir markið!! Það virðast þá aðeins vera 33 „Þeir eru átta samtals, og þar af er einn bókasafnsfræðingur. Starf hans er fólgið í fræði- legri vinnu ýmiskonar, svo sem flokkun og skáning." — Hvemig er safninu stjómað? „Því er stjórnað af bókaverði, en yfirumsjón með safninu hef- ur svo stiórn bókasafnsins, en í henni eiga sæti nú: Gísli Jóns- son formaður, Guðmundur Frí- mann, Jóhannes Óli Sæmunds- son, Gísli Konráðsson, Ólafur Sigurðsson og Ófeigur Eiríks- U son. Dagur þakkar svörin. félagar, sem enn eru örugglega með í klúbbnum, þar eð þau hafa mætt á fundum í ágúst eða september. Aðeins 9 þeirra, eða 27%, hafa náð fullnægjandi ár- angri í þeim skilningi að hafa léttst 0,4 kg á viku að meðaltali eða meira. 2 höfðu þvngst á þessu tímabili, annar 2.5 og hinn 0,4 kg frá fyrstu til síðustu mælingar. 21 af 33 höfðu haldið út að taka þátt í megrun í 15— 22 vikur (1 nýbyrjaður verið með í 4 vikur) og vissulega er það afrek útaf fvrir sig, enda hafa þau öll léttst eitthvað og vonandi halda þau áfram að herða róðurinn og hætta ekki fyrr en eðlilegri þyngd er náð. Margir þurfa að vera stöðugt í megrun. a. m. k. stöðugt hugsa um hvað þeir borða. Það væri mjög gaman að ná til sem flestra af þeim, sem nú virðast vera hættir og fá þá til þess að vigta sig á vigt klúbbs- ins á 6 mánaða fresti eða svo, því að vonandi hafa margir þeirra, sem byriuðu hét' í megr un og fengu leiðbeiningar um mataræði haldið áfram að létt- ast á eigin spýtur. Það væri mjög uppörvandi fyrir þá, sem mest hafa haft fyrir stofnun og rekstri þessa klúbbs að fá að frétta af þeim sem hafa haft gott af því að kynnast starfi klúbbsins, þó að þeir hafi ekki verið nema stuttan tíma. Rétt er að það komi fram, að rekstur Aukakílóaklúbbsins ?r áhugamanna og sjálfboðastarf og öllum opinn. Yngsta kynslóðin kann vel að meta barnabókadeild safnsins. — (Ljósm.: GM). GM Aukakílóaklúbburinn 4 • DAGUR Norðurárdal, á Miðsitju og Hjaltastöðum í Blönduhlíð. — Þeim hjónum . varð sjö barna auðið. Tvö létust í bernsku, en fimm synir komust upp: Ei- ríkur, Þorbjörn og Jökull, nú til heimilis á Akureyri, Hjör- leifur á Gilsbakka og Sveinn, búsettur í Reykjavík. Mann sinn missti Aldís árið 1941. Aldís Sveinsdóttir Fædd 13. okt.1890 Dáin 1.nóv.1977 Kveðja frá vinum Aldís mín! Um þig mætti sjálf- sagt skrifa langt mál — um hóg- værð þína og auðmýkt frammi fyrir því stóra og óræða — um það hvernig þú mættir stórviðr- um lífsins með hugró og æðru- leysi og inntir störf þín af hendi með trúmennsku og þolgæði. Og síðast en ekki síst um kærleiks- lund þína og fórnfýsi. En þú varðst aldrei nein yfirborðs- manneskja og ætla ég því að binn kyrrláti hugur hefði naum. ast kosið að sett væri á langar tölur að þér látinni. Því hýsa þessar örfáu línur fyrst og fremst þakklæti fyrir langa og trygga vináttu og góðvild í minn garð og fjölskyldu minnar þau ár sem þú dvaldir á heimili okkar og alla stund eftir það. Aldís Sveinsdóttir var komin af góðu og greindu presta- og bændafólki skagfirsku og dvald- ist í heimahéraði mestan part ævi. Ólst að nokkru upp hjá nöfnu sinni, Aldísi Guðnadóttur húsfreyju á Gilsbakka, og manni hennar, Jóni Gilsbakka- skáldi. Var þá og Hjörleifur, sonur þeirra Aldísar og Jóns, fósturbróðir hennar og jafnaldri. Faðir Aldísar var Sveinn Ei- ríksson frá Skatastöðum, greind ur maður og glaðlyndur, söng- elskur og sagnfróður, en eng- inn auðmaður á veraldarvísu. Góðar gáfur og ljúflyndi var sá arfur, sem gekk í ríkum mæli til dótturinnar, Aldísar, og ent- ist henni vel. Sjaldan var hún orðmörg, en þó jafnan viðræðu- góð, minnug og bjó yfir léttri kímni, þegar því var að skipta. Hún var starfskona og um- hyggjusöm móðir. Hún var fremur fríð sýnum, beinvaxin, grönn og létt í hreyfingum. Ald- urinn bar hún lengi mjög vel. Aldís giftist Kristni Jóhanns- syni frá Miðsitju í Blönduhlíð og bjuggu þau í Borgargerði í Á efri árum fluttist Aldís til Akureyrar og var alllengi til heimilis að Hafnarstræti 37. En nú allra síðustu missirin var hún sjúklingur á Kristneshæli. Hún lést í Fjórðungssjúkrahús. inu á Akureyri fullra 87 ára. Með Aldísi Sveinsdóttur er genginn sérstæður persónuleiki og einn af fulltrúum hverfandi kynslóðar. Við hjónin og dætur okkar minnumst þín, Aldís, með inni- legri þökk og virðingu. Hlýr vinahugur fylgir þér yfir til landsins ókunna. Ástvinum hinnar látnu send- um við hugheilar samúðar- kveðjur. Guðmundur L. Friðfinnsson. Frá Kvenfélaginu Hildi í Bárðardal Kvenfélagið Hildur í Bárðardal stofnaði fyrir nokkrum árum sjóð, sem ber heitið Minningar- sjóður Kvenfélagsins Hildar Þá var verið að safna fé til þess að gefa Lundarbrekku- kirkju skírnarfont. Margir brugðust vel við og ýmist gáfu sjóðnum minningargjafir um látna ástvini eða hétu á sjóðinn og virtist kirkjan verða vel við áheitum. Um leið og kvenfélag- ið Hildur þakkar öllum þeim mörgu sem á undanförnum ár- um, hafa lagt sitt af mörkum til þess að efla þennan sjóð, vill það benda á, að nú er 100 ára afmæli kirkjunnar framundan, nánar tiltekið, desember 1981. Þá er ætlunin að gera ýmsar lagfæringar innan veggja í kirkj unni og mun fé úr sjóðnum lagt til þess svo langt sem það nær. Kvenfélagið Hildur vill því minna safnaðarfólk núverandi og burtflutt á þennan sjóð, svo og alla aðra velunnara Lundar- brekkukirkju. Það þurfa ekki að vera stórar upphæðir, en með sameiginlegu átaki er hægt að koma miklu til leiðar. Gjaldkeri kvenfélagsins, Ingi- leif Ólafsdóttir Bólstað hefur umsjón með sjóðnum og mun veita gjöfum viðtöku. Hjördís Kristjánsdóttir. Hluti þátttakenda á kjördæmisþinginu. Kjördæmisþing fram- sóknarmanna samþykkti eftirfarandi ályktanir Kjördæmisþing Framsóknar- manna { Norðurlandskjördæmi eystra haldið á Akureyri 5.—6. nóvember 1977 skorar á stjórn og þing að fylgja fast eftir þeirri byggða- og uppbyggingaþróun sem átt hefur sér stað allt frá myndun vinstri stjórnarinnar 1971. Minnir þingið á að enn skortir mikið á að þegnar lands- ins búi við áþekk lífsskilyrði á flestum sviðum. Bendir þing- ið á eftirfarandi sem þætti í því að jafna aðstöðu manna í kjör- dæminu og kjördæmisins í heild gagnvart höfuðborgarsvæðinu: Nýjar B.O.B. bækur komnar út Út eru komnar nokkrar bækur hjá Bókaforlagi Odds Björnsson ar á Akureyri. íslenskar dulsagnir Þessi nýju bók skrásetti Guð mundur Þorsteinsson frá Lundi. í bókarkynningu segir meðal annars: Ekki er sá kostur bókarinnar minnst virði, að höfundur stend- ur iðulega í miðri atburðarás- inni, enda eru margar sagnirn- ar beinlínis tengdar honum eða hinum athyglisverðu, sálrænu hæfileikum konu hans_ Guðlaug ar. Hann virðist yfirleitt þaul- kunnugur þeim sem við sögu koma og gerir mjög góða grein fyrir þeim, enda eru margar frásagnirnar vel staðfestar af vottum. Spítalaskip Spítalaskip er önnur ný bók frá BOB og er eftir Frank G. Slaughter í þýðingu Hersteins Pálssonar. Skemmdarverk, svik, hefndir, ást og hatur, allt þetta tvinnast saman um fólkið, sem berst fyrir lífi sínu í þessari æsispennandi læknaskáldsögu, segir á bókarkápu. Bækur eftir þennan höfund, eru orðnar æði margar hjá forlaginu og mun þessi, sem hinar fyrri, þykja góð bók til afþreyingar. Öddubækurnar Þrjár Öddubækur eru komn- ar út hjá forlaginu, eftir hina kunnu barnabókahöfunda, Jennu og Hreiðar. Hin fyrsta er hér i fjórðu útgáfu. Adda í menntaskóla heitir önnur og einnig í endurprentun og Adda trúlofast heitir hin þriðja og er í þriðju útgáfu. Bækur þessar hafa notið vinsælda, svo ekki verður um villst. Flogið yfir flæðarmáli Flogið yfir flæðarmáli er ný bók eftir Ármann Kr. Einarsson og er saga handa börnum og unglingum, myndskreytt eftir Halldór Pétursson en káputeikn ingu gerði Kristján Jónsson. Bókin er í níu þáttum og bera nöfnin: Ormurinn ógurlegi, Sporin í sandinum, Skrýtinn bát ur, Súkkulaðikarlinn, Týndi pilturinn, f fylgd með Neró og Hunda-Kobba, Flogið yfir flæð- armali, Elting aleikur við smygl ara og Sólin ljómar á ný. 1. Komið verði á jöfnun fram- færslukostnaðar frá því sem nú er t. d. með mismunandi skatta- frádr^e(ti eftir landshlutum eða á annan hátt ef hentara þætti. 2. Minnkaður verði aðstöðu- munur til að njóta heilbrigðis- þjónustu m. a, með byggingu heilsugæslustöðva og aukinni þátttöku ríkis í ferðakostnaði sjúklinga. 3. Aukið verði öryggi í orku- málum úti um landið með styrk ingu dreifikerfis rafmagns og með möskvatengingum. Einnig verði afkastageta raflína aukin og komið upp þriggja fasa dreifikerfi. Þá ítrekar þingið fyrri ályktanir um jöfnun raf- orkuverðs til notenda. 4. Rafmagnsveitum ríkisins verði þegar í stað gert kleift að rafvæða þau býli sem vegna fjarlægðar hafa ekki enn verið tengd samveitum. 5. Hraðað verði sem mest dreif- ingu sjálfvirks síma og lengdur þjónustutími handvirkra stöðva 5. 'magjöld verði jöfnuð frá því sem nú er t. d. með stækkun gjaldsvæða og öll símtöl verði mæld í skrefum. 6. Þingið metur það sem unnið hefur verið í vegamálum kjör- dæmisins á síðustu árum en bendir á að enn eru ýmsir vegir á milli byggðarlaga ófærir lang- tímum saman vegna snjóa og þarfnast því tafarlausrar upp- byggingar. í því sambandi fagn- ar þingið framkominni tillögu til -'þingsályktunar frá Inga Tryggvasyni o. fl. um þessi mál og skorar á þingmenn að fylgja málinu fast eftir til sigurs. Þá telur þingið að hlutur þjóð- brauta (héraðsvega) í fjárveit- ingum hafi til þessa verið allt of lítill og þarf þar að verða breyting á. Eigi að síður telur þingið að nauðsynlegt sé að vinna skipulega að því að leggja bundið slitlag á vegina. 7. Þingið minnir á að á síðast- liðnUm vetri var skertur mjög verulega leyfður flugtími til flestra flugvalla í kjördæminu vegna ónógs öryggisbúnaðar. Því skorar þingið á þingmenn að fylgja fast fram kröfum um skjótar úrbætur ó þessu sviði. 8. Unnið verði áfram mark- visst að hafnarbótum { kjör- dæminu. 9. Þingið bendir á nauðsyn þess að aukið verði atvinnuval sem víðast í kjördæminu m. a. með uppbyggingu smærri iðnfyrir- tækja í þorpum og sveitum. Telur Þingið það verðugt verk- efni fyrir Byggðasjóð að styrkja í auknum mæli stofnun slíkra fyrirtækja. 10. Þingið vekur athygli á þeim miklu möguleikum sem virðast vera í kjördæminu á ræktun eldisfisks í ám og vötnum. Því skorar þingið á alþingismenn í kjördæminu að beita sér fyrir því að Veiðimálastofnunin láti rannsaka þessa möguleika svo fljótt sem verða má. 11. Þingið styður það sjónarmið að framhaldsskólar fræðsluum- dæmisins bjóði sem flestar námsbrautir. í því sambandi skorar þingið á þingmenn að þeir beiti sér fyrir því að kom- ið verði upp háskóladeildum á Akureyri. 12 Þingið bendir á og þakkar þau miklu störf, sem unnin eru á vegum sjálfboðaliða á sviði lista, menningar, íþrútta og æskulýðsmála í kjördæminu. Hvetur þingið stjórnvöld til að veita slíkri starfsemi meiri stuðning í formi aðstöðu og fjárframlaga og telur, að með slíkum stuðningi megi örva félög og einstaklinga til dáða á þessu sviði. Eérstaka athygli vill þingið vekja á aðstöðu þroskaheftra og fatlaðra og tel- ur, að þar beri að gera mynd- arlegt átak til úrbóta. DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.