Dagur


Dagur - 02.12.1977, Qupperneq 6

Dagur - 02.12.1977, Qupperneq 6
til byggingarsjóðs Sjólfsbjargar á Akureyri frá 1. jan. til 30. okt. 1977: Hlutavelta kr. 1.500. Hólmfríð- ur Halldórsdóttir 2.100. Gunnar Lorenz 10.000. Ágóði af köku- basar 28. maí 1977 46.711. — Sjúkrasjóður Sjómannafélags Eyjafjarðar kr. 250.000. Sjúkra- sjóður Einingar 1.000.000. Hluta- velta haldin af Guðrún Róberts- ; dóttur, Regínu Sigvaldadóttur, Heiðdísu og Hjördísu Sigur- steinsdætrum 6.991. Hlutavelta haldin af Guðrún Hlín, Gylfa : Gylfasyni, Magna Haukssyni og Stefáni Brynjarssyni 13.855. — Hulda Laxdal 3.200. Trésmiðafé- lag Akureyrar 200.000. Hluta- ::;g] velta haldin af Þóreyju Ingvad., Pollý Brynjólfsdóttur og Brynju Hergeirsdóttur 4.040. Frímann Pálmason, áheit 20.000. Ingólfur ; S i Árnason, minningargjöf 55.000. Páll Gunnlaugsson 15.000. — Bjarni Thorarinsson kr. 300. Samtals gerir þetta 1.628.697. Áður komið: Þorbjörg Hall- dórsdóttir kr. 5.000. Berghildur og Jónas frá Brekknakoti, áheit til tækjakaupa kr. 50.000. Jó- hanna Björg Jónsdóttir gaf há- fjallasól. Sjálfsbjörg þakkar af alhug öllum gefendum veittan stuðn- ing og þann hug sem gjöfunum fylgir. Sjálfsbjörg, Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri berast gjafir. Ágóði af hlutaveltu barna á Spít- alavegi 11 og Ránargötu 21 kr. 8.694. Áheitt frá G. G. kr. 1.000. Til minningar um látna ástvini frá N. N. kr. 100.000. Gjöf frá ónefndri konu kr. 5.000. Gjöf til barnadeildar frá N. N. kr. 5.000. Til minningar um látna ástvini frá ónefndri konu kr. 100.000. Gjöf frá Láru Þorsteinsdóttur kr. 100.000. Til barnadeildar, ágóði af hlutveltu barna í Skarðshlíð 22 kr. 3.000. Til minningar um Sumarrósu Sigurbjörnsdóttur frá Þ. S. kr. 1.000. Minningargjöf um Brynhildi Sigurðar- dóttur, Hríseyjargötu 1, frá manni hennar kr. 25.000. Frá N. N. kr. 500. Til minningar um hjónin Dýr- leifu Oddsdóttur og Vil- helm Vigfússon frá börn- um þeirra kr. 45.000. Ágóði af hlutaveltu barna: Jör- undar Harðarsonar, Hug- rúnar Harðardóttur og Dagbjartar Ingólfsdóttur kr. 3.500. --- Með bestu þökkum til gefenda. — Torfi Guðlaugsson. Skrifstofa Áfengisvarnar- nefndar Akureyrar er op- in þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 5—6 e. h. á Hótel Varðborg, sími 22600. Siónarhæð. Heimsókn David Iliffe trúboði frá Bretlandi kemur til Akureyrar og heldur samkomur sem hér segir: Mánudag 5. des. og þriðjudag 6. des. kl. 8.30 e. h. á Sjónarhæð. Miðviku daginn 7. des. kl. 8 30 e. h. í Dynheimum. Fimmtudag 8. des., föstudag 9. des. og laugardag 10. des. á Sjón- arhæð kl. 8.30. Sunnudag 11. des. kl. 5 í Dynheimum. Ungu fólki er sérstaklega boðið á allar þessar sam- komur en allir eru hjart- anlega velkemnir. I.O.G.T. Útbreiðsla og upp- lýsingar. Skrifstofan er op in á þriðjud. og fimmtud. kl. 5—6 e. h. á Hótel Varð- borg, sími 22600. Híálpræðisherinn Sunnud. 4. des. kl. 13.30 sunnudaga- skóli. Kl. 17 að- ventusamkoma. Æskulýð- urinn syngur. Mánudag kl. 16 heimilissambandið. Þriðjudag 6. des. kl. 20.30 jólafundur hjálparflokks- ins. Allir velkomnir. GJAÍIR OOAIiriT Safnað í hlutaveltu til ágóða fyrir Sólborg kr. 2.273. — Þeir sem hlutaveltuna héldu voru Snorri, Garðar, Svanur, Guðmundur og Jóhann. Hjónaband. Nýlega voru gef in saman í hjónaband Sig- rún Baldursdóttir og Jens Christian Skytte. Heimili þeirra er í Fjordveien 69A 1322 Hörvik, Noregi. Smáauglýsingar Sími 11167 '.m' DAGUR DAGUR ÍÖfiðÐflGSlNS1 fs/MI i Neðangreind áheit hafa bor- ist Strndarkirkju á af- greiðslu Dags: Frá N. N. kr. 1.000, frá mæðgum kr. 3.000, frá G. M. kr. 500, frá H. S. kr. 500, frá A. A. kr. I. 000, frá N. N. kr. 500, frá G. K. kr. 1.000, frá V. K. kr. 1.500, frá H. H. kr. 1.000, frá F. J. og Þ. J. kr. 7.600, frá Þóri Áskelssyni kr. 100, frá N. N. kr. 100, frá I. G. B. kr. 1.000, frá V. G. kr. 500, frá N. N. kr. 1.000, frá konu kr. 500, frá Þóri Áskelssyni kr. 10.000, frá ónefndum kr. 2.000, frá H. H. A. kr. 5.000, frá K. A,- H. H. kr. 1.500, frá Jónínu Guðmundsdóttur kr. 1.500, frá ónefndum kr. 500, frá S. J. kr. 1.000, frá ÞE og RS kr. 1.000, frá E. K. kr. I. 000, frá M. S. kr. 2.000, frá Jónínu Guðmundsd. kr. 1.500, frá S. S. kr. 500, frá G. S. kr. 1.000, frá A. J. kr. I. 000, frá sveitakonu kr. 500, frá N.N.X, kr. 2.000, frá Kristínu kr. 1.000, frá J. kr. 1.000, frá K. K. kr. 1.000, frá ónefndum kr. 1.000, frá konu kr. 1.000, frá N. N. Dalvík kr. 3.000, frá Í.Ó. kr. 5.000, frá F. P. kr. 7.000, frá H. T. kr. 7.000, frá N. N. kr. 1.000, frá N. N. kr. 1.000, frá H. F. kr. 500, Jónína Guðmundsd. kr. 1.500, S. S. kr. 700, frá N. N. kr. 5.000, J. J. kr. 1.000, SS kr. 1.000, S. G. kr. 1.000, P. L. kr. 1.000, N .N. kr. 1.000, frá E. M. S. kr. 2.000, frá N. N. kr. 1.500, Þ. K. H. kr. 500, frá S. S. kr. 500, frá H. H. kr. 1.000, N. N. kr. 1.000, Sæmundur Friðfinsson kr. 5.000, frá S. V. kr. 600, Jónína Guð- mundsdóttir kr. 500, S. S. kr. 500, frá ónefndum kr. 20.000, Kr. B. kr. 1.000, Baldvina Valdimarsdóttir kr. 2.000. Samt kr. 144.100. Gjafir þessar hafa allar verið sendar Strandar- kirkju. Neyðarþjónusta í kaupstöð- um á Norðurlandi. — Sauðárkrókur: Lögregla, sími 5282, slökkvilið 5550. Siglufjörður: Lögregla og sjúkrabíll 71170, slökkvilið 71102 og 71496. ÓlafsÞörð- ur: Lögregla og sjúkrabíll 62222, slökkvilið 62115. Dalvík: Lögregla 61222, sjúkrabíll 61123 á vinnu- stað, heima 61442. Akur- eyri: Lögregla 23222 og 22323, slökkvilið og sjúkra- bíll 22222. Húsavík: LÖg- regla 41303 og 41630, sjúkrabíll 41385, slökkvilið 41441. Áttu þeir erindi til jarðar? Sagnir hafa lengi gengið af fljúg andi furðuhlutum og í mörgum löndum. Lengi var hent gaman að þeim sögum, en vísindamenn og ýmsir þeir aðilar aðrir, sem ekki vilja auglýsa nafn sitt til aðhláturs, hafa um sinn fengist við rannsóknir á þessum fyrir- bærum, þótt árangur sé lítill. Fljúgandi furðuhlutir, hafa ver- ið eltir á hraðfleygustu þotum, en án árangurs. En eftirfarandi frásögn er til þess fallin, að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, eða til hugleiðinga um erindi einhverra utan úr geimnum til jarðarinnar, ef nær tækari skýring liggur ekki á lausu. í bandaríska blaðinu National Enouirer frá 11. október í haust, er frá þvi sagt, að mjög bjartir hlutir hafi séðst á lofti í norð- austurhorni Coloradoríkis. Þessa hluti hafa bæði lögreglu- menn og bændur séð mörgum sinnum, og allt síðan í ágúst 1975. Á sama tíma hafa fundist lim- lest húsdýr, 77 að tölu. Talið er, að samband sé á milli hinna „björtu hluta“ og limlestingu á húsdýrunum_ þar sem þetta gerist jafnan á sama tíma. Alls hafa 74 kýr verið limlestar, eitt naut, einn uxi og einn hestur. Er þetta haft eftir aðstoðarlög- reglustjóra á þessum stað og bændum. Hlutar voru teknir úr skepn- unum, svo sem augu, eyru, tung ur og kynfæri. Ekkert bendir til þess, að rándýr hafi hér að verki verið, heldur einhverjir aðrir, sem til verka kunnu. Eng in bílför né fótaför hafa séðst nálægt hinum dauðu dýrum. Stærsti hluturinn sem á lofti hefur séðst, lítur út eins og stór stjarna, sem er kyrr hátt frá jörðu og hefur hann séðst upp í hálfan annan klukkutíma í einu En siðan hefur fyrirbærið horf- ið á miklum hraða. Minni hluti hafa menn séð koma frá hinum stóra, og hverfa þangað aftur. Reynt hefur verið að elta stóra hlutinn á flugvélum og eins hafa menn verið settir á vakt, en allt er það ennþá ár- angurslaust, vegna þess hve fjarlægðir hafa verið miklar. Myndir hafa verið teknar af fyrirbærunum og eru litbrigðin æði fjölbreytt. Lögreglumaður, sem þarna hefur starfað í 11 ár, hefur jafnan fengið tilkynningu um limlestingu dýra, þegar ljós fyrirbærin sáust, eða hinir óþekktu hlutir. Dýrin sem lífið létu, voru á tiltölulega litlu svæði, og þar sáust ljósfyrirbærin skýrast. Ekki var unnt að sjá, að blætt hafi úr dýrunum. Allstórir hlut- ar af skinni hafa verið fjarlægð- ir, án þess að merki sjáist um, að hnífur hafi verið notaður. Skepnurnar liggja oft alveg á bakinu, sem er mjög óeðlileg stelling. í tveim tilfellum að- eins hafa merki séðst á jörðunni eins og far eftir kúlulaga hluti. Bóndi einn segir svo frá, að hann hafi séð nokkur ummerki á jörðinni, eins og eftir þrífót, nálægt kú, sem drepin var. Lög reglumaður sá svipað merki á öðrum stað, þar sem skepna var limlest. Einn bóndi hefur misst ellefu gripi með þessum hætti á tveim síðustu árum. Dýralæknar geta ekki skýrt þessar limlestingar. Einn þeirra hefur verið þarna í mörg ár og hann hefur gert lík- skurð á einni kúnni, og kom þá í ljós, að legið hafði verið tekið burtu, aftanfrá. Þetta allt hefur valdið mikl- um heilabrotum og verður svo þar til gátan er ráðin. AB bækur Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu skáldsagan Fífa eftir Gísla J. Ástþórsson, hin sjötta í röðinni skáldsagnabóka hans. Gísli er eins og kunnugt er nokkuð einn á báti og .sérstæður meðal íslenskra skáldsagnahöf- unda fyrir hinn persónulega skopstíl sinn, sem á yfirborðinu er léttur og sakleysislegur, en undir niðri oft mögnuð ádeila. Á kápu bókarinnar segir um þessa nýju skáldsögu: „Skáldsagan Fífa er háðsk nú- tímasaga, ádeilusaga og ástar- saga. Hún segir frá Fífu ráð- herradóttur sem neitar að ger- ast þátttakandi í framakappv- hlaupi föður síns, ekur um borg- ina á skellinöðru á óleyfilegum hraða, gengur í lið með upp- reisnaræsku, vinnur ýmis konar erfiðisvinnu, — allt andstætt því sem faðirinn hefði kosið. Svo veður Fífa ástfangin og geng- ur þá að málum ástarinnar með sama lífsþróttinum og öllu öðru, sem henni þóknast að taka sér fyrir hendur. Samhliða þessu er sagan eins konar þverskurður af þjóðlífi höfuðborgarinnar, og er bað allt sýnt í skoplegu ljósi, eins og höfundar er von og vísa.“ Bókin er 202 bls. að stærð og unnin í Prentverki Akraness. (Fréttatilkynning frá AB). Juðmundur Hagalín hefur sent rá sér í útgáfu Almenna bóka- élagsins nýja skáldsögu undir því sérkennilega heiti Haniingj- an er ekki alltáf ótukt. Þótt höfundur sé nú kominn fast að áttræðu verða ekki séð ellimörk á ritum hans — sami fjörugi st'llinn og frásagnargleðin. Síð- asta skáldsaga Hagalíns, Segið nú amen, séra Pétur, kom út 1975 og seldist upp á tveimur vikum. Um þessa nýiu skáldsögu seg- ir á bókarkápu: „í þessari nýju skáldsögu bætir Hagalín enn við hinn sér- stæða persónuskara, sem hann hefur skapað á nær 60 ára rit- ferli. Hér er það lítill og ljótur maður — Markús-MóaMóri. — Það er einmitt ljótleikinn sem skiptir sköpum — gerir Markús að miklum manni og hamingju- manni. Það sem útlitið rífur niður verður að hann bæta upp á öðrum sviðum. Slíkt kostar baráttu og úr henni kemur Markús sigurvegari — andlegt þrekmenni — fær um að tak- ast á við vanda sem aðrir treysta sér ekki við. Sagan lýsir þeirri baráttu sem Markús heyr við sjálfan sig og umhverfið. Sögusviðið er við sjávarsíðuna, Markús iar sjó- maður og endar sem uppalandi óknyttabarna." Bókin er 238 bls. að stærð og er unnin í Prentsmiðjunni Odda og Sveinabókbandinu. Kápuna hefur Grafík og hönnun gert. (Fréttatilkynning frá AB). 6 • DAGUR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.