Dagur - 07.04.1978, Blaðsíða 7

Dagur - 07.04.1978, Blaðsíða 7
4* Karl Kristjánsson Kveðjuorð Á laugardegi fyrir Dimbilviku var Karl Kristjánsson, fyrrv. al- þingismaður borinn til grafar f Húsavíkurkirkjugarði, að við- stöddu fjölmenni. Þennan dag skörtuðu veðurguðimir hinu feg- ursta. Saman fór sunnan and- blærinn og vetrarheiðríkjan, eins og hún verður björtust og tignar- legust, með Kinnarfjöll og Víkurfjöllin í baksýn. Birtan töfr- aði fram fegurð héraðsins, utan frá hafsbrún og fram til dalanna. Ekkert fær jafnast á við þetta, nema náttlausir vordagamir, um Jónsmessuleytið á Tjömesinu, þegar sólin gengur ekki undir. Karl Kristjánsson var byggða- maður í þess orðs fyllstu merk- ingu. Hann var maður sveitar sinnar, á Tjömesi og síðan á Húsavík. Hann var baráttumaður fyrir hérað sitt, hvort heldur var á heimavettvangi, ellegar á Al- þingi. Þetta var sá ytri rammi, sem öðru fremur einkenndi starfsferil Karls. Hverra erinda sem hann gekk, bar hann þing- eysku byggðimar fyrir brjósti, hvort heldur var í samstarfi við aðra aðila eða á vettvangi opin- berra mála. Þetta mótaði sögu hans og hlutverk í samtimanum hvort heldur var í samstarfi við aðra aðila eða á vettvangi opin- berra mála. Náttúran agar böm sín og sker þeim stakk eftir landkostum og tímanlegum skilyrðum. Mann- dómur manna og heilla kynslóða er metin eftir því, hvemig til tekst. Hér veldur mestu um, hver á heldur. Það skiptir mestu máli að það fólk, sem eijar land sitt á hverjum tíma haldi trúnað við möguleika þess og skili því betra til næstu kynslóðar. Þetta er gmndvallarhugsjón allrar byggðastefnu. Enginn nýr sann- leikur heldur hugsjónastefna ungmennafélaganna og alda- mótakynslóðarinnar á íslandi. Karl Kristjánsson, ungi bóndinn í Eyvík á Tjömesi, hlýddi þessu kalli og varð óumdeilanlega leið- togi í síðari tíma byggðasögu Þingeyinga. Nú er sú tíð, að mjög er til siðs að safna saman félagslegum aðföngum að mótun þeirrar þjóðlífssögu, sem samtíminn byggir á. Nýlega hefur ungur fræðimaður lokið bók um frelsis- baráttu Suður-Þingeyinga og sögu Jóns Sigurðssonar á Gaut- löndum og fengið að launum doktorsviðurkenningu. Þetta er í sjálfu sér vel. Saga Húsavíkur, undir ritstjóm Karls Kristjáns- sonar, var langt komin, og mun því starfi vera fram haldið af syni hans Kristjáni, bókmenntafræð- ingi. Þetta verður mikið verk, sem segir sögu Húsavíkur aftur um aldir. Greinir frá samtímanum, skráð af manni, sem átti drjúgan þátt í að skapa sjálfa söguna. Nú er í mótun hundrað ára saga Kaupfélags Þingeyinga, sem á að koma út á aldarafmæli félagsins 1982. Þessu verki ritstýrir Andrés Kristjánsson, fyrrv. ritstjóri. Ekki er að efa, að rit Andrésar verður aldarfarsspegill þingeyskrar félagsmálasögu gerð af manni, sem er gjörkunnugur mótun þeirrar einstæðu félagsmenning- ar, em öðru fremur einkennir þingeyska héraðssögu. Það verð- ur mikill sagnfræðilegur fengur þegar allt þetta framlag Þingey- inga verður til meðferðar og samanburðar. Hér verður ekki reynt að skil- greina þingeyska sögu í sérstök tímabil. Hins vegar verður ekki hjá því komist að miða hana að nokkru við starfsævi manna, sem hafa orðið hver á sinn hátt tákn- rænir fyrir viss söguskeið. f þess- um hópi er að sjálfsögðu Jón Sig- urðsson á Gautlöndum og frum- herjar félagsmálabaráttu Þingey- inga. Sé hins vegar skyggst undir yfirborð, hinnar veraldlegu tilveru þingeyskrar félagsmála- starfsemi, er ljóst, að hún var ekki byggð upp af brauðinu einu saman. Þetta var þjóðfélags- hreyfing, sem hvíldi á hug- myndafræði, innan ramma fast- mótaðrar siðfræði og stefnumiða. Hvar er að leita erlendra fyrir- mynda, sem falla að hinu þing- eyska félagsmálamynstri er ekki aðalatriði sagnfræðilega séð, heldur hitt að þingeyskir smá- bændur skópu þessa þjóðfélags- hreyfingu. Meðal Þingeyinga þróaðist, eins konar jafnaðar- hreyfing, samhjálpar og sjálfs- bjargarviðleitni, sem byggði á rétti einstaklingsins, jafnt hins smáa manns og þess sem betur mátti sín á veraldarvísu. Ekki er vafamál, að á langri starfsævi var Benedikt Jónsson frá Auðnum, hugmyndafræðingur þeirrar félagsmálastefnu, sem Þingey- ingar mótuðu, öðrum fremur. Þeirrar stefnu, sem átti eftir að verða hugmyndagrundvöllur pólitískra hreyfinga, sem sóttu fylgi sitt til bænda og annarra dreifbýlismanna. Starfsævi Bene- dikts er tengd gullaldar skeiði þingeyskrar félagsmálasögu. Þess tíma sem Þingeyingar skópu fyrirmyndir og voru leiðandi í félagsmálabaráttu á íslandi. Um 1930 kom kreppan í land- ið. Það hrikti í bændasamfélag- inu. Þetta fór engan veginn fram hjá Þingeyingum. Kaupfélag þeirra var máske, vegna sam- félagshyyggju forystumanna verr undir kreppuna búið en mörg önnur kaupfélög, sem höfðu til- einkað sér veraldarhyggju í rikari mæli. Framundan tímar vamar- stríðs gegn brotsjóum heims- kreppunnar, sem í kulda vem- leikans kól margar fegurstu hug- sjónir jafnaðarstefnu Þingeyinga. Það þurfti nú úrræði og nýja, menn, og mikið raunsæi til að bjarga þingeyskri félagsmála- hreyfingu yfir skerjagarðinn. Fyrstu spor Karls Kristjánssonar í héraðsfoiystu var að tfeysta Kaupfélag Þingeying, með samningum við innistæðueigend- ur hjá félaginu. í þessari félags- legu raun raun kom í ljós, hverjir vom trúir félaginu og trúðu því fyrir hagsmunum sínum, og hverjir leituðu burt með fé sitt og viðskipti. Það kom í ljós að meðal Þingeyinga var óvenjulegur félagslegur þroski, að það nálg- aðist félagslegan heraga á úrslita- stundum. 1 þessu lá hinn félags- legi máttur Þingeyinga, sem gerði þeim kleift að sigla sínu félags- lega fleyi í gegnum viðsjála tima. Karl Kristjánsson var ekki kaupfélagsstjóri til langframa. Hann vaidi sjálfur þann kostinn að helga sig málefnum Húsa- víkurhrepps, ásamt störfum hjá Sparisjóði Kaupfélags Þingey- inga. Þetta var vel ráðið. Hér nutu báðir krafta hans Kaupfélag Þingeyinga og Húsavíkurhrepp- ur. Á Húsavík kom í hlut Karls að gerast oddviti í sveitarfélagi, sem rúið var öllu lánstrausti út á við. Þar beið hans áframhaldandi viðreisnarstarf. Starf sem var grundvöllur að því mikla trausti, sem Húsavík naut síðar i við- skiptum, langt fram yfir flest sveitarfélög i landinu. Grund- völlur þeirra miklu framfara og velgengni, sem einkennir þennan bæ, máske öðrum fremur. Á Húsavík var á brattann að sækja í mörgu. Smátt og smátt þokaðist Húsavík áfram frá því að vera nánast landbúnaðarþorp, með miklu vetraratvinnuleysi, yfir í það að vera kaupstaður. Ókrýndur héraðshöfuðstaður Suður-Þingeyinga og í vaxandi mæli þjónustumiðstöð héraðsins. Það sköpuðust aukin tengsl á milli héraðs og kaupstaðar, og lagður grundvöllur að samstarfi m.a. um sjúkrahúsrekstur. Með auknum samskiptum óx skiln- ingur manna, bæði á Húsavík og í héraðinu, að byggðin var ein, og ætti samleið í flestum veigameiri málum. Þáttur Kaupfélags Þing- eyinga í atvinnumálum Húsavík- ur er mikill og mun meiri en sýn- ist í fljótu bragði. Sú stefna Kaupfélags Þingeyinga að ganga til samstarfs við aðra aðila um lausn á vissum verkefnum í at- vinnumálum hefur stuðlað að samstöðu um þýðingarmestu at- vinnutækin, í stað sundurþykkju og reipdráttar, öllum til skaða þegar upp er staðið. Þáttur Karls Kristjánssonar i félagslegri uppbyggingu Fisk- iðjusamlags Húsavíkur er veiga- mikill. Innan vébanda þess tókst að sameina hið félagslega fram- tak þ.e. kaupfélagið, hið opinbera framtak þ.e. bæinn, útgerðar- menn og sjómenn. Meginein- kenni félagsins var skylda þess að greiða ágóða sinn í fiskverðsupp- bótum, og vera byggt upp með atvinnu nagsmuni Húsavíkur i huga, á byggðalegum grundvelli. Þetta er fyrsta fyrirtækið á sinu sviði, þar sem sameinað er byggðaframtak i einu byggðalagi, um undirstöðu atvinnulifsins. Þrátt fyrir að um þetta fyrirtæki hafi geisað félagslegir stormar og margir hafi setið um Fiskiðju- samlag Húsavíkur h.f. hefur það markað timamót, og er fyrirmynd í byggðalegri atvinnuuppbygg- ingu víða um land. Nú stendur þetta fyrirtæki á gömlum merg og er vítamínsprauta fyrir byggðalagið, og á sinn stóra þátt i eflingu Húsavíkur. Þetta er ekki síst þvi að þakka, að komið var í veg fyrir að skipt væri liði í mál- inu á Húsavík. Karl Kristjánsson var mikill hvatamaður að samstarfi sveitar- félaga. Hann var einn þeirra manna, sem voru framarlega í stjómarskrárhreyfingu gömlu fjórðungssambandanna, þar sem gert var ráð fyrir aukinni heima- stjóm landshlutanna þ.e. fylkja- skipan og sterkara framkvæmda- valdi. Karli Kristjánssyni var ljóst að efla þurfti samstarf sveitarfél- aga. Hann var í þeirra hópi, sem stóðu að stofnun Sambands ísl. sveitarfélaga og átti sæti í full- trúaráði þess frá upphafi, þar til hann var gerður að heiðursfélaga sambandsins. Ennfremur átti hann vemlegan hlut að stofnun Fjórðungssambands Norðlend- inga og átti sæti í fyrstu stjóm þess. Álla jafnan lét hann sig málefni sambandsins varða og taldi það vera áfanga að fylkja- skipulagi. Það var skoðun Karls, að nauðsynlegt væri að festa í stjómarskránni einskonar heima- stjóm landshlutanna, og þannig stöðu dreifbýlisins i stjómkerfinu betur en nú er raunin. Á Alþingi lét Karl sig mikið varða um sveitarstjómarmál. Honum var manna ljósast, að sveitarfélögin vom víðast of veikar einingar og hémðin ein sér ekki nógu sterk umdæmi í stjómkerfinu, og því vildi hann koma á fylkjum, með mikilli valdatilfærslu í þjóðfélag- inu. Áhrif Karls Kristjánssonar á mótun stjómmálasögu Þingey- inga er á engan hátt ómerkari, en saga kaupfélagsmannsins og byggðamannsins. Með afnámi landkjörsins 1933 varð Jónas Jónsson frá Hriflu þingmaður Suður-Þingeyinga, en Ingólfur Bjamason Fjósatungu Iét af þingmennsku fyrir aldurssakir. í sama mund kemur Karl Krist- jánsson fram sem leiðandi maður í útsveitum Suður-Þingeyjarsýslu. Einn þeirra manna, sem Jónas Jónsson byggði pólitískt traust sitt á öðmm fremur, var Karl Krist- jánsson enda i vaxandi mæli einn ráða mesti maður innan héraðs. I rauninni sjálfkjörinn arftaki Jón- asar. Það kom í hlut hans að stýra kynslóðaskiptum í þingeyskum stjómmálum á þann veg, að happasælt var fyrir héraðið og þau stjómmálasamtök, sem Þingeyingar höfðu fylkt sér um. Menn hafa af gáleysi varpað rýrð á Karl fyrir afskipti sín af þessum málum m.a. vegna þess að það kom í hlut hans að verða eftir- maður Jónasar. Sé rýnt ofan í saumana er ljóst, að þing- mennska hans var eina leiðin til að halda liði Þingeyinga saman, og til að gera kynslóðaskiptin sem sársaukaminnst. Kosningaúrslit- in í Suður-Þingeyjarsýslu 1959, þegar síðast var kosið I gömlu kjördæmunum sýndi að Karli hafði tekist að sameina flokk sinn, og var hann stærstur kjör- dæmahópanna, sem i gekk til félagsbús í hinni nýju kjördæma- skipan. Sá er þetta ritar átti þess kost að vera samverkamaður Karls Kristjánssonar. um árabil, á vett- vangi bæjarmálefna Húsavíkur. Á þessum vettvangi komu upp margvísleg málefni utan eigin- legra bæjarmálefna á Húsavík. Fyrir forystu Húsvíkinga, og í nánu samstarfi við Karl Krist- jánsson, sem alþingismann kjör- dæmisins, var unnið að málefna- legum undirbúningi fyrir Kísil- iðjuna í Mývatnssveit, I samstarfi við hreppsnefnd Skútustaða- hrepps, að samtökum milli Aust- firðinga og Norðlendinga um virkjun Jökulsár á Fjöllum og síðast en ekki síst forysta um at- vinnumálaráðstefnu fyrir Norðurland 1965, sem var upp- hafið að starfi Fjórðungssam- bands Norðlendinga í núverandi mynd. I öllum þessum störfum naut djúphygli Karls og félags- legrar yfirsýnar. Þess sérstæða hæfileika að skynja hvenær var lag til að ráðast í hlutina, og hvenær var rétt að láta tímann mæða málin. Þeir sem lítt þekktu Karl Kristjánsson kunna ekki að meta þessa hæfileika hans og töldu varfæmina íhaldssemi og tregðu. Víst er það rétt, að Karl vildi vita fóta sinna forráð í þeim málum, sem hann tók að sér að leysa. Hitt er jafnvíst að hann var manna kappfyllstur, þegar var lag til þess að sækja fram til stærri sigra. I samstarfi okkar á Húsavík var hann aldrei letjandi. Honum var kappsmál að gætt væri fyllstu skilvisi og reglusemi í fjármálum. Þetta voru þær fomu dyggðir, sem vom ófrávíkjanlegar að hans dómi. Þeim hefur verið haldið í heiðri af mér og af eftirmönnum mínum í bæjarstjómarstarfi á Húsavík. Eftir útfærsluna 1952 og með vetrarútgerð frá Húsavík tók bærinn við sér, eftir að hafa um árabil dregist aftur úr. Land- helgisstækkun 1958 var upphaf þess framfaraskeiðs, sem enn einkennir Húsavík. Engum var það ljósara en Karli Kristjánssyni að nú að nú var lag I sókn Hús- víkinga. Á þessu tímabili var lagður gmndvöllur þeirra fram- fara, sem hver af annarri hefur sett svip á bæinn. Hér var þvi í mörgú að snúast, sem þurfti fyrirgreiðslu út á við. í þessum efnum naut hæfileika Karls Kristjánssonar, lægni og þolin- mæði að sækja mál fram til sigurs. Ekki fer á milli mála, að þeir, sem stjómuðu Húsavík nutu góðs af liðsinni Karls í þessum efnum, og tileinkuðu sér að eftir föngum. Oft þurfti að sigla á milli skers og bám, þar sem ráðandi menn á þessum ámm vom ekki á hægra brjósti þeirrar rikisstjómar, er þá réði i landinu. Það kom sér vel að kunna á kerfið. Hafa svo sterka stöðu, að ekki var hægt að neita um eðlilega fyrirgreiðslu, og þurfa ekki á bónbjörgum stjóm- valda að halda. Samfylgdin með Karli Krist- jánssyni var mér skóli, sem ekki verður numin í menntakerfi landsins, heldur aðeins á vett- vangi starfsins. Karl var fjölhæf- ur að manngerð og hafði sérstaka aðlögunar hæfileika til að tengj- ast þeim viðfangséfnum er lifið krafði hann um. Þetta gerði hann að leiðandi manni á hverju þvi sviði, sem hann haslaði sér völl á. Jafnframt hafði hann næman skilning á öllu mannlegu, sem gaf honum dýpri innsýn í menn og aðstæður þeirra, og gerði hann að frábæmm mannasættir, ef svo bar undir. Heimabyggðin krafð- ist krafta hans og því helgaði hann henni krafta sína. Nú á tímum hefði maður með per- sónugerð Karls leitað víðar fanga, og helgað sér frekar vettvang á sviði bókmennta og annarra fag- urfræða. Þannig var maðurinn að eðlisfari margbrotinn, kappsfull- ur og marksækinn, að því tak- marki, sem féll honum í skaut að sækja að. Starfsævi Karls Kristjánssonar var lengri en almennt gerist. Hann markar söguskil i þing- eyskri félagsmálastarfsemi. Þetta er þriðja skeiðið í sögu sam- felldrar félagsþróunar Þingey- inga. Baráttan fyrir því að láta hugsjónir Þingeyskrar þjóðmála- hyggju lifa í nútimanum, og standast veðraham efnishyggju og sundurhyggju. Baráttan fyrir því að skila hinum pólitíska arfi (Framhald á bls. 6). DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.