Dagur - 07.04.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 07.04.1978, Blaðsíða 8
DAGUR TBS* RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VELJIÐ RETT MERKI Fólk streymir á Sæluviku Sauðárkrókl 5. aprfl. Nú er 11 gráðu hiti og gaddurinn lætur undan síga, svo hvarvetna er komin góð beitarjörð. Vatnavextir eru ekki ennþá tilfinnanlegir, því ekki hefur rignt að ráði. En smáár hafa þó rutt sig og látið dálítið að sér kveða. Akureyrskir skólastjórar kynna sér skólamál í Danmörku og Svíþjóð „Það er óhætt að segja að ó- vanalegt er að skólastjórar á Norðurlandi, fari utan til að kynna sér skólamál. Hlns vegar hefur það tíðkast t.d. í Reykjavík að Fræðsluráð Reykjavíkur bjóði skólastjór- um út í þessum tilgangi", sagði Indriði Úlfsson skóla- stjóri, f Oddeyrarskóla, en hann fór um helgina ásamt þelm Vllberg Alexanderssyni, Gísla BJarnasynl og Herði Ólafssyni, til Danmerkur og Svfþjóðar. Skólastjórarnir verða hálfan mánuð í ferðinni og munu þeir m.a. heimsækja lýðháskóla skammt frá Gautaborg, en einnig munu þeir heimsækja skóla sem starfar á bama- fræðslustigi. Á ferð sinni um Danmörku, sagði Indriði, að þeir mundu t.d. athuga tengsl skóla og æskulýðsráða auk fjölmargs annars. Fólkið streymir á Sæluvikuna og áberandi vel voru kirkukvöldin sótt.' Kirkjan rúmaði ekki alla, sem þangað vildu koma. Söngurinn lík- aði framúrskarandi vel og komu þar fram einsöngvari úr Reykjavík, Hjálmtýr Hjálmtýsson. Ennfremur tveir heimamenn sem sungu ein- söng og líkaði það vel. Voru það þau Sólborg Valdimarsdóttir og Þorbergur Jósefsson, bæði í kirkjukómum. Þá er þess að geta, að karlakórinn Heimir syngur á Hofsósi á föstudaginn og í Mið- garði á laugardaginn. Togaramir lágu inni á meðan þorskveiðibannið stóð yfir, en héldu á miðin á þriðjudaginn og hafa ekki enn komið með afla. Það er því fremur lítil vinna í frystihúsunum þessa vikuna, nema að vinna að afla heimabátanna, sem hafa aflað nokkuð í net að undanfömu. Grásleppan hefur verið heldur treg fram að þessu en talsverð rauðmagaveiði. GÓ Miklar lóðningar hafa fundist út af Ólafsfirði - sjómenn álíta þar loönu á ferð Hrísey 5. aprfl. Skammdegis- gaddurinn, sem svo var fyrrum nefndur lætur nú undan síga, þótt hér sé enn allmikill snjór. Snæfellið mun landa um helgina, fyrstu löndun eftir Matthíasarvikuna. Haföm og Eyfell hafa aflað nokk- uð vel í net af gullfallegum fiski. Síðustu daga hefur verið eitthvað af loðnu í honum. Sjómenn fundu miklar lóðningar út af Ólafsfirði og álíta, að þar hafi loðnan verið á ferð. En bátarnir hafa lagt net sín hér nyrst í firðinum og norður í dýpið. Trillubátamir, sem eru margir, eru lítt komnar af stað. Þó hefur handfæri verið reynt en lítið aflast ennþá og einn bátur, Þorfinnur, er kominn til Flateyjar og stundar þar grásleppuveiðar. Ef vel veiðist þar og þorskaflinn verður tregur, má búast við að fleiri fari á grásleppu- veiðar. Þess er að geta, að margar trillumar okkar eru smáar, nánast til sunnudagaveiði á sumrin. Menningin er mikil hjá okkur og má þar einkum nefna leiklistina. „Afbrýðisöm eiginkona" gengur vel og hefur sjónleikur þessi verið sýndur átta sinnum, bæði hér heima og ennfremur á Grenivik, Árskógsströnd Hlíðarbæ og Dal- vík. Svo emm við að fara austur á Raufarhöfn og í Skúlagarð. Þá er enskunámið stundað í Hrísey af miklu kappi í vetur og spænska er einnig vinsælt námsefni. Þá heldur kvenfélagið fundi hálfsmánaðar- lega og allt er þetta góð tilbreyting í menningaráttina. íbúar í Hrisey eru rétt um 300 talsins og hefur sú íbúatala litlum breytingum tekið nokkuð mörg undanfarin ár. Segja má að afkoma fólks sé sæmilega góð, einkum eftir að togarinn Snæfell kom hingað. Innan sviga má geta þess, að við eigum von á þrem nýjum borgur- um, sem ég veit um. Tvö Einingarhús frá Siglufirði em komin upp hér og það þriðja mun senn rísa. Þetta eru falleg hús. SF. DAGTJR kemur næst útl2. apríl Listi Framsóknar fyrir bæjarstjórnarkosningar- nar á Húsavík í vor Lagður hefur verið fram fram- boðslisti Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjómarkosningamar á Húsavík í maí í vor. Listann skipa eftirtaldir menn: 1. Egill Olgeirsson, rafmagns- tæknifræðingur. 2. Jónína Hallgrímsdóttir, hús- stjómarkennari. 3. Aðalsteinn Jónasson, húsa- smiður. 4. Stefán Jón Bjarnason, verslunarmaður. 5. Tryggvi Finnsson, forstjóri. 6. Sigrún Steinsdóttir, húsmóðir 7. Jón Helgason, verkstjóri. 8. Ingimundur Jónsson, yfir- kennari. 9. Haukur Haraldsson, mjólkur- fræðingur. 10. Bergþóra Bjamadóttir, hús- móðir 11. Pálmi Karlsson, sjómaður. 12. Þorsteinn Jónsson, aðal- gjaldkeri. 13. Laufey Jónsdóttir, húsmóðir. 14. Kristján Benediktsson, bif- reiðastjóri. 15. Ámi Bjöm Þorvaldsson, bifr.eftirl.maður. 16. Sigurður Kr. Sigurðsson, deildarstjóri. 17. Kári Pálsson, verkamaður. 18. Haraldur Gíslason, mjólkur- bússtjóri. Mótmæla samkomustað Almennur félagsfundur í Lög- reglufélagi Akureyrar, haldinn 16. mars 1978, mótmælir framkominni hugmynd um að staðsetja skemmtistað í Hafnarstræti 100, Akureyri. Lítur fundurinn svo á, að fárán- legt sé að auka á þann vanda sem fyrir sé í miðbænum, og tengdur skemmtanahaldi, þótt ekki sé nýj- um skemmtistað bætt við á þessu svæði. (Fréttatilkynning) O ■p Tl 'í npr - p—^ 1 —> - iíi ~1 , ® J] öJL .Uu uu % Kenningarnar Stundum vilja kenningar bögglast fyrir brjósti manna. „Norðurland" segir nýlega frá því, hve allt hafi orðið því blaði til ógæfu, einkum verk- föllin, fyrst blaðamanna og síðan prentara. Þetta sama blað hvetur allar verkfalls- aðgerðir, löglegar sem ólög- legar og sýnist það því koma úr hörðustu átt þegar það svo kvartar undan verkföllum vegna útgáfu blaðsins. % Loðnanelt Loðnan, sem er elt og drepin hvar sem hún finnst, verður kynþroska tveggja tfl fjögurra ára. Sumarheimkynni hennar eru f kalda sjónum norður og austur af landinu. Hún er uppsjávarfískur, þótt hún gangi einnig niður á 150 metra dýpi á daginn. Talið er, að eftir hrygningu, sem fer fram við landið sunnanvert og á grunnsævi, drepist mestur hluti hrygningarloðn- unnar en nokkur hluti, einkum tveggja og þriggja ára loðnu, Bf af. Loðnan er mikilvæg fæða þorsks, ufsa og hvala, sem fylgja loðnu- göngunum. Fískifræðingar telja, að loðnustofninn hér við land þoli allt að milljón smálesfa veiði. % Vinnaekki kauplaust Þjóðviljinn gerir það að gamni sínu á föstudaginn, að reíkna út kaup sumra þing- manna okkar, en þeir eru taldir sæmilega launaðir og eiga auðvitað að vera það. En Þjóðviljinn ræðst ekki á garðinn, þar sem hann er lægstur í þessu efni og nefnir tvo þíngmenn, sem einnig eru forstjórar Fram- kvæmdastofnunarinnar. Samkvæmt þeim útreiknfngi þ.e. þingmannskaup, kaup fyrir önnur störf og fríðindi, hafa þessir menn hvor um sig liðlega 10 milljónir og 600 þúsund krónur í árslaun. Má segja, ef þetta er eítthvað nálægt sannlefkanum, að þessir menn og auðvitað mjög margir aðrir, vinni ekki kauplaust fyrir þjóðfélagið. % Börndrykkju- sjúkra kvenna Samkvæmt nýjustu rann- sóknum, er hætta á, að drykkjusjúkar konur ali böm, sem skaddast hafa ( móður- kviði. Hættulegasti tíminn er þrír fyrstu mánuðir meðgöngu- tímans Rannsóknir hafa farið fram í mörgum löndum, Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakk- landl, Þýskalandi og núlega einnig í Danmörku og Sví- þjóð. Fram kom vlð rannsókn danskra lækna að öll börn þess hóps drykkjusjúkra kvenna, er fylgst var með, höfðu einkenni fóstursködd- unar vegna áfengisneyslu á meðgöngutfma. Er það í fyrsta sinn sem læknar telja sig sjá slík einkenni á öllum börnum þeirra mæðra er nota áfengi daglega í mikium mæli. Aðaleinkenni eru: Mjög einkennilegur andlitssvipur, mjög dregur úr vexti á fóstur- skeiðl, og möguleikar til að bæta það upp eftir fæðíngu eru skertir; í mörgum tilvikum sérstaklega lítlð höfuð; enn fremur vansköðun, geðrænar truflanir, heilaskemmdir og hjartagallar. Þessa ljósmynd tók áþ á æfingu hjá Leikfélagi Akur- eyrar í vikunni. en það er sjónleikurinn Hunangsilm- ur, sem æfður er og verður frumsýndur föstudaginn 14. apríl, undir stjóm Jill Brooke Ámason. Leikarar eru fimm. F.v.: Þórir Steingrímsson, Hallmundur Kristinsson, leikmyndateiknari, Gestur E. Jónasson, Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarmaður, Kristín Ólafsdóttir, Jill Brooke Ámason, leikstjóri. Sitjandi eru þær Kristjana Jónsdóttir og Brynja Benediktsdóttir, aðstoðarmenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.