Dagur - 14.04.1978, Page 6
Sigurjón Bláfeld
Minkarækt - til aðauka
fjðlbreytni atvinnulífs
í þessari grein er fjallað um hvemig
minkarækt getur skapað fjöl-
breytni í atvinnulífinu á Norður-
landi. Þá er fyrst og fremst haft í
huga að notuð se 'þekking, reynsla
og aðstaða núverandi minka-
bænda, til að auðvelda verðandi
minkabændum byrjendastarfið,
þannig að frá búunum sem fyrir
em á Dalvík, Grenivík og Sauðár-
króki, fengju nýju bændumir keypt
tilbúið fóður handa dýrum sínum
og þar kynntu þeir sér verklega og
faglega hlið minkaræktarinnar.
Að vori verða átta ár liðin síðan
fyrsta minkabúið var stofnað, hér á
landi, eftir að nýju lögin um
minkarækt gengu í gildi 1969.
Margvíslegir byrjendaörðugleikar
hafa mætt þessari nýju búgrein, en
nú hafa þeir minkabændur, sem
eftir em, sýnt, að þeir em yfir-
stíganlegir. Vandamálin hafa fyrst
og fremst verið vegna slæms
staðarvals á húsum og byggingum,
rangri samsetningu fóðursins og
sjúkum lífdýmm. Mesta vanda-
málið hefur skapast af vírussjúk-
dómi, sem hefur áhrif á frjósemi
dýranna, en nú er þessari veiki
haldið niðri með skipulagðri blóð-
prófun á lífdýmm.
Fjölbreyttara
atvinnulíf
og betra
byggðajafnvægi.
Ekki er ætlunin með þessari grein
að fara að mæla með neinum
verksmiðjubúskap, heldur að
benda á leið til að efla þá minka-
rækt, sem fyrir er á Norðurlandi og
gefa væntanlegum skinnaframleið-
endum betri innsýn inní búrekst-
urinn.
í nágrenni við minkabúin á Dal-
vík, Grenivík og Sauðárkróki tel ég
auðveldast fyrir ný bú að hefja
rekstur. Þá yrðu áðumefnd bú höfð
sem nokkurs konar stökkpallur
fyrir þau nýju, þannig, að núver-
andi minkabú, framleiddu og seldu
væntanlegum minkaræktar-
mönnum tilbúið fóður handa
dýmm sínum og veittu þeim verk-
lega og faglega tilsögn. Með þessu
móti gætu minkabúin sparað nýju
bændunum stofnkostnað í fóður-
eldhúsum og styrkt um leið
Reynsla núverandi og fyrrverandi
minkabænda staðfestir að staðar-
val minkahúsa hefur mikil áhrif á
stofnkostnað og rekstur búanna.
Velja þarf því byggingaar grunna
r TAFLA 1
Mánuðir Fóðumotkur Verkefni
%
Janúar 3 Hreingeming og uppröðun
febrúar 3 Prófun á vírusveiki, 20.-25.
mars 3 Pöntunartími 4.-24.
apríl 3 Meðgöngutími
maí 4 Gottími og mjólkurskeið
júní 9 Fráfærur, 10.-20.
júlí 13 Vaxtartími hvolpa
ágúst 14 Trimmtími, 10.-31.
september 15 Feldskipti hefjast
október 15 Prófun á vírusveiki, 15.-25.
nóvember 13 Feldunartími, 15.-30.
desember 5 Feldunartími, 1.-15.
100%
Sú reynsla, sem minkabúin á
Norðurlandi hafa, bendir ótvírætt
til þess, að minkarækt sé arðbær
atvinnugrein, sem getur skapað
fjölbreyttni í búskaparháttum í
dreifbýlinu. Þá má ætla, að minka-
hald hér á landi, eins og á hinum
Norðurlöndunum, eigi auðvelt
með að tengjast hefðbundnum
landbúnaði og öðmm atvinnu-
grein um og halda þannig betra
byggðajafnvægi í landinu. Minka-
búskap má stunda á marga mis-
munandi vegu, sem auka- eða
aðalbúgrein úti í sveitum landsins,
og einnig sem einstaklingsbú eða
hlutafélög við sjávarsíðuna. Víða
erlendis em minkabú eða bróður-
fyrirtæki frysti- slátur- eða
hænsnahúsa með góðum árangri,
og í Finnlandi hefur verið komið á
fót hálfgerðum verksmiðjuminka-
búum til að bæta atvinnuástandið
úti á landsbyggðinni. Þá hefur
minkabúskapurinn auk þess að
skapa atvinnu, þann mikla eigin-
leika að breyta verðlitlum úrgangi
frá sjávarútvegi og landbúnaði í
verðmestu útflutningsvöru, sem fs-
lendingar hafa.
Hér fyrir neðan er sýnd sam-
setning á minkafóðri, sem er 94%
íslenskt hráefni.
rekstrarafkomu beggja aðila.
í töflu 1 er sýnd fóðumotkun og
verkefni minkabúa eftir mánuðum.
Uppbygging, stofn-
kostnaður og rekstur.
Uppbygging búa, sem byggðu af-
komu sína á skinnaframleiðslu er
fjórþætt:
1. Fóðurgerð og flutningur
2. Bygging húsa fyrir dýrin
3. Sameiginleg feldverkun
skinna
4. Vinnuafl og bústærð
Fóðurgerðin er mikilvægasti
þátturinn við skinnaframleiðsluna.
Gott og rétt samsett hráefni,
unnið í fóðurstöð, tryggir afkomu
búanna og á því að vera sjálfsögð.
Minkabúin norðan lands em öll í
nágrenni við fiskvinnslustöðvar og
liggur því beinast við að fóðureld-
hús þeirra verði fullnýtt áður en
fleiri eldhús verða byggð. Frá eld-
húsi minkabúanna þriggja má aka
fóðrinu út til hinna búanna, en ekki
ætti að hafa heildar vegalengdina
lengri en 100-150 km. Þá má einnig
koma flutningunum þannig fyrir
að minkabændur sæktu sjálfir
fóðrið eða skiptust á að sækja það
til fóðurstöðvarinnar. Hér fyrir
neðan er sýnt með uppkasti hvernig
minkabúin gætu tengst fóður og
skinnaverkunarstöðinni.
með tilliti til bústærðar, flutninga
og samgangna, vatn og rafmagn og
fl. atriða sem hefur áhrif á kostnað
og rekstur. Hér á eftir er sýndur
áætlaður stofn- og rekstrarkostn-
aður á hverjar 100 læður á búi,
reiknað út frá stofnkostnaði þann
1. janúar 1978, sem hefur 1000
læður.
Feldverkun.
Til að tryggja góða verkun á skinn-
um er nauðsynlegt að hafa feld-
verkunarstöð, þar sem vanir menn
felda dýrin. Minkabændur gætu
ráðið hvort þeir láta flá og fullverka
dýrin á stöðinni eða hvort þeir
kæmu aðeins með skinnin flegin.
Vinnuafl og bústærð.
Þegar áætluð er vinna á minkabú-
um er reiknað með að einn maður
komist yfir að hirða 600 læður og
hvolpa þeirra, fái hann fóðrið til-
búið og komið að búinu, en
600-800 hafi hann einhverja hjálp
frá fjölskyldu sinni.
Minnstu hagkvæmustu búin sem
hafa eigin fóðurstöð, eru 2400-3000
læðu bú, þar sem fjórir starfsmenn
vinna.
Miklir framleiðslumöguleikar
eru fyrir islensku skinnafram-
leiðslu af minkum og refum. Skap-
ast þeir að mestu af góðu hráefni til
fóðurgerðar fyrir dýrin, og sölu
skinnana á erlendum uppboðum.
Verðlitlum fiski og sláturúrgangi er
á þann hátt breytt í verðmestu út-
flutningsvöru þessa lands með til-
komu loðdýranna. Þrátt fyrir góð
skilyrði má ekki gleyma, að framtíð
þessa atvinnuvegar verður aldrei
tryggður án faglegrar og félags-
legrar uppbyggingar.
Fiskúrgangur 65%
Sláturúrgangur (Nautgr., Sauðfj., Svína, hænsna og hvala) 20%
Fita (3.50 sauða- og nautgr., 1.50 fiskiúrg.) 5.0%
Grasmjöl
Kolvetni og vítamín 6.0%
Fylliefni (undanrenna, mysa og vatn) 3.0%
Alls 100.0%
a) Gmnnur 66.500
Dýraskálar 1.3-1.5m2/læðu 1.597.300
Búr, hreiðurk. vatn 946.500
Girðing 103.500
Hluti í fóðurvél 51.700
Áhöld og verkfæri 51.700
2.817.200
b) 100 líflæður á kr. 6 þús. 600.000
20 lífhögnar á kr 12 þús. 1.240.00
1.800.00
Rekstur.
a) Tilbúið fóður 23.000 kg á kr. 30/- kr. 690.000
b) Skinnaverkun 350 stk. á kr. 250/- stk. 87.500
c) Rafm., sími, trygging og fl. 116.000
d) Seld skinn á kr. 5.700,- 1.995.000
e) Afskr. vaxta og vinnulaun 1.101.5000
1.995.000 1.995.000
UGLYSINGAR
11167
Aðalfundur
Akureyrardeildar
Akureyrard.
Aðalfundur Akureyrardeildar
KEA var haldinn að Hótel KEA
20. mars. Sigurður Jóhannesson,
vara-deildarstjóri, setti fundinn
og stjómaði honum Aðalmál
fundarins var starfsskýrsla
Kaupfélags Eyfirðinga fyrir árið
1977, og flutti Valur Amþórsson
hana. Hefur sú skýrsla áður verið
rakin hér í blaðinu. Umræður
urðu miklar um hana og önnur
mál.
Samþykkt var tillaga frá Svav-
ari Ottesen um að beina þeim til-
mælum til stjómar KEA og
framkvæmdastjóra, að aukin
verði að mun almenn fræðsla um
starfsemi kaupfélagsins og sam-
vinnuhreyfingarinnar allrar,
meðal annars með fræðsluritum
og fundahöldum. Samþykkt var
tillaga Jóns Kristinssonar, um
þann ógnvekjandi vanda, sem nú
blasir við á flestum sviðum þjóð-
lífsins vegna þeirrar óðaverð-
bólgu, sem nú geisar. Krefst
fundurinn þess, að stjómvöld
snúist gegn þessum háska, sem
hlýtur að sliga þjóðina, verði ekki
nú þegar gripið í taumana, segir í
tillögunni. Og enn var samþykkt
svohljóðandi tillaga: Aðalfundur
Akureyrardeildar KEA, haldinn
20. mars 1978, skorar á bæjar-
yfirvöld að veita Kaupfélagi Ey-
firðinga, Akureyri, þá verslunar-
lóð í Hlíðarhverfi, sem félagið
hefur sótt um og úthlutað verður
á næstunni.
Bænda-
klúbbsfundur
um naut-
griparækt
Mánudaginn 30. janúar var hald-
inn bændaklúbbsfundur að
Laugarborg. Formaður Búnaðar-
sambandsins Sveinn Jónsson setti
fundinn og skipaði fundarstjóra
Sigurð Pálsson bónda í Holtsseli.
Framsögumaður á fundinum var
Erlendur Jóhannsson nautgripa-
ræktaráðunautur hjá Búnaðar-
félagi íslands.
Ræddi hann fyrst um af-
kvæmdarannsóknir á nautum,
framkvæmd þeirra og niðurstöður
síðustu rannsókna. Fram kom að
nokkrar breytingar hafa átt sér stað
á afkvæmarannrannsóknunum.
Hafa þær lagst niður á sérstökum
rannsóknarstöðvum, en nautin eru
nú dæmd í gegn um skýrsluhald
nautgriparæktarfélaganna. í
skýrslunum koma fram afurðir
dætra nautanna, en síðan eru þær
skoðaðar og dómur lagður á aðra
eiginleika, s.s. byggingu, mjaltir,
skapgerð og fl. Það hefur sýnt sig,
að öiyggi þessara dreifðu af-
kvæmarannsókna er mikið meira
en meðan stöðvamar voru ein-
göngu notaðar.
Framsögumaður ræddi einnig
um val nautkálfa fyrir sæðingar-
stöðvamar og lýsti þeim kröfum
sem gerðar eru varðandi foreldra
kálfanna. Einnig talaði hann um
ýmsa erfiðleika í kynbótastarfinu
vegna búfjársjúkdóma og þar af
leiðandi hindranir Sauðfjárveiki-
vama á flutningi gripa inn á sæð-
ingarstöðvamar.
Að lokum sýndi Erlendur
skuggamyndir af nokkrum nautum
Nautastöðvarinnar og einnig af
nautsmæðrum og öðrum afurða-
miklum kúm.
Að erindi framsögumanns loknu
fóru fram umræður. Voru þær all-
fjörugar og stóðu nokkuð fram yfir
miðnætti.
I Um 50 manns sóttu fundinn.
6.DAGUR