Dagur - 04.05.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 04.05.1978, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 4. apríl 1978 ÞJÓNUSTA FYRIR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Rauði krossinn í rauða Krossl fslands eru tíu þúsund félagar í nær 40 félags- delldum víðsvegar um land. Tekjustofn hans er einkum söfnunarkassamlr alþekktu, sem nú þarf að breyta f samræmi vlð verðglldi peninganna. En starfseml Rauða Kross- delldanna er rekstur sjúkrabíla, sjúkraskýla og hln margvíslegu námskelð, svo sem í hjálp í vlð- lögum, skyndlhjálp og hjúkrun í heimahúsum. Rauði Krosslnn hefur rekið sjúkrahótel f Reykja- vfk og gerlr enn og deildln hér á Akureyrl hefur einnlg um skelð rekið sjúkrahótel. Rauða Krossdeildin á Akureyri hefur tekið að sér það stóra verk- efni í samráði við almannavarnir að skipuleggja hjálp við fjölda fólks, með tilliti til hugsanlegra náttúruhamfara á því svæði norð- anlands, sem notað gæti þá þjón- ustu. Skólar bæjarins eru undir þetta verkefni búnir, ennfremur Varðborg. Svokallaðir „lykilmenn" hafa verið ráðnir til aðstoðar við stjórnum fólksflutninga og þó einkum móttöku, ef til kæmi, svo sem að veita nauðstöddum húsa- skjól, fæði og klæði. Ólafur Mixa, formaður Rauða Kross fslands var fyrir helgina á Akureyri og sat meðal annarra að- alfund samtakanna. En með hon- ' (Framhald á bls. 3). Ólafur Mlxa og Halldór Halldórsson á aðalfundi Rauða krosslns. Mynd: E.D. Skjaldhamrar sýndir við góða aðsókn á Húsavík Leikfélag Húsavíkur hóf fyrir nokkru sýningar á sjónleiknum. Skjaldhömrum eftir Jónas Árna- son. Leikstjóri er Sigurður Hall- marsson og með aðalhlutverk fara: Snædís Gunnlaugsdóttir og Bene- dikt Sigurðsson. Með önnur hlut- verk fara: Jón Fr. Benónýsson, Ólafur Straumland, Einar Njálsson og María Axfjörð. Sýningar leik- félagsins hafa verið vel sóttar og mun þeim verða fram haldið með- an aðsókn er svo góð, sem verið hefur. Þ.J. KLukkan 4 á morgun, fimmtu- dag, fer fram síðari leikur í handbolta milli Þórs og Breiða- bliks um rétt til að leika í 2. deild í handknattleik á næsta ári. Snædís Gunnlaugsdóttir í hlutverki Katrfnar Stanton og Benedlkt Sigurðsson, sem leikur Kormák vitavörð. Ljósm Pétur F.V.S. sker upp her- or gegn kvoldsolum Samkvæmt upplýsingum frá formanni Félags verslunar- og skrlfstofufólks, hafa nokkrar kvöldsölur á Akur- eyrl greitt starfsfólkl sínu of lágt kaup og um lelð brotlð gerða samninga. Brot þess- ara fyrirtækja gagnvart starfsfólklnu eru ýmlskonar og sum endurtekin. M.a. er kaup relknað á röngum taxta —Jafnvel búnlr tll nýlr. „Allar kvöldsölumar á Akur- eyri, að undanskildum þeim sem reknar eru af hálfu Kaup- félags Eyfirðinga og Kaupangs, greiða rangt kaup. Einnig hefur Söluskálinn í Ólafsfirði greitt rétt kaup. Sömu aðilarnir hafa leikið þennan leik ár eftir ár,en nú er hugmyndin að láta hart mæta hörðu. Sennilega munum við biðja félagsmenn okkar að hætta að vinna hjá hinum seku. Því miður hefur ekki hingað til tekist að ná samstöðu meðal starfsfólksins, en það hefur hins vegar komið til okkar, eftir að það hefur hætt störfum og kvartað. Sem dæmi get ég nefnt stúlku sem vann um nokkurra mánaða skeið hjá fyr- irtækinu Höldur h/f. Eftir því sem við komumst næst hefur hún verið hlunnfarin um rúmar eitt hundrað þúsund krónur“, sagði Hafliði Guðmundsson formaður félagsins. Formaðurinn sagði, að félag- ið væri staðráðið í að ná fram rétti félaga sinna hjá þeim fyr- irtækjum sem hér um ræðir og eru: Höldur hf. (fyrirtækið rek- ur m.a. Esso nestin), Ferðanesti og útibú Hafnarbúðarinnar við Grænumýri. Stúlka sú er Hafliði minntist á fékk greiddar 82 stundir á eftirvinnukaupi, en samkvæmt samningum félagsins getur félagsmaður aðeins fengið 40 eftirvinnustundir á mánuði. Ása Helgadóttir, starfsmaður FVS, sagði að búið væri að skrifa bréf til Höldar hf. og biðja um skýr- ingar. Svar mun vera væntan- legt á næstu dögum. Á launa- seðli stúlkunnar sést að 43% á- lag hefur verið greitt á eftir- vinnukaupið, en samkvæmt samningum FVS á að greiða 40% álag á eftirvinnu og 80% álag á næturvinnu. Að sögn Ástu er útreikningur af þessu tagi ekkert einsdæmi. Á skrifstofu FVS mátti sjá launaseðla frá tveimur af þeim fyrirtækjum sem hér um ræðir. Starfsmaður þriðja fyrirtækisins var nýbúinn að taka launaseðla sem skrifstofan hafði farið yfir. Þá kom í ljós að töluvert vantaði upp á að kaupið væri rétt. Eitt (Framhald á bls. 3). munabasar NLFA Náttúrulækningafélagiö á Akureyri vill minna á muna- og kökubasar sunnudaginn 7. maí kl. 3.30 e.h. í Alþýðuhúsinu. Þar sem undirbúningi að byggingaframkvæmdum miðar veruiega á síðustu vikum, hvetur félagið bæjarbúa og aðra til að líta inn og kaupa hvíta- sunnukökurnar þar. Með fyrirfram þökk til allra vel- unnara félagsins. Gleði- iegt sumar. fram að reykja megi. Þetta bann nær til biðstofa, mat- sala samkomusala og vinnu- herbergja, nema því aðeins að starfsmenn allfr í sama herbergi séu samþykkir því að þar megi reykja, þannig að ekki þarf nema einn starfs- mann tll að koma í veg fyrir reykingar í hverju herbergi. (Úr Hálsa) £ Vantarbíla? Fólk hefur verið að kvarta yfir því, að Bifreiðastöð Oddeyrar veitl ekkl þá þjónustu, sem henni sé ætlað, vegna bíla- fæðar á síðkvöldum og fram eftir nóttu. Þetta leiðl með 0 Reykingar takmarkaðar í Gautaborg í nóvember 1977 tók gildi bann við reykingum í húsa- kynnum borgarstjórnarinnar í Gautaborg i Svtþjóð, nema þar sem sérstaklega er tekið öðru tll þess, hve fólk safnast miklð saman í miðbænum jþegar skemmtistöðum er ilokað, en þessháttar mið- Ibæjarlff hefur verið talinn ismánarblettur á bænum. En hvað sem um það má segja og hve mlkla sök bílavöntun á f þessu, ef nokkra, er um- kvörtunum þessum hér með komið á framfæri, því ef þær eru á rökum reistar þarf málið endurskoðun. + Miklar endurbætur á Sjálfstæðishúsinu Að undanförnu hafa staðið yfir miklar endurbætur í Sjálfstæð- ishúsinu og á þeim að verða lokið eftir u.þ.b. tvær vikur. Þeg- ar framkvæmdum er lokið verð- ur hægt að skipta salnum á annarri hæð í tvo hluta, en þá verður opið upp á diskótekið á þriðju hæð. Fyrirhugað er að loka eystrl hluta salarins á fimmtudögum og fyrri hluta vik- unnar yflr sumartímann. Á svölum þriðju hæðar hússins hefur verið komið fyrir fimrh bás- um er taka 70 til 80 manns í sæti. Áður voru þarna laus borð og stól- ar. Síðar verða gólf hússins teppa- lögð. Enginn vafi leikur á að gestir hússins munu kunna vel að meta þessar breytingar, enda verður það mun vistlegta en áður. DAGTJR kemur næst út 10. maí Skólakór Garðabæjar kemur í söngferðalag tll Norðurlands dag- ana 4. til 7. maí og syngur (með öðrum kórum) i Stórutjarnarskóla 4. maí. Daginn eftir syngur kórinn að Laugum í Reykjadal og sama dag í Hafralækjarskóla. Þann 6. maí syngja börnin í Húsavíkur- kirkju og í Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. maí. [ Skólakór Garðabæjar eru 35 börn á aldrinum 9 til 13 ára. Stofnendur kórsins voru Guðmundur Norðdahl og Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, sem stjórnar kórnum í dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.