Dagur - 12.05.1978, Síða 1

Dagur - 12.05.1978, Síða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. Árg. Akureyri, föstudaginn 12. maí 1978 28. tölublað Skreið loks seld Loks er búið að semja um sölu á skreið til Nígeríu, 5 þúsund tonn og er verðmætið um 5 milljarðar króna. Hefur sala þessi gengið mjög erfiðlega vegna ýmiskonar vandkvæða hjá kaupendum. Alls eru í landinu 7 þúsund tonn af skreið og á því enn eftir að selja 2 þúsund tonn. Rauðinúpur Eftir jaml og fuður var loks síðasta miðvikudag ákyeðið, að viðgerö á Kautarnatnariogar- anum Rauðanúpi fari fram hér á landi. Hamar, Héðinn og Stálsmiðjan tóku verk þetta að sér. En áður hafði verið ákveðið að senda skipið til Englands til viðgerðar, en járniðnaðarmenn stöðvuðu nauðsynlega bráðabirgðavið- gerð í slipp í Reykjavík. Stál- viðgerð á að ljúka 15. júlí. Vinna við skipið er þegar haf- in, enda viðgerðarbanni aflétt. Sfðustu hlekkirnir brostnir Loks ætti það að vera öllum landsmönnum ljóst, sem áður vafðist fyrir sumum, hvernig þeir menn störfuðu í félagi, sem heimtuðu að dómsmála- ráðherra segði af sér vegna afglapa. Vísir og Dagblaðið með Vilmund Gylfason og fleiri góða siðferðipredikara sér til halds og trausts, gengu lengst blaða í herferðinni gegn dómsmálaráðherranum, Ólafi Jóhannessyni. Síðustu hlekk- irnir í rógsherferðinni hafa nú brostið, með komu „huldu- meyjanna" og játninga lög- reglumanna. Með hreinan skjöld Um þetta segir í Vísi 2. maí, m.a. „Núverandi dómsmála- ráðherra hefur marga brýnu mátt heyja út af sakamálum, enda hefur verið sótt að hon- um nokkuð óvægilega og flest tínt til sem haldgott hefur þótt í þeim efnum. En dómsmálaráðherra hef- ur risið upp úr öldurótinu hvað eftir annað með hreinan skjöld, og fer nú að verða svo að hinir beittu pennar rann- sóknarblaðamennskunnar munu fremur velja að ganga stóran hring í kringum Ólaf Jóhannesson en leita til að- lögu við hann eða embætti hans.“ Kvöldsöludeilan: F.V.S.A. ræðir við kvöldsala Fyrir skömmu var frá því skýrt í Degi, að Félag Verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri, ætti í úti- stöðum við handhafa kvöldsölu- leyfa á Akureyri. Nú hefur stjóm félagsins ákveðið að boða til fundar með forráðamönnum eins fyrir- tækjanna og að sögn Hafliða Guð- mundssonar, formanns félagsins, verður fundurinn í kvöld. Mun fél- agið krefjast þess að fyrirtækið greiði starfsfólki sínu eftir launa- taxta félagsins, en útbúi ekki sjálft neinar launaskrár. Skotið á bíla frá B.A. Breska ríkisútvarpið (BBC) hef- ur ákveðið að gera kvikmynd eftir sögu Desmond Bagley — Út í óvissuna. Myndin verður m.a. tekin á Norðurlandi og hefur BBC samið við Bílaleigu Akur- eyrar um bíla sem notaðir verða í myndlnni. Nauðsynlegt reyndist líka að fá bifvélavirkja leigðan, en mikil skothríð er í mynd þessari og einhver þarf að geta sett nýjar rúður f einn bílanna. Kvikmyndatökumennirnir eru væntanlegir hingað til lands í lok mánaðarins og mun myndatak- an standa í rúman mánuð. „BBC hefur pantað 10 til 15 bíla og er leigutími þeirra mislangur. Kvikmyndatökumennirnir vilja m.a. fá nýjan Opel og 2 eða 3 framrúður verða að fylgja. Einnig verðum við að útvega lengdan Land-Rover með talstöð og kæli- skáp, en í sögunni segir frá manni sem fær sér bjór úr skápnum á Sprengisandi“, sagði Vilhelm Ágústsson einn af eigendum Bíla- leigu Akureyrar. Ákveðið hefur verið að ráða nokkra íslenska leikara til að fara með hlutverk í myndinni. Út í óvissuna verður framhaldsmynda- flokkur hjá BBC. Um þetta leyti ætti kvikmyndatakan að vera að hefjast í Skotlandi, en aðalsögu- sviðið er hér á landi. Haft hefur verið eftir framleiðenda kvik- myndarinnar, Robert Mackintoch, að ekki yrði lokið við þættina fyrr en í vetrarbyrjun og að myndin yrði sýnd fljótlega eftir að gerð hennar væri lokið. BBC er þekkt fyrir vandaða framleiðslu og væntan- lega mun íslenska sjónvarpið leggja kapp á að fá mynd þessa til sýn- ingar. Iþróttaskemmunni breytt í tónlistarhöll Unnið er af fullum krafti að und- irbúningi fyrir Tónlistardaga á Akureyri, sem hefjast í dag, föstudag. íþróttaskemmunni er breytt í tónleikasal og þar verða lögð teppi, veggir klæddir og pallur gerður fyrir hljómsveit, auk þess sem komið verður fyrir skermum til þess að bæta hljómburð hússins. Æft er af kappi hjá Passíukórnum og Lúðrasveitinni og einnig eru hafnar æfingar hjá stóra kórnum sem tekur þátt í flutningi eins verkanna á blásatatónleikunum, Föstudagur: Sinfóníutónleikar, þar sem Sinfóníuhljómsveit íslands leikur undir stjórn Páls P. Pálsson- ar, en einleikari á lágfiðlu verður Unnur Sveinbjarnardóttir. Á efnis- skrá verða verk eftir Richard Wagner, Béla Bartok og Ottorino Respighi. Laugardagur: Blásaratónleikar, þar sem Lúðrasveit. Akureyrar leikur ásamt blásurum úr Sinfón- íuhljómsveitinni og u.þ.b. 160 manna kór undir stjórn Roars Kvam. Einleikarar verða Sigurður I. Snorrason og Ole Christian Hansen. Á efnisskrá verða verk eftir Mendelsohn, Reed og Van Lijnschooten og Berlioz. Þessir tónleikar eru að því leyti sérstæðir að öll verkin á efnisskránni verða hér flutt í fyrsta sinn á íslandi. Auk þess kemur fram í lokaverkinu, Sorgar- og sigursinfóníu Berlioz, kór þar sem félagar úr öllum kór- um á Akureyri sameina krafta sína. Sunnudagur: Passíukórinn á Akureyri syngur ásamt kammer- sveit félaga úr Sinfóníuhljómsveit- inni. Einsöngvarar_veTða Ólöf K. Harðardóttir, Ruth Magnússon, Jón Þorsteinsson og Halldór Vil- helmsson en stjórnandi verður Re- ar Kvam. Á efnisskránni verða verk eftir Bach og Mozart. Hafin er sala aðgöngumiða. Seldir eru miðar á einstaka hljóm- leika og einnig áskriftarmiðar með nokkrum afslætti en þeir gilda á þrenna tónleika. Verð meða á hverja tónleika er 1500 krónur fyrir fullorðna, 1000 krónur fyrir börn. Áskriftarmiðar kosta 3500 fyrir fullorðna og 2000 fyrir börn og skólafólk. DAGURÁ DALVÍK - Sjá opnu Ný stjórn Vinnuveitenda sambandsins gæti aukið samningslíkur segir Jón Ingimars Á miðvikudag var allsherjar- verkfall hjá Iðju, félagl verk- smlðjufólks. Gera má ráð fyr- ir að um 840 manns hafi verlð í verkfalllnu, sem var tll að leggja áherslu á þá krofu, að kaupllðlr samnlnganna verði settir f glldl og að grelddar verðl óskertar vfsltölubætur á laun. Stærstu fyrirtækin sem urðu að loka á miðvikudaginn voru, Gefjun, Hekla, - sútunarverk- smiðjan, Kjötiðnaðarstöð KEA og Ofnasmiðjan. Að sögn Jóns Ingimarssonar, formanns Iðju, greiða sjö fyrirtæki'„rétt kaup“ og varð því engin röskun á starfsemi þeirra. Hjá þessum fyrirtækjum vinna aðeins á milli 25 og 30 manns. Verkfallsverðir fóru á vinnustaði á miðvikudag, ______(Framhald af bls. 6), Sauðburður gengur vel „Sauðburður er kominn vel á veg víðast hvar og ég hef ekki frétt af neinum óhöppum og ætti sauðburði að verða lokið um mánaðarmótin", sagði Ævar Hjartarson ráðanautur hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar. „Það mun ekki vera mikið um krankleika í fé bænda og ef tíð heldur áfram eins og hefur verið slðustu daga, ætti sauðburður að geta gengið vel.“ Jörð virðist hafa komið sæmilega undan snjó, en ennþá er tæplega hægt að meta það til fulls. T.d. eru víða mikill snjór út .neð firðinum. Ævar taldi litla hættu á kali. Mikil hey eru til í héraðinu og sagði Ævar að sumir bændur ættu allt að árs- birgðir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.