Dagur - 08.10.1978, Side 4

Dagur - 08.10.1978, Side 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiöslu 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVIÐSSON Blaðamaóur ÁSKELL ÞÓRISSON Augl og afgr JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun Prentverk Odds Björnssonar hf GÓÐIR FUGLAR OG VONDIR Fuglavinir hafa áhyggjur af því að ýmsum fuglategundum fækkar mjög hin síðari ár, svo sem rjúpum og ýms- um farfuglum og þykir skarð fyrir skildi, en öðrum fuglum fjölgar að sama skapi, svo sem máfum og hröfnum. Hér er ekki ætlunin að flokka fugla þá, sem í þessu landi lifa, í góða fugla og vonda. En greinilegt er, að svo kölluðum vargfugli hefur fjölgað ótrúlega og víst er, að hann etur egg og unga allra annarra fugla- tegunda, sem hann nær til. Mjög er því á lofti haldið, að ekki megi raska jafnvæginu í náttúrunni og samkvæmt því ætti e.t.v. að láta þetta afskipta- laust. En þessu er þó á annan veg farið, því að fjölgun vargfuglanna, máfa og hrafna, er að verulegu leyti af mannavöldum. Sorphaugar, fisk- vinnslustöðvar og sláturhús eru forðabúr og fæðuöflunarstaðir þess- ara fugla og eiga öðru fremur þátt í mjög vaxandi stofnum þeirra. Hér hefur maðurinn raskað jafnvæginu og mál til þess komið, að hann snúi dæminu við, og leiðrétti mistökin. VeiðibjöIIur, ásamt krumma og mink, eru ræningjar í varplöndum um land allt, og eru æðarvörpin þá ekki undan skilin. Á meðan erlendir menn vilja borga æöardún hærra verði en nokkra aðra íslenska vöru, eða 80 þúsund krónur fyrir kilóið eða meira, virðist einkennilegt að halda hlífi- skildi yfir vargfugli og jafnvel ala hann sem ákafast. Og á meðan eig- endur laxveiðiáa og veiðimenn verja árlega stórum peningafúlgum til að auka laxgengd með seiðasieppingum í ár sýnist undarlegt að ala vargfugla, sem tína upp seiðin, svo að segja jafnóðum. Hrafnarnir, sem aldrei hafa orðið nálægt því eins margir og nú, eru orðnar aðsópsmiklar skepnur. Fólk hefur horft á þá ráðast í hópum að liggjandi kindum í haga, í von um að þær verði afvelta þegar svo harkalega er að farið. Og þegar árásin hepnast hefst máltíðin, á meðan bráðin er í fullu fjöri. Lömb drepa þeir í vaxandi mæli og nokkur eru þess dæmi, að þeir hafi ráðist á nýfædd folöld og drepið þau. Þetta eru langt frá því að vera heiðarlegir bæjarhrafnar, sem þeir fyrrum voru. Fimm eða sex trúnaðarmenn veiði- stjóra mega nota þau lyf, sem talin eru hentugust til að útrýma vargfugli. Hvernig sem á því stendur eru þessi lyf litið notuð og lifum við þó á mesta lyfjanotkunartíma sem um getur. Til- raunir með þessi vargfuglalyf hafa tekist vel á Norðurlandi í sumar. Með skotum og lyfjum má halda vargfugl- inum niðri og auk þess eiga sveitarfé- lög að sjá sóma sinn í því að láta gjörnýta matvæli eða eyða þeim ella. „Mikilsverðara erað sigrast á sjálfum sér en sigrastá heiminum“ Skólasetningarræða Tryggva Gíslasonar, skólameistara við Menntaskólann á Akureyri, 1. október sl. var um margt athyglisverð og hefur blaðið fengið góðfúslegt leyfi til að birta hluta hennar, sem hér fer á eftir: Kennarar, nemendur, gestir. Ég vil bjóða ykkur velkomin til þessarar skólasetningar. Nítug- asta og níunda starfsár Mennta- skólans á Akureyri er að hefjast. Nú skal ekki horft um öxl heldur fram á veginn, þótt tilefni gæfist til að hverfa á vit hins liðna. Á þingi í vetur verða samþykkt ný lög um samræmdan mennta- skóla, ef að líkum lætur. Þau lög verða án efa í samræmi við Frumvarp til laga um fram- haldsskóla, sem lagt hefur verið fyrir tvö undanfarin þing. Breyt- ingar verða sennilega einungis á þeim kafla laganna, sem varðar fjármál og kostnaðarskiptingu við skólahald. Meginþættir ákvæða um gildissvið, markmið, náms- skipan og stjóm framhaldsskól- ans verða samþykktir lítt breyttir, að því er telja má. Breytingar á námsskipan Menntaskólans á Akureyri verða ekki miklar og naumast aðrar en þær, er varða aukna samræmingu og aukið samstarf skóla á fram- haldsskólastigi. Menntaskólinn á Akureyri verður einnig væntan- lega rekinn áfram sem sjálfstæð stofnun þar sem nemendur stunda einkum bóklegt nám til undirbúnings náms á háskóla- stigi. Við hlið Menntaskólans á Akureyri er sennilegt að rísi á Akureyri framhaldsskólar sem brautskrá nemendur, sem þá öðl- ast rétt til náms á ákveðnum sviðum í háskóla. Gagnfræða- skólinn á Akureyri brautskráir að öllu óbreyttu nemendur af versl- unarbraut vorið 1980 sem hugs- anlega öðlast rett til náms í ákveðnum deildum háskóla. Verkmenntaskóli á Akureyri, eða iðnskóli, fær einnig rétt til að undirbúa nemendur undir nám á háskólastigi. Ein meginhugmynd frumvarpsins er að gefa öllum nemendum, sem ljúka námi i grunnskóla, tækifæri til frekara náms. Hin meginhugmyndin er að skipuleggja framhaldsskólann sem eina samræmda heild. Nám- ið á að skipuleggja i námsáföng- um og hver námsáfangi er metinn til eininga. Höfundar frumvarps- ins telja það eðlilegt að tekið verði upp áfangakerfi þar sem þess er kostur. Segja þeir að með því verði markmiðum námsins náð. Ég vil taka það fram að í þessu felst hvorki, að hver fram- haldsskóli verði gerður að fjöl- brautaskóla né heldur að kröfur um þekkingu og færni verða minnkaðar. Mikið er rætt um að efla verk- menntun á Islandi, og ber til þess brýna nauðsyn, því menntun, sem bundin er atvinnulífi og starfs- þjálfun, hefur í mörgu verið mjög ábóta vant og í sumu verið til vansa. Misskilningur er hins veg- ar, að því er ég tel, ef menn ætla að auka verkmenntun og afla henni aukinnar virðingar með því að auka kennslu í bókiegum greinum einum saman. Með því er verið að vanmeta gildi verk- menntunar og gera hana sem lík- asta bóklegri menntun. Fer þá líkt um þessar endurbætur og verknámsdeildirnar forðum daga og framhaldsdeildir gagnfræða- stigsins, sem urðu aðeins skugga- mynd af námi í menntaskóla. Verkmenntun hefur sjálfstætt gildi, starfsþjálfun er nauðsynleg og verkleg menntun á skilið fulla virðingu sem verkmenning en ekki sem bókmenning, enda þótt ákveðnir þættir verklegrar menntunar hljóti að tengjast bóknámi. Afleiðing af endurskipun verk- menntunar má þá ekki verða sú að verkmenntun verði gerð að bóknámi og heldur ekki má rýra kosti bóklegs náms í samræmdum framhaldsskóla. Tvímælalaust má telja að of margir nemendur hafi farið til náms í menntaskólum undanfar- in ár. Sóknin í menntaskólana hefur hins vegar stafað af því að ekki hefur verið kostur á skipu- legu og traustu námi á öðrum sviðum. Með námi sínu í menntaskóla hafa nemendur öðl- ast dýrmæta þekkingu, ef þeir hafa viljað, og þeir hafa opnað sér leiðir til hvers konar framhalds- náms og náms í háskóla. Mennt- un sú, sem menntaskólar landsins hafa boðið nemendum, er besta menntun sem kostur hefur verið á hér á landi á þessu stigi. Mennta- skólinn á Akureyri verður áfram að vera góður skóli nemendum sínum. Bókleg menntun og lær- dómsögun haldi áfram fullu gildi sínu, ekki aðeins í náinni framtíð heldur meðan talað mál verður í heiðri haft. Hlutverk Menntaskólans á Akureyri verður því áfram mik- ilsvert og auk þess kann að vera að skólinn verði að rétta hjálpar- hönd við eflingu verklegrar menntunar. Hér er því nóg að starfa. Nýnemar í skólanum eru á þessu hausti 210 auk 30 nýnema í öldungadeild, og hafa nýnemar aldrei orðið fleiri. í neðsta bekk, þriðja bekk, eru skráðir 175 nem- endur og er þetta fjölmennasti þriðji bekkur í sögu skólans. Ég vil bjóða nemendur vel- komna og þá sérstaklega nýnema. Þetta eru tímamót, ein af mörgum í lífi ykkar, þar sem þið eruð að velja og hafna. Nú hafið þið valið að stunda bóklegt nám í mennta- skóla til undirbúnings frekara námi. Námið er margþætt, fjöl- breytt og erfitt, en það er skemmtilegt, það gerir miklar kröfur og veitir mikla nautn, ef áhugi er fyrjr hendi og ástundun er höfð. En ef áhugi ykkar er lítill, þá skuluð þið bæta hann með ástundun, því með ástundun kemur áhugi, á sama hátt og áhugi dofnar ef ástundun þverr. Ekki vil ég spá neinum hrak- spám. Hins vegar vil ég biðja nemendur að festa sér það í minni að menn uppskera eins og þeir sá. Hingað sækja margir. Ekki fara allir hingað neina frægðarför og ekki hafa allir erindi sem erfiði. En þeir sem hingað koma til að vinna fá umbun verka sinna. Allir skulu fá jöfn tækifæri og réttlæti skal ríkja.“ Næst ræddi skólameistari um heimavistina, endurbætur, sem þar hafa verið gerðar og um regl- ur þær,sem þar gilda. 1 sambandi við reykingar sagði hann m.a.: „Þeirri skoðun vex nú mjög fylgi að uppfræða fólk um skað- semi tóbaks. 1 Svíþjóð er bannað að reykja á opinberum skrifstof- um, í biðstofum og í skólum, nema þar sem eru sérstök reyk- herbergi. Að þessu kemur einnig hér á íslandi. Ég vil minna á að í skólahúsum Menntaskólans á Akureyri er bannað að reykja annars staðar en í kjallara Möðruvalla og á kennarastofu. Bannað er að reykja í anddyrum skólahúsanna, svo og við dyr skólans, hvort heldur er á Möðruvöllum eða við gamla skólann .. “ „Eignir skólans, hús, tæki og lóð eru metin á nær einn miljarð króna. Til viðhalds á fjárlögum 1978 voru veittar átta og hálf miljón króna eða 0.85% af mati. Lítið þætti það á sumum stöðum. Vandi er að halda í horfinu, þegar þannig árar. En fólk flest vill frekar kaupa glerkýr og pját- ursdollur og fara til sólarlanda en reisa þörf hús og reka myndar- lega skóla. Og ef enn á að ganga á sameiginlegan sjóð landsmanna með því að lækka skatta verður ógerlegt að stuðla að jöfnuði í þjóðfélagi eða reka skólá á þann hátt sem lengi hefur verið talið sæmandi. Margir kunna að búa við erfið kjör í þessu landi, en flest fólk lifir í allsnægtum og munaði og sumt í skjóli ranglætis, sem lengi hefur viðgengist, en hefur nú senn kennt þorra manna að meta allt til peninga. Það er illt að selja sálarró sína, frið og hamingju fyrir strit og peninga, sem er eftirsókn eftir vindi og aumasti hégómi. En allir skulu hafa nóg og enginn má líða skort, en óhóf og munaður, sem nú eru stunduð, færa mér heim sanninn um það, að í velferðar- ríkinu, sem svo er nefnt, er eyðsla æðsta takmarkið. Þegar við bætist óðaverðbólga er erfitt að sanna gildi menntunar, lærdóm sög- unnar og víðsýni fyrir ungu fólki. Þó vil ég gera það enn ogaftur að brýna fyrir nemendum Mennta- skólans á Akureyri vinnusemi og reglusemi. Þið þurfið, nemendur- góðir, ekki að selja æsku ykkar og frelsi fyrir vinnusemi. Þvert á móti öðlist þið styrk til að njóta æsku ykkar og frelsis ef þið aflið ykkur menntunar, bæði þekking- ar, ögunar og víðsýni. Með því öðlist þið stjórn á Sjálfum ykkur en verðið ekki þrælar sjálfra ykk- ar og á valdi duttlunga umhverf- isins. Mikilsverðara er að sigrast á sjálfum sér en sigrast á heimin- um.“ Skólasetningarræða Tryggva Gíslasonar skólameistara M.A. 4.DAGUR Spakur, sem hlaut fyrstu helðursverðlaun á héraðssýnlngunnl. Sjá úrslitln í síðasta blaðl. Á þessari mynd eru, talið trá vinstrl: Broddl frá syðri-Haga og hjá honum Ólafur G. Vagnsson, Spakur á Staðarbakka, sem Guðmundur Skúlason heldur í og Börkur frá Ytri-Bægisá, sem Stefán Árnason heldur í. Sauðfé fækkar hér á landi Dagur ræðir við Árna G. Pétursson og Ólaf G. Vagnsson Sauðkindin hélt öðrum fremur lífinu í íslensku þjóðinni frá fyrstu tíð og enn er hún virt og jafnvel dáð í bænda stétt. Jafvel náttúru- unnendum og fagurkerum þykir mikið skorta á fegurð fjalla og heiða ef þar sjást ekki lagðprúðar hjarðir á beit. Sauðfjárbændur hafa mjög lagt sig eftir því á síðari tímum, að kynbæta fé sitt, jafnframt því að fóðra það til hámarksafurða og fæst nú mikið meira kjöt eftir hverja vetrarfóðraða á en áður var. Um tvær milljónir fjár voru á fjalli í sumar og hefur aldrei verið eins margt og meira en milljón fjár verður lógað á þessu hausti. Búnaðarfélag íslands lætur fram fara hrútasýningar um land allt á fjögurra ára fresti og að þessu sinni eru sýningarnar haldnar á svæðinu frá Eyjafirði til Húnaþings, ásamt Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu. Sýningunum lauk með héraðssýningu á Möðruvöllum í Hörgárdal á sunnudaginn, þar sem yfir 40 bestu hrútarnir voru sýndir og dómar um þá gerðir heyrumkunnir. v, Lítið hugsað um ullargæð- in? Lítil framför hefur orðið í ullar- framleiðslunni. Við höfum að vísu lengi predikað bændum að auka ullargæðin eftir föngum, en það er fyrst nú, að svörun fæst í mismun- andi ullarverði. Það er farið að borga góðu ullina hærra verði en þá lélegu og þetta mun leiða til mikilla breytinga á skömmum tíma. Þeir bændur, sem kynbætt hafa fé sitt með tilliti til ullargæða und- anfarin ár, eru nú betur á vegi staddir en hinir. En aðgætnadi er, að það var mun lakari ull á Vest- fjarðafénu, sem hingað var flutt í fjárskiptunum, en á því fé sem fyrir var. En eflaust hefur ullin batnað. Kollótta féð að vestan er á undan- haldi síðustu árin, þótt allmargir bændur hafi þó reynt að hrein- rækta kollóttar hjarðir og með all- góðum árangri, en það fé hefur þótt grófullað. ' (Framhald á bls. 7). Blaðið ræddi litla stund við Arna G. Pétursson, sauðfjárræktarráða- naut og Ólaf G. Vagnsson, héraðs- ráðunaut og spurði þá um nokkra þætti sauðfjárbúskapar. Efntslega voru svör þeirra eftirfarandi: Hverjir dæma kynbóta- hrútana á Norðurlands- svæðinu? Ámi G. Pétursson, frá Búnaðarfél- agi íslands, Einar Gíslason, hér- aðsráðunautur í Skagafirði og Leifur Þór Jóhannesson, héraðs- ráðunautur á Snæfellsnesi. Fram fara bæði hrútasýningar og af- kvæmasýningar á mörgum stöðum á svæðinu. Ég var hér á öllum hrútasýningum 1966 og á nokkrum 1970, sagði Árni, og mér sýnast gæði hrúta þeirra, sem völdust á héraðssýn- inguna núna, mun meiri en 1966. Ráðunautunum kom saman um, að kröfurnar væru mun meiri ,nú en fyrr og nú er vaiið enn skarpara vegna nýs kjötmats. Kæruleikurinn FIRMAKEPPNIN I KNATTSPYRNU Nú dregur að lokum firma- keppninnar í knattspyrnu. Upphaflega tóku þátt í mót- inu 12 lið frá hinum ýmsu fyrirtækjum í bænum. Leikið var með útsláttarfyrirkomu- lagi, þannig að það lið sem tapar tveimur leikjum fellur úr keppni. Á þriðjudaginn voru aðeins tvö lið eftir, Sameiginlegt lið byggingar- meistara frá Þin og Pan sem engum leik hafði tapað, og A lið KEA sem tapað hafði einum leik. Lið þessi léku síðan úrslitaleik. Leikar fóru svo að KEA bar sigur út býtum í þessum leik, skoraði eitt mark gegn engu. Það var markaskorar- inn mikli úr Þór, Jón Lárus- son, sem gerði markið. Síðari úrslitaleikur þessára aðila verður síðan i kvöld fimmtudag, ef veður leyfir en annars á laugardaginn kl. 15.00. Þess var getið um daginn að Skipasmíðastöð KEA hefði gefið verðlaun í fimrakeppninni, sem eru veglegt stýrishjól, en það mun ekki vera rétt, heldur var það Slippstöðin í tíð Skapta Áskelssonar sem gaf gripinn, en Skapti var einn af hvatamönnum firmakeppn- innar. Þessi föngulegi hópur íþróttafólks, er vann mörg góð afrek og m.a. vann sér rétt frjálsíþróttalið KA, sem á þessu sumri til þátttöku í annarri deiid frjálsra íþrótta. • Handknattleikslið Þórs stend- ur í ströngu þessa dagana. Fyrir- hugaður er kæruleikurinn svo- kallaði milli Þórs og Breiðabliks, en lið þessi þurftu að leika tvo leiki um sæti í annarri deild á keppnistímabilinu. Þórsarar unnu fyrri leikinn með einu marki og var sá fyrir sunnan. Sá síðari, eða leikurinn sem styrinn stendur um var svo hér á Akur- eyri í vor og unnu Þórsarar þann leik auðveldlega. • Áður en hann hófst kom upp alþekkt vandræði sem hand- boltamenn hafa oft rekið sig á þ.e.a.s. aðeins annar dómarinn mætti til leiks. Af þessum sökum drógst nokkuð að leikurinn gæti HVETJUM ÞÓRSARA TIL SIGURS hafist, en dómari sem að vísu hafði ekki tilskilinn réttindi til að dæma slíkan leik hljóp í skarðið og dæmdi leikinn, og auðvitað samþykktu báðir aðilar þennan mann til starfans. 0 Eftir að Breiðablíksmenn höfðu tapað leiknum sáu þeir sér leik á borði og kærðu leikinn en til þess að það væri framkvæm- anlegt urðu þeir að sjálfsögðu að gefa dómnum rangar upplýsing- ar. Þeir urðu að segjast ekkert hafa vitað um hinn réttindalausa dómara fyrr en að leik loknumi • Nokkrum mánuðum síðar frétta Þórsarar að leikur þessi hafi verið kærður og kæran tekin fyrir hjá dómstól HSÍ, og dómurinn fallið á þann veg að leikurinn skildi endurtakast á þeim for- sendum að annar dómarinn hafi ekki haft réttindi til að dæma slíkan leik. Þegar þetta gerist eru Þórsarar búnir að ráða sér þjálf- ara fyrir lið sitt í annarri deild, en ekki til liðs sem væri í fallhættu. • Einhvers staðar segir, að ekki þýði að deila við dómarann, og þess vegna verði Þórsarar að sætta sig við þau vitlausu málalok að leika þennan leik aftur. Ákveðið er að leikurinn fari fram þann 14. október í íþrótta- skemmunni. • Þórsurum nægir jafntefli í leiknum til að halda sér í deild- inni en Breiðablik vinnur sér rétt til setu í annarri deild ef þeir vinna Þór með tveimur mörkum, og þá verða Þórsarar að leika í þriðju deild á þessum vetri. Áhorfendur ættu því að fjöl- menna í skemmuna og hvetja Þórsara til stórsigurs í leiknum því annað er ekki sæmandi eftir það sem undan er gengið. Látum því: Áfram Þór bergmála í skemmunni þann fjórtánda. Árshátíð Knatt- spyrnud. KA Laugardaginn 14. október n.k. heldur Knattspyrnu- deild KA árshátíð sína. Hefst hún kl. 19.30 í Sjálf- stæðishúsinu. Þar verður sameiginlegt borðhald og skemmtiatriði. Allir velunnarar deildar- innar eru velkomnir og að sjálfsögðu mæta knatt- spyrnumenn elstu flokk- anna. Verð miða er kr. 4000.00 og er matur þá innifalinn. Að borðhaldi loknu verður stíginn dans og þá verður einnig selt inn þeim er ekki vilja matinn aðeins dansinn. Matarmið- ar verða seldir í Sporthús- inu í næstu viku. DAGUR.5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.