Dagur - 30.08.1979, Blaðsíða 5

Dagur - 30.08.1979, Blaðsíða 5
Útgetandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og atgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAViÐSSON Blaðamaöur: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Hart í ári f okkar landshluta hafa menn ver- ið að bíða eftir góðri sumarveðr- áttu, þótt ekki værí nema í eina eða tvær vikur, en nú á höfuðdag- inn snjóaði í fjöll. Til eru þeir bændur, sem ekki hafa enn náð neinu heyi í hlöðu og má segja, að í heilum sveitum sé ástandið í landbúnaðarmálum hið versta. Hin harða veðrátta leggst mis- jafnara á bændur en oftast áður og á þann veg, að vandræðin í öflun heyja eru mest þar sem búskap- urinn hefur áður átt í vök að verj- ast. Enn hafa íslenskir bændur ekki hagnýtt sér nema að takmörkuðu leyti góða reynslu af votheysgerð. En um þessar mundir berast þær fregnir vestan af Ströndum, að heyskap sé víða að Ijúka, á sama tíma og bændur komast lítt eða ekkert áfram með heyskap sinn, t.d. víða á Norðurlandi. Veðráttan á Ströndum var ekki sól og sum- arblíða, en það sem úrslitum ræður um heyskapinn er það, að þar stunda bændur votheysverk- un, og eru þar með lítt háðir stop- ulum þurrkum og þeir eiga af- urðamikið búfé. f Búnaðarblaðinu Frey eru nokkrar hugleiðingar ritstjóra um harðindin, og segir þar: Samdrátt- ur í framleiðslunni vegna erfiðs árferðis bitnar auðvitað fyrst og fremst á hag bænda sjáifra, hvernig sem dæmið er reiknað. „Fullt verð“ fyrir framleiðsluna hrekkur skammt til að mæta stór- auknum útgjöldum vegna aukins fóðurkostnaðar. f öðru lagi bitnar hann fyrr eða síðar á hag allra þeirra fjölmörgu, sem hafa at- vinnu sína af því að vinna úr bús- afurðum, eða við aðra þjónustu fyrir þá. Síðast en ekki síst kemur slíkur samdráttur af völdum harð- inda niður á þjóðarbúinu í heild, svo að allir munu finna fyrir því á einhvern hátt fyrr eða sfðar. Þegar vel árar og framleiðslan er mikil, njóta bændur þess að minna þarf að kosta til fyrir hverja framleiðslueiningu, en þó aðeins að því marki, sem markaðirnir setja henni eða tryggingar eru fyr- ir, að fullt verð fáist fyrir hana. Verðlagningin eins og henni er háttað hér, og í öllum löndum, sem við berum okkur saman við, miðast við meðalárferði að meira eða minna leyti. Við þetta hijóta bændur að búa og eiga þá að njóta þess, þegar betur gefur, svo að þeir geti betur staðið af sér erf- iðari árin. Þó verður það aðeins innan vissra marka, hörðustu áföllin verður samfélagið að bera með þeim eða að taka þau af þeim, enda er það hvarvetna gert að einhverju leyti. Jan Mayen gegnir sínu hlutverki í valdakerfi norðurslóðar og togstreit- unni um auðlindir hafsins Viðtal við Ingvar Gíslason alþm. um kynnisför þingmanna til Jan Mayen — Jú, vissulega var töluverð eftirvænting hjá okkur 4 alþingis- mönnum, sem flugum til Jan Mayen fimmtudaginn 23. ágúst í boði blaðsins Vísis í Reykjavík. Þannig fórust Ingvari Gíslasyni alþm. orð í viðtali við Dag, þegar hann var inntur eftir fréttum af ferðinni. — Ritstjórar Vísis, Hörður Einarsson og Ólafur Ragnarsson voru fararstjórar, einnig var með í förinni Ijósmyndari, Gunnar V. Andrésson. Gestir fararinnar voru alþingismennirnir Bragi Sigurjóns- son, Friðjón Þórðarson, Ólafur Ragnar Grímsson og ég. Við flug- um í 8 manna vél með Helga Jóns- syni frá Reykjavík, ágætri vél, sem hann keypti nýlega af Tryggva Helgasyni. Flugið til Jan Mayen frá Akureyri tók tvo tíma og tuttugu mínútur. — Er góður flugvöllur á Jan Mayen? — Já, það er þarna góð malar- braut, a.m.k. 1600 m löng. Þar hafa lent allstórar flugvélar, a.m.k. DC 4. Hins vegar eru veðurskilyrði til flugs slæm. Jan Mayen er mesta þokubæli. — Eru fastar samgöngur við Jan Mayen? — Norðmenn sjá að sjálfsögðu fyrir lágmarkssamgöngum í þágu þeirrar starfsemi, sem þeir reka. Það mun flogið þangað 10-12 sinn- um á ári, auk þess sem olíuskip koma einu sinni eða svo á ári. Þá mun það hafa tíðkast að varpað hafi verið niður pósti úr flugvélum frá Keflavíkurflugvelli. Ferðir til Jan Mayen eru því mjög strjálar. — Hvernig kemur eyjan mönn- um fyrir sjónir? — Eyjan er nú ekki stærri en það að í góðu veðri og undir góðri leiðsögn kunnugra manna er til- tölulega auðvelt að gera sér sæmi- lega grein fyrir landslagi og land- kostum á stuttum tíma, ekki síst ef menn hafa lesið sér eitthvað tii um hana áður. Að vísu er eyjan löng frá suðri til norðurs, rúmir 50 km, en ekki að sama skapi breið, síst þar sem hún er mjóst. Öll eyjan er lið- lega 370 ferkm., eða á stærð við dálítinn hrepp á Islandi. Jan 'Mayen er eldfjallaeyja og mynduð af eldsumbrotum. Eyjan er jarð- fræðilega ung og enn að mótast. Ingvar Gislason. Manni dettur í hug að hún sé eins og dálítið „þróuð“ Surtsey, ef svo má segja. Jarðvegur eða mold er ekki til á eyjunni, en grænn mosi þekur brekkur og fjallshlíðar býsna þétt. Eiginlega ætti Jan Mayen að heita Mosey, því að mosinn er ein- kennismerki hennar. Reyndar vaxa ýmsar jurtir innan um mosann og upp úr honum. Töðugras eða beit- arhæf grös sjást hins vegar ekki frekar en við er að búast í moldar- lausu landi. Eina grasið, sem ég sá voru nokkur strá í kringum hunda- kofa sunnan undir veðurstofuhús- inu, þar sem þau höfðu náð að vaxa í góðu skjóli. Þá setja hraun og sandar sinn svip á eyjuna, reyndar er ekki blett að sjá sem ekki gæti verið á Islandi. Margt í landslagi minnti mig á staði í Vestur-Skafta- fellssýslu og hraunin komu manni kunnuglega fyrir sjónir. — Er höfn á Jan Mayen? — Nei, en sæmilegar lendingar eru í víkum vestan á eynni. Þar er kyrrara í sjó við sandinn en á aust- urhelmingnum, þar sem bæki- stöðvar Norðmanna eru. Austur- helmingurinn, Rekavíkin, hefur þann kost að þar er talsvert undir- lendi. Þar er m.a. flugvöllurinn. Annars er nokkurt undirlendi upp af Rostungsvík og þar er aðallend- ingarstaðurinn. Þar norður af er svo Maríuvík með verulegu undir- lendi. Á þessum slóðum eru ýmsir möguleikar til hafnargerðar, og okkur var bent á að gera mætti aðra flugbraut fyrir eyjuna upp af Maríuvík. Töldu staðarmenn að ef svo væri gert, væri hægt að halda uppi öruggum flugferðum til Jan Mayen, því alltaf myndi önnur hvor brautin vera opin til lending- ar. — Er eyjan mjög fjöllótt? — Já, hún er hálend og fjöllótt. Norðureyjan er i raun og veru eitt fjall. Það er hátt og tignarlegt eld- fjall, sem gáus síðast 1970. Það heitir Beerenberg upp á hollensku, sem þýðir Bjarnarfjall. Fjallið er oft hulið þoku og skýjum, og þannig stóð á þegar við vorum þarna. En þegar við vorum komnir í flughæð yfir eyjunni á heimleið, þá skaut Bjarnarfjalli allt í einu upp úr þokuhafinu, og það var það síðasta sem við sáum til Jan Mayen. Ég hef ekki oft séð fallegri fjallasýn. — Hvernig er að ferðast um á Jan Mayen? — Á eyjunni er einn slarkfær akvegur, misgóður þó. Hann liggur frá starfsmannabúðunum syðst í Rekavík um flugvöllinn, sem er þar rétt norðan við og yfir ásinn milli austur- og vestureyjar og endar í Rostungavík. Þetta eru um 10 km. I Rostungsvík er olíubirgðastöð og þaðan liggur olíuleiðsla meðfram veginum yfir á athafna- og búðar- svæðið hinum megin á eyjunni. Vegna brattlendis og skriðjökla fram í sjó á norðureynni í hlíðum Bjarnarfjalls er með öllu ófært að fara hringferð á landi, Þótt menn vildu leggja slíkt á sig og tírni væri til. — Hvað er að sjá af mannvirkj- um og athöfnum á Jan Mayen? — Norðmenn reka veður- athugunarstöð og lóranstöð á eyj- unni. Það mun vera kjarninn í starfsemi þeirra. Þarna dveljast rúmlega 30 manns við ýms störf Unnið að trjáviðartöku á fjörum Jan Mayen 1957. Ljósm. Ágúst Jónsson. sem að þessum rekstri lúta ög þjónustu í kringum hann. Allir, sem þarna starfa, eiga þar aðeins bráðabirgðavist, eru svona 6-12 mánuði í senn og jafnvel skemur. Þetta er álitin útileguvinna. Starfs- menn njóta skattfríðinda og senni- lega fæðishlunninda, en kaup- greiðslur eru annars í samræmi við taxta í Noregi. Engar konur eru á Jan Mayen. Þar er algert karla- veldi. — Er Jan Mayen kannske norsk herstöð? — Það er sjálfsagt túlkunar- atriði. Ég treysti mér nú ekki á þessu stigi til að fullyrða af eða á um það. Æðsti yfirmaður og full- trúi norska ríkisvaldsins erherfor- ingi, oberst-loytnant að tign. Næst- ur honum að virðingu er yfirmaður að refurinn sé friðaður. Dýraveiði er því engum manni til framdráttar. Vatnafiskur er ekki til á Jan Mayen, sem ekki er von, því að þar eru hvorki ár né lækir né stöðuvötn. Þar eru vandræði með neysluvatn. Islendingar hafa lengi trúað á rekaviðinn á Jan Mayen. Vissulega sést þar rekaviður, en ekki sýndist mér hann auðsuppspretta. Selveiði er hins vegar mikil í hafinu hjá Jan Mayen og hún er mikið stunduð af nokkrum skipum, en kemur Jan Mayen í sjálfu sér lítið við. Einnig mun vera hægt að stunda selveiði á Jan Mayen, og starfsmennirnir hafa heimild til þess að veiða 100 seli á ári, en þeir færa sér þau hlunnindi ekki í nyt svo umtalsvert sé. Hugsanlega mætti koma upp loðnu- og kolmunnavinnslu á Jan Ágúst Jónsson tók þessa mynd af Kvalrosen-.kletti á Jan Mayen sumarið 1957. lóranstöðvarinnar. Hann er ekki hermaður, hann er titlaður avdel- ingsingenir eða deildarverkfræð- ingur. Vopn eða varnarvirki sá ég ekki á Jan Mayen. Hins vegar er augljóst að yfirráð yfir eyjunni er Norðmönnum alvörumál og hún gegnir sínu hlutverki í valdakerfi Norðurhafa, hernaðargildi kemur þar við sögu og aðrir hagsmunir, sem Norðmenn láta til sín taka. Jan Mayen er betri eign en engin. Það þarf því ekki að vera neitt undrun- arefni, þótt norska ríkisvaldið feli her sínum mikilvæg verkefni á þessum stað, án þess að um herstöð í eiginlegum skilningi sé að ræða. — Hvað er að segja um náttúru- auðlindir á Jan Mayen? — I fljótu bragði sýnast þær ekki miklar. Þar er engin grasrækt og ekkert beitiland, fiskur er ekki við eyjuna nema þessir flökkufisk- ar eins og loðna og kolmunni, sem koma og fara. Frásagnir eru um veiðiskap fyrr á tíð. Menn lágu þar eitthvað við og veiddu refi og kannske hvítabirni. Slík atvinna hlýtur að hafa verið meira í ætt við hetjuskap en skynsamlega fram- færslu. Hvítabjörn er heldur fágætt dýr þarna, kemur svona einn og einn á ári með hafísnum. Nú er ódöngun í refastofninum og ekkert á honum að græða, enda skilst mér Mayen. Hafnarmöguleikar og landrými þurfa ekki að koma í veg fyrir það. En ég veit ekki til að uppi séu neinar ráðagerðir um slíkar framkvæmdir. Það gefur Jan Mayen kannski mest gildi nú, að hugsanlegt er að olía sé í hafsbotni í grennd við eyna. Þó er það mál nokkuð á huldu enn sem komið er. — Er Jan Mayen þá I raun og veru óbyggt land? — Eyjan er „óbyggð" að því leyti að þar á enginn maður fast heimili. Þar er ekkert atvinnulíf í eiginlegum skilningi, engin fram- leiðslustarfsemi. Þar fara fram þjóriustu- og varðgæslustörf á veg- um norka ríkisins með farand- starfsfólki, sem aðeins stendur stutt við. — Er langt síðan Norðmenn fundu Jan Mayen? — Norðmenn „fundu“ ekki Jan Mayen. Það voru ýmsir aðrir sem gerðu það, jafnvel talið að íslend- ingar hafi fyrstir vitað um Jan Mayen. Annars varð hún fyrst kunn evrópskum sæförum upp úr 1600. Hollenskir menn urðu fyrstir til að nytja landið, og nafnið á eyj- unni er hollenskt mannsnafn. Hollendingar ráku hvalstöð á Jan Mayen á 17. öld. En þeir hurfu þaðan nokkuð snemma. Hins vegar má sjá minjar um athafnir þeirra. I Rostungsvík, þar sem þeir höfðu bækistöð sína, er staður, sem heitir Hollendingahaugur. Þar hvíla bein Hollendinga, sem fyrstir manna höfðu vetursetu á Jan Mayen vet- urinn 1633-34. Þeir dóu allir úr skyrbjúg. Það kveður lítið sem ekkert að norðmönnum á Jan Mayen fyrr en undir síðustu alda- mót. En þá fara þeir líka að sækja í sig veðrið. Formlega slógu þeir þó ekki eign sinni á eyjuna fyrr en 1929. — Er nokkur vafi á eignarrétti Norðmanna á eyjunni? — Nei, ég held að það sé ekki vinnandi vegur að reka mál gegn Norðmönnum á þeim grundvelli. Ætli við verðum ekki að viður- kenna þá staðreynd að Norðmenn höfðu framtak í sér til þess að taka eyjuna og eigna sér hana. Ekki höfðum við framtak í okkur til þess né aðrir, sem meira mega sín. Annars er skemmtilegt að minnast þess að akureyskir framtaksmenn gerðu út leiðangur til þess að kanna Jan Mayen og sækja þangað reka- við sumarið 1918, 11 árum áður en Norðmenn eignuðu sér hana form- lega og u.þ.b. 3 árum áður en þeir settu upp sina frægu veðurathug- unarstöð, sem litið er á eins og stökkpall upp í formlega lögsögu yfir eynni. Þessi leiðangur Akur- eyringa var farinn á litlu vélskipi, sem Snorri hét, en eigandi þess og útgerðarmaður ferðarinnar var Rögnvaldur Snorrason kaupmað- ur, sonur Snorra Jónssonar hins fræga athafnamanns á Oddeyri. Með í förinni var m.a. Freymóður Jóhannsson listmálari, þá korn- ungur maður. Hann var eiginlega vísindamaðurinn í ferðinni, og fer ekki milli. mála að hann hafði glöggt auga. Hann skrifaði ágæta grein um ferðina og athuganir sínar á eynni. Þá grein er að finna í mánaðarblaðinu Óðni frá 1922. Það má sjá af orðum greinarhöf- undar, að eitthvert umtal hefur þá verið milli manna um það hvort íslendingar ættu ekki að slá eign sinni á Jan Mayen. En aldrei varð neitt úr neinu. Þetta var aldrei nema hugdetta, framtakið og vilj- ann vantaði, enda augljós vand- kvæði á því fyrir Islendinga á þeirri tíð að eigna sér ný lönd. Enn síðar, eða árið 1957, fór leiðangur með þátttöku Akureyringa til Jan Mayen að sækja rekavið. En þá voru síst uppi hugmyndir um land- nám, og varð ekki komist hjá því að biðja Norðmenn um leyfi til reka- viðartöku. Steindór Steindórsson frá Hlöðum var með í þessari ferð og skrifaði grein um náttúru eyjar- innar. — Hvernig voru móttökur Norðmanna, þegar þið þingmenn- irnir voruð á ferðinni? — Þær voru höfðinglegar. Þeir vildu allt fyrir okkur gera, sýndu okkur eins mikið og hægt var á þessum stutta tíma, upplýstu okkur um störf sín og staðhætti á eyjunni, héldu okkur stutta en góða veislu og leystu okkur út með gjöfum til minja um komuna. Alls vorum við 7 klst. á Jan Mayen og reyndum að nota tímann vel. Þetta var mjög eftirminnileg ferð, sagði Ingvar Gíslason að lokum. 11 i — I tslandsmóf í Sandspyrnu Tvö Islandsmet UM SÍÐUSTU helgi var haldið við Hrafnagil í Eyja- firði íslandsmót í sand- spymu. Það var bflaklúbbur Akureyrar sem sá um mótið, og voru keppendur 23 frá nokkrum stöðum á landinu. Bflaíþróttir ryðja sér nú mjög til rúms hér á landi sem ann- arsstaðar, og hefur Bfla- klúbbur Akureyrar verið frumkvöðull þeirra hér í bæ. Allgóður árangur náðist á mótinu og voru m.a. sett tvö ný íslandsmet. Reynir Jó- hannsson frá Reykjavík fór brautina á 5.39 sek. sem er nýtt fslandsmet. Hann ók Willys 327 cid. I mótorhjólakeppni sigraði Ólaf- ur Grétarsson frá Akureyri á Kawasaki 1000 á 5.84 sek. sem er íslandsmet. Annars urðu úr- slit þessi. Jeppaflokkur með sérútbúnaði 1. Benadikt Eyjólfss. Rvík 5.45 Willys 455 cid. 2. Reynir Jónasson Rvík 5.50 Willys 327 cid.(Framh á fels ?) Fjörugur minn- ingarleikur Inga og Magnús efst Um síðustu helgi var haldið á Siglufirði Norðurlandsmót í golfi. Keppendur voru frá öll- um golfklúbbum á Norður- landi. I kvennaflokki sigraði Inga Magnúsdóttir GA, og í karlaflokki sonur hennar, Magnús Birgisson. Þau höfðu bæði nokkra yfirburði yfir aðra keppendur, og sigruðu örugg- lega. Inga er eiginkona Birgis Bjömssonar handknattleiks- þjálfara. Minningarleikurinn um Jak- ob Jakobsson var leikinn á grasvellinum á Akureyri á þriðjudagskvöldið. Leikið var í leiðinlegu veðri, rign- ingu og kulda. Þrátt fyrir það nættu 400 manns á völlinn og sáu fjörugan leik. Andstæðingar KA í leiknum var Old-boys-íið gamalla leik- manna ÍBA, og styrktu þeir lið- ið með Elmari Geirssyni. Markmenn ÍBA-liðsins voru þeir Samúel Jóhannsson og Ragnar Þorvaldsson, og höfðu þeir nóg að gera. Fyrsta mark leiksins kom á 9. mín., en þá léku Óskar Ingi- mundarson og Gunnar Gunn- arsson laglega í gegn um vörn andstæðinganna, og Gunnar skoraði laglega. Á 15. mín. fékk Óskar stungubolta innfyrir vömina og skoraði af öryggi, Athugasemd vegna skrifa í íþróttaþætti I grein um „íþróttir“ í Degi 23. ágúst s.l., undir fyrirsögninni „Alli Gísla í landsliðið", er komist svo að orði: „M.æ. hefur heyrst að hann hafi getað fengið vinnu á bæjarskrifstofunum, en gegn því að hann hætti við Missögn leiðrétt I síðustu viku var skrifað um það í íþróttasíðu Dags, að Al- freð Gíslasyni hefði verið neitað um starf á Bæjarskrifstofunum nema að hann afsalaði sér keppnis- og æfingarferðum með unglingalandsliðinu í handbolta. Frétt þessi var ekki höfð eftir Alfreð sjálfum, en eftir heim- ildum sem blaðamaður íþrótta- síðunnar taldi öruggar. Val- garður Baldvinsson bæjarritari neitar því að Alfreð hafi verið settir slíkir kostir, og segir að væntanlegt starf hans á Bæjar- skrifstofunum sé enn í athugun hjá báðum aðilum þ.a.s. Alfreð og bæjarritara. I bréfi sínu segir Valgarður m.a. „Það er algjör fjarstæða að Alfreð hafi verið settir nokkrir úrslitakostir í því sambandi að hálfu Bæjarskrif- stofunnar. Miklu fremur er vilji til þess að reyna að greiða fyrir ungum manni, sem verður sér og bæ sínum til sóma“. Blaðið fagnar því að drengilega er tek- ið á málum Alfreðs hjá Akur- eyrarbæ, og biður viðkomandi afsökunar á röngum frétta- flutningi. Danmerkurferðina og æfingar landsliðsins." I tilefni þessara skrifa óskar undirritaður að taka fram eftir- farandi: Tvívegis í sumar höfum við Alfreð Gíslason rætt saman um að hann tæki við starfi á bæjar- skrifstofunni, sem losnar í sept- embermánuði. I síðara samtal- inu tjáði hann mér, að hann væri að leita eftir að komast í landsliðið, sem keppa skal á heimsmeistaramóti unglinga í handknattleik í októbermánuði n.k. Ef það tækist yrði væntan- leg um verulegar fjarvistir frá vinnu að ræða í september og október vegna æfinga og keppni. Þótt mér væri ljóst, að ofan- greint starf gæti ekki beðið ómannað í lengri tíma, óskaði ég eftir, að hann hefði samband við mig aftur, þegar mál hans skýrðust. Yrði þá hugað nánar að leið, sem gagna mætti báðum aðilum. Það er algjör fjarstæða, að Alfreð hafi verið settir nokkrir úrslitakostir í þessu sambandi af hálfu bæjarskrifstofunnar. Miklu fremur er vilji til þess að reyna að greiða fyrir ungum manni, sem verður sér og bæ sínum til sóma. Ég trúi því því ekki, að grein- arhöfundur hafi slúðursögu sína eftir Alfreð, en auðvelt hefði átt að vera fyrir hann að leita sannleikans í málinu sem góðum íþróttablaðamanni sæmdi. Akureyri, 25. ágúst 1979 Valgarður Baldvinsson, bæjarritari. óverjandi fyrir Samúel. Á 30. mín. voru KA-menn enn á ferðinni, og góð sóknarlota endaði með marki frá Eyjólfi Ágústssyni. Þannig var staðan í hálfleik, þrjú mörk gegn engu fyrir KA. Á 15. mín. síðari hálfleiks minnkaði Þormóður Einarsson aðeins muninn er hann skoraði af stuttu færi, og var nú staðan orðin þrjú gegn einu. Fimm mín. síðar skoraði Óskar'laglega, eftir úthlaup hjá Ragnari í marki ÍBA, sem nú hafði tekið við af Samúel. Nokkrum mín. síðar jók Donni muninn, og var nú stað- an orðin fimm gegn einu. Að- eins mín. síðar gerði Óskar sjötta markið með skoti af stuttu færi. Á 30. mín. lagaði Elmar stöðuna fyrir ÍBA-liðið, þegar hann komst einn inn fyrir vöm KA, og þá var ekki að sökum að spyrja. Hann skoraði af öryggi. Síðasta orðið í leiknum átti svo Donni, er hann gerði sjö- unda mark KA, og þannig lauk leiknum; sjö mörk gegn tveim- ur. Norðurlands- mót f frjálsum íþróttum Um næstu helgi verður haldið á Akureyri norðurlandsmót í frjálsum íþróttum. Keppendur verða væntanlega allsstaðar að af Norðurlandi, og væntanlega verður um spennandi keppni að ræða. Það eru KA og UMSE sem sjá um mótið, og skulu þátttökutilkynningar berast skrifstofu UMSE vel fyrir helg- Næstu leikir Laugardaginn 1. sept., leika í annarri deild, Þór og ísafjörður. Þórsarar verða að vinna þennan leik, ef þeir ætla að bjarga sér úr fallhættu í deildinni. Sama dag leika á Sandgerð- isvelli, Reynir og Magni. Magna-menn geta hjálpað Þórsurum mikið með því að vinna Reyni. Lið Magna er þegar fallið, en það hefur staðið sig vonum framar í deildinni. Á laugardaginn leika einnig í fyrstu deild, nýbakaðir bikar- meistarar Fram og KA. Bæði þessi lið eru í fallhættu í deild- inni, jafnvel þótt staða Fram sé verulega hagstæðari. KA-liðið á ennþá möguleika á að tolla í deldinni ef þeir vinna Fram, en ef sá leikur tapast eru möguleikarnir að heita má úr sögunni. KA á'eftir að leika við KR í Reykjavík, og síðasti leik- urinn verður svo við Val, hér á Akureyri. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.