Dagur - 30.08.1979, Blaðsíða 1

Dagur - 30.08.1979, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXII. árg. Akureyri, fimmtudagur 30. ágúst 1979 55. tölublað Stöðvast dagblöðin? Grafiska sveinafélagið hefur boðað viðsemj- endum sínum, að offset- prentarar muni leggja niður störf í vakta- og aukavinnu frá miðnætti næstkomandi mánudag, hafi samningar þá ekki tekist. Talið er, að ef af vinnustöðvun þessari verður, muni útgáfa dagblaðanna í Reykja- vík stöðvast, og síðar e.t.v. öll blöð. * ■ . 3000 grunnskóla- kennarar Allt að eitt þúsund grunnskólakennarar hafa í sumar sótt nám- skeið í ýmsum fræðum til að auka við þekkingu sína og kennsluhæfni, m.a. í nýjum greinum, og til þess einnig að öðlast full kennararétt- indi, samkvæmt nýjum lögum þar um. Enn- fremur sækja margir ís- lenskir kennarar nám- skeið erlendis. í grunn- skólum landsins starfa um þrjú þúsund kennar- ar. * Næsta ár nefnt „Ár trésins“ Skógræktarfélag ís- lands, sem stofnað var 1930 á Þingvöllum, ætlar að minnast hálfrar aldar afmælis síns á næsta ári með því að gera sérstakt átak í skógræktarmál- um, undir kjörorðunum „prýðum landið, plönt- um trjám“. Mörg fé- lagasamtök landsins hafa heitið stuðningi sínum við þessa hug- mynd skógræktar- manna. Fyrst og fremst á að glæða skógræktar- áhugann meðal þjóðar- innar með áróðri og fræðslu, en einnig á að sinna skógræktinni í verki, og það svo um munar. segir Helgi Bergs bæjarstjóri Á Alþjóðlcgu vörusýningunni 1979 gefur að lfta þetta líkan af Hallgrfmskirkju úr Lego kubbum 1.60 m á hæð. Getraun er í gangi um fjölda kubba sem fóru f Ifkanið. Ákveðið hefur verið að likan af Hallgrfmskirkju verði reist i Legoiandi, þeim heims- fræga skemmtigarði f Danmörku. Vörukynning 150 fyrirtækja „NÚ ER verið að koma fyrir dælu í holu LN 12 á Laugalandi niður á 230 m dýpi, og væntan- lega hefst dæling upp úr henni um helgina. Síðan stendur til að gera við holu LJ 5 og LJ 7, sem einnig eru á Laugalandi, og setja dælur sem fyrir eru í þeim báðum úr 100 m dýpi niður á um 230 m dýpi, þannig að 140 sekl. eiga að vera mjög vel tryggðir upp úr þessum þremur holum. Framvindan er mjög undir því komin hvemig tekst með vatns- öflun á Ytri-Tjö 'num, en þar er nú verið að vinna að viðgerðum á holunni TN 1 og þar vonumst við tii að geta náð u.þ.b. 60 sekl. 200 sekl. er það magn sem við þurfum í mestu kuldum í vetur. Ég hef ekki verulegar áhyggjur af því að það takist ekki að tryggja þetta vatnsmagn sem við þurfum“, sagði Helgi Bergs bæjarstjórí í viðtali við blaðið. Borunarframkvæmdir, auk við- gerða á holunni á Ytri-Tjörnum, eru í landi Grýtu, 4 km sunnan við Laugaland, en þangað fór borinn Glaumur, eftir að hafa borað um 1000 m djúpa holu að Reykhúsum, en þar mun borinn Narfi taka við frekari borunum. Glaumur er nú búinn að bora niður á 130 m dýpi. í vetur er gert ráð fyrir að lokið verði að tengja 70% af húsum í bænum við hitaveitukerfið, og að Sauðárkróki 29. ágúsl. Hér í Skaga- firði er hryssum tekið blóð um þessar mundir og það selt til Danmerkur. Þessi einkennilega starfsemi er á vegum Hags- munasamtaka hrossabænda. Hryssur, sem tekið er blóð, samsvarandi aflþörf verði komin. Á næsta ári stendur til að ljúka þessu verki, tengja alla þá byggð, sem þá er í bænum við hitaveitu- kerfið. í framhaldi af því verði ekki um annað að ræða en viðbætur við kerfið, vegna nýbygginga. „Það er ljóst að fyrir heildar- kerfið þarf meira vatn, heldur en nú er komið, og menn eru að vonast eftir meiri árangri vegna þess í borunum. Hins vegar er nokkurn veginn hægt að slá því föstu að það verði ráðist í það að byggja kyndi- stöð næsta vetur. Þannig að það verði hægt að nýta það, sem við fáum til baka í gegnum tvöfalda kerfið eftir því sem þarf á köldustu tímabilum, að vatnsþörfin verði að mestu leyti brúuð þannig, sagði Helgi Bergs. Bæjarstjóri kvað rétt að undirstrika það, að hitaveitan er mjög hag- kvæmt fyrirtæki. Hitaveitan stend- ur undir kostnaði af sjálfri sér, og getur greitt þau lán til baka sem tekin hafa verið vegna hennar, jafnvel þó að hitunarkostnaður bæjarbúa væri miklu lægri, heldur en ef kynt væri með olíu. Það mun ekki vera langt frá því að hitunar- kostnaður með hitaveitunni nú sé 50% af því, sem það kostar að hita með olíu. „Það er of lágt verð, og það munu verða hækkanir á því á næstunni, enda var reiknað með því að fyrstu árin sem hitaveitan væri í notkun, þá yrði þetta hlutfall um 80%“, sagði Helgi bæjarstjóri þurfa að vera með fyli, og hafa gengið með frá 50-90 daga. Það er Einar Birnir lyfsali í Reykja- vík og Tilraunastöðin á Keldum, sem hafa umboð fyrir hið danska fyrirtæki, sem blóðið fær. ALÞJÓÐLEGA vörusýningin í Laugardaishöll í Reykjavík hófst, sem kunnugt er síðastlið- ið föstudagskvöld og þar munu um 150 fyrirtæki kynna vörur frá fjölmörgum þjóðlöndum á sam- tals 6000 fm sýningarsvæði inn- anhúss og utan. Flugleiðir mun nú sem á aðrar sýningar sem Einar Birnir og Eggert Gunn- arsson, dýralæknir á Keldum, hafa yfirumsjón með blóðtökunni úr hiyssunum, sem stenduryfir frá 10. ágúst, og fram í október. Einar Gíslason, ráðunautur í Skörðugili, sagði, að þegar væri búið að taka sýni úr 58 hryssum og taldi líklegt að þau yrðu tekin úr 70 hryssum alls. Mætti þá búast við, að 60 þeirra svöruðu með jákvæðri hor- mónastarfsemi, sem sótt er eftir. En blóðið er notað í örvunarlyf handa fólki. Úr hryssum með jákvæð svör er áætlað að taka blóð fimm sinnum, fjóra lítra í einu, en lítrinn er seldur á 2 þús. kr. Hver hryssa gefur því eiganda sínum 40 þúsund krón ur. Hryssur þær, sem blóð er tekið úr, eru stóðhryssur og virðist þeim ekki verða meint af, nema e.t.v. af hnjaskinu, sem þær venjast þó fljótt, því þær verða spakar á bás- unum eftir eitt - tvö skipti. Sala hrossa á erlenda markáði hefur verið lítil í sumar. Búist er við miklu framboði hrossakjöts í haust, og kemur þar tvennt til, að úthagi er illa sprottinn í sumar, og verður því beitiland lélegt í vetur. Þá verða hvarvetna minni hey í haust en venjulega, nema í mið-héraðinu. G.Ó. haldnar hafa verið veita afslátt af fargjöldum á áætlunarleiðum innanlands fyrir þá sem hyggjast heimsækja sýninguna. Kaupstefnan h/f hefur skipulagt sýninguna, en þetta er 6. stórsýning Kaupstefnunnar á þessum áratug. Á síðustu stórsýningu Kaupstefn- unnar hf „Heimilinu“ 1977 var reistur stærsti stóll í heimi, sem tákn þeirrar sýningar og hefur það nú verið staðfest, sem heimsmet í heimsmetabók Guinness. Að þessu sinni var það tveggja hæða strætis- vagn frá London, er varð fyrir val- inu sem sýningartákn og er boðið upp á skoðunarferðir í strætis- vagninum um höfuðborgina. Sýn- ingargestir freista gæfunnar í happdrætti sýningarinnar, en hverjum aðgöngumiða fylgir happdrættismiði. Þá eru daglega haldnar tískusýningar og lands- frægir skemmtikraftar troða upp. Samið um bygg- ingu á 19 leigu- íbúðum „Þessa dagana er verið að ganga frá samningum við verktakana, Aðalgeir & Við- ar og Híbýli, um byggingu á 19 leiguíbúðum, sem byggðar verða samkvæmt lánakjörum í lögum um byggingu 1000 sölu- og Ieiguíbúða“, sagði Helgi Bergs bæjarstjóri Fyrr í vor voru teknar í notk- un 20 slíkar leigu- og söluíbúðir. I verkamannabústöðum er unnið að byggingu 21 íbúðar, og er gert ráð fyrir að þær verði tilbúnar í október eða nóv n.k. Hryssunum virðist ekki verða meint af blóðtökunni. Hryssum tekið blóð í Skagafirði Nægjanlegt vatnsmagn ætti að lást í vetur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.