Dagur - 30.08.1979, Blaðsíða 7

Dagur - 30.08.1979, Blaðsíða 7
MARGIR SKOÐA LAUFÁSBÆINN Þegar blaðamaður ræddi stutta stund við sóknarprestinn í Laufási í gær, séra Bolla Gúst- avsson, sagði hann m.a. eftir- farandi: Árni Björn Ámason, héraðs- læknir á Grenivík andaðist 15. ágúst. Hann fæddist 1902, og hér hefur hann starfað sem hér- aðslæknir frá 1937, fram til allra síðustu ára Otför hans fór fram frá Greni- víkurkirkju 21. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Ekkja Ama læknis er Kristín Þórdís Loftsdóttir. Árni læknir var mjög fær, og naut vin- sælda og trausts. Með andláti Árna B. Árnasonar læknis, verður niður lagt Höfðahverfislæknishérað, og fellur það undir héraðslæknisem- bættið á Akureyri. Heyskapur er meiri en menn bjuggust við framan af sumri, en um kartöfluræktina er best að segja sem minnst, því illa lítur út með hana, en hún er stunduð í stórum stíl hér í sveit. Hér næst hafa grös loks náð fullum vexti, en undir- vöxturinn er lítill. í sumar hefur verið geysilega mikið um ferðamenn, sem koma til að skoða endurbyggðan Laufás- bæinn. Oft hafa komið hátt á ann- að hundrað manns á dag, á laugar- dögum og sunnudögum og því nóg að gera í því sambandi. Mest var aðsóknin í júlímánuði. Ég fylgist lítið með veiðinni í Fnjóská, en þó hef ég öðru hverju heyrt um talsverða laxveiði. Sjálfur fór ég til veiða á efsta veiðisvæði árinnar í gær, og varð ekki lífs var. Mér þykir eðlilegt að stangaveiði- menn hefðu það svæði til kastæf- inga, fremur en að selja þar veiði- leyfi. Stundum birtast fréttir um æð- arvörp í landinu. í sumar hefur allt líf í náttúrunnar ríki verið vikum síðar á ferðinni en í meðalári. Þannig var um æðarvarpið hér í Laufási í sumar. Æðarfuglinn sett- ist þrem vikum síðar upp en venju- lega, en varpið var ekki minna en áður og gekk áfallalaust. Viðurkenning OFT HAFA viðurkenningar verið veittar fyrir hitt og þetta í bænum okkar, og finnst mér að hitaveitan sæi sér fært að sýna Grétari Ólafs- syni viðurkenningu fyrir einstaka snyrtimennsku og alveg sérstaka framkomu, sem hann sýndi á hita- veituframkvæmdum í Lundargötu, þar sem hann hefur haft stjórn á i sumar. (Sjón er sögu ríkari) Marinó Zophoníasson. — Sandspyrna (Framhald af bls. 5). Jeppar án sérútbúnaðar sek 1. Sigursteinn Þórss. Ak. 6.75 Willys Renegate 304 cid 2. Ámi Freyr Antonss. Ak. 6.80 Willys 350 cid 3. Guðmundur Gunnarss. 7.68 Willys 318 cid Fólksbflar með sérútbúnaði sek L Gunnar Eiríksson Ak. 7.27 Duster 340 cid. 2. Anna Pétursd. Ak. 9.75 Dodge GT 273 cid. Fólksbflar án sérútbúnaðar sek 1. Bjami Guðmundsson Ak. 8.87 Dodge 383 cid. 2. Gísli Hauksson Akureyri 9.12 Mustang 351 cid. 3. Sigurbjörn Höskuldsson ak. 10.10 Moskvits 4 cyl. Mótorhjólaflokkur sek 1. Ólafur Grétarsson Ak. 5.84 Kawasaki 1000 2. Valgeir Sverriss. Ak. 7.30 BSA 500 3. Snorri Jóhannsson Akureyri Kawasaki 900 8.80 ........... i pi .. AUGLÝSIÐ í DE61 Óvenjulega mikil gróska til fjalla Torfufelli í Eyjafirði 21. ágúst. Heyskapurinn hefur gengið hægt síðustu dagana. Ein- hverjir en fáir bændur hér um slóðir hafa lokið heyskap en margir eru langt komnir. Hey- fengur er e.t.v. ekki mikið minni en í fyrra og heyin munu víðast vel verkuð, enda flestir með súgþurrkun og þau ekki hrakist verulega. En í gær rigndi mjög mikið og einnig i dag. Enn er að spretta, einkum eftir að fór að rigna verulega. Fé hefur ekki leitað heim og má það undarlegt heita í þessum kulda og bleytum. Skýringin er kannski sú, að það er óvenjulega mikil gróska til fjalla og gróðurinn, sem þar sprettur enn, mun vera fram- úrskarandi góður. Ef verulega góð veðrátta verður í september, ætti féð að ná sér verulega á strik. Ekki er mikið um stórfram- kvæmdir í minni sveit, en þó eru fjögur íbúðarhús í smíðum, enn- fremur fjós á einum bæ og hlaða á öðrum, auk minniháttar bygginga. Vegir eru heldur vondir í sumar og sérstaklega eru það vond hvörf, sem Vegagerðin virðist ekki hafa fundið. Dálítið var gert við veginn fram úr Eyjafjarðardal svo nú er ágætlega greiðfært fyrir jeppa alla leið fram í Laugarfell. Um síðustu helgi var veruleg umferð þangað. Þegar komið er í Laugarfell liggja vegir til allra átta. Þaðan er vegur til Skagafjarðar, Bárðardals og Sprengisands. Við höfum nokkrar áhyggjur af því, hve hestar, sem hestamenn eru á ferðinni með, ganga nærri gróðr- inum við Laugarfell, sem ekki er mikill og mjög viðkvæmur. Reynt hefur verið að vernda hann. Senni- lega þarf að girða þar nærri gott hólf, sá í það grasfræi og rækta það upp, sem mun vera auðvelt á söndunum. Veiði hefur glæðst í Eyjafjarðará og hefur bæði veiðst lax og silung- ur. Mann hitti ég við ána í dag og hafði hann fengið góða veiði, enda veiðikló. Undanfarin ár hefur laxaseiðum verið sleppt í ána. Við höfum haft seiði í eldistjörnum við ána og virðist ýmislegt benda til þess að það gefi verulegan árangur. Sérfróðir menn hafa rannsakað ána nokkuð. Við erum óhressir yfir því hve mikið er af netaförum bæði á laxi og silungi, sem veiðist í ánni. Vonandi stendur það til bóta með hinni nýju reglugerð um sjóveið- ina. S.J. Auði Þjónusta F'Eigendur Audi og V.W. bifreiðal Okkur er ánægja að tilkynna að frá og með 1. júní s.l. er Bifreiðaverkstæðið Viðgerðir sími22701 Varahlutir s1mi 22875 Þórshamar hf. umboðsaðili okkar fyrir Audi og V.W. bifreiðar á svæðinu Akureyri og Eyjafjörður. ÞÓRSHAMAR HF. annast sölu á nýjum Audi og V.W. bifreiðum, varahlutaþjónustu og alhliöa viðgerðarþjónustu, svo sem réttingar, málun, vélaviðgerðir, mótorstill- ingar og rafvélaviðgerðir. Einnig rekur fyrirtækið fullkomna smurstöð. Við viljum benda viðskiþtavinum okkar, sem á þurfa að halda og staddir eru á áðurnefndu svæði að snúa sér til ÞÓRSHAMARS HF. Akureyri. HEKLA HF. LAUGAVEGI 170-172 Óskum eftir að ráð starfsfólk til verksmiðjustarfa Upplýsingar hjá verksmiðjustjóra. Efnaverksmiðjan Sjöfn Sendill óskast barf að hafa bifhjólapróf. Þórshamar hf. Veitingasalan Varðborg óskar að ráða starfsstúlku Upplýsingar á staðnum, ekki í síma. Getum bætt við okkur verkamönnum nú þegar. NORÐURVERK H.F. Furuvöllum 13, sími 21777 Til sölu í Hafnarstræti 22, Akureyri (Tunnuverksmiðjan)eru til sölu fimm iðnaðarhúsnæði, sem geta selst öll saman eða hvert um sig. Vélsmiðjan Atli h.f. sími23000 Frá Tækniskóla íslands, Akureyri Frumgreinadeildir Tækniskólans hefjast miðviku- daginn 5. sept. kl. 9.00, en ekki 19.00 eins og mis- ritaðist í síðasta tölublaði Dags. SKÓLASTJÓRI. Dagur kemur út tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Dagur er útbreiddasta fréttablaðið á Norðurlandi, og eru þá öll dagblöðin meðtalin. Fylgist með atburðum á Norðurlandi - lesið út- breiddasta fréttablað Norðurlands! DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.