Dagur - 30.08.1979, Blaðsíða 8

Dagur - 30.08.1979, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, fimmtudagur 30. ágúst 1979 RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Hitaveita á Egils- stöðum í haust Á Egilsstöðum er unnið við að- alæð og dreifikerfi nýrrar hita- veitu fyrír kauptúnið, en þar býr rúmlega þúsund manns og fer fjölgandi með ári hverju. Stefnt er að því að tengja hitaveituna fyrir veturinn. Borað var í fyrra eftir heitu vatni Unnið við hitaveituna á Egilsstöðum. áþ tók þessa mynd fyrr í sumar og fengust þá 15-16 sekundulítrar af 66 gráðu heitu vatni. Þetta vatn er talið nægja fyrir 120 íbúðir. Áætlað er, að það verði leitt í 90 íbúðir í Egilsstaðakauptúni og 30 handan Lagarfljóts í Hellnahreppi. Nú hefst skólastarf í nýja menntaskólanum á Egilsstöðum nú í haust. Skólastjóri er Vilhjálmur Einarsson. Vonast er til, að unnt verði að fá húsnæði til viðbótar í nýbyggingu í Valaskjálf fyrir all- marga heimavistamemendur. Komnir voru 90 nemendur síðast þegar ég vissi, sagði Björn Ágústs- son fulltrúi blaðinu í gær. Ferðamannastraumurinn hefur verið allmikill í sumar og meira ber á útlendum ferðamannahópum en áður. Má e.t.v. setja það í samband við ferðir Smyrils. Atvinna hefur verið meiri en nóg. Byggingaiðn- aðurinn bindur verulega mikinn starfskraft. Það er alltaf byggt og þó (Framhald á bls. 2). Svæðisíþróttahúsið: 2. áfanga er lokið Verktakinn Híbýli, sem hefur haft með höndum byggingu svæðisíþróttahússins frá upphafi árið 1976, er nú að Ijúka öðrum áfanga byggingarinnar. Búið er Slátrun hefst 12. sept. SAUÐFJÁRSLÁTRUN hefst hjá Kaupfélagi Eyfirðinga 12. septem- ber. Lógað verður, samkvæmt áætlun, 63.500 kindum samtals í sláturhúsum félagsins. Sláturfjár- aukningin er 3,6% frá síðasta ári. Verið er að ráða fólk til slátur- hússstarfa. Erfiðlegar gengur að ráða sveitafólk nú en oftast áður vegna þess hve heyskapur og önnur störf í sveit hafa tafist að þessu sinni, sagði Þórarinn Halldórsson, sláturhússstjóri. að steypa upp hliðarbyggingar við húsið,, að norðan, austan og sunnan. Framkvæmdir eru nú að hefjast við þriðja áfanga bygg- ingarinnar, sem eru hliðarbygg- ingar að vestanverðu, ásamt stofnum hússins. Þessu verki á verktakinn að skila af sér i júli næsta sumar, og síðsumars er fyrirhugað að þakið á húsinu verði reist, og að húsið verði fokhelt haustið 1980. Kostnaður við þriðja áfanga byggingarinnar er áætlaður um 120 m. kr. „Það er fyrirhugað að UMSÍ haldi hér landsmót sumarið 1981, og Ungmennasambandið hefur lagt áherslu á að það væri þeim ákaflega mikils virði að húsið væri komið það langt að þau geti fengið af því afnot, þó allir geri sér það ljóst að það verður engan veginn búið. Þó er ekki útilokað að þá verði hægt að taka, einhverja hluta af húsinu í notkun“, sagði Helgi Bergs bæjarstjóri, í viðtali við Dag. Nú er verið að kanna hvernig standa eigi að framkvæmd sund- laugar í Glerárhverfi, sem er á fjárhagsætlun í ár. Að sögn bæjar- stjóra koma þar ymsir möguleikar til greina, og er húsameistari að at- huga það nýjasta í plast- og ein- ingalaugum. — £ Stal blóma- keri Bjöm Þórðarson, skrifstofu- maður hjá KEA, Oddagötu 5 á Akureyri, sagði svo frá í gær: Á laugardagsmorguninn, klukkan 6,30 kom maður einn heim að húsi okkar hjóna, fók blómaker á fæti með út- sprungnum eilífðarblómum og fór burt með það. Til hans sást þegar hann rogaðist með blómakerið niður götu. Nú vil ég fara þess á leit, ef maður þessi vildi gera sér það ómak, að hann láti kerið á sama stað við fyrstu hent- ugleika. # Hvenær á verkafólk að komast í bankann? Degi hefur borist bréf frá Jó- hannl Árna Jóhannssyni, verkamanni, þar sem hann spyr um hvort það sé rétt að það eigi að loka Landsbank- anum hér á Akureyri kl. fjögur á daginn, og hvenær verka- fólk eigl að geta komist til að sinna sínum viðskiptum við bankann, er það vinnur til kl. fimm, og oft lengur. Dagur náðl tali af Magnúsi Björns- syni fulltrúa bankastjóra Landsbankans, og sagði hann að þau fyrirmælf hefðu komið frá stjórnendum bank- anna, eftir tillögum svokalf- aÖrar sparnaðarnefndar bankanna, að frá og með 1. sept. skulu innlánsstofnanir vera opnar frá 9.15-16 mánu- daga til föstudaga, auk þess sem þær verða opnar frá 17-18 á flmmtudögum. Magnús sagði að eftir því sem hann vissi til, þá væru bankastofnanir erlendis ekki eins mikið opnar elns og ver- ið hefur hér á landi. 0 Rallhneigðin á háu stigi Nú tíðkast röllin stór og smá, ekki er nema gott um þau að segja, et menn vilja þolprófa sjálfa sig og bíla sína á heimsins hentugustu rall- vegum og englnn þarf að sjá eftir vegunum undir bílarall. Rallhneigð þjóðarinnar er komin á það stig, að bflaröll og önnur röll eru eðlileg. # Iþróttamenn „duttu íþað“ í fréttum frá norskum frænd- um okkar segir frá því, að þrír norskir frjálsíþróttagarpar hafi verið kærðir fyrir áfengísneyslu á hefmleið úr landskeppnisferð í Hollandf og var það fararstjórinn sem kærði og getur það haft keppnisbann í för með sér. Hefur málið vakið mikla ath- ygli í Noregi. Gæti þetta með góðum vilja orðið fslensku iþrótta fólki gagnlegt íhug- unarefni, svo ekki sé of djúpt í árinní tekið. Fjárskortur hjá húsnæðis- málastjórn? „ÉG VIL ekki staðfesta neitt um fjárskort, en við megum ekki fara yfir ákveðna f járhæð, samkvæmt lánsfjáráætlun og við erum farnir að nálgast ískyggilega það mark. Fjár- skortur getur orðið ef margir gera fokhelt o.s.frv., sagði Hilmar Þórisson deildarstjóri lánadeildar Húsnæðismála- stofnunar ríkisins en Dagur hafði fregnað að Húsnæðis- málastjórn væri fjárvana þessa dagana og að það hefði dregist að menn fengju afgreidd lán og lánsloforð. „Við erum á mjög svipuðum tíma og við vorum í fyrra með állar okkar lánveitingar. Við er- um búnir að taka ákvörðun um lán til allra, sem hafa gert fokhelt fyrir 1. júlí. I fyrra og hitteðfyrra fórum við til 1. október, þannig að nú eigum við eftir 3 mánuði, Undanfarin ár hafa þeir sem hafa gert fokhelt í ágúst og september fengið sín lán í nóvember eða desember og ákvörðun um það hefur ekki verið tekin fyrr en í október, þannig að það verður ekki hægt að segja neitt ákveðið um lánveitingar til þeirra sem gera fokhelt eftir 1. júli fyrr en í haust, sagði Hilmar að lokum. Sóknarprestarnir áttu merkisafmæli HINIR vinsælu sóknarprestar á Akureyri áttu nýlega afmæli og sýndi Akureyrarsöfnuður þeim vinsemd af því tilefni. Séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup varð sextugur 2. júní. Hann var þá staddur í Israel. Heim kominn færði sóknarnefndin honum við guðsþjónustulok Guðbrandar- biblíu að gjöf. Séra Birgir Snæbjörnsson varð fimmtugur 20. ágúst og tilkynnti söfnuðurinn honum þann dag af- mælisgjöf, sem er bókarflokkur um kirkju- og guðfræðilegt efni. Dagur árnar prestunum allra heilla og þakkar góða samvinnu á liðnum árum. Búfjárskerðing í Þingeyjarsýslu Sr. Pétur Sigurgeirsson. Sr. Birgir Snæbjömsson. Rangá í Kinn, 29. sept. NÚ er fréttalítið nema hvað veðráttu snertir. Hin versta ótíð hefur verið hér, sem annars staðar og gengur hey- skapur illa. Allir bændur munu vera búnir að ná einhverjum heyjum, en mjög mismunandi miklum. Þeir sem byrjuðu öðr- um fyrr að heyja, fengu Htil hey, en þeir sem síðar byrjuðu hafa lent í óþurrkum, sem ekki sér fyrír endann á. Þurrkar eru engir, aðeins einn og einn glórudagur. Allt snýst um það nú, að ná einhverju af heyjum til að geta haldið bústofni og framleiðslu. Ekki hefur það þótt heppilegt að halda uppi framleiðslunni á bú- vörum, en offramleiðslusöngurinn er þagnaður að mestu, enda virðast önnur vandamál erfiðari úrlausnar um þessar mundir. Hér í sýslu hlýtur að verða bústofnsskerðing í haust, svo mikið vantar upp á hey- fenginn hjá bændum. Við erum þegar búnir að kaupa fimm bílfarma af heyi úr Eyjafirði, og flytja hingað í hrepp- inn. Óhætt er að segja, að nú vilji margir kaupa hey, og sjálfsagt verður heyverð í einhverju sam- ræmi við framboð og eftirspurn, þar sem ekkert fast verð er á þessari vöru. Aldrei þessu vant hefur Skjálf- andafljót verið hreint og tært í sumar, ens og bergvatnsá. Veiði hefur verið heldur góð, bæði lax og silungur, þótt ég hafi ekki tölur handbærar. B.B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.