Dagur - 30.08.1979, Blaðsíða 6

Dagur - 30.08.1979, Blaðsíða 6
ÚT ER KOMIÐ ALMANAK \mi Bjamarson. Ólafur S. Thorgeirsson. , ,Þið jxkkt’ðfold meÓbtiðri brá og blium tindi fjalla, og ruanahljámi, silungsá og sce/u blómi valla og brb't/um fossi, björtum sjd og breiðum jökulskalla — drjúfi' kana blessun drottins á um daga heimsins alla t" Kápan á Almanakinu frá 1928. Olafs S. Thorgeirssonar Árni Bjarnarson bókaútgef- andi og bóksali á Akureyri hefur unnið það þrekvirki að gefa út Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar, sem gefið var út í Winnipeg frá 1895-1954. Árið 1895 hóf göngu sína vestur í Winnipeg almanak, sem alla jafna síðan hefir verið kennt við útgef- anda sinn, Ólaf Sigtrygg Þorgeirs- son og verið kallað Almanak Ólafs Thorgeirssonar. Þetta rit kom svo samfleitt út í 60 ár, eða allt til ársins 1954, þegar það lauk langri og far- sælli göngu sinni. Ritstjóri þess í röska fjóra áratugi var útgefandinn en um nokkurn tíma að honum látnum börn hans, síðan Grímur Eyford i 2 ár, en frá 1941 til 1954 í 14 ár prófessor Richard Beck. Það er í sjálfu sér ekkert merki- legt þó almanak komi út, en al- manak Ólafs Thorgeirssonar var annað og meira. Það flutti hið bezta efni af margvíslegum þjóðlegum fróðleik úr öllum áttum, en vinsæl- ast og frægast varð það fyrir hina stórmerku landnámsþætti af Is- lendingum í Vesturheimi sem það birti fyrst í 2. árgangi en síðan á hverju ári frá 1899, eða alls i 57 árgöngum. Alla jafna var land- námssagan skráð af þaulkunnug- um manni og ritfærum, sem tekið hafði sjálfur bólfestu í viðkomandi landnámi, og má því ætla, að mjög rétt sé farið með heimildir. Er hér ekki um neinn smáræðis sagnabálk að ræða, enda fyllir hann hvorki meira né minna en 2336 síður Al- manaksins. Mun það jafnast á við 10 miðlungs stórar bækur. Meðal efnis í Almanakinu má nefna 140 langa ævisöguþætti ís- lenzkra og erlendra merkismanna, ásamt myndum þeirra, sem kunnir menn rituðu, yfir 190 fróðleiks- þætti, gamla og nýja, ferðasögur vesturfara, sendibréf, sagnaþætti og þjóðsögur, sem að mestu gerast heima á Islandi, skáldsögur og ævintýri, ljóð og lausavísur og skemmtiefni og margskonar fræð- andi smælki. Að lokum allt myndasafnið nokkuð á fimmta hundrað talsins, þar á meðal af fjölmörgum landnámsmönnum vestra og öðru merkisfólki. Ólafur Sigtryggur Þorgeirsson, útgefandi Almanaks Ólafs Thor- geirssonar í Winnipeg, var fæddur á Akureyri 16. september 1864. Foreldrar hans voru hjónin Þorgeir gullsmiður Guðmundsson og Sig- ríður Ólafsdóttir af hinni svo- nefndu Hvammsætt. Foreldrar hans munu hafa búið á Akureyri alla tíð frá því að þau giftust og þangað til þau fluttu alfarinn af landi burt. Hjá þeim ólst Ólafur upp til fulltíða aldurs. Ólafur S. Thorgeirsson nam ungur prentiðn i Prentsmiðju Bjöms Jónssonar á Akureyri. I sömu prentsmiðju er nú þessi merka endurútgáfa unnin. Samningar ekki undirritaðir I 52. tölublaði Dags er að því vikið, að aðalfundur KEA hafi samþykkt á sínum tíma að stofnað yrði nýtt félag um endurbætur og stækkun á Hótel KEA, þar sem aðilar ásamt KEA yrðu Samvinnutryggingar og Olíufélagið. Aðalfundur KEA 1977 sam- þykkti að heimila stjórn félagsins að ræða við aðila innan samvinnu- hreyfingarinnar um hugsanlegt samstarf um uppbyggingu og eign- araðild að Hótel KEA. Þessar við- ræður hafa farið fram og fyrir liggja drög að samningi, en samningar hafa ekki verið undir- ritaðir og því ekkert félag verið stofnað um þessar byggingafram- kvæmdir. Hestamót Grana og Þjálfa Alls 80 hross skráð til leiks HESTAMÓT Grana og Þjálfa var haldið að Einarsstöðum laugardaginn 11. ágúst s.l. Veð- ur var hið besta og voru 80 hross skráð til leiks í hinum ýmsu greinum mótsins. Klukkan 9 f.h. hófust gæðingadómar og var þeim ekki lokið fyrr en kl. 13,30. Kl. 14-16 var hópreið, mótssetn- ing, helgistund, úrslit í a og b flokki gæðinga, unglingakeppni og kappreiðar. Um kvöldið var fjölsóttur dansleikur að Breiðu- mýri. Helstu úrslit urðu þessi: A. flokkur gæðinga: 1. Blesi, rauðblesóttur 10 v. f/Glaður 404, m/Vinda, Hólum. Eigandi: Sveinbjörn Sig- urðsson, Búvöllum. Knapi: Agnar Kristjáns- son, Norðurhlíð. Einkunn: 7,97. 2. Snót, Rauðblesótt 6 v. f/Glókollur, Kirkjubæ, m/Snugg, Lágafelli. Eigandi og knapi Höskuldur Þráinsson. Laxárvirkjun. Einkunn 7,87. 3. Sörli, Brúnn 6 v. skagfirskur. Eigandi og knapi: Stefán Haraldsson Húsavík. Einkunn 7,80. B flokkur gæðinga: 1. Skjóni, rauðskjóttur, skagfirskur. Eigandi og knapi: Vignir Sigurólason, Húsavík. Einkunn 8,30. 6.DAGUR 2. Flugumýrarskjóni, bleikskjóttur 6 v. f/Kolskeggu, Flugumýri, m/Mósa, Flugu- mýri. Eigendur: Þórhallur Bragason og Baldvin Baldvinsson. Knapi: örn Grant. Einkunn: 8,07. 3. Bokki, rauðblesóttur 6 v. f/Hlynur frá Kirkjubæ, m/frá Kirkjubæ. Eigandi: Jónas Stefánsson, Stórulaugum. Knapi: Höskuldur Þráinsson, Laxárvirkjun. Einkunn: 7,93. Unglingakeppni: 1. Böðvar Baldursson, 12 ára Ystahvammi á Feng gráum 8v. frá Eiríksstöðum. 2. Aðalsteinn Haraldsson 15 ára, Húsavík á Veru, brúnni 7 v. frá Húsavík. 3. Hinrik Már Jónsson, Laugum 12 ára á Gneistu, rauðri 7v. frá Silfrastöðum. 150 m skeið: 1. Helmingur, rauðblesóttur 7 v. frá Kirkju- bæ. Eigandi og knapi: Herbert ólason, Ak- ureyri.Tími: 17,4sek. 2. Snót, rauðblesótt frá Kirkjubæ. Eigandi: Höskuldur Þráinsson, Laxárvirkjun. Knapi: Jóhann Þorsteinsson. Timi: 17,5 sek. 3. Hremmsa, rauðblesótt 8 v. frá Einarsstöð- um. Eigandi: Sigfús Jónsson, Einarsstöðum. Knapi: Jóhann Þorsteinsson. Tími: 18,6 sek. 250 m unghrossahlaup: 1. Hrímir, grár 5 v. frá Kúfhóli, Landeyjum. Eigandi: Guðmundur Sigurðsson, Hafnar- firði. Knapi: ÓIi Herbertsson. Tími: 19,3 sek. 2. Reykur, móvindóttur 5 v. frá Akureyri. Eigandi: Birgir Ottesen, Akureyri. Knapi: Sigurður Haraldsson, Laugum. Tími: 19,5 sek. 3. Stjarni, brúnstjörnóttur 5 v. frá Vatns- leysu. Eigandi og knapi: Birgir Árnason, Ak- ureyri. Tími: 20,1 sek. 300 m stökk: 1. Vinur, brúnn 9 v. skagfirskur. Eigandi Magnús Bjamason, Húsavík, Knapi: Stein- grímur Sigurðsson. Tími: 24,3 sek. 2. Eiðfaxi, rauðblesóttur frá Helgastöðum. Eigandi og knapi: Friðrik Jónasson, Helga- stöðum. Tími: 25,5 sek. 3. Svipur, jarpur 10 v. frá Ystahvammi. Eig- andi og knapi: Böðvar Baldursson, Ysta- hvammi. Tími: 25,5 sek. 1 gæðingadómnefnd og dóm- nefnd vegna unglingakeppni voru: Friðrik Guðmundsson, Sauðár- króki, Eyjólfur Guðmundsson, Eiríksstöðum Bjarni Egilsson, Sauðárkróki og Jóhann Þorsteins- son, Sauðárkróki. Hólmgeir Sigurgeirsson Völlum, Reykjadal, gaf bikar sem veitast skal þeim félagsmanni í Þjaffa, sem sýnir bestu ásetu, prúðmennsku og snyrtimennsku í framgöngu á mót- um félagsins hverju sinni. Hösk- uldur Þráinsson Laxárvirkjun hlaut bikarinn að þessu sinni. F. h. Grana og Þjálfa. Halldór Valdimarsson Þriðjudaginn 4. september verður Ólöf Jónsdóttir frá Bakkafirði, nú til heimilis að Helgamagrastræti 4, Akur- eyri 75 ára. Þann dag tekur hún á móti gestum á heimili dóttur sinnar að Hafnar- stræti 3, Akureyri. Brúðhjón. Hinn 4. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Saurbæjarkirkju, Líney Grétarsdóttir frá Kálfagerði og Friðrik Max Jónatansson rennismiður frá Djúpavogi Heimili þeirra er að Efsta- sundi 49, R.vík. Hinn 25. ágúst voru gefin saman í hjónaband 1 Munkaþverár- kirkju, Sigrún Kristjánsdótt- ir frá Sigtúnum og Haraldur Hauksson læknir, Akureyri. Heimili þeirra er að Kotár- gerði 10, Akureyri. Frá íþróttafélagi fatlaðra Ak- ureyri. Almennur félags- fundur verður í Bjargi fimmtudaginn 6. sept, kl. 20.30. Kaffiveitingar. Stjómin. Ef hruna eða slys ber að hönd- Akureyri: slökkvistöð: 22222, lögregla: 23222, sjúkrabíll: 22222, læknavakt: 22444, sjúkrahús: 22100. Blönduós: slökkvistöð: 4327, lögregla: 4377, sjúkrabíll: 4206, læknavakt: 4206, sjúkrahús: 4206. Dalvík: slökkvistöð: 61123, lög- regla 61222, læknavakt: 61147. Húsavík: lögregla: 41303, sjúkrabíll: 41385, lækna- vakt: 41385, sjúkrahús: 41333. Laxá á Ásum Af bragðs lax- veiði í sumar Á SUNNUDAG höfðu veiðst 1509 laxar í Laxá á Ásum og er þetta heldur minni veiði, en var í fyrrasumar, en þá varð metveiði og veiddust um 1860 laxar. Þetta er þó með betri árum nú, því aðeins þrjú sumur hefur veiðin farið yfir 1500 laxa, sagði Gréta Björnsdóttir á Húnsstöð- um í samtali við blaðið. Laxveiðitímabilinu í Laxá á Ás- um lýkur n.k. laugardag. 1 Laxá eru leigðar út tvær stengur og er veitt á flugu og maðk. Stærsti laxinn sem veiddist í sumar vó 19 pund og taldi Gréta meðalþyngdina vera á bilinu 6-8 pund, en meðalþyngdin hefur ekki verið reiknuð endanlega út. Eins og gefur að skilja er mikil eftirspurn eftir veiðidögum i þess- ari góðu laxveiðiá og eru veiði- menn þegar famir að biðja um veiðileyfi fyrir næsta sumar. Bændur selja sjálfir veiðidaga í ánni, en þeir fá úthlutaða daga eftir því hve mikið þeir eiga í ánni. Útför fósturföður okkar HALLS PÁLSSONAR frá Garði f Hegranesi sem lést 23. ágúst fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. september kl. 13.30 Leifur Ingimarsson, Steinunn Halidórsdóttir Guðrún Eiríksdóttir, Ragnar Trampe Móðir okkar VALGERÐUR RÓSINKARSDÓTTIR, fyrrum húsmóðir Brekkugötu 29, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. ágúst. Anna Árnadóttlr, Guðmundur Árnason, Þorgerður Árnadóttir, Hulda Árnadóttir. Samanburður á kostnaði við upphitun Reiknað er með að einn mínútulítri samsvari 20001 af olíu. 2000 I af olíu kosta nú kr. 274.100,- mínútulítri kostar 12x7.389,- kr. 88.668,- eða um 32,2% af olíukostnaði. Olíustyrkur er nú kr. 10.000,- á mann á þriggja mánaða fresti. Fimm manna fjölskylda sem býr í einbýlishúsi sem notar 60001 af oliu á ári þarf að greiða fyrir olíu kr. 822.300,- -*- 200.000,- = 622.300,- en fyrir hitaveitu kr. 266.004 eða 42,7%. Fimm manna fjölskylda sem býr í blokkaríbúð sem notar 3500 1 af olíu á ári þarf að greiða fyrir olfu kr. 479.675,- = 200.000,- = 279.675,- en fyrir hitaveitu kr. 155.160,- eða 55,4%. Akureyri 10. ágúst 1979.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.