Dagur - 29.01.1980, Side 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ASKELL ÞÖRISSON
Augl og afgr: JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf
Sambúðarvandi
flokkanna
Aðalástæðan til þess, að ekki
hefur verið hægt að mynda vinstri
stjórn er augljós viljaskortur í
Alþýðubandalaginu og Alþýðu-
flokknum til þess að taka þátt í
slíku stjórnarsamstarfi. Ef viljinn
væri fyrir hendi, væri hægt að
mynda stjórn á tiltölulega stuttum
tíma.
Þannig kemst Ingvar Gíslason,
alþingismaður, að orði í grein í
Degi. Ingvar segir ennfremur í
greininni:
„Eina vonin er sú, að Steingrími
Hermannssyni takist að bræða
flokkana saman á síðara stigi, en
eftir síendurteknar yfirlýsingar
Svavars Gestssonar um að vinstri
stjórn sé „úr sögunni“, er sú von
harla veik, ef satt skal segja.“
Þá segir Ingvar í grein sinni, að
það sýnist fjarlægt að gera ráð
fyrir samstjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðubandalags, þótt í báðum
flokkum séu öfl, sem gætu hugs-
að sér slíkt. Þá segir Ingvar:
„Eins er vafamál að áhugi sé á
samstjórn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks, einkum vegna þess
að slfk stjórn hefði ekki að öllu
starfhæfan meirihluta. Stjórn
þessara þriggja síðast nefndu
flokka kemur heldur ekki til
greina, ef að líkum lætur.
Samstarf við Sjálfstæðisflokk-
inn einan á ekki hljómgrunn
meðal framsóknarmanna og er
ekki til umræðu hjá okkur sem
æskileg lausn stjórnarkreppunn-
ar, þótt hún sé „fræðilegur“
möguleiki eins og stundum er
sagt. Sama má segja um sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks. Slíkt
stjórnarsamstarf er „fræðilega"
mögulegt og „sterkt“ á yfirborð-
inu, — en heldur ekki meira. Ef
ekki tekst að mynda vinstri stjórn,
hygg ég að flestir framsóknar-
menn teldu viðunandi kost, að
Framsóknarflokkur, Alþýðu-
bandalag og Sjálfstæðisflokkur
mynduðu ríkisstjórn saman. Slík
stjórn gæti orðið sterk, ef vel tæk-
ist til.
En segja verður eins og satt er,
að allir þessir „fræðilegu“,
„æskilegu“ eða „viðunandi“
möguleikar til myndunar meiri-
hlutastjórnar eru býsna fjarlægir í
raun. Sambúðarvandi fiokkanna
er á því stigi að hann er ekki auð-
leystur, e.t.v. óleysanlegur eins og
sakir standa. Því má enn búast við
langri stjórnarkreppu, ef mark-
miðið er að hætta ekki fyrr en búið
er að mynda þingræðislega meiri-
hlutastjórn. Á því kann ekki ein-
asta að verða bið, heldur er eins
víst að það takist ekki.“
„Bflslys í Samkomuhúsinu“
Puntila bóndi og Matti vinnumaður
frumsýndur á Akureyri sl. föstudag
Puntila bóndi og Matti
linnumaður.
Höfundur: Bertold Brecht.
Tónlist: Paul Dessau.
Leikstjóri: Hallmar Sig-
urðsson.
Leikmynd: Hallmar Sig-
urðsson.
Búningar: Freygerður
Magnúsdóttir.
Leikmyndasmiður: Hall-
mundur Kristinsson o.fl.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Þótt ótrúlegt láti í eyrum, þá
varð „bílslys“ á fjölum Sam-
komuhússins sl. föstudag, þegar
skammt var liðið á frumsýningu
Leikfélags Akureyrar á leikriti
Brechts; Puntila bóndi og Matti
vinnumaður.
Það er erfitt að meta þau áhrif
sem þetta óvænta slys hafði á
sýninguna, en trúlega hafa þau
verið þó nokkur.
I leikskrá er verkið kallað „al-
þýðu gamanleikur“, hvað sem sú
nafngift þýðir í raun. í blaðavið-
tali er það haft eftir leikstjóran-
um, að verkið sé fyrst og fremst
gamanleikur en leitast sé við að
undirstrika það jákvæða í upp-
færslu hans. Leikstjórinn segir
ennfremur, að undir niðri sé al-
varlegur tónn, en ætlunin sé fyrst
og fremst að skemmta leikhús-
gestum, en ekki predika yfir
þeim.
Hallmar Sigurðsson er nýlega
kominn heim frá námi og er þetta
frumraun hans á sviði hérlendis.
Sýningin ber það með sér, að
Hallmar kann til verka, en sá
grunur læðist að, hvort frumsýn-
ingin sé ekki fullsnemma á ferð-
inni.
Puntila bóndi er vægast sagt
ruddalegur persónuleiki. Hann
hikar ekki við að henda hjúum
sínum út á kaldan klakann, ef það
„Ö1 er innri maður“, segir
máltækið. En á það við um Punt-
ila? Að vísu er hann allt annar
maður þegar hann er við skál,
(sem er nokkuð oft). Eða er
Puntila tveir menn?
er honum sjálfum til framdráttar.
Hann kemst upp með ruddalega
framkomu gagnvart samferða-
fólki sínu, í krafti eigna sinna og
stöðu. íslendingar hafa átt og eiga
marga Puntila.
Þessi spurning og margar fleiri
vakna þegar meður sér þetta leirit
Brecht.
Theodór Júlíusson fer með
hlutverk Puntila bónda og er
þetta viðamesta hlutverk sem
Theodór hefur tekist á hendur til
þessa. Hann leikur þetta erfiða
hlutverk af rniklum krafti og
heldur vel sínum hlut í sýning-
unni. Leiksigur fyrir Theodór.
Þráinn Karlsson leikur Matta
vinnumann, en hlutverkið er
„litlu veigaminna" en hlutverk
Puntila. Leikritið byggist svo
mjög á samskiptum þessara
höfuðpersóna. Þráni gekk ekki
sem best að ná tökum á hlutverki
sínu og naut sín aldrei til fulls og
er ekki undirritaður grunlaus um,
að „bílslysið" hafi átt sin þátt í
því.
Svanhildur Jóhannesdóttir
leikur einkadóttur Puntila. Svan-
hildi brást ekki bogalistin, hún
býr til sannfærandi mynd af
„eftirlætinu" hans föður síns.
Gestur E. Jónasson fer á kost-
um í hlutverki biðilsins, en maður
fær ekki mikið álit á utanríkis-
þjónustunni, ef aðrir starfsmenn
eru svipaðir þeim sem Gestur
túlkar.
Viðar Eggertsson leikur, (eins
og fleiri), fleiri en eitt hlutverk, en
hlutverk prestsins er þó veiga-
mest. Gerfi Viðars er gott, eins og
flest önnur í sýningunni, en
„sveiflurnar“ í túlkun hans eru of
sterkar og á raddbeitingin ekki
síst þátt í því.
Bjarni Steingrímsson er enn í
aukahlutverki. Þetta er þriðja
hlutverkið sem þessi þrautreyndi
leikari fer með hér á Akureyri,
síðan hann var ráðinn til L.A. á sl.
hausti. Öll hafa hlutverkin verið
veigalítil og verður að telja það
undarlega ráðstöfun að ráða vel
menntaðan og þrælvanan leikara
að leikhúsinu og nota hann síðan
í aukahlutverkum eingöngu.
Sólveig Halldórsdóttir og Arn-
heiður Ingimundardóttir leika
vinnukonur á heimili Puntila.
Sólveig er reyndur leikari og
menntaður sem slíkur, en Arn-
heiður nýgræðingur og Jcemur
það nokkuð berlega í ljós. Arn-
heiður syngur „útlistunarvísur“
milli atriða og gerir það vel, nema
hvað öryggi er nokkuð ábótavant
stendur það vonandi til bóta.
Fyrst minnst var á tónlistina í
leikritinu á annað borð, þá má
geta þess, að hún var sérstaklega
skrifuð fyrir leikritið. Tónlistin er
mjög vandmeðfarin og erfið í
flutningi og fraleitt getur hún tal-
ist skemmtileg.
Þær Sigurveig Jónsdóttir,
Sunna Borg, Þórey Aðalsteins-
dóttir og Steinunn Gunnlaugs-
dóttir leika konur sem Puntila
býður til trúlofunarveislu dóttur
sinnar. Sigurveig bregst ekki
leikhúsgestum frekar en fyrri
daginn. Þær Sunna og Þórey gera
vel, en sú fyrrnefnda leikur einnig
prestsmaddömuna sem hún gerir
að kostulegri manneskju.
Reysnluleysi Steinunnar kemur
nokkuð í ljós í þessum hópi.
Jón Benónýsson hefur greini-
lega stigið á leikhúsfjalir áður.
Ragnar Einarsson er í litlu hlut-
verki, en söngur hans var ágætur.
Ingvar Björnsson sér um lýs-
inguna og gerir það vel. Það hefur
greinilega verið lán með leihús-
inu, þegar það fékk Ingvar til
starfa, enda maðurinn þjálfaður í
sjálfu Þjóðleikhúsi íslendinga.
Freygerður Magnúsdóttir sér
um búningana og eru þeir henni
til mikils sóma.
Leikmynd gerir Hallmar Sig-
urðsson, en smíði leikmyndar var
að mestu leiti í höndum Hall-
mundar Kristinssonar. Leik-
myndin er stílhrein og hugvits-
samlega gerð í einfaldleika sín-
um, en undirrituðum finnst hún
heldur litlaus. Það væri kannski
nær að segja að hana vanti
„kontrasta" og dýpt.
Já, frumsýningin á Puntila
bónda og Matta vinnumanni var
síður en svo hnökralaus. En það
er vonandi, að hnökrarnir hverfi
á komandi sýningum.
Á heimsstyrjaldarárunum síð-
ari, mun það hafa komið til tals,
að Bertold Brecht settist að á ís-
landi, þar eð hann var hundeltur
af nasistum. Það væri fróðlegt að
vita, hvort hann, (ef á lífi væri),
hefði áhuga á að setjast að á Ak-
ureyri, undir sömu kringumstæð-
um og þá.
Það getur varla talist trúlegt, ef
hann vissi um aðstæður þær, sem
leikhússtarfsmenn hér á Akureyri
verða að vinna við, stöðugt fjár-
svelti og vanþakklæti ráðamanna.
Ragnar Lár.
INGVAR GISLASON, ALÞINGISMAÐUR:
ALÞINGISBREF
TIL DAGS
„Tíðindalítið á vest-
urvígstöðvunum“
Á árum skotgrafahernaðar í
heimsstyrjöldinni fyrri kom það
fyrir að óvinaherir bældu sig í
moldarbyrgjum beggja vegna
víglínunnar og hefðust lítt að,
hleyptu naumast af byssu. Var þá
talað um að tíðindalítið væri á
vesturvígstöðvunum.
Það má víst segja svipað um
ástandið á Alþingi síðustu vikur.
Þar er tíðindalítið og eins og
menn hafi grafið sig í jörð. Að
vísu er líking af skotgrafahernaði
í þessu sambandi varla nothæf,
hvað þá sanngjöm. En víst er að
þófið og óvissan um stjórnar-
myndun setur annarlegan svip á
þingstörfin. Það er ekki nýtt að
stjórnarkreppur verði hér á landi.
Oft hefur tekið langan tíma að
mynda ríkisstjórn, svo að það má
allt eins kalla reglu eins og und-
antekningu að stjórnmyndunar-
tilraunir taki langan tíma hér á
landi. Er skemmst að minnast
langrar stjórnarkreppu 1974, aft-
ur 1978 og nú á áramóturn 1979
og 1980. Það hefur oft liðið lengri
tími en nú frá kosningum til
stjórnarmyndunarsamkomulags.
Hringferð með
„boltann“
Hitt er annað mál, að myndun
starfhæfrar meirihlutastjórnar er
ekki í sjónmáli þegar þetta er rit-
að 50 dögum frá því að kosning-
um til Alþingis lauk. Það gætu
þess vegna liðið margir dagar enn
(og hver veit hvað) þar til meiri-
hlutastjórn sér dagsins ljós.
Forystumenn flokkanna hafa
hver á fætur öðrum fengið umboð
forseta íslands til stjórnarmynd-
unar. Fyrstur fékk umboðið
(,,boltann“) Steingrímur Her-
mannsson, formaður Framsókn-
arflokksins. Hann freistaði þess
að endurreisa vinstra samstarfið,
þ.e. samstjórn Framsóknarflokks,
Alþýðubandalags og Alþýðu-
flokks. Það bar ekki árangur.
Forseti fól því næst Geir Hall-
gfímssyni, formanni Sjálfstæðis-
flokksins stjórnarmyndun. Hann
mun hafa kannað ýmsa mögu-
leika, m.a. hvort hugsanlegt væri
að fá Alþýðubandalagið til sam-
starfs við Sjálfstæðisflokkinn. En
í mestri alvöru mun hann hafa
fjallað um þjóðstjórnarhugmynd
sína, þ.e. stjórn allra þingflokka
til stutts tíma. Ekki báru tilraunir
Geirs neinn árangur. Því næst
Svavar Gestsson frá Alþýðu-
bandalaginu að koma á vinstri
stjórn, en ekki gekk saman með
flokkunum að heldur. Síðar kom
Benedikt Gröndal eins og til þess
að loka hringferðinni með „bolt-
ann“.
Óvissa um
vinstri stjórn
Ég tel yfirleitt að horfur í
stjórnarmyndunarmálum séu
slæmar. Og færa má mörg rök
fyrir því áliti. Þ.á.m. er vinstri
stjórn fjarlæg og sést aðeins í
hillingum á himni bjartsýnis-
manna.
En aðalástæðan til þess að ekki
er auðvelt (e.t.v. ómögulegt) að
mynda vinstri stjórn er augljós
viljaskortur í Alþýðubandalaginu
og Alþýðuflokknum til þess að
taka þátt í slíku stjórnarsamstarfi.
Ef viljinn væri fyrir hendi, væri
hægt að mynda stjórn á tiltölu-
lega stuttum tíma. Milli Alþýðu-
flokksins og Alþýðubandalagsins
ríkir mikil óvild og er erfitt — að
ekki sé meira sagt — að vinna
þessa flokka til samkomulags um
ríkisstjórn, einkum ríkisstjórn
undir forsæti manna úr öðrum
hvorum þessara flokka. Eina
vonin er sú að Steingrími Her-
mannssyni takist að bræða flokk-
ana saman á síðara stigi, en eftir
síendurteknar yfirlýsingar Svav-
ars Gestssonar um að vinstri
stjórn sé „úr sögunni“ er sú von
harla veik, ef satt skal segja.
Hvaða möguleikar
koma til greina?
Svo vikið sé að öðrum mögu-
leikum til stjórnarmyndunar, þá
sýnist fjarlægt að gera ráð fyrir
samstjórn Sjálfstæðisflokks og
Alþýðubandalags, þótt í báðum
flokkum séu öfl sem gætu hugsað
sé slíkt. Eins er vafamál að áhugi
sé á samstjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks, einkum vegna
þess að slík stjórn hefði ekki að
öllu starfhæfan meirihluta (vant-
ar eitt atkvæði í efri deild: til að
hafa þar meirihluta). Stjórri þess-
ara þriggja síðast nefndu flokka
kemur heldur ekki til greina, ef að
líkum lætur.
Samstarf við Sjálfstæðisflokk-
inn einan á ekki hljómgrunn
meðal framsóknarmanna og er
ekki til umræðu hjá okkur sem
æskileg lausn stjórnarkreppunn-
ar, þótt hún sé „fræðilegur"
möguleiki eins og stundum er
sagt. Sama má segja um sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks.
Slíkt stjórnarsamstarf er „fræði-
lega“ mögulegt og „sterkt" á yf-
irborðinu, — en heldur ekki
meira. Ef ekki tekst að mynda
vinstri stjórn, hygg ég að flestir
framsóknarmenn teldu viðun-
andi kost, að Framsóknarflokkur,
Alþýðubandalag og Sjálfstæðis-
flokkur mynduðu ríkisstjórn
saman. Slík stjórn gæti orðið
sterk, ef vel tækist til.
En segja verður eins og satt er,
að allir þessir „fræðilegu",
„æskilegu" eða „viðunandi"
möguleikar til myndunar meiri-
hlutastjórnar eru fjarlægir í raun.
Sambúðarvandi flokkanna er á
því stigi að hann er ekki auð-
leystur, e.t.v. óleysanlegur eins og
sakir standa. Því má enn búast við
langri stjórnarkreppu, ef mark-
miðið er að hætta ekki fyrr en
búið er að mynda þingræðislega
meirihlutastjórn. Á því kann ekki
einasta að verða bið, heldur er
eins víst að þaþjakist ekki.
En hvað er |)á til ráða? Svari
hver fyrir sig.
Af hverju stafa
stjórnarkreppur?
Ég ætla ekki að ræða nánar
hinar margvíslegu ástæður fyrir
sambúðarvanda stjórnmála-
flokkanna. Ég læt mér nægja að
benda á staðreyndir sem hver
maður hlýtur að sjá. Út frá þeim
getur hver og einn dregið sínar
ályktanir um stjórnmálaástandið
og horfur í náinni framtíð. Hins
vegar vil ég gjarnan benda öllu
skynsömu fólki á að stjórnar-
kreppur af því tagi sem við verð-
um að þola ár eftir ár eru ekki
endilega einstökum mönnum eða
flokkum að kenna. Þær geta átt
rót að rekja til annars en skamm-
sýni og vonsku ráðandi manna á
hverri tíð. Mér sýnist að stjórnar-
kreppur megi allt eins skrifa b'eint
á reikning þess stjórnskipulags,
sem Islendingar búa við. Ef sú
skoðun mín er rétt, þá verður að
vinna að því að bæta úr slíkum
ágöllum.
Fyrir mína parta hlakka ég til
þess þegar stjórnmálaumræðan
fer aftur að snúast um annað og
fleira en ófrjótt stagl um efna-
hagsmál og eiginhagsmunatog-
streitu.
Lokaorð
Nú læt ég þessu alþingisbréfi til
Dags lokið. Ég sendi lesendum
blaðsins innilegustu óskir um
farsæld á þessu nýbyrjaða ári og
þakka þeim mörgu, sem látið
hafa í ljós við mig ánægju með
þessar bréfaskriftir mínar, þótt
ófullkomnar séu. Starfsmönnum
Dags þakka ég ágætt samstarf og
sendi fráfarandi ritstjóra Dags,
Erlingi Davíðssyni, sérstaka
kveðju og árnaðaróskir um leið
og ég býð nýja ritstjórann, Her-
mann Sveinbjörnsson lögfræð-
ing, velkominn til starfa.
Ingvar Gíslason.
Þór vann sætan
sigur:
Varnir liðanna oft í upplausn
Á LAUGARDAGINN léku
Þór Akureyri og Þór Vest-
mannaeyjum. Leikur þessi
var nokkuð jafn og skemmti-
legur, en þó voru heimamenn
sterkari aðilinn. Einu sinni
komust Vestmannaeyingar
yfir í leiknum en þá komust
þeir í 9 mörk gegn 8 á 22.
mín. fyrri hálfleiks. 1 hálfleik
var staðan 15 gegn 14 fyrir
Akureyrar-Þór.
I síðari hálfleik náðu heima-
menn fljotlega öruggum undir-
tökum í leiknum og komust í
þriggja og fjögurra marka mun,
sem var Þórsurum erfiður. Síð-
ustu mín. leiksins voru nánast
skotkeppnir milli liðanna og var
þá hvert markið skorað á fætur
öðru, og varnir liðanna í upp-
lausn. Þórsarar tóku það ráð að
setja mann á Pálma Pálmason
eftir að hann hafði sallað á þá
mörkunum í byrjun leiksins, en
þá tóku Arnar og Sigtryggur við
að stjórna spilinu og gekk það
vel. Vestmannaeyingar voru
mun sprækari í þessum leik en
daginn áður gegn KA, en verma
samt botn deildarinnar án þess
að hafa fengið nokkuð stig.
Akureyrar-Þór hefur hlotið
fjögur stig, en verða samt að
passa sig ef þeir ætla ekki að
lenda í botnbaráttu.
í báðum þessum liðum voru
tveir fyrrverandi leiðmenn hjá
Fram, og voru þeir burðarásar
liðanna. Ekki má þó gleyma
þætti Árna Stefánssonar hjá
Akureyrar-Þór, en hann stóð sig
afburðavel í þessum leik og er
nú orðinn einn besti hand-
ÞÓR(A):31
ÞOR(V):26
boltamaður bæjarins og vex
með hverjum leik. Ef svo heldur
áfram sem horfir getur Jóhann
Ingi eflaust notað hann á línuna
í sínu unga landsliði. Flest mörk
Þórsara gerði Sigtryggur 7, Árni
og Pálmi 6 hvor, Baddi 4 og
aðrir færri. Þeir Gústaf og
Ragnar voru markhæstir hjá
Eyjamönnum, og þar á eftir
kom Albert sem áður fyrr lék
með Dalvíkingum, KA o.fl.
Dómarar voru Guðmundur
Lárusson og Ólafur Haraldsson
og voru ekki allir sáttir við
dómgæslu þeirra, allavega ekki
maður.
Tryggvi markvörður hjá Þórs-
urum, en honum var vikið af
leikvelli fyrir að mótmæla
dómurum, og fékk hann ekki að
koma inná aftur.
Lyftingaráð:
Blémlegt starf
Auðveldur
KA-sigur
Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ
léku í íþróttaskemmunni KA
og Þór úr Vestmannaeyjum í
annarri deild í handbolta.
Þórsarar höfðu ekkert stig
hlotið í deildinni þegar að þess-
um leik kom, en í fyrra var þetta
lið í toppbaráttu með þá
Hannes Leifsson og Andrés
Bridde í fararbroddi.
Þórsarar sóttu ekki gull í
greipar KA manna sem unnu
auðveldan sigur í leiknum 27
mörk gegn 18, og hefði sá sigur
getað orðið stærri. KA komst í
þrjú mörk gegn engu í byrjun
leiksins og um miðjan fyrri
hálfleikinn í 8 gegn 3. f hálfleik
var staðan 14 gegn 9 KA í vil.
Þá hafði Alfreð Gíslason ver-
ið í miklum ham og skorað
mikið af mörkum. I síðari hálf-
leik settu þeir mann til höfuðs
honum, en hann sleit sig lausan
hvað eftir annað og skoraði. Á
10. mín. síðari hálfleiks var
staðan orðin 21 gegn 12 fyrir
KA, og því eftirleikurinn auð-
veldur.
Lokatölur urðu eins og áður
segir 27 gegn 18, og svö stig í
höfn fyrir KA, en Þórsarar á
botninum stigalausir.
Bestir hjá KA voru Alfreð,
Gunnar, Þorleifur og Jói, en
þeir eru burðarásar liðsins í
sókn og vörn. Hjá Þórsurum
voru f.v. Framararnir, þeir
Gústaf og Ragnar bestir.
Alfreð gerði flest mörk KA
eða 12, Þoræeifur gerði 7, Jói 4
og aðrir færri.
Gústaf gerði 9 mörk fyrir Þór,
Ragnar 4 og aðrir færri. Dóm-
arar voru Gunnar Jóhannsson
og Guðmundur Skarphéðins-
son.
ÍÞRÓTTASÍÐUNNI barst
fyrir skömmu ársskýrsla lyft-
ingarráðs Akureyrar fyrir ár-
ið 1979. Þar kemur fram að
starf LRA var mjög blómlegt
á s.I. ári, og þátttaka og ár-
angur í mótum mun betri en
nokkru sinni fyrr.
Æfingar fóru fram í Trölla-
dyngju en það kalla lyftingar-
menn æfingarhúsnæði sitt í
Lundarskóla. Á árinu féll eng-
inn dagur úr við æfingar.
Skráðar voru rúmlega 5300 æf-
ingar og er það um 30% aukning
frá árinu áður, og má því segja
að húsnæðið sé nýtt til hins
ýtrasta.
Þeim sem æfa í Trölladyngju
má skipta í þrjá hópa.
1. Keppnismenn í lyftingum
og kraftlyftingum.
2. Annað íþróttafólk sem
leggur stund á þrekþjálfun og
alhliða líkamsbyggingu.
3. „Skjaldarvíkurdeildin“ eða
sá hópur fullorðinna sem
stundar lyftingar sér til ánægju
og heilsubótar.
Auk þess hafa félagar úr
íþróttafélagi fatlaðra notfært
sér aðstöðuna. Tækjaskortur
hefur nokkuð háð starfseminni,
en úr því bættist þó nýlega þar
er LRA var fengið til varðveislu
ný lyftingartæki sem keypt hafa
verið í nýja íþróttahúsið sem er í
smíðum.
Eins og hjá öðrum íþrótta-
mönnum voru ferðalög á árinu
mjög mikil. Félagar úr LRA
kepptu m.a. á fjórum mótum
erlendis, í þremur þjóðlöndum
ásamt fjölda innlendra móta.
Þeir hlutu samtals sex íslands-
meistara og fjölda annarra
verðlaunahafa. Á vegum LRA
var haldið dómaranámskeið og
hlutu sjö félagar full dómara-
réttindi.
I niðurlagsorðum skýrslu
LRA segir m.a.: „Við lok þessa
árs lýkur fimmta starfsári Lyft-
ingarráðs Akureyrar.
Þegar litið er yfir farinn veg
er ekki annað séð en að viðun-
andi árangur hafi náðst og lyft-
ingar og kraftlyftingar hafi
unnið sér fast sæti í íþróttalífi
Akureyringa."
4.DAGUR
DAGUR.5