Dagur - 29.01.1980, Qupperneq 8
DAGUR
Akureyri, þriðjudagur 29. janúar 1980
RAFGEYMÁR
í BÍUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
NÝ FERÐASKRIFSTOFA Á AKUR-
EYRI LEYSIR TVÆR AF HÓLMI
Þcssir tóku þátt i stofnfundinum: F. v.
Þorsteinn Thorlacius, Sigurður Aðal-
steinsson, Gunnar Sólnes, Einar
Helgason, Jón Egilsson, Steinn Lár-
usson, Gísii Jónsson, Grétar Br.
Kristjánsson og Sveinn Sæmundsson.
Mynd: á.þ.
Á FÖSTUDAG var stofnað á
Akureyri nýtt fyrirtæki til þess
að annast ferðaskrifstofurekst-
ur og aila almenna fyrirgreiðslu
við ferðamenn. Fyrir tækið hlaut
nafnið Ferðaskrifstofa Ak-
ureyrar h.f. Stofnendur eru
fimm, Jón Egilsson og Gísli
Jónsson (Ferðaskrifstofu Akur-
eyrar), Flugleiðir h.f., Flugfélag
Norðurlands h.f. og Ferðaskrif-
stofan Úrval.
Á stofnfundi sem haldinn var á
Akureyri voru samþykktir félagsins
staðfestar og stjórn kosin. Ferða-
skrifstofa Akureyrar h.f. mun
stunda allan almennan ferðaskrif-
stofurekstur ásmt farseðlasölu og
mun taka við því hlutverki sem
söluskrifstofa Flugleiða á Akureyri
og Ferðaskrifstofa Akureyrar hafa
gegnt undanfarna ártugi. Þá mun
skrifstofan annast móttöku ferða-
manna, innlendra sem erlendra,
annast skipulagningu og fram-
kvæmd ferða hér á landi og hafa á
hendi farmiðasölu í langferðabif-
reiðir. Ennfremur farseðlasölu fyrir
Flugfélag Norðurlands. Þá mun
Ferðaskrifstofa Akureyrar h.f.
annast alla fyrirgreiðslu við þá sem
ferðast til útlanda, hvort heldur er í
hópferðum eða á eigin vegum, þar
með taldar allar ferðir sem Ferða-
skrifstofan Úrval skipuleggur.
Á stofnfundi Ferðaskrifstofu
Akureyrar h.f. var kosin þriggja
manna stjórn og tveir í varastjórn.
Stjórnin er þannig skipuð:
Stjórnarformaður Einar Helgason,
Jón Egilsson og Steinn Lárusson.
Til vara Sigurður Aðalsteinsson og
Kolbeinn Sigurbjörnsson. Endur-
skoðendur: Grétar Br, Kristjánsson
og Gunnar Kárason.
Með stofnun Ferðaskrifstofu
Akureyrar h.f. sameinast starfsemi
tveggja rótgróinna þjónustuaðila,
þ.e. Ferðaskrifstofu Akureyrar sem
Jón Egilsson stofnaði 1947 og sölu-
skrifstofu Flugleiða, en segja má að
sú starfsemi nái allt til þess er
Flugfélag Akureyrar hóf flug árið
1938. Ferðaskrifstofa Akureyrar
h.f. mun nú annast þá starfsemi
sem báðar fyrrnefndar skrifstofur
önnuðust áður og ætti núverandi
fyrirkomulag að verða til mikils
hagræðis fyrir ferðafólk. Sem dæmi
má nefna að bókanir I ferðir ganga
nú hraðar og að á sama stað eru
veittar upplýsingar og seldir far-
seðlar í ferðir með flugvélum og
ferðir á landi.
Ferðaskrifstofa Akureyrar h.f. er
í Ráðhústorgi 3, Akureyri. Fram-
kvæmdastjóri er Gísli Jónsson og
skrifstofustjóri Kolbeinn Sigur-
björnsson.
Land og synir:
Vel heppnuð kvikmynd
KVIKMYNDIN „Land og syn-
ir“ var sýnd í fyrsta sinn í
Borgarbíói á Akureyri á sunnu-
Oku fiski fyrir 9 milljónir
HÖFNIN á Grenivík er langt
frá því að vera fullnægjandi fyrir
báta heimamanna, en Grenvík-
ingar hafa sífellt keypt stærri og
stærri báta á liðnum árum.
Vöruflutningaskip geta ekki at-
hafnað sig í höfninni og því
verða Grenivíkingar að aka
framleiðslu frystihússins Kald-
baks til Akureyrar. Sé miðað við
aflamagn síðasta árs, en frysti-
húsið tók á móti 3.400 tonnum,
kostaði það alls 9 milljónir að
aka fiskinum til Akureyrar.
Bátar eru ótryggðir í Greni-
víkurhöfn, nema 2 menn séu
um borð. Þetta veldur því að
sjómennirnir eru mjög bundnir
við báta sína í vondum veðrum.
„Nú er unnið í að fá fé til
hafnarframkvæmda, en til
stendur að lengja hafnargarð-
inn og reka niður 60—70 metra
langt stálþil,“ sagði Pétur
Axelsson, fréttaritari Dags á
Grenivik. „Eins og málin
standa nú geta útgerðarmenn
ekki verið með öllu stærri báta
og útilokað að skuttogari geti
lagst að bryggju til að landa.“
„Fraktskip koma ekki til
Grenivíkur og til að losna við
afurðirnar frá frystihúsinu
verður að aka þeim til Akur-
eyrar. Miðað við aflamagnið á
síðasta ári og verðlag í janúar
kostuðu flutningarnir 9 mill-
jónir króna,“ sagði Pétur
Axelsson að lokum.
Anægja með góða þjónustu
EINS og skýrt hefur verið frá í
Degi, hefur ríkisskip nú hafið
viðkomu á Kópaskeri, en skipin
hafa aldrei komið til Kópaskers,
síðan þau voru byggð fyrir tæp-
um áratug, fyrr en í desember s.l.
Skipin hafa nú haft viðkomu
tvisvar sinnum og verður væntan-
lega áframhald á því. Að sögn
Ólafs Friðrikssonar, kaupfélags-
dagskvöldið. Húsfyllir var og
ekki annað á bíógestum að sjá
og heyra, en þeim hafi líkað
myndin mjög vel.
Eins og öllum mun kunnugt er
myndin tekin að mestu leyti í
Svarfaðardal og þaðan koma
einnig flestir þeir sem leika í
myndinni. Hlutur Svarfdælinga er
því mjög stór og hann er einnig að
sama skapi góður. 1 heild er mynd-
in með því allra besta sem framleitt
hefur verið hér á landi af þessu tagi.
Leikurinn er hnökralaus og maður
fær á tilfinninguna að þarna sé á
ferðinni raunverulegt líf, en ekki
leikverk. Alltof sjaldgæf sjón í ís-
lenskri leiklist og á leikstjórinn
vafalaust ekki minnstan þátt þar í.
Þetta veldur því hins vegar, að sumt
í textanum heyrist illa, þar sem
hann er ekki „leikinn", heldur tala
leikararnir með eðlilegri framsögn.
Mest er þetta áberandi hjá hinum
hraðmælta, en annars ágæta leik-
ara, Sigurði Sigurjónssyni, enda er
leikhlutverk hans mest í myndinni.
Verkið er oft bráðfyndið, en spilar
einnig á aðrar tilfinningar. Kvik-
myndataka og lýsing ágæt og
klipping áhrifamikil á stundum.
Engum ætti að leiðast á þessari
sýningu.
Myndin verður sýnd í Borgarbíói
í kvöld og annað kvöld kl. 6, 9 og
11, en um næstu helgi verður hún
sýnd á Sauðárkróki.
stjóra á Kópaskeri, breytir þetta
allri aðstöðu til þungavöruflutn-
inga. Hann sagði að menn væru
mjög ánægðir með þetta, og þakk-
aði framtakið skilningi skipstjórn-
armanna og forstjóra útgerðarinn-
ar. Þurft hefur til þessa að flytja alla
þungavöru og aðra nauðsynjavöru
með bílum, en flutningskostnaður-
inn með skipum er um helmingi
minni
Karlakór Akureyrar 50 ára
KARLAKÓR Akureyrar er 50
ára um þessar mundir. Hann var
stofnaður 26. janúar 1930, en
hafði þá starfað i nær þrjá mán-
uði og meðal annars sungið
opinberlega einu sinni, 14. des-
ember 1929.
í tilefni þessara merku tímamóta
Karlakór Akureyrar s.l. föstudagskvöld. Mynd: Norðurmynd.
í sögu kórsins var afmælisfagnaður
s.l. föstudagskvöld og um næstu
helgi verða almennir tónleikar I
Akureyrarkirkju, auk þess sem sér-
stakir styrktarfélagstónleikar verða
í vor. Tónleikarnir um næstu helgi
verðaklukkan 16 á laugardagog 17
á sunnudag. Auk kórsins syngja
eldri félagar, bæði með kórnum og
í sérstakri dagskrá. Lúðrasveit Ak-
ureyrar leikur með í hluta dag-
skrárinnar.
Nú eru kórfélagar 45 talsins,
meðalaldur þeirra er um 40 ár og sá
yngsti 17 ára og aldursforsetinn er
71 árs. Kórinn hefur komið sér upp
styrktarfélagakerfi, sem nú eru í á
fjórða hundrað manns, og fjár-
magna þeir starfið að stærstum
hluta. Auk þess hafa eiginkonur
(Framhald á bls. 6).
Cv j ffll “X -p. r —> 'í ror “ r“? jji
QJ LMJ Lru - V i Jj cJL — JJU
# Islenskt kjöt
kynnt í
Frakklandi
Nú í febrúar verður haldin
sérstök íslandskynning í
þremur borgum í Frakklandí
á vegum íslenska sendiráðs-
ins í París og með þátttöku
allmargra aðila. Kynningin
verður haldin í borgunum Ly-
on, Strasbourg og París og
stendur í hálfan mánuð.
Meðal annars verður ís-
lenskur matur á boðstólum í
þessum borgum á meðan
kynningin stendur, og þar
mun Búvörudeild Sam-
bandsins kynna íslenskt
dllkakjöt og léttreykt hangi-
kjöt.
# Affjaðra-
og gírkassa-
festingum
Sigurður Helgason á
Hvammstanga hringdi vegna
klausu er birtist í þessum
dálki undir yfirskriftinni „Út í
óvissuna". Sigurður kvað
pakkann ekki hafa veriö
límdan á fjaðraútbúnað bif-
reiðarinnar eins og við hóld-
um fram, heldur á bita sem er
undir gírkassa bifreiðarinnar.
Dagur þakkar leiðréttinguna,
en lýsir enn og aftur undrun
sinni á að pakkinn skyldi
hanga undir bifreiðinni leið-
ina: Reykjavík - Húsavík.
Annars fá sjónvarpsnotendur
að sjá bifreiðina, pakkann og
gírkassabitann annað kvöld.
§ Góðurleikur
Siðastliðið föstudagskvöld
frumsýndi Leikfélag Akureyr-
ar leikritið Púntila og Matti.
Leikhúsgestir tóku verkinu
vel, en athygli vakti hve
skemmtilega Svanhildur Jó-
hannesdóttir skilaðf hlutverki
sfnu. Það var mikill fengur í
þvf fyrir Leikfélag Akureyrar
að fá Svanhildi til liðs við sig.