Dagur - 12.02.1980, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGXJR
LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 12. febrúar 1980
10. tölublað
Fjárhagsáætlun Akureyrar 1980:
Verðbólpan
dregur ur fram
kvæmdagetu
Ný ríkisstjórn undir forsæti Gunnars Thoroddsens tók við
völdum s.l. föstudag. Á myndinni eru nýju ráðherrarnir ásamt
forseta fslands dr. Kristjáni Eldjárn. Ráðherrar stjórnarinnar
eru t.f.v.: Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, Friðjón
Þórðarson, dóms- og kirkjumálaráðhcrra, Tómas Árnason,
viðskiptaráðherra, Steingrfmur Hermannsson, sjávarútvegs-
og samgönguráðherra, Gunnar Thoroddsen, forsætisráð-
licrra, Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, Ragnar Arn-
alds, fjármálaráðherra, Svavar Gestsson, félags-, heilbrigðis-
og tryggingaráðherra, Hjörieifur Guttormsson, iðnaðar- og
orkumálaráðherra, og Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra.
Norðurlandskjördæmi eystra eignast ráðherra:
Mörg mikilvæg mál
þarfnast úrlausnar
— segir Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra
AÐ UNDANFÖRNU hefur
bæjarráð unnið að uppsetningu
f járhagsáætlunar 1980 og kemur
hún til fyrri umræðu í bæjar-
stjórn í dag. Fjárhagsáætlunin
er seinni á ferðinni en oftast
áður og kemur margt til —
einkum þó óvissa í ríkisfjármál-
unum sem tengist á ýmsan máta
rekstri sveitarfélaga.
Við bráðabirgðauppgjör hefur
áætlunin fyrir 1979 staðist í stórum
dráttum þrátt fyrir mikla verð-
bólgu, enda var gert ráð fyrir
áframhaldandi óðaverðbólgu strax
í upphafi ársins. Við gerð fjárhags-
áætlunar fyrir árið 1980 hefur bæj-
arráð gert ráð fyrir mikilli verð-
bólgu á árinu og endurspeglast það
í rekstraráætluninni sem hækkar
yfir 50% miil': ára þrátt fyrir
óbreyttan rekstur.
Til samanburðar má nefna að á
síðasta ári voru rekstrargjöld áætl-
uð 3.336 milljónir, sem samkvæmt
áætluninni í ár eru 5.327 milljónir
króna, en það er yfir 59% hækkun.
Tekjur á síðastliðnu ári voru áætl-
aðar 3.846 milljónir króna, en eru í
ár áætlaðar 5.898 milljónir króna.
Það er rúmlega 53% hækkun.
Féll
fyrir
borð
ÞAÐ óhapp vildi til um borð í
Haferninum frá Hrísey s.l.
föstudag að ungur maður féll
fyrir borð á siglingu, en náð-
ist skjótt aftur. Báturinn var í
mynni Eyjafjarðar þegar at-
burðurinn átti sér stað.
„Það að þeir náðu manninum
kalla ég mikið happ,“ sagði
Sigurður Finnbogason, frétta-
ritari Dags í Hrísey. „Sjómað-
urinn var nokkra stund i sjón-
um. Hann hefur verið við rúmið
síðan þeir komu í land, enda
ekki nema von. Sjórinn er ákaf-
lega kaldur þarna úti á þessum
árstíma.“
Sá sem féll fyrir borð heitir
Sigurður Jóhannsson, en skip-
stjórinn um borð er faðir hans,
Jóhann Sigurbjörnsson. Sigurð-
ur er á þrítugsaldri.
Hlýtur þessi mismunur á rekstrar-
kostnaði og tekjum að koma niður
á framlögum til ýmissa nýbygginga
þrátt fyrir að gert er ráð fyrir mjög
auknum lántökum. Að öðru leyti
vísast til sundurliðunar á stærstu
liðum sem birtist á auglýsingasíðu.
Þess má geta að til endurbygg-
inga og nýlagna gatna, þar með
talið malbik, er ætlað að verja 962
milljónum króna á móti 611
milljónum á síðasta ári og hefur því
framlagið haldið verðhlutfalli sínu.
Af einstökum verkefnum má
nefna: framlag til Byggðasjóðs
verkamanna er áætlað að verja 100
milljónum, byggingastyrkur til
dvalarheimilanna 36 milljónir, til
F.S.A. 160 milljónir (gegn því að
framlag ríkissjóðs verði rúmar 800
milljónir), til Glerárskóla 150
milljónir, til svæðisíþróttahúss 220
milljónir (ríkisframlag til tveggja
síðastnefndu aðilanna eru óákveð-
in), dagvistunarstofnun í Glerár-
hverfi 120 milljónir, til byggingu
leiguíbúða 50 milljónir og til sund-
laugar í Glerárhverfi 22 milljónir.
Meðal styrkja til félaga má
nefna: Leikfélag Akureyrar 42,5
milljónir, l.B.A. 26 milljónir, vegna
uppbyggingar íþróttamannvirkja
KA 4,5 milljónir og Þórs 4,5
milljónir, Golfklúbbur Akureyrar
2.2 og Skautafélagið 1,5. Auk þess
ætlar bærinn að verja 15 milljónum
í vélavinnu vegna íþróttafélaganna.
Sjálfsbjörg 12 milljónir (þar af
byggingastyrkur 5 milljónir),
Myndlistarskóli Akureyrar 14
milljónir og byggingastyrkur til
Tónlistarskólans 10 milljónir.
Nánar verður greint frá hugsan-
(Framhald á bls. 6).
HLJÓMPLÖTUSAFN stúdíós
útvarpsins á Akureyri hefur
aukist stóriega, síðan Dagur
greindi frá því að Heiðdís
Norðfjörð hefði gefið fyrstu
plötuna, sem gæti hugsanlega
orðið vísir að safni. Nú eru
hljómplötur stúdíósins orðnar
45 að tölu, því s.l. laugardag af-
henti Pálmi Stefánsson, eigandi
Tónabúðarinnar á Akureyri, 44
hljómplötur I safnið, sem Tóna-
útgáfan á Akureyri hefur gefið
út á undanförnum árum.
Pálmi sagði í viðtali við Dag, að
þetta væru allar plötur útgáfunnar,
— Mér líst ákaflega vel á
starfið og hlakka til þess að
gegna því, sagði Ingvar Gísla-
son, alþingismaður í Norð-
urlandskjördæmi eystra, sem nú
er orðinn menntamálaráðherra í
stjórn Gunnars Thoroddsens, í
viðtali við Dag.
nema 2-3 sem væru nú orðnar ófá-
anlegar. Hann sagði að flestar
plöturnar væru með flytjendum
héðan að norðan og gætu þær von-
andi orðið að einhverju liði við
gerð dagskrárþátta frá Norður-
landi.
Hann sagði, að það hlyti að vera
erfiðleikum bundið, að gera dag-
skrárþætti með blönduðu efni,
þegar annað hvort þyrfti að fá
plötur sendar frá Reykjavík, eða
skeyta þyrfti tónlistina inn í þættina
fyrir sunnan. Sagðist hann vonast
til, að fleiri útgáfufyrirtæki kæmu i
kjölfarið, svo að virkilega yrði hægt
að gera dagskrár í stúdíói útvarps-
ins í gamla Reykhúsinu.
— Ég hef alla tíð haft mikinn
áhuga á mennta- og menningar-
málum og starfað all mikið að
þessum málum hér í þinginu, með-
al annars verið formaður mennta-
málanefndar neðri deildar. Þetta er
geyilega víðtækt ráðuneyti, þar sem
skólamálin eru stærstur hluti
starfsins, en auk þess á fjöldi ann-
arra mála undir ráðuneytið.
— Nú er gert ráð fyrir aðhaldi í
ríkisrekstrinum í samstarfs-
samningi ríkisstjórnarinnar. Óttast
þú ekki að þitt ráðuneyti verði fyrir
barðinu á þessum aðhaldsaðgerð-
um umfram aðra málaflokka, eins
og svo oft hefur viljað brenna við?
— Égóttastekkiaðþaðeigieftir
að koma sérstaklega niður á mínu
ráðuneyti, en éggeri mér hins vegar
grein fyrir því, að ég þarf að taka
þátt í þessum aðhaldsaðgerðum
eins og aðrir ráðherrar.
Mörg ákaflega mikilvæg mál
þarfnast úrlausnar og ég nefni sem
dæmi safnamálin, enda fær Þjóð-
arbókhlaðan sérstakan forgang í
samstarfssamningnum. Fleira
mætti nefna, svo sem dreifikerfi
útvarps og sjónvarps, sem þarfnast
endurbóta. I þeim málum þarf að
framkvæma áætlun, sem Vilhjálm-
ur Hjálmarsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra, lagði drög
að á sínum tíma. Ríkisútvarpinu
hefur enn ekki tekist að eignast
eigið húsnæði, þótt stofnunin sé nú
orðin 50 ára gömul, og ég tel mjög
brýnt að stofnunin eignist þak yfir
höfuðið.
Þá vil ég nefna ýmiss konar
frjálst menningar- og félagsstarf,
sem ég tel að þurfi að efla. Það er
misskilningur þegar menn halda,
að sóað sé miklu fé til þessarar
starfsemi hér hjá okkur. Upphæð-
irnar eru ekki háar þegar horft er á
heildina. Ég er þeirrar skoðunar að
meira fé eigi að leggja til frjálsrar
menningar- og listastarfsemi og
dettur í hug, t.d. hjá okkur á Akur-
eyri, leiklistar- tónlistar- og mynd-
listarstarfsemi, sagði Ingvar Gísla-
son, menntamálaráðherra.
Ingvar Gíslason er fæddur 28.
mars 1926 í Nesi í Norðfirði. For-
eldrar hans eru Gísli Kristjánsson,
fyrrverandi útgerðarmaður þar og
síðar á Akureyri og í Hafnarfirði,
og kona hans Fanney Kristín Ing-
varsdóttir. Ingvar er kvæntur Ólöfu
Auði Erlingsdóttur og eiga þau 5
börn.
Ingvar er stúdent frá M.A. 1947
og cand. juris frá Háskóla íslands
1956. Hann varð þingmaður
Framsóknarflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra 1961.
Útvarp Akureyri:
Plötusafnið stækkar
Tónabúðin gefur 44 hljómplötur
Fjölgar Ú.A.
starfsfólki?
ANNAR framkvæmdastjóra
Ú.A. upplýsti fyrir skömmu á
fundi með atvinnumálanefnd að
stefnt væri að því á þessu ári að
auka frystigetu fyrirtækisins á
þessu ári. Hann sagði að e.t.v.
yrði mögulegt að fjölga starfsfólki
um 50 manns ef áætlunin stæðist.
Akureyrarbær
yfirtekur rekstur
SVA
STRÆTISVAGNANEFND Ak-
ureyrar hefur lagt til að Akureyr-
arbær yfirtaki rekstur strætisvagn-
anna um næstu áramót. Jafnframt
verði gerður nánari samningur
milli SVA og Akureyrarbæjar um
kaup á þeim vögnum sem Jón
Egilsson hefur tryggt sér hjá SVR,
ennfremur afnot af verkstæðishúsi.
Tré fyrir milljón
BÆJARSTJÓRN Húsavíkur
samþykkti í tilefni af ári trésins að
veita eina milljón til kaupa á
trjám til gróðursetningar í bæn-
um á 30 ára afmæli bæjarins.
Biðskylda
við Löngu-,
Víði- og Engimýri
UMFERÐARNEFND hefur lagt
til að biðskylda verði sett á
Löngumýri, Víðimýri og Engi-
mýri, þannig að umferð um þess-
ar götur víki fyrir umferð um
Hamarsstíg.
Vilja lána
Hitaveitu
Akureyrar
CITYBANK í London, sem fjár-
magnað hefur erlend lán til Hita-1
veitu Akureyrar, hefur boðist til
að lána H.A. 5,5 milljónir dollara j
á þeSsu ári.