Dagur - 20.03.1980, Síða 3

Dagur - 20.03.1980, Síða 3
íslandsmeistarar Þórs: Langbestir í sínum aldurs- flokki ÞÓRSARAR gerðu góða ferð suður um helgina. Á laugardag léku þeir tvo leiki, unnu HK 8-6 en töpuðu fyrir Val 8-10. í leiknum við HK spiluðu Þórsarar mjög vel og var sigurinn aldrei í hættu. Mörk: Halldór 6 og Friðrik og Heiðar 1 hvor. í leiknum við Val fataðist strákunum flugið í seinni hálf- leik, því staðan í leikhiéi var 4-3. Mörk: Oddur 3, Friðrik 2, Einar, Halldór og Heiðar 1 hver. Þá rann sunnudagurinn upp. Strákamir léku fjóra leiki og með því að sigra í þeim öllum sönnuðu þeir að Þórsarar voru bestir allra á íslandi í sínum aidursflokki. Sannarlega þeirra dagur. Fyrsti leikurinn var gegn Haukum. Það var leikur kattar- ins að músinni, slíkir vom yfir- burðir Þórsara. Markatalan 9-5. Mörk: Oddur 3, Halldór og Heiðar 2 hvor og Friðrik og Einar I hvor. Næst var leikið við Fylki, strákamir léku sama leikinn og gegn Haukum og sigruðu 8-4. Mörk: Heiðar 4, Oddur 2, Frið- rik og Einar I hvor. KRingar voru engin hindrun fyrir Þórsara og sigraði Þór ör- ugglega 13-10. Mörk: Halldór 6, Oddur og Heiðar 2 hvor, Friðrik og Gunnar I hvor. Síðasti leikurinn var gegn Víkingi. I þeim leik urðu Þórs- arar að taka á honum stóra sín- um til að knýja fram sigurinn 10-7. Eiður markmaður var góður í þessum leik og lagði öðrum fremur grunninn að sigrinum varði hann meðal annars tvö vítaköst. Mörk: Heiðar 3, Halldór, Gunnar og Oddur 2 hver og Einar 1. Þjálfarar 4. flokks eru Árni Stefánsson og Guðmundur Skarphéðinsson. Þá er aðeins eftir að óska Þórsurum til hamingju með Is- landsmeistaratitilinn; til ham- ingju Þórsarar! Góður andi og góðir þjálfarar UNDIRRITAÐUR lagði nokkrar spurningar fyrir Hall- dór Áskelsson fyrirliða hinna nýbökuðu Islandsmeistara. Hver var erfiðasti leikurinn? „HK leikurinn og leikurinn við Víking.“ Kom það þér á óvart að þið voruð bestir? „Nei ekkert mikið, við erum búnir að æfa það mikið og vel og erum með gott lið.“ Hveju viltu þakka þennan ágæta árangur? „Góður andi, við höfum æft vel og góðir þjálfarar.“ Ég þakka Halldóri fyrir við- talið og óska Islandsmeisturun- um alls hins besta. „ ö. AUGLÝSIÐ í DEGI 24167 DAGUR Vz útborgun afgangurinn á 2 mán. Sporthú^id. HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 allar leióir okkar VORUVAL I 7 SÖLUDEILDUM HAFNARSTRÆTI & HRÍSALUNDI ÞU GETUR TREYST ÞVI, ÞEGAR □ COMBI-RAÐHÚSGÖGN ERÚ SÆNSK GÆÐAVARA Á ÓTRÚLEGA GÓÐU VERÐI □ ÓENDANLEGIR MÖGULEIKAR MEÐ STÓRUM OG SMÁ- UM EININGUM % AUÐVELT I UPPSETNINGU □ COMBI-RAÐHÚSGÖGNIN ERU FALLEG OG ÞRÆL- STERK, ÞOLA T.D. SIGARETTU-GLÓÐ ÁN ÞESS AÐ BRENNA □ HENTA Á SKRIFSTOFUNNI SEM HEIMILINU HRISALUNDI 88 j j j m ss DAGUR.3

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.