Dagur - 28.03.1980, Síða 3
Vandasamara að
bæta umhverfið
en spilla því
L
ALLIR HLUTIR og öll fyrirbæri
efnisheimsins hafa sitt umhverfi,
þ.e. það efni eða þau fyrirbæri sem
umlykja það eða standa því næst í
tíma og rúmi. Margs konar efna-
skipti og önnur víxlverkun á sér
stað milli hlutanna og umhverfis-
ins. Þetta á ekki hvað sízt við um
lífverur, hvar í flokki sem þær
standa og hperju nafni sem nefnast.
Hið jarðneska líf þeirra, sem við
þekkjum, byggist allt á margvísleg-
um efnaskiptum við umhverfið.
Þaðan fá langflestar þeirra sitt
„lífsloft" (súrefni), vatn og næringu
en láta í staðinn frá sér margskonar
úrgang og verða sjálfar að svipuð-
MAÐUR OG
UHHVERFI
eftir Helga
Hallgrímsson
,um úrgangi þegar þær deyja. Þessi
úrgangur notast öðrum lífverum til
fæðu og svo koll af kolli. Þegar
umrædd efni eru fyrir hendi í
nægilegu magni, ásamt hæfilegum
hita og rakastigi, er umhverfið
kallað lífvœnlegt, eða lífsskilyrði
fyrir hendi.
II.
Á stórum hlutum jarðkúlunnar
eru lífsskilyrðin bágborin, t.d. á
eyðimörkum (vegna vatnsskorts)
og jöklum (vegna kulda o.fl.). Á
tunglinu vitum við nú að eru engin
lífsskilyrði og svo mun yfirleitt vera
um hnettina í sólkerfi voru.
Lítum við okkur nær, sjáum við
að mikill hluti íslands er einnig til
lítilla nytja fyrir lífverur. Sand- og
grjótauðnimar á Miðhálendinu eru
ekkert annað en eyðimerkur, meira
að segja sömu ættar og Sahara, þ.e.
vegna vatnsskorts fyrst og fremst,
og um jöklana þarf ekki að tala. Á
láglendinu eru einnig til eyðimerk-
ur, sem til hafa orðið af vatnagangi
eða sandfoki, eða hvoru tveggja,
t.d. Mýrdalssandur. Sé litið til
hafsins verður eitthvað svipað uppi
á teningnum, þar eru geysi víðlend
hafsvæði um miðbik jarðarinnar
nærri lífvana, einkum vegna nær-
ingarskorts. Hafið umhverfis ís-
land er hins vegar með þeim líf-
auðugustu sem þekkjast.
III.
Það lætur því að líkum, hversu
mikilvægt það sé, að viðhalda eig-
inleikum hins tiltölulega takmark-
aða lífvænlega umhverfis á jörð-
inni. Leiða má rök að 8ví, að
mannsskepnan hafi frá upphafi
vega sinna verið mikill umhverfis-
spillir. Hún hefur víðast hvar skilið
eftir sig „sviðna jörð“ svipað og
engisprettuplágurnar, og því orðið
að vera á sífelldum flutningi um
heiminn. Þó eru þess dæmi, að
mannflokkar hafi lagað sig að um-
hverfi sínu, og lifað í „sátt“ við það.
Eru eskimóar á Grænlandi nær-
tækt dæmi. í frjósömustu lendum
jarðarinnar hefur manninum einn-
ig tekist að viðhalda sér í heilbrigðu
umhverfi í langan tíma, t.d. í
Mið-Evrópu og Kína, með skyn-
samlegri nýtingu og ræktun.
Um þverbak keyrir þó með iðn-
byltingunni og tæknivæðingu okk-
ar tíma. Þá fyrst fær maðurinn þau
tæki í hendur, að hann getur breytt
umhverfi sínu á stuttum tíma. Því
miður hafa þessar breytingar lang-
oftast verið til hins verra, vegna
vanþekkingar og skammsýni. Það
er mun vandasamara að bæta um-
hverfið en spilla því og það krefst
mun meiri þekkingar. Þessi sorgar-
saga er flestum svo kunn að óþarft
mun vera að tíunda hana hér.
FYRIRHUGAÐ er, að pistill þessi
verði hinn fyrsti af fleiri slíkum um
tónlist og tónlistarmál. Þegar í
upphafi skal væntanlegun lesend-
um flutt sú játning, að sá, sem hér
heldur á penna ræður ekki yfir
neinni fræðilegri þekkingu á tón-
list. Er þá ekki nema von, að ein-
hver háttvirtra lesenda hristi höf-
uðið og furði sig á þeirri flónsku að
takast á hendur ritmennsku sem
þessa. Þeim hópi skulda ég þá
skýringu, að ég lét tilleiðast, þegar
aðstandendur þessa blaðs hringdu í
mig og báðu mig að leggja til efni af
þessu tagi. Sú skýring felst einkum í
tveimur atriðum, sem ég vil nú
reyna að setja fram í nokkrum
orðum.
Fyrst vil ég nefna staðreynd, sem
snýr fyrst og fremst að sjálfum mér.
Tónlist hefur mestan hluta ævi
minnar verið mér hjartfólgið
áhugamál. Virðist mér þar ekki
verða breyting á þótt árin líði og
ýmis þau efni, sem fyrr á árum
vöktu með mér mikinn áhuga, hafi
þokað um set.
Hin staðreyndin snýr að sam-
bandi þeirra manna, sem fjalla
venjulega um tónlist á opinberum
vettvangi, og hins umtalsverða
hluta gesta og hlustenda á tónleik-
um, sem ekki hafa til brunns að
bera formlega þekkingu á tónlist.
Þessi hópur er svo vissulega marg-
falt stærri meðal þeirra, sem njóta
tónlistar í fjölmiðlum. Hinir fyrr-
nefndu fáu fjalla að sjálfsögðu um
tónlist út frá sjónarhóli meira eða
minna vel grundvallaðrar fræði-
legrar þekkingar sinnar á listgrein-
inni. Atriði þau, sem þeir fjalla um
og viðhorf þau, sem þeir setja fram,
eru því eðlilega oft á tíðum önnur
en þau, sem hlustendahópnum
fyrrnefnda finnst mestu varða. Ég
tel sjálfan mig eðlilega í þeim hópi
og sú tilhugsun, að ég gæti komið
einhverjum sjónarmiðum þessa
„þögla meirihluta" á framfæri í
hinum væntanlegu pistlum kitlaði
hégómagimdina ofurlítið og ýtti
undir mig að láta slag standa og
fara fram á ritvöllinn.
Þessi inngangur virðist orðinn
meira en nógu languí og rétt að
gefa aðeins vísbendingu um efnis-
val þessara þátta I framtíðinni. 1
upphafi og að óreyndu virðist mér,
að tvö svið hljóti einkum að verða
fyrir valinu, tónlistarlíf bæjarins og
tónlistarflutningur fjölmiðla, sér í
lagi hljóðvarpsins.
Undanfarandi búsetuár mín hér
í bæ hefi ég eftir föngum reynt að
fylgjast með tónlistarviðburðum.
Auðvitað hafa sumir farið framhjá
mér og á yfirstandandi vetri hefur
svo viljað til um óvenjumarga.
Virðist reyndar hafa orðið hlé á
þeim um háveturínn eftír dapur-
lega reynslu tónlistarfélagsins af
aðsókn að tónleikum aðfenginna
flytjenda s.l. haust.
Nokkrum dögum fyrr en þetta er
ritað hugðist ég leggja mitt lóð á
vogarskálar og keypti áskriftarkort
að tónleikum vormánaðanna.
Endurgjaldið lét heldur ekki á sér
standa. Tveimur kvöldum síðar
kom Hamrahlíðarkórinn, sá og
sigraði fjölmennan áheyrendahóp í
kirkjunni. Kórinn sá er þegar
krýndur heiðri og frægð, svo að
áheyrendur hafa vissulega búist við
nokkru umfram sléttan og felldan
söng blandaðs kórs. Slikt lét heldur
ekki á sér standa og mætti þar um
semja alllangt mál, en lengd þessa
pistils leyfir ekki slíkt að sinni. Að-
eins skal sagt, að allt lagðist þar á
eitt, frábær stjórnandi, nægjanlega
stór kór með vel öguðum flytjend-
um og jafnvægi milli kven- og
karlaradda. Þau atriði skapa kórn-
um blæ eins hljómfagurs og yfir-
máta vel stillts hljóðfæris. Þar við
bættist svo örugg túlkun, fjölbreytt
lagaval og útsetningar, sem létu
fegurð samhljómsins birtast eyrum
áheyrenda á hinn margvíslegasta
hátt.
Trúi ég ekki öðru, en kortkaup-
endur hafi flestir haldið glaðir til
síns heima um kvöldið, þóttst
nokkuð hafa fengið fyrir snúð sinn
og hlakkað til komandi vikna.
Hamrahlíðarkórinn
kom, sá og sigraði
ISLENSKIHESTTJRTNN
á sigurgöngu
ÍSLAND
PFERDE
iSLANDS
HESTEN
ICELAND
HORSE
$
Samband fsl.
samvinnufélaga
Búvörudeild
Sími 28200 -Pósthólf 180
Við íslendingar viljum eignast vini sem víðast og
halda sessi okkar í samfélagi þjóðanna. Bera höfuð-
ið hátt. Nú á dögum ber íslenski hesturinn hróður
okkar til sífellt fleiri landa. Enginn aflar okkur fleiri
vina.
Fyrir um það bil aldarfjórðungi hóf Búvörudeild
Sambandsins kynningu á ís-
lenska hestinum á megin-
landi Evrópu og áfram er
unnið að því verkefni,
beggja vegna Atlantshafsins. Ætlað er að um
50 þúsund útlendingar umgangist nú íslenska
hestinn.
Sigurganga hestsins okkar erlendis á sinn þátt í því
að varpa Ijóma á aðrar íslenskar útflutningsafurðir
og skapa þeim betri markaðsstöðu á erlendum vett-
vangi. íslenskur ferða-
iðnaður hefur meðal annars
notið þess ríkulega á undan-
förnum árum.
3