Dagur - 28.03.1980, Síða 7
Vörubfll er eitthvað sem allir skilja
LEIKLIST
eftir
Viðar
Eggertsson
„ÓSKÖP er farið að hugsa vel um
fólkið" segir Lovísa yngri, með
nokkurri undrun og ánægju, í Her-
bergi 213 sem Leikfélagið sýnir nú
um þessar mundir. Ástæðan fyrir
þessum orðum Lovísu er, að Albert
arkitekt er að sýna henni nýja að-
alskipulagið að bænum og þar
kemur í ljós að ekki er bara gert ráð
fyrir bílum og bílastæðum heldur
einnig fólki og mannlífi. Einhvern-
veginn hefur þessi setning sest að í
huga mér og hljómað þar í tíma og
ótíma. Skoðum þetta aðeins nánar.
Er ekki eitthvað bogið við þetta
manniíf okkar þegar ákvarðanir
fulltrúa okkar eru á þá leið að við
setjumst undrandi niður og segj-
um: „Ósköp er farið að hugsa vel
um fólkið"?
Ekki fyrir löngu síðan vorum við
sett í svipaða aðstöðu þegar það
spurðist út að nýjasti menntamála-
ráðherrann okkar væri hlynntur
menningunni (!). Það þótti sem
sagt tíðindum sæta að mennta-
málaráðherra væri hlynntur me n-
ingu — þetta hafði víst enginn fyr-
irrennari hans látið út úr sér áður.
Ég sem hef alltaf haldið að samfé-
lag okkar væri til þess stofnað að
okkur liði vel. Ekki bara til þess að
skipuleggja vinnuþrælkun á meðal
þegnanna til að afla brauðs, heldur
fremur til þess að auka þroska og
manngildi, og gera okkur lífið
bærilegra. Enda eld ég að það sé
engin fáviska að halda því fram að
þjóð án menningar líði undir lok.
Það er heldur engin fáviska að
halda því fram að menning sé okk-
ur jafn nauðsynleg og brauð —
þ.e.a.s. ef við viljum halda okkur
lengra komin í þróunarsögunni en
aðrar dýrategundir. Þetta sannar
líka sú staðreynd að meðal al-
mennra þegna landsins ríkir mikill
áhugi á hvers konar listum. Það er
varla til svo lítið sveitafélag að þar
sé ekki leikfélag eða kór,. einhver
sem setur saman vísur, spilar á
píanó, málar myndir o.s.frv. Allir,
já hver og einn, hvaða störfum sem
hann gegnir hefur þörf fyrir að
njóta og skapa menningarverð-
mæti. Það gerir okkur að þjóð m.a.
Okkur nægir ekki að vernda þau
menningarverðmæti sem fyrir
hendi eru. Við verðum sífellt að
þróa menningu okkar — skapa
nýja list. Og list er ekki bara af-
þreying né skemmtanaiðnaður.
Hún er skoðun á mögulegum og
ómögulegum litbrigðum mannlífs-
ins. Alvarleg og framsækin list
kostar peninga og það verðum við
að skilja og gera það upp við okkur
hvort við viljum hafa ábyrga
menningarstefnu eða ekki.
Pólitíkusarnir okkar tala ógjarn-
an um menningarpólitík. Það er
einna helst að þeir fjölyrði um gildi
menningar í hátíða- og skálaræð-
um þar sem þeir láta uppi þá vitn-
eskju sína að öflug innlend menn-
ing sé hornsteinn íslensks þjóðfé-
lags. En samt þegar skugga bregður
á þjóðarbúskapinn, þá á ávallt að
skera niður framlög til menningar
og því lætt inn hjá þjóðinni að í
rauninni sé þetta menningarbrölt
ekkert annað en lúxus og það að
fólk fái að hafa afkomu sína af
sltku sé barasta óvenjulegt um-
burðarlyndi. Homsteinninn er þá
bara lúxus. Skoðum hlutina aðeins
nánar. Hve stór hluti er þessi lúxus
af ríkisútgjöldum? Það kom í ljós
við skoðun fjárlagafrumvarps síð-
asta árs að framlög til skapandi
listastarfsemi námu hvorki meira
né minna en 0,46%. En nú höfum
við menntamálaráðherra sem er
hlynntur menningunni, svo von-
andi megum við sjá fram á bjartari
daga. — Vissuð þið að framlag til
lista- og menningarmála voru rúm
4% af ríkisútgjöldum árið 1904?
Þess má getaað framlög ríkis til
wleikfélags Reykjavíkur og Leikfé-
lags Akureyrar eru svipuð og við-
komandi greiða í söluskatt, svo
styrkurinn er ekkert annað en bók-
haldslegt gabb, fyrir nú utan hvað
það kostar í vinnustundum og
pappír að framkvæma þá hringa-
vitleysu. Einnig má hafa í huga þá
athugun sem Ríkisútvarpið fékk
Hagstofuna til að gera á viðskipt-
um ríkis við skapandi listastarf. Það
kom í ljós að ríkið kom út með (í
grófum útreikningi) ca. 300
milljóna króna hagnað.
Nú er tími fjárlaga, og forstöðu-
menn listastofnana, sem og ann-
arra, ganga á fund kjörinna fulltrúa
okkar í bæjarráðum og fjárveit-
inganefnd til að fara 8ess á leit við
þá að þeir renni styrkari stoðum
undir menninguna. Á fund þeirra
fara forstöðumenn L.A. sem vita að
atvinnuleikhús er ekki leikhús með
örfáum fastráðnum starfsmönnum,
heldur líka gjaldgeng leiklist. Til
þess þarf fé og við verðum að gera
upp við okkur hvort við viljum slíkt
atvinnuleikhús eður ei. Að vonum
er nokkur urgur í wleikfélagsfólki
vegna fjárhagsstöðunnar og þetta
ástand varð einum starfsmanni
leikhússins tilefni til að semja eft-
irfarandi bréf í fúlustu alvöru.
Bréfið hefur reyndar ekki farið
boðleið, en birting þess hér ætti að
geta gefið viðkomandi aðilum
svigrúm til að hugsa sitt ráð svo þeir
verði viðbúnir að taka snögga og
einarða afstöðu til erindisins ef það
kemur til afgreiðslu:
Til bœjarráðs A kureyrar.
Erindi Leikfélags A kureyrar.
Háttvirta bæjarráð.
Hér með leitum við eftir styrk úr
bæjarsjóði til kaupa á vörubíl. Við
erum orðin þreytt á að eiga undir
ykkur að sœkja með laun fyrir svo og
svo marga leikara til þess að hœgt sé
að halda gangandi leikhúsi, sem
getur ekki gengið nema fyrir helm-
ingi hærri fjárhœð en það hefur úr
að spila. Við erum farin að skilja að
leiklist er ekki það sem hefur að
segja fyrir vöxt og viðgang bœjarfé-
lagsins. Við erum orðin þreytt á að
brúa bilið á milli styrkveitinga rikis
og bæjar og gjaldgengrar leiklistar.
Og síðar í sama bréfi segir:
Við viljum sœkja um styrk til
kaupa á vörubíl, vegna þess að
vörubíll er eitthvað sem allir skilja.
Vörubíll getur tekið virkan þátt í
atvinnuuppbyggingunni og stuðlað
þannig að auuinni hagsæld bœjar-
búa. Vörubíll gœti á einum degi flutt
allt drasl leikfélagsins burt úr Sam-
komuhúsinu, upp á hauga, svo það
yrði ekki lengur til trafala þeim sem
kynnu að vilja nytja húsið til samfé-
lagslegra nota, svo sem Kaupfélags-
og mjólkursamlagsfunda. Leikfé-
lagið gæti, ef það ætti vörubíl, tekið
virkan þátt í að aka uppfyllingu í
Akureyrarpoll, svo bæjarbúarþyrftu
ekki lengur að þola þann hinn rotna
og fúla.
Að lokum viljum við koma að
einu okkar hjartans áhugamáli, sem
vegna menntunar okkar og þjálfun-
ar gæti komið bœjarfélaginu til
góða. Ef við hefðum til umráða
vörubil mundi það vera okkur leikur
einn að koma fyrir á palli hans litlu
leiksviði, og vegna okkar ekki
ástœðulausu föðurlandsástar mund-
um við með glöðu geði œfa stundar-
langt prógram, sem hœgt yrði að
flytja á Ráðhústorgi 17. júní ár
hvert, og svo væri ekki annað en
setja bílinn í gang og aka út á
íþróttavöll til að hœgt vœri að flytja
prógrammið einnig þar.
Með hjartans þökk fyrir ríkan
skilning á liðnum árum,
í von um að menningin og listin
blómstri og eflist og að fólk flykkist
í Leikhúsið, á tónleika og mynd-
listasýningar og enginn þurfi að
segja með undrun: „Ósköp er farið
að hugsa vel um fólkið“, slæ ég
botninn í þetta spjall.
Stærsta og fullkomnasta
hótel landsins, býðuryður
þjónustu sína. 217 vel búin
og þægileg herbergi, öll
meðbaði, síma og
sjónvarpstengingu.
—!—
Her erfullkomin
funda- og ráðstefnu
aðstaða. Fyrir
fámennafundi sem
fjölþjóða ráðstefnur
I Veitingabuð
færðu allskonar
rétti á
hóflegu verði.
Glæsilegar veitingar.
í Blómasal bjóðast
veisluréttirog Ijúfar
veitingar. Reynið kræs-
ingar kalda borðsins í
hádeginu.
í hótelinu er rekin fjölþætt þjónustustarfsemi.
Sundlaug og gufuböð, rakarastofa,
hárgreiðslu- og snyrtistofur. Einnig verslun,
ferðaþjónusta og bílaleiga er við hóteldyrnar.
Heili heimur útaf
fyrir sig. Er hægt
3ð hugsa sér það
þægilegra?
Verið velkomin
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
Reykjavíkurflugvelli
Sími: 22322
7