Dagur - 08.05.1980, Page 4

Dagur - 08.05.1980, Page 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Vinna og frístundir Islendingar eru þekktir fyrir að vinna langan vinnudag. Fjöldi manns gerir svo, einfaldlega til að ná endum saman. Aðrir leggja á sig mikla vinnu til að afla sér ým- issa gæða, s.s. þaks yfir höfuðið, bíls og litasjónvarps, svo eitthvað sé nefnt. Sum þessara gæða eru ekki beinlínis nauðsynleg, en þykja sjálfsagðir hlutir. Sá grunur læðist hins vegar að ýmsum, að sumir vinni meira en góðu hófi gegni, aðeins vegna þess að þeir séu vanir því, og sökum þess að þeim finnist þeir ekki hafa neitt við að vera í frítímum sínum. Það er slæmt mál, ef fólk vinnur meira en góðu hófi gegnir og ekki hvað síst ef það er aðeins vegna þess, að það kann ekki að ráð- stafa frístundum sínum. Þarna hefur eitthvað brugðist, og að margra hyggju er það skólakerfið. Það þarf að kenna fólki skapandi tómstundastörf, en þegar þurft hefur að spara í skólakerfinu, hafa það ævinlega verið handmenntir, tónmenntir og fleiri slíkar greinar, sem skornar hafa verið niður. Það er því mikið fagnaðarefni, þegar það kemur í Ijós, að þrátt fyrir langan og strangan vinnudag, eru margir sem sinna margvísleg- um áhugamálum og frístunda- starfi, og sumir hverjir af verulegu kappi. Þetta kom m.a. í Ijós við undirbúning sýningar á verkum, sem starfsmenn Slippstöðvarinn- ar á Akureyri hafa unnið í frí- stundum sínum. Hér er um að ræða samvinnu- verkefni á vegum menningar- og fræðslusamtaka alþýðu á öllum Norðurlöndunum, sem kallað hef- ur verið Menning á vinnustöðum, og varð málmiðnaðurinn fyrir val- inu, vegna þess að innan hans eru vandamálin að ýmsu leyti lík í öll- um löndunum. Markmiðið er meðal annars að leggja áherslu á, að á vinnustöðum fer fleira fram en vinnan ein, og verkafólk fæst við margþætta tómstunda- og menningarstarfsemi, sem fróðlegt er að kynnast. Þessi kynning á frístundastarfi starfsmanna Slippstöðvarinnar á Akureyri er lofsvert framtak og gæti ef vel tekst til, örvað menn til frekara tómstundastarfs. Væri vel til fundið að koma upp fleiri slík- um sýningum út um landið og meðal fleiri starfsstétta, því varla getur meiri hvíid frá daglegu amstri, en hollar og skapandi tómstundir. Væri vafalaust meira um slfkt starf, ef skólakerfið hefði staðið sig betur f þessum efnum. ú?<w t* > *Wí * IKgilMíiÉmJpHS mjim I ., : ; $*< h’J-Á,- V f ' * ■ | E iiaEl [$8 4.DAGUR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.