Dagur - 10.06.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 10.06.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 10. júní 1980 41. tölublað Gísli Konráðsson um málefni frystiiðnaðarins: Þýðingarlaust að halda áf ram að óbreyttu ástandi Að undanförnu hefur mikið verið rætt um þann vanda sem frystiiðnaðurinn á við að etja um þessar mundir. Vegna söluerfiðieika í Bandaríkjun- um, hefur verulega verið dreg- ið úr framleiðslu þorskf laka og sl. fimmtudag varð 5-10% verðlækkun á nokkrum teg- undum af frystum fiskafurðum á Bandarikjamarkaði. Samfara þessu hefur orðið mikil framleiðsluaukning og frystigeymslur víða um land að fyllast. Árni Benediktsson fram- kvæmdastjóri, segir í viðtali við Mbl. að það sé algjört glapræði að halda áfram slíkum rekstri og Ólafur Gunnarsson á Neskaups- stað segir að nú sé frystiiðnaður- inn rekinn með 18-19% tapi. Dagur hafði samband við Gísla Konráðsson framkvæmdastjóra hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og sagði hann að þeir sætu uppi með geysimiklar birgðir, allt fullt og mikill fiskur í geymslu hjá Kristjáni Jónssyni. Hann sagði og að ef ekki úr rættist sæi hann ekki hvaða þýðingu það hefði að halda framleiðslunni áfram. „Þetta er vegna sölutregðu á Bandaríkjamarkaði og ennfrem- ur vegna þess að samningar okkar við Rússa eru útrunnir og stopp á framleiðslu til Rússlands. Þetta hjálpast hvort tveggja að, að fisk- urinn hleðst svona upp. Það verður haldinn stjórnarfundur í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í dag og þar verða líklega teknar einhverjar ákv'arðanir um þessi mál varðandi húsin í heild,“ sagði Gísli að lokum. í vinnusal Ú.A. Mynd: á.þ. Iðn. skólanum slitið Iðnskóianutn á Akureyri var slitið 29. maí í sal skólans. í upphafi máls síns gerði Aðalgeir Pálsson skólastjóri grein fyrir vetrarstarfinu. 75 ár eru liðin frá stofnun skól- ans og fyrsta árið sem starf- semi vélskóladeildanna og tækniskóladeildanna eru bókhaldslega undir hann lögð. Nemendafjöldi — alls voru 299 innritaðir og 272 sem þreyttu próf. Þetta er svipaður nemendafjöldi og á síðasta ári. Frá skólanum útskrifuðust 37 nemendur af iðnnámsbrautum, 9 nemendur úr 1. stigi og 12 nemendur úr 2. stigi vélskóla. 12 luku raungreinadeildarprófi en 11 nemendur undirbúnings- deildarprófi úr deildum tækni- skóla. Hæstu einkunn úr iðn- námsbrautum fékk Halldór Brynjarsson ketil- og plötu- smiður 9.4. Skólastjóri þakkaði góðar gjafir er skólanum hafa borist. Glæsilegt málverk af Jóni Sig- urgeirssyni fyrrverandi skóla- stjóra gefið af iðnaðarmönnum, iðnaðarfyrirtækjum og nokkr- um stofnunum í þakklætis- og virðingarskyni við Jón fyrir 40 ára kennslu og 26 ára skóla- stjórn. Veltir h.f. í Reykjavík gaf, fyrir milligöngu umboðsmanns síns, Magnúsar Jónssonar, bif- vélavirkjameistara, dieSelvél af Volvo-gerð og væntir skólinn þess að gjöfin muni stuðla að bættri kennslu bifvélavirkja, vélvirkja og vélstjóra. Fundur um Pollinn Um margra ára skeið hafa farið fram líffræðilegar rannsóknir á Pollinum. Þegar er búið að gefa út 6 skýrslur sem greina frá nið- urstöðum rannsókna og sú 7. og síðasta er á leiðinni. Það er Náttúrugripasafnið sem hefur staðið fyrir þessum rannsóknum og í sumar eða í síðasta lagi í haust mun safnið, ásamt heil- brigðisnefnd Akureyrar, halda fund með viðkomandi aðilum um ástand Pollsins. Helgi Hallgrímsson, náttúru- fræðingur sagði í samtali við blaðið að ýmsir aðilar hefðu lagt hönd á plóginn í þessum rannsóknum frá því að Náttúrugripasafnið tók við þeim árið 1971. „Það er sýnt að með tímanum verður að koma á betra ástandi á frárennsli en hefur verið. Það fer nú óhreinsað í sjóinn og það hlýtur alltaf að vera slæmt meðan svo er.“ Ekki vildi Helgi draga neinar ályktanir af þeim rannsóknum sem búið er að gera, en sagði að réttara væri að bíða eftir fundinum. Aðspurður sagði Helgi að til viðbótar þeim rannsóknum sem búið er að gera hefði þurft að gera athuganir á efnasamsetningu skólpsins, en ekki hefur unnist tími til þess. Eins og áður sagði hafa rannsóknirnar einkum verið líf- fræðilegar og beinst að því hvernig dýr og jurtir hafi brugðist við auk- inni mengun. Kvenfélagasamband S-Þingeyjarsýslu 75 ára Laugardaginn 7. júní sl. varð Kvenfélagasamband Suður- Þingeyinga 75 ára. I samband- inu eru 14 félög með rúmlega 500 félaga. Nokkur félaganna gáfu út blöð í tilefni afmælisins, Kvenfélag Mývatnssveitar gaf út Blaðkorn, Kvenfélag Aðal- dæla gaf út Huldur, Kvenfélag Nessóknar gaf út Baldursbrár, frá Kvenfélagi Þóroddsstaða- sóknar kom Ljósbrot og frá Kvenfélagi Fnjóskdæla kom blaðið Laufið. Blöðin eru ljós- rituð og mjög fjölbreytt að efni. Dagur hafði samband við Hólmfríði Pétursdóttur, formann Kvenfélagasambandsins og sagði hún að dagana 5. og 6. júní hefði verið haldinn aðalfundur í skólan- um á Skútustöðum og mættu þar um 50 manns. Á föstudagskvöld- inu, 6. júní, var síðan haldinn opinn fundurog var hann mjög vel sóttur. Þangað var m.a. boðið fulltrúum frá sveitarstjórnum og búnaðar- (Framhald á bls. 6). Um þessar mundir er veriö að mála leiðbciningalínur á göturnar á Akureyri. Vonandi fara ökumenn eftir þessum linum sem ungu stúlkurnar voru að mála á Hörgárbrautina í s.l. viku. Mynd: á.þ. Lítill afli á Grenivík Grcnivík 9. júní Aflabrögð hafa verið ákaflega rýr að undanförnu. Tveir stórir bátar hafa verið á netum. Þeir komu inn fyrir skömmu eftir viku útivist með sín 8 tonnin hvor. Báðir fóru á veiðar á ný í dag. Sömu sögu er hægt að segja um færafiskirí og línuna. Atvinna í frystihúsinu hefur ver- ið heldur minni en oft áður. Við höfum fengið Akureyrartogara hingað með grálúðuafla og töluvert hefur verið ekið hingað á bílum frá Akureyri. Bændur eru bjartsýnir, en nú vantar bara vætuna því allt er að skrælna í þurrkinum. Ef kæmi skúr mundi gróðurinn þjóta upp. Fyrsti reksturinn í Fjörðinn var farinn í fyrri viku og síðan hafa verið farnar nokkrar ferðir með kindur. P. A. Bílvelta í Vaðla- heiði I fyrrakvöld valt sendiferðabíll með G-númeri í Vaðlaheiði. Samkvæmt upplýsingum frá lög- regluni meiddist enginn, en bíll- inn skemmdist töluvert. Viðmæl- andi blaðsins hjá lögreglunni sagði, að enn væri ekki hægt að merkja aukningu á umferð utan- bæjarbíla, en gerði ráð fyrir miklum fjölda ferðamanna á Ak- ureyri um næstu helgi, enda á Menntaskólinn stórafmæli og margir koma eflaust til Akureyrar í tilefni þess. Hjartarbaninn í Borgarbíói Borgarbíó sýnir um þessar mundir kvikmyndina Hjartar- baninn, sem sýnd var í 10 mánuði í Reykjavík. Kvikmyndin hlaut fimm Óskarsverðlaun á síðasta ári. í myndinni er fjallað um fimm vini sem halda til Víetnam i lok sjötta áratugarins -— lífið á vígvöllunum og áhrif stríðsins á ungu mennina. Þess má geta að búið er að endurnýja Borgarbíó og er það orðið hið vistlegasta. Hjóluðu í London Fyrir skömmu komu sex piltar frá London, þar sem þeir tóku þátt í alþjóðlegri keppni á reiðhjólum og vélhjólum. íslendingarnir stóðu sig ágætlega, en þeir höfn- uðu í 10. sæti í vélhjólakeppninni, en í 14. sæti í hjólreiðakeppninni. Alls tóku 20 þjóðir þátt í mótinu. I íslenska hópnum var einn kepp- andi frá Akureyri, Hermann Örn Ingólfsson. Eimskip tekur upp fastar áætlunarferðir Eimskip hefur ákveðið að hefja fastar áætlunarferðir milli íslands og New York. Fyrst um sinn verður gámaskipið m.s. BERG- LIND notað til þessara áætlana- siglinga en auk viðkomu í New York mun skipið jafnframt koma við í Portsmouth.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.