Dagur - 10.06.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 10.06.1980, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Uggvænleg þróun Þrátt fyrir fyrirheit og góðan vilja stjórnvalda um að gera ráðstafanir til að minnka verðbólguhraðann, bólar ekki enn á neinum aðgerðum sem gefa vonir um árangur til að ná því marki. Að vísu má segja að starfstími ríkisstjórnarinnar sé það skammur, aðeins 4 mánuðir, að lítil reynsla sé fengin um úrræði og getu hennar í þessu efni. Menn verða einnig að gera sé Ijóst að ríkisstjórnin hefur margsinnis lýst því yfir að hún muni reyna að ná samstöðu við hags- munaaðilana um þær aðgerðir sem gripið verður til í því skyni að ná settu marki. Umræðan sem fram hefur farið að undanförnu um verðbólguna og þær neikvæðu verkanir sem hún veldur í þjóðfélaginu, gáfu stjórnmálamönn- um von um að verðbólguhugsunar- hátturinn væri að breytast — skiln- ingur almennings á vandanum væri vaxandi og meiri líkur fyrir því en áður að hægt væri að ná fram samstöðu um úrræði, sem að gagni mundu koma. Því er ekki að neita að aðstað- an til að ná slíkri samstöðu er erfið, því almennir launasamningar eru nú til umfjöllunar og veruleg togstreyta virðist vera innbyrðist í hinum ýmsu launþegahópum og samböndum. Slíkt verður til að torvelda allt sam- komulag við þessa aðila. Kjarasamningarnir sem Álfélagið í Straumsvík gerði fyrir skömmu við starfsfólk sitt er sérstakur kapituli og gerir stöðuna ekki auðveldari. Enda eru uppi grunsemdir um að til þess hafi leikurinn verið gerður. Á þessum góðu vordögum virðast vera margar blikur á lofti í þjóðfélag- inu og mörg ill tíðindi sem hafa þegar gerst eða eru í sjónmáli. Verstu tíð- indin eru þau að söiutregða er á sjávarafurðum okkar, sérstaklega í Bandaríkjunum, og margt bendir til þess að verulegar líkur séu á verðfalli á þessum vörum þar í landi. Af þessu leiðir að öll frystihúsin eru að verða yfirfull af fiski og við blasir fram- leiðslustöðvun af þessum ástæðum, ef ekki verður skyndileg breyting. Á sama tíma og þetta gerist stórhækkar allur tilkostnaður í landinu — laun hækka um 11,7% — fiskverð og bú- vara um hið sama og svo er verið að knýja fram aimenna grunnkaups- hækkun í ofanálag að ógleymdri vaxtahækkuninni, sem varð um síð- ustu mánaðamót. Fyrir liggur að frystihúsin voru rekin með tapi áður en síðustu hækkanirn- ar komu til. Einnig var rekstrargrund- völlur útflutningsiðnaðarins brostinn strax á fyrsta mánuði ársins. Hvort sem um er að ræða einstaklinga eða heil þjóðfélög — þá verða allir að haga lífi sínu eftir aðstæðum ef ekki á illa að fara. Ekki aukum við hagsæld- ina í landinu með því að stöðva fram- leiðsluna — er ekki kominn tími til að endurmeta stöðuna og gera ráðstaf- anir samkvæmt því? Símvirkjar að störfum í sjálfvirku stöðinni. Mynd: á.þ. Stöðvar, sem búa við númera- skort eru: Laugabakki, Skaga- strönd, Hofsós, Varmahlíð, Gríms- ey, Breiðamýri og Reykjahlíð. Segja má að eftir framangreind- ar stækkanir sé ástandið sæmilegt á stærri stöðum eftir árið, en lakara á minni stöðum því vitanlega er eng- inn ánægður að þurfa að bíða lengi eftir síma. Aðrar framkvæmdir í sjálfvirk- um stöðvum er uppsetning á búnaði fyrir utanlandsval, sem unnið er að samhliða stækkunum. — Hver er heildarkostnaður við að koma upp síma i þéttbýli annars- vegar og í sveit eins og t.d. Svarfað- ardal hinsvegar? Þessu er dálítið erfitt að svara, en samkvæmt upplýsingum, sem ég hefi fengið frá Tæknideild stofn- unarinnar, sem hannar og sér um nýframkvasmdir, mun áætlaður kostnaður við síma í sveit vera um 2 til 2,5 milljónir króna, en í þéttbýli í bæjum um 1 milljón króna. Þetta er talsvert breytilegt eftir í sveit er 2 til 2,5 milljónir króna en í þéttbýli er kostnaðurinn áætlaður 1 milljón | „Helstu | símafram- | kvæmdir á | Norður- 1 landi í sum- 1 I aroga . | þessu ári Áætlaður kostnaður við síma | verða srma- I lagnir í ^ sveitum fyr- ^ ir sjálfvirkan 1 síma og | stækkanir á | sjálfvirkum | símstöðv- | um,“ sagði ^Ársæll | Magnússon, | umdæmis- | stjóri Pósts |og síma á | Norður- | landi þeg ar ^ blaðamaður i spurði hann | hvaða fram- | kvæmdir Iværu helstar |á Norður- | landi í sum- lar. I Ýmsu frestað vegna fjár- skorts Það er kunnara en frá þurfi að segja að forráðamenn Pósts og síma hafa lýst því yfir að stofnunina vanti töluvert fé svo hægt sé að ráðast í þær framkvæmdir sem fyr- irhugaðar voru í sumar. I upphafi var Ársæll spurður um hvaða áhrif fjárhagsörðugleikar Pósts og síma hefðu á framkvæmdir hér á Norð- urlandi. Ársæll sagði að Póst og símamálastofnunin fjármagnaði sig sjálf af eigin tekjum, byggða á gjaldskrám. Því verður, að lokinni fjárlagaákvöðrun Alþingis, að að- laga gjaldskrár fyrir áætluðum út- gjöldum. Að lokinni samþykkt síð- ustu fjárlaga og ákvörðun stjórn- valda á gjaldskrárhækkun Pósts og síma, lá það strax ljóst fyrir að endar næðu ekki saman. Við endurskoðun á rekstrar- og fjárfestingaráformum stofnunar- innar, var samgönguráðuneytinu og fjárveitinganefnd bent á, að fresta yrði kostnaðarútgjöldum fyrir nálægt 1 milljarð króna og sendar ábendingar þar um. í þessu umdæmi kemur þetta niður á húsa-, loftlínu- og jarð- símarekstri, þar sem beinlínis er stefnt að takmörkun sem fresta megi til næsta árs. í fjárfestingum var lagt til, að fresta húsbyggingu í Varmahlíð í Skagafirði og línuframkvæmdum í sveitum þarsem gera ætti sjálfvirkt, svo sem í Út-Kinn í Ljósavatns- hreppi og Blöndudal í A.- Hún. Ennfremur var frestað verkefn- um í sjálfvirkum stöðvum, stækkun sjálfvirku langlínumiðstöðvar á Akureyri og í landlínuverkefnum var frestað tvöföldun á örbylgjuleið til Reykjavíkur, sem áætlaðar eru til rekstraröryggis langlínusam- banda á Norðausturlandi og meg- inhluta Austfjarða sem fara hér um. 144 símar tengdir við sjálfvirka kerfið — Dagur hefur mikið fjallað um símamál í sveitum hér fyrir norðan og eflaust leikur mörgum hugur á að vita hvaða sveitarfélög geta vœnst úrbóta í sumar. Einnig vœri fróðlegt að vita hve margir „sveitasímar“ verða í notkun þegarframkvœmdum lýkur í haust. „í dag er ástandið þannig í sveit- um á Norðurlandi að af um 1800 símum eru um 700 með sjálfvirkan síma og um 540 með sólarhrings- þjónustu, en hinir með skertan þjónustutíma frá 4 klst. til 12 klst. á virkum dögum. Á þessu sumri og í byrjun næsta árs er gert ráð fyrir, að tengja 144 síma við sjálfvirkt síma- kerfi og er undirbúningur hafinn að fullu með lagningu jarðsíma í þeim sveitum, sem eiga að fá sjálf- virkan síma. í Aðaldælahreppi eru 12 símar, sem tengjast við sjálfvirka símstöð að Staðarhóli, í Hrafnagils- og Öngulsstaðahreppi um 70 símar, sem tengjast í byrjun næsta árs við sjálfvirka símstöð, sem sett verður upp í Hrafnagilsskóla, í Svarfaðar- dal 54 símar, sem tengdir verða við Dalvík og í Svínavatnshreppi 8 símar, sem tengdir verða við sjálf- virku símstöðina í Bólstaðarhlíð. Að þessum framkvæmdum verður unnið ef engar frekari tak- markanir verða gerðar. Ríkið hirðir sitt — Hvaða sjálfvirkar siöðvar verða stœkkaðar á þessu ári og hvernig er ástandið i símamálum i þéttbýlisstöðum á Norðurlandi? Stækkanir á sjálfvirkum sím- stöðvum hófust strax eftir áramót oger lokið við stækkun á Blönduósi og hafin stækkum á Hvammstanga, síðan kemur Dalvík, Sauðárkrókur, Bólstaðarhlíð, Grenivík, Siglu- fjörður og Kópasker. aðstæðum, en vekja má athygli á því, að um 40-45% af þessuni kostnaðartölum greiða símnotend- ur til ríkisins í formi tolla, vöru- gjalds og söluskatts af efni sem til þarf. Óréttmæt gagnrýni? — Oft verður Póstur og sími fyrir gagnrýni afýmsu tagi — m.a. er sagt að afnotagjöld, stofnkostnaður og fleiri af gjöldum fyrirtœkisins séu of há, en þegar þær tölur eru hafðar í huga sem þú gafst í sambandi við kostnað — er það ekki niðurstaðan að gjaldskrá Pósts og síma sé of lág? Það er augljóst mál, að ef stofn- unin á að ljúka innan tilhlýðilegs tíma, því sem telja verður eitt af forgangsverkefnum þ.e. að gera allt landið sjálfvirkt, þá eru afnota- gjöldin alltof lág. Þessi mál hafa verið til athugunar hjá stjórnvöld- um hvað varðar framgang sjálf- virkni í sveitum nú síðustu eitt til tvö árin. Mér kemur í hug til samanburð- ar rafveitur í sveitum, þar sem komið hefur fram, að þörf er á endurbyggingu og styrkingu á dreifikerfi og í því sambandi komið til tals, að ríkissjóður þyrfti að koma sérstaklega til aðstoðar á fé- lagslegum grundvelli, þá væri ekki óeðlilegt að álykta, að gera þyrfti átak í símaþjónustu í sveitum ef skoðaður er þjónustutími frá 4 klst. í 12 klst. á dag og margir notendur á sömu línu. í þessu sambandi verður manni starsýnt á þann skatt, sem . símnotendur greiða til ríkisins við nýlagnir, til að leysa þessi mál. f sambandi við gjaldskrá má skrifa langt mál, en ég vil sérstak- lega benda á þær breytingar, sem gerðar voru á síðasta ári á sjálf- virkum langlínutöxtum til veru- legrar lækkunar fyrir símnotendur, þar sem á lengstu leiðum lengdist tíminn um 33% og innan sömu hnútstöðva var settur sami taxti milli stöðva. Yfirvofandi skortur á sím- um á Akureyri Til viðbótar framangreindu vil ég sérstaklega geta þess, að hér á Akureyri verður nú í sumar lagður 1000 Íína jarðsími frá símstöð í Glerárhverfi og er ráðgert að hluti leiðarinnar verði í samvinnu við hitaveitulögn í Glerárgötu. Þess má geta um leið, að aðeins eru um 190 nr. laus í Akureyrarsímstöð og stækkun áætluð eftir um 12-14 mánuði, þannig að gera má ráð fyrir 6-8 mánaða tímabili, sem engin númer verða laus. íbúar á Svalbarðseyri hafa beðið eftir sjálfvirkum síma í um 2 ár og stóðu vonir til, að lausn fengist á þeirra máli um sl. áramót, en vegna óviðráðaniegra ástæðna hefur dregist, að efni kæmi frá framleið- anda, en síðustu fregnir eru, að það hafi verið afgreitt í flugfrakt og verður strax hafist handa er efnið kemur. Tónlistarskólanum Slltlð i_ Alls stunduðu 465 nemendur nám við skólann sl. vetur Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri. Tónlistarskólanum á Akureyri var slitið í 35. sinn í Akureyrarkirkju, föstudaginn 23. maí s.l. Við það tækifæri lék hljómsveit skólans undir stjórn Oliver J. Kentish, — 1. þáttinn úr flautu- konsert í D-dúr eftir Mozart, — , einleikari var Jonathan Bager flautukennari. Einnig fluttu Gréta Baldursdóttir og Guðrún Þórarins- dóttir dúetta fyrir fiðlu og lágfiðlu, sem Oliver J. Kentish sellókennari samdi og tileinkaði flytjendum, sem luku 8. stigsprófi á sín hljóð- færi á þessu vori, með ágætiseink- unn. f ræðu sinni minntist skóla- stjóri, Jón Hlöðver Áskelsson, á þann merka áfanga í starfi skólans, þegar hin nýja viðbygging, sem er 280 m2, var tekin í notkun þann 9. mars s.l. Um 1500 bæjarbúar heimsóttu skólann á þessum opn- unardegi og tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá. Taldi skólastjóri að þessi dagur hefði tengt skólastarfið betur bæjarlífinu, en nokkur annar dag- ur, og hið mikla sjálfboðastarf nemenda og starfsfólks hafi sýnt hve mikils virði þessi þáttaskil voru öllum hlutaðeigandi aöilum. Skólastjóri minntist með þakklæti starfa Jóhanns G. Guðmundssonar í stjórn skólans, en hann andaðist fyrir aldur fram í mars s.l. Alls stunduðu 465 nemendur nám við skólann á vetrinum, — í forskóla voru 98, 116 á píanó,: 4 á pedalorgel, 38 á harmonium, 50 á fiðlu og lágfiðlu, 7 á selló, 23 á þverflautu, 16 á klarinett, 23 á málmblásturshljóðfæri, 18 á blokkflautu, 16 í söng, 24 á har- moniku, 32 á gítar. Örn Arason gítarkennari og Leifur Þórarinsson tónfræðikenn- ari flytja nú af staðnum eftir 2ja ára starf við skólann. Enn er óráðið í stöður þeirra, auk þess sem staða píanókennara og kennara á málm- blásturshljóðfæri er laus til um- sóknar. Philip Jenkins píanóleikari, sem var í vetrarleyfi frá störfum við Royal Academy of Music, kenndi við skólann í vetur, auk þess sem hann lék á mörgum tónleikum á Akureyri, og var mikil lyftistöng í tónlistarlífi bæjarins. Skólinn gekkst fyrir píanónámskeiði í maí með píanóleikaranum Martin Berkofsky. Mikil ánægja ríkti meðai þátttakenda með heimsókn þessa snjalla píanóleikara í skól- ann. Alls voru haldnir 28 tónleikar á vegum skólans, en þar af voru 20 tónleikar er fram fóru á laugar- dögum, og kennarar skiptust á um að skipuleggja. Blásarasveit skól- ans tók þátt í móti skólalúðrasveita í Njarðvík þann 17. maí. Mct þetta tókst í alla staði vel og var for- svarsmönnum tónlistarmála í Njarðvík til mikils sóma. Blásara- sveitin naut einnig einstakrar gest- risni og móttöku Skólahljómsveitar Mosfellssveitar í þessari ferð. Verðlaun fyrir námsárangur og áhuga hlutu: Halldór Halldórsson trompetnemandi, Árni Hilmarsson orgelnemandi, bræðurnir Sveinn og Hjálmar Sigurbjörnssynir trompetnemendur — en þeir eru nú á förum til Reykjavíkur í fram- haldsnám —, Gréta Baldursdóttir, er lauk 8. stigsprófi í fiðluleik með ágætiseinkunn og Guðrún Þórar- insdóttir er lauk 8. stigi á lágfiðlu með ágætiseinkunn. Við skólaslit fór fram fjórða úthlutun náms- styrkja úr minningarsjóði Þorgerð- ar S. Eiríksdóttur, en áður höfðu 5 nemendur frá skólanum hlotið styrki til framhaldsnáms í tónlist. Að þessu sinni hlutu Gréta Bald- ursdóttir fiðlunemandi, Guðrún Þórarinsdóttir lágfiðlunemandi og Sólveig A. Jónsdóttir Píanónem- andi, — en hún lauk 8. stigsprófi á píanó frá skólanum vorið 1979 —, styrki að upphæð kr. 200.000,- hver. Athugasemd Vegna greinarstúfs í Helgardegi, föstudaginn 30. maí, óskar undirritaður, höfundur bókar- innar/f kureyri og norðriö fagra, að taka fram að heimildir sínar um þátt frú Margrétar Schiöth í tiiurð Lystigarðsins á Akureyri sótti hann í Afmælisrit, gefið út að tilhlutan hátíðarnefndar Akureyrarkaupstaðar á 100 ára afmæli bæjarins 1962. Kristján frá Djúpalœk. ÞÓR: Afmælissigur Á föstudagskvöldið lék Þór sinn fyrsta leik í íslandsmót- inu í knattspyrnu og að þessu sinni var andstæðingurinn Ármann úr Reykjavík. Sér- stök hátíðarstemning var á vellinum í tilefni af 65 ára afmæli Þórs, og lék Lúðra- sveit Akureyrar fyrir leikinn. Fyrirliði Ármanns afhenti Áma Stefánssyni, fyrirliða Þórs, blómvönd í tilefni dagsins og sama gerði Elmar Geirsson fyrirliði KA liðsins. Þór vann auðveldan sigur á andstæðingum sínum í þess- um leik, en þeir skoruðu þrjú mörk gegn engu. Þór hóf leikinn af miklum krafti og fékk fljótlega góð marktækifæri. Sérstaklega var það Óskar Gunnarsson sem var Ármanni skeinuhættur. Hann lék mjög vel og yfirvegað, og sendingar hans á samherja sína voru nákvæmar og góðar. Á 9. mín. brýst hann upp hægri kantinn og skýtur á markið úr mjög þröngri aðstöðu, en bolt- inn fór í stöngina og út. Tveim mín. síðar brennir Guðmundur Skarphéðinsson af eftir glanna- legt úthlaup hjá markmanni Ármanns. Fyrsta mark leiksins kom síðan á 13. mín. Þá spiluðu Þórsarar vöm Ármanna sundur og saman og fyrir rest rennir Guðmundur Skarphéðinsson boltanum á Óskar Gunnarsson sem var í dauðafæri og hann skorar örugglega. Skömmu síð- ar bjargar varnarmaður hjá Ár- manni á línu eftir skot frá Ósk- ari. Annað markið kom á 24. mín., en þá átti Óskar góðan bolta fyrir markið og þar kom Rúnar Steingrímsson og skall- aði glæsilega í markið. Á 43. mín. á Þor hörkusókn sem endar með skoti frá Nóa, en yfir. Þannig var staðan í hálfleik tvö mörk gegn engu. Guð- mundur Skarðhéðinsson bætti þriðja marki Þórs við á fjórðu mín. síðari hálfleiks. Eftir þetta drógu Þórsarar sig aðeins til baka, en vörn þeirra var góð og náði Ármann sjaldan að nálgast markið. í þessum leik átti Óskar Gunnarsson stórleik, eins og áður segir en í heild var Þórs- liðið gott, og eflaust eitt það sterkasta í deildinni. Lið Ár- manns var slakt og enginn þar áberandi bestur. Leikinn dæmdi Steindór Gunnarsson, og línuverðir voru Þóroddur Hjaltalín og Geir Guðsteinssor, og gerðu þeir leiknum góð skil. Elmar Geirsson fyrirliöi knattspymuráðs K.A. afhendir Árna Stefánssyni fyrírliða Þórs blómvönd I tilcfni afmælis Þórs. Fyrirliði Ármanns er fyrir miðri myndinni, en Árni fékk cinnig blóm frá honum. BÆJAKEPPNI ILYFTINGUM Á laugardaginn fór fram árleg bæjarkeppni í lyftingum milli Akureyrar og Vestmannaeyja, og að þessu sinni var keppt í Eyjum. Fimm keppendur voru. í hverju liði og var keppt í kraftlyftingum. Vestmannaeyingar sigruðu og unnu í annað sinn bikar sem gefin er af Híbýli h.f. Eitt Akureyrarmet sá dagsins 720 kg, Halldór Jóhannesson ljós og var það hjá Kára Elíssyni í hnébeygju, 195 kg. Samanlagður árangur akur- eyrsku keppendanna var sá að Víkingur Traustason „Heimskautabangsinn" lyfti 675 kg, en sá árangur hefði nægt honum til að vinna íslands- meistaratitil fyrir skömmu. Flosi Jónsson lyfti 475 kg, Kári Elísson 530 kg og Jóhann Jó- hannesson 390 kg. Vormót fatlaðra Vormót Iþróttafélags fatlaðra fór framm um Hvítasunnuhelg- ina. Keppt var i 3 greinum Borðtennis, bogfimi og boecia. Átta manns luku keppni og úr- slit urðu þessi: Boccia 1. Guð- Jafntefli hjá K.A. KA lék við Hauka í annarri deild í knattspyrnu á laugar- daginn. Bæði þessi lið féllu úr fyrstu deildinni í fyrra, en KA þó með mun fleiri stig. Leikur þessi fór fram á mal- arvellinum á Hvaleyrarholti í góðu veðri. í fyrri hálfleik var leikurinn í nokkru jafnvægi, en KA þó skárri aðilinn. Seint í hálfleiknum braust Elmar upp kantinn og alveg upp að enda- mörkum og lagði boltann vel fyrir Jóhann Jokobsson sem skaut í stöng, en fékk boltann aftur og sendi hann í netið. Þannig var staðan í hálfleik. Haukarnir voru sprækari í síð- ari hálfleik, og jöfnuðu fljót- lega, og það urðu úrslit leiksins, eitt mark gegn einu. mundur Gíslason 2. Stefán Árnason 3. Tryggvi Gunnarsson 4. Ingvar Eiríksson. Borðtennis: 1. Hafdís Gunn- arsd. 2. Guðmundur Gíslason 3. Stefán Árnason 4. Sigurrós Karlsd. Bogfimi: Stefán Árna- son 2. Aðalbjörg Sigurðard. 3. Ingvar Eiríksson. 4. Guðmund- ur Gíslason. 5. Hafliði Guð- mundsson. ÞRIÐJA DEILD Urslit Nokkrir leikir fóru fram í þriðju deild Islandsmótsins í Norður- landsriðli. Á Grenivíkurvelli kepptu Árroðinn og Magni og sigraði Árroðinn með þremur mörkum gegn tveimur. Hringur ogJón Lár skoruðu fyrir Magna en Örn Tryggvason gerði öll mörk Árroðans. Reynir frá Árskógsströnd lék við Eflingu úr Reykjadal og sigruðu Reynismenn með 6 mörkum gegn 1. Þá léku einnig Dagsbrún og Tindastóll frá Sauðárkróki og sigruðu Sauðkræklingar með einu marki gegn engu. Hús- víkingar koma áóvart Lið Völsunga frá Húsa- vík hefur svo sannarlega komið á óvart í annarri deiidinni í knattspyrnu. Þeir hafa leikið þrjá leiki og unnið þá aila, og hlotið fullt hús stiga. Þeir eru nú efstir í deildinni með 6 stig, einu stigi á undan ís- firðingum sem eru með 5 stig. Um næstu helgi leika Völsungar við Þór fyrir austan. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.