Dagur - 10.06.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 10.06.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 10. júní 1980 EINANGRUNARBAND Enginn má um- gangast læðurnar nema umsjónarmaður þeirra Blárefslæðurnar á refabúunum við Eyjafjörð eru nú farnar að gjóta. Fyrsta læðan gaut á búinu á Lóinatjörn 16. maí, 13 hvolp- um. Strangar reglur eru um það, að enginn megi umgangast læð- urnar og hvolpana fyrstu 40-50 dagana, nema sá sem gefur þeim. Ástæðan er sú að læðurnar eru mjög styggar og í viðleitni sinni til að vernda hvolpana geta þær skaðað þá. Samtals eru 205 læður á búunum á Lómatjörn, Grund í Höfðahverfi, að Sólbergi og hjá Grávöru á Grenivík, en það er stærsta búið með 97 læður. Að sögn Tómasar Stefánssonar hjá Grávöru má reikna með að rösklega helmingur læðanna gjóti og að hvolparnir verði samtals um eitt þúsund tals- ins, sem skiptist nokkuð jafnt milli kynja. Læðumar verða seldar sem lífdýr til annarra búa, s.s. í Skaga- firði og á Vestfjörðum, en karldýrin verða fláð. Til að byrja með verða skinnin fullunnin í Skotlandi, en hugmyndin er sú, að reisa sameig- inlega verkunarstöð fyrir öll refa- búin, að sögn Tómasar. Hólar í Hjaltadal: Leikmannaskóli Fyrstu helgina í júlí mun starfa á Hólum í Hjaltadal leikmanna- skóli Hólastiftis. Á dagskrá verður gerð og notkun Nýja testamentisins. Þangað munu sækja leikmenn (starfsmenn kirkjunnar) og- prestar. Starf- semi þessi hefur verið á Hólum eina helgi í júlí, þrjú undanfarin sumur. Að sögn Péturs Sigurgeirssonar, vígslubiskups, er það Prestafélag hins forna Hólastiftis sem kom þessari starfsemi á og vinnur sér- Siglufjörður: Góður Siglufirði 5. júní Sjómannadagurinn var að sjálf- sögðu haldinn hátíðlegur hér, eins og alls staðar á landinu, fyrsta sunnudag í júní. Það var björgunarsveitin Strákar sem annaðist hátíðahöldin. Þetta var mikill og fínn dagur, veðrið óskaplega gott og það voru skemmtiatriði alveg frá hádegi og fram til kl. 7. Það voru þessi hefðbundnu sjómannadags- Hver skemmdi bílana? Aðfaranótt fyrsta júní voru unnin skemmdarverk á fimm bifrciðum, sem stóðu norðan við hús númer 18 við Skipa- götu — þ.e. við innkeyrsluna hjá Pétri og Valdimar. Einn- ig var Landrover bifreið skemmd, en hún stóð í sund- inu norðan við Rauða húsið. Á þessum bifreiðum voru brotin ljósker, aurhlífar rifnar undan og bensínlok snúin af. Sá, eða þeir, sem verkin unnu hafa skorist á höndum, því töluvert var um blóðbletti á bifreiðunum. Þeir sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið um málið eru beðnir um að snúa sér til lögreglunnar hið fyrsta. stök nefnd að undirbúningi skól- ans. Hlutverk skólans er að veita fræðslu og leiðbeiningar í kirkju- legu starfi. Að þessu sinni verða tveir fyrir- lesarar frá Háskóla Islands, þeir Jón Sveinbjörnsson, prófessor og Kristján Búason, dósent og munu þeir fjalla um Nýja testamentið, sem er þeirra kennslugrein í Guð- fræðideild Háskólans. Starfað verður í umræðuhópum, sem prófastar á Norðurlandi veita for- stöðu. Vænst er mikillar þátttöku þessa skóladaga á Hólum í sumar. afli atriði eins og koddaslagur, fót- bolti og fleira. í maimánuði landaði Sigluvíkin hér í þremur veiðiferðum 558 tonnum, Siglfirðingur, fyrrverandi Fontur, landaði 470 tonnum í þremur ferðum, Stálvík einu sinni 165 tonnum, nýkomin úr mánað- arklössun og Sigurey landaði fyrstu heimalöndun núna í langan tíma, 104 tonnum, annars hefur hún selt í Englandi. Hér var bátur leigður frá ísafirði til að reyna að stunda línu- veiðar en það hefur ekki gengið neitt og hann var að fara núna í síðasta túrinn. Grásleppuvertíðin kom vel út hérna og eru menn mjög ánægðir með hana. Handfæraveið- ar eru byrjaðar og nú seinni partinn í maí var mjög góður afli, svona miðað við árstíma, allt upp í hálft tonn á færi, en nú hefur aðeins dregið úr aftur. Hér er unnið markvisst að því að þrífa bæinn eftir veturinn og eru það aðallega unglingar sem það verk vinna. Það hefur verið mikill styr hér út af því hvar koma skuli bensínstöð og er það mál nú loksins komið í höfn, staður var valinn neðarlega á Eyrinni. Veðrið er alveg yndislegt og hef- ur verið það alveg síðan í vor. Það kom þarna smáhret um daginn, svona til þess að minna okkur á að við værum enn stödd hér á landi, og var það ákaflega hollt svona til að menn ofmetnist ekki. Menn tóku því bara með rósemi og jafnaðar- gerði nema þeir sem voru búnir að setja nióur sumarblómin og kart- öflurnar. S. B. KORNABÖRN Á AKUREYRI: ,Það er nú vissara að vera nálægt mömmu þegar maöur er hlustaður.“ Magnús Stefánsson læknir við störf í ungbarnaeftirlitinu. Mynd: á.þ. NAIÐ EFTIRLIT „Það má segja að eftirlit með ungbörnum byrji strax eftir fæðinguna með mæðrahjálp- inni. Þegar þau eru fædd og tíomin heim er fylgst með þroska þeirra af þar til lærðri hjúkrunarkonu sem fer heim til þeirra þegar þau eru svona viku til tíu daga gömul,“ sagði Magnús Stefánsson læknir, þegar blaðið innti hann eftir starfsemi ungbarnaeftirlitsins. Sex vikna gömul er komið með börnin í ungbarnaeftirlitið þar sem hjúkrunarfræðingur skoðar þau og ræðir við mæðurnar, gefur ráð og almenna uppörvun. Ef eitthvað er sem henni finnst at- hugavert þá fer barnið inn til læknisins. Að öllu jöfnu er ekki farið með barn til læknis fyrr en það er þriggja mánaða gamalt, með því fororði þó, að þetta eftirlit sem hjúkrunarfræðingar vinna sé alveg eðlilegt og ekkert sem út af ber. Það eru óvanalega mörg böm núna í eftirliti og yfir- leitt er mjög gott ástand á börn- unum hérna á Akureyri og í nágrenni. „Það er ekki til þess ætlast í ungbarnaeftirlitinu að komið sé með veik börn. í slíkum tilvikum verður að fara á aðrar stofnanir. Hér er ætlast til að komið sem með börn sem eru tiltölulega smitfrí. Það hefur oft borið við að það hafa komið t.d. kvefuð börn og blandast þar við heilbrigð böm og smitað. Það sem helst kemur upp á í svona starfi, eru ýmsir minni háttar húðkvillar, sem ekki eru smitandi, ofnæmis- sjúkdómar sem oft koma fram á bömum og útbrot. En einna al- gengast er að komið sé með börn vegna fæðuvandamála og til að fá fræðslu um hvernig eigi að fara með börnin," sagði Magnús Stefánsson læknir að lokum. Hjúkrunarfræðingur vigtar bam og móðirin fylgist áhugasöm með. Mynd: áþ. Hafnargarðurinn á Kópaskeri: Milljónir sparaðar ef verkinu verður lokið Kópaskeri 6. júni Að undanförnu hefur verið unn- ið að hafnarbótum á Kópaskeri. Hér er um grjótvarnargarð að ræða, sem kemur til með að taka sérstaklega vestan- og norð- vestan sjóa úr höfninni. Þetta verk hefur gengið ákaflega vel. Áætlað var að garðurinn yrði um 20 þúsund rúmmetrar fullbúinn og í þessum áfanga átti að aka út 8 þúsund rúmmetrum en verkið hef- ur gengið mjög vel og búið er að aka út 10 þús. rúmmetrum fyrir sama fjármagn og gert var ráð fyrir í fyrstu. Heimamenn leggja mikið kapp á að ljúka garðinum í ár, en verði hætt nú kostar ca 10-20 milljónir að byrja aftur. Það þyrfti t.d. að rífa upp grjótklæðningu í enda garðsins og miðað við verðlag í dag kostar um 10 milljónir að flytja nauðsyn- leg tæki. Talið er að það muni kosta um 53 milljónir að ljúka garðinum, en heimamenn hafa í hyggju að taka 35 millj. kr. lán í gegnum Hafnarbótasjóð og vonir standa til að Framkvæmdastofnun ríkisins geti útvegað það fjármagn. Garðurinn mun gjörbreyta allri aðstöðu hér í höfninni, bæði fyrir báta og skip. Þegar vestan- og norðvestanátt hefur verið, hafa skipin ekki getað athafnað sig og því þurft að hverfa frá bryggju. Rækjuveiðum er rétt að ljúka. Á vertíðinni komu á land 290 tonn, sem er mun minna en í fyrra. Bát- amir eru nú að fara í slipp svo þeir eru ekki byrjaðir á öðrum veiðum. Grásleppuvertíðin gekk með ein- dæmum illa, sérstaklega vegna ógæfta. í þessi fáu skipti sem gaf var engin veiði. Vegagerð er að hefjast hér. Komnir eru tveir flokkar á Slétt- una, annar brúarvinnuflokkur, en hinn vinnur áfram í Sléttuveginum. Svo er kominn vegavinnuflokkur fram í Núpasveitina — í viðhald. Það má því segja að vegavinnan sé komin í fullan gang. Ó. F.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.