Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 6

Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 6
Frá Ferðafélagi Akureyrar. — 5. júlí: Gæsadalur — Hvann- stóó — Krafla — Hrafn- tinnuhryggur. Ekið í Gæsa- dal. Gengið þaðan fyrir þá sem vilja í Hvannstóð, en um Leirhnjúk og Kröflu á Hrafntinnuhrygg. Ekið heim um Mývatnssveit, og komið heim kl. 22.00. Brottför kl. 8.00 úr Skipagötu. Verð kr. 10.000,-. Fararstjórar: Jón Sigurgeirsson og Jón Gauti Jónsson. 11.-13. júlí: Herðubreiðar- lindir — Bræðrafell. 11.-15. júlí: Biskupaleið í Ódáðahrauni. Gönguferð. 19.-25. júli: Þórsmörk. 26.-30. júlí: Austfirðir. Skrifstofan er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 18.00-19.30. Sími 22720. Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 11 f.h. B.S. Hjálpræðisherinn. Fimmtudag- inn kl. 17.30 verður barna- samkoma í Strandgötu 21. Kvikmynd o.fl. á dagskrá. Allir krakkar velkomnir. Sunnudaginn n.k. kl. 20.30 er almenn samkoma. Allir velkomnir. Verð fjarverandi frá 5. júlí n.k. um mánaðartíma, vegna sumarleyfis, á meðan gegnir séra Birgir Snæbjömsson prestsþjónustu minni. Sr. Pétur Sigurgeirsson. Brúnhjón. Hinn 28. júní voru gefin saman í Akureyrar- kirkju brúnhjónin Kristín Edda Ottesen setjari og Jón Eymundur Berg, verslunar- maður. Heimili þeirra verð- ur að Skarðshlíð 22 a, Akur- eyri. Hinn 29. júní voru gefin saman í hjónaband í Stærri-Áskógs- kirkju Ingibjörg Þorsteins- dóttir húsmóðir og Gunnar Gunnarsson bóndi. Heimili þeirra verður að Búðarnesi, Hörgárdal. Brúðhjón. Þann 28. júní sl. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Elinóra Rafnsdóttir, meinatæknir og Einar Hjartarson, húsasmiður. Heimili þeirra verður að Hjallalundi 15 f. íbúum við Eyja- fjörð fjölgaði Á síðasta ári fluttu 153 íbúar Eyjafjarðarsvæðisins utan þétt- býlis frá svæðinu, en 199 að- fluttir komu í staðinn. Frá þétt- býlisstöðunum við Eyjafjörð fluttu 524, en 537 komu aðflutt- ir. íbúum við Eyjafjörð fjölgaði þvi um 59 á síðasta ári vegna flutninga. Þessar upplýsingar komu fram á fundi Fjórðungssambands Norð- lendinga, sem haldinn var á Akur- eyri í síðustu viku, þar sem fjallað var um byggðaþróun á Eyjafjarð- arsvæðinu. Það er athyglisvert, að brottfluttir Eyfirðingar í þéttbýli á aldrinum 20-29 ára voru 236, en aðfluttir í þessum aldurshópi voru 211. Langmesta hreyfingin er á fólki milli tvítugs og þrítugs. Utan þéttbýlis á Eyjafjarðarsvæðinu var þessu hins vegar öfugt farið, því að í þessum aldurshópum fluttu 71 að en 61 fluttu brott á síðasta ári. Á árinu 1979 fluttu 102 Akur- eyringar á aldrinum 25-29 ára á brott, en aðeins 79 í þessum ald- urshópi flutti til Akureyrar. Leiða má líkum að því, að þessi mismun- ur stafi að nokkru leyti af því, að langskólagengið fólk fari til starfa á Reykjavíkursvæðinu, þar sem starfstækifæri séu ekki nógu mörg og fjölbreytt á Akureyri. Varðandi búferlaflutning innan Eyjafjarðarsvæðisins kom fram, að á árunum 1975-1978 fluttu 608 úr hreppunum við Eyjafjörð, þar af fóru 242 til Akureyrar, 2 til Ólafs- fjarðar og 29 fluttu til Dalvíkur. Er greinilegt af þessu, að Akureyri hefur mest aðdráttarafl fyrir þá sem flytja búferlum úr sveitunum við Eyjafjörð, en vilja samt vera áfram á svæðinu. Samtais fluttu 273 úr hreppunum búferlun innan svæðisins, en 335 fluttu brott af Eyjafjarðarsvæðinu. d Faðir okkar og bróðir GUNNAR ÁRNI SIGÞÓRSSON múrari, Norðurgötu 41, Akureyri, sem lést 26. júní verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 3. júlí kl. 13.30. • Sonja Gunnarsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Gunnur Gunnarsdóttir, Sigþór Gunnarsson, Elín Gunnarsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Eiður Sigþórsson. Eiginmaður minn og faðir ÓLAFUR DANÍELSSON, klæðskerameistari, sem lést 23. júní sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 4. júlí kl. 13.30. Þóra Franklín, Ævar Karl Ólafsson. Við þökkum af aihug öllum þeim sem vottað hafa okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu SÚSÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hóli í Svarfaðardal, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. júní og var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 21. júní. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks B-deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Zophonías Zophoníasson, Jónmundur Zophoníasson, Stefanía Kristinsdóttir, Friðbjörn Zophoníasson, Liija Rögnvaldsdóttir, Ingibjörg Zophoníasdóttir, Torfi Steinþórsson og barnabarnabörn. Innilegarþakkir til venslafólks míns og allra þeirra er glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöf- um á áttatíu ára afmæli mínu þann 13. júní sl. Sérstakar þakkir fœri ég Kvenfélaginu Voröld, fyrir veittan vinarhug. HULDA DAVÍÐSDÓTTIR. (búðir til sölu Af sérstökum ástæðum eigum við eina 3ja her- bergja íbúð óselda í fjölbýlishúsi við Kjalarsíðu 8-10 og 12. Einnig eigum við 2ja herbergja íbúðir til sölu í sama húsi. (M)23*«-££LNI*0ÖTU i ... i i M -- Norsk-lsland Mannskorsong pá sitt yppf ... * -j? i C ,4 5 1 v \ 0 ' ffeí * *: • a tiiéi / i érv — Þetta eru úrklippur úr norkum blöðum, Vel heppnuð söngferð Varmahlíð I Skagafirði 27. júni Karlakórinn Heimir er nýkom- inn til íslands úr ferðalagi til Dauðsföll af völdum kveikjara Heilbrigðiseftirlit Akureyrar vill vekja athygli á eftirfarandi: í tilkynningu frá Lloyds-trygg- ingarfélaginu í Edinborg er getið um tvö dauðsföll árið 1979, af, völdum einnota kveikjara. Slysin urðu er neistar frá rafsuðu lentu á kveikjurunum, brenndu sig gegn- um plasthulstrið og butangasið sprakk. I öðru tilfellinu hafði suðumað- urinn kveikjarann í brjóstvasa á skyrtunni. Hann dó samstundis. 1 hinu tilfellinu var kveikjarinn í buxnavasa, Við sprenginguna rifn- aði fóturinn af og dó maðurinn stuttu seinna. Noregs. Kórinn hélt fjóra kons- erta I Noregi. AIIs tóku um 70 manns þátt í ferðinni — þar af 36 kórfélagar Fyrsti viðkomustaður kórsins var Ósló, en þangað kom hann 10. júní. Fyrsti konsertinn var haldinn í Harey, sem er eyja fyrir utan Ála- sund. Ferðalangarnir dvöldu þar hjá norskum kórfélögum, sem hafa í hyggju að koma til íslands næsta sumar. Næsti konsert var haldinn í Vinstra sá þriðji var í Elleberg, en síðasti konsertinn var í Osló. Síðustu ferðalangamir komu til íslands þann 22. júní. Við skildum söngstjórann eftir í Noregi, en hann er norskur og hefur starfað í Skagafirði um eins árs skeið. Sá hinn sami skipulagði ferðina, sem gat ekki heppnast betur. G. T. ATBU01D ^ Friðbjamarhús. Minjasafn I.O.G.T., Aðalstræti 46, Ak- ureyri, verður opnað al- menningi til sýnis sunnu- daginn 6. júlí n.k. og verður húsið opið á sunnudögum kl. 2-4.30 e.h. til ágústloka. Sjón er sögu ríkari. Verið velkomin í Friðbjarnarhús. Gestir, sem ekki geta skoðað safnið á framangreindum tíma, mega hringja í síma 24459 eða 22600. Formaður Friðbjamarhúsnefndar er Sigurlaug Ingólfsdóttir. Iðnaðarmenn - Verkstæði Nýkomið úrval handverkfæra frá Miller Falls. Verðið mjög hagstætt. Athugið - það er ekki nóg að kaupa góð verkfæri, góð verkfæri geta bilað en þá er gott að geta treyst á góða þjónustu! Hana reyn- um við að veita. RAFTÆKNI ÓSEYRI 6, SÍMI 24223. Þórsarar - Þórsarar Nú er það lokaátakið! í tilefni 65 ára afmælis félagsins á að vígja nýja grasvöllinn í sept n.k. Við væntum þess að félagar tilkynni sig í síma 21539 miðvikud. 2/7 eftir kl. 17,00, til þess að skipuleggja megi vinnu þeirra við þökulagningu. Sýnum stórhug og mætum öll. STJÓRNIN. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.