Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 5
iðan fólksins, enda var baráttan hörð milli Guðlaugs Þorvaldssonar og Vigdfsar itum Finnbogadóttur. Það var ekki fyrr en undir morgun sem úrslit voru ráðin. lélt Vigdfs fund f íþrótta- verið fjölmennasti fundurinn sem forsetaframbjóðendumir mál manna að þetta hafi héldu á Akureyri. ttina. l Guðlaugur Þorvaldsson % PéturJ. Thorsteinsson % Vigdís Finnbogadóttir % Á kjörskrá Greidd atkvæði % ,6 14.906 29,2 7.765 15,2 15.594 30,6 56.266 50.965 90,6 ,3 8.489 31,2 4.056 14,9 8.468 31,2 30.077 27.173 90,3 ,5 2.822 35,4 1.093 13,7 2.864 35,9 8.791 7.982 90,8 ,9 1.905 34,0 1.002 17,9 2.106 37,6 6.224 5.797 89,9 I 2.126 36,7 638 11,0 2.186 37,7 6.537 5.792 88,6 ,9 5.459 39,1 1.608 11,5 5.305 38,0 15.551 13.953 89,7 ,7 2.365 33,4 768 10,8 3.223 45,5 7.849 7.088 90,3 ,9 3.552 32,8 1.194 ! 1,0 3.784 34,9 11.783 10.835 92,0 ,8 41.624 32,2 18.124 14,0 43.530 33,6 143.078 129.385 90,4 Auðir og ógildir seðlar 540 eða 0,4%. Fyrsti landsleikurinn á Akureyri: Hörmu legur samleikur Ekki er ástæða til að hæla frammistöðu íslenska liðsins i þessum leik. Lítil samæfing einkenndi spil liðsins, og oft á tfmum var samleikurinn hörmulegur. Bestu menn fslands voru leikreyndustu mennirnir þeir Marteinn Geirsson, Karl Þórðarson og Árni Sveinsson. Bestur Færeyinga var mið- herji þeirra nr. 5, Ernet Dals- gard. Furðulegt er að Pétur Pét- ursson og Amór Guðjónsen skulu ekki vera látnir leika þennan leik til að hressa upp á framlínuna en það veitti svo sannarlega ekki af. Dómari leiksins var Þor- varður Bjömsson og línuverðir Þóroddur Hjaltalin og Stein- dór Gunnarsson, og dæmdu þeir mjög vel. í Islenskur sigur lélegum leik í gærkveldi var fyrsti landsleik- urinn í knattspyrnu, sem háður hefur verið á Akureyri. Þá áttust við fslendingar og Færeyingar. Þetta var liður i þriggja landa keppni milli áðurnefndra aðila og Grænlendinga. Keppt er um veglegan bikar sem gefinn er af Fjórðungs- sambandi Norðlendinga. ís- lendingar unnu sigur í þessum leik, en það hefur verið sjald- gæft undanfarið í landsleikjum. Það var „ekta“ landsleikja- stemning á vellinum, lúðrasveit lék þjóðsöngva þjóðanna, og Freyr Ófeigsson, forseti bæjar- stjómar, var kynntur fyrir leik- mönnum liðanna, í viðurvist 870 áhorfenda. Það voru Færeyingar sem áttu fyrsta marktækifærið í leiknum er þeir skutu af löngu færi, en Bjarni Sigurðsson markmaður ísl. landsliðsins varði með tilþrifum í horn. Á 9. mín. skutu íslendingar fyrst að marki Færeyinga en framhjá, og þá kom markmaður þeirra við boltann í fyrsta sinn í leikn- um. Á 10 mín. átti Árni Sveins- son hörkuskot að marki Færey- inga en aðeins framhjá. Á 15. mín. kom fyrsta mark leiksins. Þá „nikkar“ Magnús Bergs boltanum út til hægrí til Marteins Geirssonar sem var óvaldaður í markteigshorninu, og hann lagði boltann fyrir sig og skaut hörkuskoti og í mark. Á 18. mín. á Pétur Ormslev gott skot en það var vel varið hjá færeyska markmanninum. Á 28. mín. fengu Færeyingar gott marktækifæri en Bjarni bjargaði með góðu úthlaupi. Á 41. mín. áttu Færeyingar annað marktækifæri þegar einn fram- herja þeirra komst inn fyrir vöm Islendinganna en hann skaut yfir. Á 44. mín. á Óskar Farsæth góða fyrirgjöf inn í teiginn. Þar myndaðist mikil þvaga um boltann en Sigurlás Þórleifssyni tókst að skjóta og í markið. Fyrri hálfleik lauk því með sigri íslendinga, tvö mörk gegn engu. Strax á 4. mín. síðari hálfleiks áttu Færeyingar skot að marki en framhjá. Á 11. mín. á Sigur- lás gott færí en markmaður Færeyinga varði með tilþrifum. Á 15. mín. bjargaði Marteinn Geirsson á línu eftir hörkusókn Færeyinga. Tveimur mín. síðar sækja Islendingar og boltinn berst til hægri til Árna Sveins- sonar sem skaut hörkuskoti sem lenti í stöng. Á 22. mín. átti Guðmundur Þorbjömsson góð- an skalla að markinu eftir aukaspyrnu frá Óskari Farsæth. Á 27. mín. kemst Karl Þórðar- son inn fyrir vörn Færeyinga en markmaður þeirra bjargaði snilldarlega með góðu úthlaupi. Á 34. mín. endaði góð sókn Færeyinga með hörkuskoti sem Guðmundur Þorbjörnsson bjargaði á línu. Á 43. mín. stóð einn Færeyinga í opnu færi fyrir miðju marki en skaut yfir. Mín. síðar skora Færeyingar og þar var Jakobsen að verki. Leiknum lauk því með sigri íslendinga sem gerðu tvö mörk gegn einu. C B' g ET & B & to 3. =i e a <T 5? Óheppnir Þórsarar Þór og Þróttur léku f annarri deild f knattspymu á föstudags- kvöldið. Leiknum lauk með jafntefli án þess að nokkuð mark væri skorað. Þórsarar voru mun meira með boltann en tókst ekki að koma honum í netið. Þróttarar börð- ust vel í vöminni með Sigurberg Sigsteinsson í broddi fylkingar. Bestu menn liðanna voru þó markmennirnir. Þórsarar hafa nú tapað þremur stigum í deildinni, jafnt og KA. K.A. sigrar Selfoss Á föstudagskvöldið léku á Sel- fossvelli, heimamenn og KA. KA sigraði örugglega í leiknum, þeir gerðu tvö mörk á móti engu heimamanna. Fyrsta markið gerði Eyjólfur og var það úr víti. Skömmu síðar bætir Gunna Gíslason öðru við. í síðari háll Ieik fengu KA menn aðra víta spymu en þá brást Eyjól! bogalistin og skaut í stöng. DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.