Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 7

Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 7
ítið fiskast í Hrísey Hrísey 27. júní Við höfum haft nógan fisk að undanförnu og er atvinna þvi næg. Aðaliega hefur verið unnið i skreið og salt. Snæfellið land- aði fyrir nokkrum dögum 60 til 70 tonnum og við fengum togara hingað frá Sauðárkróki, en sá kom með 115 tonn. Smábátamir fiska óskaplega litið — það má segja að það sé ördeyða hjá þeim. Einn bátur er á snurvoð og fiskar lítið skár en þeir sem era á netum og handfæri. ökumenn og aðrir vegfar- endur: Nú er sá tími að koma, að lömbin og œrnar fara að koma að og á vegina, gætið þess því vel að fara með gætni eftir vegunum þegar þið sjáið fé eða aðrar skepnur á eða við vegina. Kattaeigendur: Vinsamlegast gœtið katta ykkar vel, eigi hvað síst nú þegar fuglsungar koma úr hreiðrunum, en eru ófleygir. Ennfremur er mjög nauðsynlegt að merkja kett- ina vel, t.d. með símanúmeri eða á annan hátt, svo hœgt sé að koma þeim til skila, þegar þeir villast frá heimilum sín- um eða á annan hátt lenda á flœkingi. Það er œði oft sem hringt er til Dýraverndunar- félagsins og spurt hvort ekki hafi einhver tilkynnt um óskila ketti. Hundaeigendur: Enn viljum við bendaykkur á, að ekki má láta hunda ganga lausa í bœnum. Ennfremur ber að skrásetja alla hunda hjá heil- brigðisfulltrúa. (sbr. reglu- gerð um hundahald á Akur- eyri). Það eru vinsamleg tilmœli Dýraverndunarfélags Akur- eyrar til allra þeirra sem þeg- ar hafa fengið hitaveitu og reykháfarnir eru ekki lengur notaðir, að setja vírnetyfirþá, svo fulgar komist ekki íþá, en allmörg dœmi eru um slíkt. — • — Ábending til foreldra og/eða annarra forráðamanna barna: Takið aldrei nein húsdýr á heimili ykkar, nema öll fjölskyldan sé því sam- þykk, því dýrin eru ekki leik- föng heldur lifandi verur sem þarfnast umhyggju og ástúð- ar. Góðfúsleg tilmæli til ai- mennings: Sýnið öllum dýr- um og fuglum fyllstu nær- gætni, hvar sem þau eru, þá verða þau ykkar bestu vinir. Góðir samborgarar: Gangið vel um landið, hvort sem er i byggðum eða óbyggðum, það á að vera aðalsmerki hvers manns. Hreint land, fagurt land, á að vera kjörorð hvers einstaklings. Sumardvöl aldraðra Eins og undanfarin sumur gengst Félagsmála- stofnun Akureyrar fyrir sumardvöl fyrir aldraða að Löngumýri í Skagafirði dagana 5.-16. ágúst. Umsækjendur hringi í Félagsmálastofnun síma 25880 kl. 10-12 alla virka daga. FÉLAGSMÁLASTJÓRI. Kattaeigendur, Akureyri Vegna stöðugra kvartana bæjarbúa um ónæði af köttum, mun á næstunni gengist í að fjarlægja ftækingsketti og villiketti í bænum. Því eru kattaeigendur áminntir um að merkja ketti sína með hálsbandi og sjá til þess að þeir séu ekki á flækingi ella gætu þeir verið teknir í misgripum. HEILBRIGÐISFULLTRÚI. Starfsmenn óskast ÚRETAN EINANGRUN, Óseyri 18. Óskum að ráða mann til starfa á vörulager og til útkeyrslu á vörum. Þarf að hafa bílpróf. Einnig stúlku til vélritunar- og afgreiðslustarfa. Umsóknir sendist fyrir 10. júlí. TJatpatdut Stetfiánsscn kjt. Sfmi (96) 2-18-66 . Pósthólf 91 . Hjalteyrargötu 12 . 602 Akureyri Raðhús á einni hæð Eigum eina íbúð óselda í raðhúsi við Móasíðu 2. (búðin er fjögurra herbergja með bílskúr og góðri geymslu. KJÖRVIÐUR S.F., við Laufásgötu, sími 24750 og á kvöldin í síma 21871. Hundraó nulljónir í kaupbæti Hefur þú hugleitt að þegar 100.000.000 kr. hafa verið greiddar í arð fyrir síðasta ár til viðbótar verulegum afslætti og verðtil- boðum, kemur út: Hið raunverulega verð Allur annar ágóði af verslunum KEA renn- ur óskertur til upp- byggingar okkar eig- in byggðarlags Með í ferðalagið: Maggi-súpur kr. 175 Toro-ávaxtasúpa kr. 303 Blábond-súpur kr. 228 Knorr-súpur kr. 179 DAQUR 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.