Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, þriðjudagur 1. júlí 1980 ÞJONUSTA FYRIR HÁÞRÝSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN A FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Hestaþing í Húnaveri: Það fyrsta í áratugi Um síðustu helgi var haldin héraðssýning á kynbótahrossum í Húnaveri. Þetta mun vera fyrsta sýningin sinnar tegundar í Húnavatnssýslu um áratuga- skeið, en síðast var slík sýning á Þingeyrum. Fjögur hesta- mannafélög í Húnavatnssýslun- um báðum stóðu að sýningunni, auk þess sem hrossaræktarsam- böndin í sýslunum báðum tóku þátt í sýningunni, sem nefndist Hestaþing Húnvetninga. Mótið heppnaðist ágætlega. Sigurrós Ósk Karlsdóttir. Setti heims- met í bringusundi Sigurrós Karlsdóttir úr íþróttafélagi fatlaðra á Ak- ureyri setti Ólympíu- og heimsmet í 50 metra bringu- sundi á Ólympíuleikjum fatl- aðra, sem haldnir eru þessa dagana í Hollandi. Blaðið óskar Sigurrósu hjartanlega til hamingju með árangurinn. Á hestaþinginu voru dæmd 29 kynbótahross, hestar og hryssur. Önnur verðlaun fengu tvær hryssur fýrir afkvæmi, þrír hestar 4. vetra og eldri, átta hryssur 4. vetra og eldri og þrír hestar 3. vetra fengu önnur verðlaun fyrir byggingu. Efstur í A-Flokki í gæðinga- dómum varð 9 vetra hestur, Hjalti, frá Hestamannafélaginu Neista. Eigandi Hjalta er Hlynur Tryggva- son á Blönduósi. Efstur í B-flokki var Smyrill frá Hestamannafélag- inu Þyt. Eigandi hans er Indriði Karlsson á Hvammstanga. I kappreiðunum urðu úrslit þau að fyrst í 250 metra skeiði varð Lyfting frá Flugumýri, eign Ingi- mars Ingimarssonar á Sauðárkróki. Lyfting hljóp á 24 sekúndum. Fyrsfur í 150 metra nýliðaskeiði varð Blær, sem er 8 vetra. Hann er eign Valdimars Kjartanssonar. Blær hljóp á 15.9 sekúndum. I 350 metra stökki sigraði Skjóni Gunn- laugs Sigmarssonar á 27.9 sekúnd- um og í 600 metra brokki varð fyrstur Hjalti Hlyns Tryggvasonar á 1.28.5. Fyrstur í 250 metra fola- hlaupi varð Hörður Mörtu Magnúsdóttur frá Stóra-Vatns- skarði. Hörður hljóp á 20.1 sek- úndu. Og fyrst í 300 metra hlaupi varð Fold frá Húnsstöðum, eign Kristjáns Sigfússonar. Fold hljóp á 23.5 sekúndum. HRÍSEYINGAR KANNA FLATEY OG GRlMSEY „Fyrir skömmu fóru hátt í 30 manns með nýju ferjunni okk- ar til Grimseyjar. Þetta var skemmtiferð — eða kurteisis- heimsókn — og dvaldi fólkið yfir nótt í Grímsey og líkaði vel,“ sagði Sigurður Finn- bogason, fréttaritari Dags í Hrísey. Hríseyingar ætla ekki að láta þar við sitja því þeir hafa í hyggju að fara með ferjunni til Flateyjar um næstu helgi. Ætlunin er að fara með ferjunni út í Flatey á föstudagskvöldið og verður náð í ferðalangana á sunnudag. Spurningin er hvort Hríseying- um sé farið að finnast Hrísey full lítil og hafi í hyggju að leggja undir sig aðrar eyjar úti fyrir Norðurlandi. Sigurður vildi ekk- ert um það mál segja, en kvað Hríseyinga vera ánægða með ferðina til Grímseyjar, og hlakka til að fara út I Flatey. Ekkert malbikað Engar malbikunarframkvæmdir verða í ár á Dalvík. Ástæðan er einfaldlega sú að bæjarfélagið stendur í stórræðum á öðrum sviðum í sumar. Kristján Ólafsson, útibússtjóri á Dalvík, sagði blaðinu að t.d. tækju hafnarframkvæmdirnar og skóla- byggingin til sín 60 til 80 milljónir króna og barnaheimilið 30 til 40 milljónir af fjárhagsáætlun bæjar- ins. Þá eru útgjöld bæjarins mikil vegna bygginga heilsugæslu- stöðvarinnar og dvalarheimilisins. Nýlokið er byggingu ráðhússins, „og við verðum að ljúka þessum og fleiri verkefnum áður en hægt er að fara að malbika götur á Dalvík,“ sagði Kristján Ólafsson. Á BRYGGJUNNI.... „O, blessaður vertu, ég er úti á nóttunni. Þá er friður. Annars er algjör andsk. . . . ördeyða núna. Ég var með 200 til 300 pund í nótt, en það er ekkert.“ Það er trillukarlinn Villi Hansen sem hefur orðið, en ljósm. hitti hann á bryggjunni í smábátahöfninni sl. föstudag. Villi var að þvo. Hann léði ekki máls á viðtali „er svo upptekinn núna, en þú mátt alveg taka mynd af mér og bátnum. Það gerir ekkert til. Já, þetta var ýsa sem ég fékk á línuna. En það er enginn fiskur í sjónum. Það kemur enginn fiskur inn á fjörðinn. Það er ekkert úti og ekkert kemur inn. Það er lóðið. Vertu blessaður.“ Þormóður lokar á morgun Siglufirði 30. júní Frystihúsi Þormóðs ramma verður lokað á miðvikudaginn. Starfsfólkið fékk fyrir skömmu bréf þar sem því var tilkynnt að það væri beðið um að fara í sumarfrí í júlí. ísafold er búin að senda flesta sína starfsmenn heim. Siglufjarðartogararnir munu halda áfram veiðum og landa er- lendis. Sigluvíkin kemur úr sölu- ferð í kvöld. Það var búið að ráða töluvert af unglingum í bæði húsin og eflaust kemur þetta stopp einna verst við þá. Vafalaust munu ýmsir kunna því illa að vera sendir heim í sum- arfrí, en fólk skilur ástæðurnar fyrir þessum aðgerðum og kvartar ekki. Það er af færafiskiríi að frétta að það gengur vel. Nú virðast vera allt önnur skilyrði í sjónum en í fyrra. Menn hafa verið að fá frá 400 og upp í 700 kíló á færi. Þess má líka geta að sjómenn hafa verið að fá mikið af ufsa á Hellunni og grunnt út af firðinum, en slíkt hefur ekki gerst í mörg ár. Ungu mennirnir, sem eru að byrja handfæraveiðar, gefa oft þeim gömlu ekkert eftir. Til dæmis fór Jóhann Jónsson, vélvirki á sjó í gær og koma til baka með 750 kíló eftir daginn. S. B. Dalvík: Mikið byggt Dalvík 27. júní Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað á Dalvik. Framkvæmdir eru þegar hafnar við húsnæði grunnskólans og er stefnt að því að tvær kennslu- stofur verði teknar í notkun n.k. haust. Unnið er við innréttingar á heilsugæslustöðii.ni og vonast er til að hún verði opnuð þann 1. des- ember. Einnig er unnið við dvalar- heimilið, en þegar framkvæmdum líkur þar verður hægt að hýsa 13 íbúa til viðbótar. Fyrir skömmu voru afhentar 6 sölu- og leiguíbúðir sem standa við Hjarðarslóð. Mörg einbýlishús eru í byggingu á Dal- vík. Afli smábáta er rýr. Togararnir Björgúlfur og Björgvin munu fara í slipp um miðjan júlí. Leggst um leið öll vinna niður í frystihúsinu í hálfan mánuð til þrjár vikur. Þess skal getið að starfsfólki frystihúss- ins var gerð grein fyrir þessu hléi löngu áður en söluerfiðleikar fóru að gera vart við sig. Við töldum betra að allt fólkið færi í frí í einu 1 stað þess að láta annan togarann sjá frystihúsinu fyrir hráefni. K. Ó. Á sunnudag fór fram ökuleiknikeppni við Lundarskóla á Akureyrí á vegum Bindindisfélags ökumanna. Keppendur voru sjö og sigurvegarí varð Sigurbjöm Tryggvason, Ómar Eðvaldsson annar og þriðji varð Magnús Magnússon. Á |>essarí mynd h.s. era taldir f.v.: Einar Guðmundsson frá Reykjavfk, sem annaðist keppnina fyrir B.F.Ö., og kepp- endurair Ómar Eðvaldsson, Sigurbjörn Tryggvason, Njáil Harðarson, Sigþór Sigþórsson, Magnús Magnússon, Stefán Már Stefánsson og Sigursteinn Vestmann. Verð- laun vora veitt, sem I.O.G.T.-fyrirtækin Varðborg og Borgarbió gáfu. Vélhjólakeppni i ökuleiki var svo f gær og gáfu Möl og Sandur verðlaunin i þeiri keppni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.