Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 01.07.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Forseta- kosningar íslendingar hafa nú valið sér nýjan forseta og jafnframt komist á spjöld sögunnar úti í hinum stóra heimi, þar sem Vigdís Finnboga- dóttir mun vera fyrsta konan í heiminum, sem kjörin er forseti í lýðræðisiegum kosningum. ís- lendingar eru því í sviðsljósinu þessa dagana, því þeir hafa svo um munar látið að sér kveða í jafnréttismálum kynjanna. Frum- kvæði Vigdísar á einnig vafalítið eftir að verða konum hvatning til að láta að sér kveða á fleiri sviðum þjóðlífsins. Konur hafa til þessa ekki skipað mörg af æðstu em- bættum þjóðarinnar. Fáar hafa setið á alþingi og æðstu embætti í öðrum þáttum stjórnsýslunnar hafa að langstærstum hluta verið skipuð karlmönnum. Sigur Vig- dísar Finnbogadóttur er því stór- sigur í jafnréttisbaráttu kynjanna. Eins og í síðustu forsetakosn- ingum kusu menn ekki eftir flokkspólitískum línum og er það vel. Það fer hins vegar vart milli mála, að fólk með mjög íhaldssöm lífsviðhorf hefur ekki kosið Vig- dísi, því það er mikil breyting að fá einhleypa konu í forsetastól, þeg- ar sú hefð hefur skapast að þar sitji karlmaður með eiginkonu sér við hlið. Vafalaust hafa allmargir kosið Vigdísi einmitt vegna þess að hún er kona og aðrir verið henni andsnúnir af sömu ástæðu. Vigdís fékk einnig óvægnustu gagnrýnina í upphafi kosninga- baráttunnar og féll mörgum það illa í geð. En það sem mestu skiptir er að sjálfsögu það, að hæfileikamaður hefur orðið fyrir valinu, sem allir geta vonandi sameinast um. Þáttur síðdegisblaðanna í Reykjavík í þessari kosninga- baráttu hefur verið allumdeildur. Því hefur verið haldið fram, að skoðanakannanir blaðanna hafi verkað eins og nokkurskonar for- kosningar. Margir hafi talið sig geta lesið það út úr úrslitum kannananna, að þeir köstuðu at- kvæðum sínum á glæ, nema þeir styddu annan tveggja frambjóð- endanna, sem mest sýndust hafa fylgið. Reynslan úr þessum kosn- ingum ætti að verða til þess, að athugað verði gaumgæfilega hvort ekki beri að setja reglur um skoðanakannanir, þar sem svo virðist, sem þær geti haft afger- andi áhrif á skoðanamyndun fólks. Þá er það einnig vert um- hugsunar, hvort ekki beri að hafa forkosningar við val forsetaefna. Þessi mál þarf að athuga gaum- gæfilega. Kosninganó Á AKUREYRI Það ríkti mikil eftirvænting á skrifstofum stuðningsmanna frambjóðendanna sl. sunnudags- kvöld. Þegar fyrstu tölur voru lesnar í sjónvarpi voru flestir samankomnir í Alþýðuhúsinu, en þar höfðu stuðningsmenn Vigdís- ar Finnbogadóttur aðsetur á kosningadaginn. Mjög margir komu í kosningakaffi hjá fram- bjóðendunum fjórum á sunnu- daginn. Flokkun atkvæða hófst í Odd- eyrarskólanum nokkru áður en kjörfundi lauk. Engar tölur voru birtar fyrr en öll gögn í kjördæm- inu höfðu borist, en það var ekki fyrr en um klukkan 02 að flugvél lenti á Akureyri með atkvæða- seðla af Norðausturlandi. Skömmu síðar óku Ólafsfirðingar í hlaðið með sína kjörkassa. Það var fremur létt yfir taln- ingarmeisturunum í Oddeyrar- skóla aðfararnótt mánudagsins, en um skeið var óttast að flugvél- in gæti ekki lent vegna þoku sem grúfði sig yfir Akureyrarflugvöll og nágrenni. Stuðningsmenn ónefndra frambjóðenda litu inn í Oddeyr- arskólann öðru hvoru til að hlera tölur og hurfu misánægðir á braut. Starfsfólk við talninguna vann hratt en örugglega og öðru hvoru heyrðust athugasemdir eins og: „Þessi kaus Pétur Bene- diktsson". „Hér er einn sem kaus Gunnar Thoroddsen“ og einn kjósandinn, sem kaus utankjör- staðar hafði ritað á kjörseðilinn: „Hólmgeir og konan hans“. Ekki fylgdu nánari upplýsingar um val kjósandans. Sumir höfðu krossað við nokkra frambjóðendur og strikað vandlega undir sum nöfnin! Vigdís Finnbogadóttir Fyrstu kjósendumir í Oddeyrarskólanum á sunnudagsmorguninn. við háskólann í Grenoble og Sorbonne í París. Þegar heim kom starfaði Vigdís í 5 ár sem bókavörður og ritstjóri leik- skrár í þjóðleikhúsinu og ann- aðist hún einnig blaðakynn- ingar fyrir leikhúsið. Þá stund- aði hún nám við Háskóla ts- lands í ensku og enskum bók- menntum og hélt áfram námi í frönsku og frönskum bók- menntum. Vidgís stundaði einnig nám við Háskólann í Kaupmannahöfn og í Svíðþjóð. Hún starfaði síðan hjá þjóð- leikhúsinu á ný og kenndi jafnframt við Menntaskólann í Reykjavík 1962-1968, og síðar við Menntaskólann í Hamra- hlíð þegar hann var stofnaður. Síðan 1972 hefur Vigdís verið leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó, en sagði því starfi lausu sl. haust. Vigdís hefur frá 1976 starfað í ráðgef- andi nefnd um menningarmál á Norðurlöndum, kennt stunda- kennslu við Háskóla íslands og gegnt margvíslegum trúnaðar- störfum. Vigdís Finnbogadóttir á eina kjördóttur, Ástríði, sem er sjö ára. Vigdís Finnbogadóttir er fœdd í Reykjavík 15. apríl 1930. For- eldrar hennar voru Finnbogi Rútur Þorvaldsson, hafnar- verkfræðingur og prófessor við Háskóla íslands, og Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona. Vigdfs Finnbogadóttir. Vigdís átti einn bróður sem lést af slysförum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949, en stundaði síðan nám í frönsku og 'frönskum bók- menntum, með leikbókmenntir sem sérgrein, í hálft fjórða ár Stuöningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur höfðu aðsetur f Alþýðuhúsinu og þi fylgdust þeir með fyrstu tölum f sjónvarpi. Áhuginn leynir sér ekki f andfi Úlfar Hauksson, kosningastjóri Guö- laugs. Rögnvaldur Rögnvaldsson og Helgi Guðmundsson ræða um kosninguna f talningarsalnum f Oddeyrarskólanum. Hér kemur Gfsli Ólafsson, yfirlög- regluþjónn, með kjörgögnin, sem flugvéiin flutti til Akureyrar. Eins og fleiri frambjóðendur k skemmunni á Akureyri. Það er Unnið að talningu á kosninganó ÚRSLIT IFORSETA- KOSNING- UNUM Kjördæmi Albert Guðmundsson Reykjavík 12.519 2 Reykjanes 6.052 22 Vesturlandskjördæmi 1.055 14 Vestfjarðakjördæmi 553 9 Norðurlandskjördæmi v. 818 14 Norðurlandskjördæmi e. 1.519 1C Austurlandskjördæmi 690 S Suðurlandskjördæmi 2.261 2( Landið alit 25.567 ÍS 4.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.