Dagur - 15.07.1980, Blaðsíða 8
DAGTJR
Akurevri, þríðjudagur 15. júlí 1980
ÞJÓNUSTA
FYRIR
HÁÞRÝSTISLÖNGUR
OLÍUSLÖNGUR og BARKA
PRESSUM
TENGIN Á
FULLKOMIN TÆKI
VÖNDUÐ VINNA
Hafnargaröurinn á Kópaskeri:
Gjörbreytir að-
stöðu bátanna
Kópaskeri, 11. júlí.
Þegar þýsku unglingamir komu á Akureyrarflugvöll tóku félagar í Létti á móti þeim á hestum með félagsfána. Mynd: á.þ.
Þýskir unglingar koma til
Akureyrar á vegum Léttis
Akureyrskir unglingar fara til 3ja vikna dvalar í Þýskalandi í sumar
I byrjun júlí lauk framkvæmdum
við grjótvarnargarðinn í Kópa-
skershöfn. Við erum sannfærðir
um að hann muni gjörbreyta
allri aðstöðu fyrir skip og báta í
Mældu mótefni
í 1617 konum
í maí og júní voru mæld mótefni
gegn rauðum hundum hjá 1617
konum á Akureyri og í nágrenni.
Ánægjulegt var hve vel konurnar
brugðust við og varð þátttakan
góð. Þær, sem ekki komust ein-
hverra hluta vegna geta farið í
blóðrannsókn á Læknamiðstöð-
inni mánudaga, þriðjudaga og
miðvikudaga á milli kl. 10 og 12 í
sumar. (Munið að hafa rann-
sóknarmiðann með).
Af fyrrgreindum 1617 konum,
sem mótefni voru mæld hjá reynd-
ust um 110 ekki hafa verndandi
mótefni og þurfa þær þess vegna
bólusetningu. Allar hinar, eða 1507
konur, reyndust hafa nægileg mót-
efni í sér og munu því ekki þurfa að
láta bólusetja sig. (Þessi hópur mun
ekki fá bréf frá Rannsóknarstofu
Háskólans í veirufræði).
„í morgun erum við búin að
ræða við fólk af 4 eða 5 þjóð-
ernum og það skal tekið fram að
morguninn var fremur rólegur.
Aðstoð við ferðamenn er sjálf-
sögð, ef hún tengist þeirri starf-
semi sem við rekum hér, en oft
þurfum við að segja fólki til
vegar eða t.d. að aðstoða við að
finna tjaldstæðið svo eitthvað sé
nefnt. Gera má ráð fyrir að að-
stoð, sem við veitum á háanna-
tíma og er starfseminni óvið-
Síðastliðinn föstudag opnaði Raf-
tækni h/f nýja verslun að Óseyri 6.
Til þessa hefur verslun fyritækisins
verið að Geislagötu I, en nú hefur
hún verið flutt og sameinuð verk-
stæðinu, sem er á Óseyri. Gólfpláss
nýju verslunarinnar er 120 fermetr-
ar. Verslunarstjóri er Eyrún Ingva-
dóttir.
höfninni og erum mjög ánægðir
og þakklátir fyrir að nægjanlegt
fjármagn fékkst til að Ijúka við
hann í einu lagi.
Þurrkur hefur verið hér óskap-
lega mikill og spretta því ekki nógu
góð. Heyskapur, þar sem hann er
hafinn, hefur þó gengið allbæri-
lega.
Bátarnir róa en fiskurinn er nú
heldur tregur. Við erum að vinna
að því að fá báta til að leggja í út-
hafsrækjuna. Það veitir ekki af því,
fólkið sem unnið hefur í rækjunni
er verkefnalaust og vantar eitthvað
að gera. Það eru aðallega unglingar
og kvenfólk og ef úthafsrækjuveið-
ar kæmust á mundi ástandið batna
til muna. Það er ekkert búið að
ákveða í þessum málum ennþá,
samningar standa yfir við útgerð-
armenn um hvort þeir vilji leggja
upp frá okkur, því við höfum ekki
nógu stóra báta. Það er ekki þor-
andi að segja neitt um hvenær eða
hvort af þessu verður.
Hér er vaxandi áhugi á hesta-
mennsku og nú á dögunum var
starfræktur reiðskóli á vegum
hestamannafélagsins Feykis.
Kennari var Eyjólfur ísólfsson. Þátt
tóku um 40 manns á öllum aldri úr
Kelduhverfi, Öxarfirði og Núpa-
sveit. Mikil ánægja ríkti með þetta
fyrirtæki og góður árangur náðist.
Á.S.
komandi, taki tíma eins starfs-
manns hálfan daginn alla vikuna
a.m.k.“ sagði Kolbeinn Sigur-
björnsson, sölustjóri hjá Ferða-
skrifstofu Akureyrar við Ráð-
hústorg.
Rætt hefur verið um að koma upp
upplýsingamiðstöð fyrir ferða-
menn á Akureyri, en ekkert orðið
úr framkvæmdum. Frásögn Kol-
beins bendir til að full þörf sé að
slíkri miðstöð, en ugglaust geta
ýmsir aðilar í miðbæ Akureyrar
sagt svipaða sögu.
Ingvi Rafn Jóhannsson, raf-
virkjameistari og eigandi Raftækni,
sagði að í versluninni yrði lögð
áhersla á heimilistæki t.d. frá Ignis
og Girmi. Einnig selur verslunin
rafmagnshandverkfæri frá Miller
Falls. Frá Kína koma kínverskar
mottur og sérlega ódýr reiðhjól.
Sl. sunnudag komu til Akureyr-
ar 9 þýskir unglingar á aldrinum
14-18 ára og verða hér í þrjár
vikur, eða til 2. ágústs. Þau
eru öll í hestamannafélaginu
Kaufungen í úthverfi Kassel í
V.-Þýskalandi, og koma hingað
í Reykjavík er starfræktur upp-
lýsingaturn þar sem ferðamenn
geta fengið ýmsar upplýsingar um
höfuðborgina. Hefur turninn gefið
góða raun. „Ef slík miðstöð yrði
sett á laggimar hér á Akureyri yrði
að vera þar greinargóður maður,
sem gæti vísað fólki veginn 1 réttar
stofnanir, sagt ökumönnum til um
ástand vega, um leiðir á öræfum og
hvemig komast megi héðan og til
ísafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Þar
yrðu líka allar helstu upplýsingar
frá þeim sem starfa að ferðamál-
um,“ sagði Kolbeinn.
Eftirfarandi sagði Kolbeinn að
væri dæmigert fyrir þá þjónustu
sem starfsfólk Ferðaskrifstofu Ak-
ureyrar þyrfti að veita. Sl. fimmtu-
dag kom þangað Þjóðverji sem
vildi kaupa radial dekk undir bíl
sinn.-Honum gekk illa að gera sig
skiljanlegan á dekkaverkstæðum
bæjarins og leitaði því til ferða-
skrifstofunnar. Þaðan var hringt á
dekkaverkstæði og Þjóðverjinn
fékk sitt dekk.
Aðspurður sagðist Kolbeinn
telja að það væri í verkahring
bæjaryfirvalda að koma á fót upp-
lýsingamiðstöð í miðbænum, „en
við megum ekki láta þar við sitja,“
sagði Kolbeinn. „Bæjaryfirvöld
ættu e.t.v. líka að hafa forgöngu um
að skipa ferðamálanefnd, því t.d.
með tilkomu lengri flugbrautar
kemst Akureyri 1 beint samband
við útlönd, en það eru fjölmörg
önnur atriði sem þessi nefnd þyrfti
að fjalla um. Eitt af verkefnum
nefndarinnar ætti að vera hvernig
bæjarfélagið getur haft meiri tekjur
af ferðamönnum — með því t.d. að
hafa forgöngu um að hér séu
haldnar ráðstefnur.'1
á vegum þess og hestamannafé-
lagsins Léttis.
Ætlunin er einnig að 9 akur-
eyrskir unglingar héðan fari til
Kassel og dvelji þar í 3 vikur en enn
sem komið er hefur ekki tekist að fá
nema 6-7. Þýsku unglingarnir búa á
heimilum þeirra íslensku sem fara
síðan utan og svo öfugt, þannig að
þetta eru gagnkvæm skipti. Uppi-
hald er því allt frítt og það eru bara
ferðirnar sem krakkarnir, í hvoru
landi um sig, þurfa að borga.
„Þetta byrjaði eiginlega allt
saman 1974 á hestamannamóti á
Vindheimamelum, en þá kynnt-
umst við Björn þýskum manni sem
er reiðkennari hjá Kaufungen.
Hann stakk upp á þessum skiptum
og það hefur tekið allan þennan
tíma að fá þetta í gegn,“ sagði Sísí
Mývatnssveit 10. júli
Veðrið hefur verið mjög gott að
undanförnu hér í Mývatnssveit
og heyskapur því gengið all
bærilega. Það rigndi smávegis í
gær en það hefur ekki gerst lengi
og því var orðið ansi þurrt.
í fyrrakvöld var hér haldinn al-
mennur fundur sem stjórn
Rannsóknarstöðvarinnar við
Mývatn boðaði til. Þar var skýrt frá
rannsóknum og gangi þeirra og
Steindórsdóttir í samtali við Dag,
en hún ásamt Birni Mikaelssyni
hafa skipulagt dagskrá og ferðir
þýsku unglinganna hér og annast
fararstjóm.
Unglingarnir þýsku munu ferð-
ast um mest allt Norðurland, fara
til Húsavíkur, Mývatnssveitar og
Fnjóskadals, þau fara til Skaga-
fjarðar og koma við á Dalvík,
Ólafsfirði, Siglufirði og Sauðár-
króki. Þar sem unglingarnir eru
allir í hestamannafélagi og áhuga-
samir um hesta, verður dvöl þeirra
hér aðallega miðuð við það. Farið
verður á hestamannamót á Mel-
gerðismelum og stutta útreiðartúra
hér auk þess sem farið verður á
hestum austur í Fnjóskadal. Einnig
verður skagfirski hestamótsstaður-
inn að Vindheimamelum skoðað-
rætt almennt um náttúruverndar-
mál í Mývatnssveit. Þ^tta var
ágætur og mjög fjölsóttur fundur.
Framan af sumrinu, í maí og
fyrri hluta júní, var mikið um
ferðamenn hér en seinni hluta júní
hefur verið dálítil lægð. Um síðustu
helgi jókst ferðamannastraumur-
inn aftur og er nú með mesta móti.
Þetta eru aðallega útlendingar,
mest í hópum, en þó er talsvert af
einstaklingum sem ferðast á putt-
anum. J. I.
Liðssafnaður í Hrísey um versl-
unarmannahelgina
í Hrísey á Eyjafirði ætla her-
stöðvaandstæðingar á Norður-
landi að hittast föstudaginn 1.
ágúst og dvelja þar um verslun-
armannahelgina. Þar á að halda
sumarmót, sambland af útilegu,
samveru og umræðum. Dvalið
verður í tjöldum. Ef herstöðva-
andstæðingar eiga ekki upp á
pallborðið hjá veðurguðunum
þessa helgi, eiga þeir þó alltént í
gott hús að venda, nefnilega
samkomuhúsið í eynni. Þeir sem
ekki eiga tjald eða af öðrum or-
sökum treysta sér ekki til að sofa í
tjaldi geta sofið í samkomuhús-
inu. Farið verður í skoðunarferðir
um eyna.
Ætlunin er að umræður á
sumarmótinu verði einkum rabb
um starfsemi herstöðvaandstæð-
inga og um ástandið 1 heiminum.
Sérstök dagskrá verður alla helg-
ina fyrir bömin. Mjög mikilvægt
er að fólk skrái sig til þátttöku svo
hægt sé að undirbúa allt sem best.
Hringið því sem fyrst og ekki síð-
ar en helgina fyrir verslunar-
mannahelgina í síma (96)21788
eða (96)25745.
Ferðamenn oft í vandræðum:
Upplýsingamiðstöð vantar
í nýja verslunarhúsnæðinu: Ingvi R. Jóhannsson ásamt eiginkonu, Sólveigu Jóns-
dóttur. Mynd: á.þ.
Ný verslun á Óseyri
ur.
MIKIÐ UM FERÐAFOLK