Dagur - 07.08.1980, Síða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
LXffl. árgangur.
Akureyri, fimmtudagur 7. ágúst 1980
mmmmm^^mmmmmmtmmmmmmmmm
54. tölublað
Megn óánægja með
fóðurbætisskattinn
á almennum fundi bænda í Eyjafirði
„Almennur bændafundur Bún-
aðarsambands Eyjafjarðar,
haldinn að Freyvangi 5. ágúst
1980, harmar þá lítt hugsuðu
tilraun til stjórnunar á fram-
leiðslumálum landbúnaðarins,
sem felst í álagningu 200%
kjarnfóðurskatts“. Þannig hefst
ályktun sem samþykkt var á
ofangreindum fundi á þriðju-
dagskvöld, en á honum kom
fram hörð gagnrýni vegna
álagningar kjarnfóðurskattsins.
Fundinn sóttu um eða yfir 250
Kappsigling
á Polfinum
Á föstudagskvöld hefst á
Pollinum á Akureyri íslands-
mót í kappsigiingum, Flipp-
er-flokki. Þetta er í fyrsta
sinn sem íslandsmót í sigl-
ingum er haldið á Akureyri.
Keppendur verða 20 á 10
bátum og er gert ráð fyrir að
keppni ljúki á laugardag, ef allt
gengur að óskum, en annars á
sunnudag. Helmingur kepp-
enda er frá Stór-Reykjavíkur-
svæðinu og hinn helmingurinn
frá Siglingaklúbbnum Nökkva
á Akureyri.
Að sögn Sævars Arnar Sig-
urðssonar, formanns Nökkva,
verður keppt í fimm umferðum
um svokallaðan Ólympíuþrí-
hyrning. Keppt er samkvæmt
alþjóðlegum staðli og ræður
meðalhraði úr fimm umferðum
því, hver sigrar.
bændur við Eyjafjörð og stóð
hann langt fram á nótt.
Ennfremur segir í ályktun fund-
arins: „Fundurinn telur að slík að-
gerð valdi bændastéttinni skaða og
sé með öllu óþörf, þar sem aðal-
fundur Stéttasambands bænda
1979 ákvað að taka upp búmarks-
kerfi (kvóta), til að stjórna búvöru-
framleiðslunni í landinu."
í ályktuninni segir ennfremur, að
telja verði að búmarkskerfið hafi
borið verulegan árangur og vart að
búast við meiri árangri á fyrsta ári
búmarks. Kjarnfóðurskattur í
þeirri mynd sem hann sé nú lagður
á komi mjög misjafnlega niður á
bændum, m.a. vegna þess að að-
staða fóðursala til blöndunar á
fóðri úr innlendu hráefni sé mis-
jöfn. Þá stuðli hann eindregið að
aukningu í framleiðslu sauðfjáraf-
urða og verði ekki séð að það sé
nein lausn að færa vandann milli
búgreina.
Þá segir að þeir bændur, sem
dregið hafi úr framleiðslu sinni
vegna fyrirhugaðs búmarks, verði
nú fyrir auknu tekjutapi vegna
kjarnfóðurskattsins. Samhliða
þessu sé tekið eitt hæsta innvigtun-
argjald á mjólk, sem nokkurntíma
hafi verið tekið, þrátt fyrir það, að
búmarkskerfið eigi að draga mjög
úr þörfinni fyrir verðjöfnun á
mjólk.
„Fundurinn telur eðlilegra að
tekin verði upp skömmtun á kjarn-
fóðri á afurðaeiningu og umfram-
magn síðan skattlagt", segir enn-
fremur í ályktuninni og jafnframt
að harmað sé, að hlaupið skuli úr
einu í annað með stjórnunarað-
gerðir.
Megn óánægja kom fram í máli
manna með verðjöfnunargjald og
kjarfóðurskatt ofan á kvótakerfi,
sem flestir bændur við Eyjafjörð
hefðu verið byrjaðir að koma sér
inn á með sýnilegum árangri. Bent
var á það, að ekki dygði að endur-
greiða skattinn í haust til að ná nyt
kúnna upp yfir vetrarmánuðina og
að þessi skattur væri með þeim
eindæmum, að hann væri inn-
heimtur löngu áður en framleiðsl-
an yrði til.
Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð-
herra, og Ingi Tryggvason, for-
maður Framleiðsluráðs, mættu á
fundinum. I máli Pálma kom m.a.
fram, að kjarnfóðurskatturinn gæfi
svigrúm til að leggja kvótakerfið
niður, hvað svo sem gert yrði í þeim
Salurinn i Freyvangi var þétt setinn á bændafundinum.
málum. Komu fram eindregin
andmæli gegn þessari hugniynd og
þess krafist að skattinum yrði
breytt í skömmtun á fóðurbæti og
það skattlagt, sem væri umfram
eðlilega þörf.
Raufarhöfn og Þórshöfn:
Keyptur nýr skuttogari
Síðast liðinn föstudag sam-
þykkti rfldsstjórnin að verða við
beiðni hraðfrystihúsanna á
Þórshöfn og Raufarhöfn um
kaup á skuttogara vegna alvar-
legs atvinnuástands á þessum
stöðum og var Framkvæmda-
stofnun falið að aðstoða við
þessi kaup.
Gert er ráð fyrir að kaupa notað
skip erlendis frá og nú eru í athug-
un kaup á togara m.a. frá Noregi og
Kartöfluuppskeran:
Allt að því
ellefuföld
Svalbarðsströnd 6. ágúst.
Nokkrir kartöflubændur eru nú
byrjaöir að taka upp og búast
má við að almennt hefjist upp-
taka við Eyjafjörð í næstu og
þarnæstu viku, þ.e. tveimur til
þremur vikum fyrr en venjulega.
Uppskeruhorfur eru mjög góðar
og sem dæmi má nefna, að um síð-
ustu helgi tók bóndinn á Áshóli
upp Bintje-kartöflur og taldi hann
að uppskeran væri hvorki meira né
minna en ellefu-föld.
í fyrra var uppskera bænda við
Eyjafjörð að meðaltali einföld og
það besta sem þekktist þá var fjór-
föld uppskera og fór niður í ekki
neitt.
Búast ntá við því að nokkur
geymsluvandræði verði í vetur, ef
framleiðsla sunnlenskra kartöflu-
bænda verður látin sitja fyrir á
markaðnum, eins og gert var 1978.
Sv.Lax.
Frakklandi. Til dæmis munu vera á
söluskrá eins árs skip í Noregi, 50
metra langt, og fjögurra ára gamalt
skip í Frakklandi, nokkru stærra.
Samkomulag er á milli staðanna
um rekstur á þessu skipi og jafn-
framt um skiptingu afla af Rauða-
núpi og nýja togaranum. Afráðið er
að Ólafur Kjartansson á Raufar-
höfn verði útgerðarstjóri beggja
skipanna.
Nú lítur því út fyrir, að lang-
þráðu takmarki verði náð fyrir
umrædda staði, þar sem atvinnu-
ástand hefur verið næsta ótryggt.
Að mati fróðra manna voru ekki
sýnileg önnur úrræði til að fá hrá-
efni, en skuttogarakaup.
Ólafur Kjartanss. sagði í viðtali
við Dag, að nýtt skip hefði geysi-
lega þýðingu fyrir þessi byggðar-
lög. Gert væri ráð fyrir að afli bær-
ist á báða staðina vikulega, því afla
yrði ekið á milli. Ýmislegt hefði
verið reynt til að auka atvinnuör-
yggi á svæðinu, t.d. með því að gera
samninga við eigendur togara i
öðrum byggðarlögum, en það hefði
gengið illa og efndir verið litlar,
eins og dæmið um Dagnýju sýndi
hvað best.
Ólafur sagðist lítið vita hvernig
gengið hefði að koma þessu máli í
gegn urn kerfið, því það hefði að
mestu hvílt á þingmönnum, eink-
um Stefáni Valgeirssyni. Hins veg-
ar væru ýmsir þröskuldar eftir, t.d. í
sambandi við fjármögnun, sem
væri óviss. Nauðsynlegt væri hins
vegar að fá skipið í október eða
nóvember, þar sem þá hyrfi allur
handfæraafli. Hann sagði að þeir
væru að kynna sér möguleg skip
þessa dagana.
Hvenær
fer næsti
diskur
suður?
Orðið hefur vart við ókenni-
lega hluti í ratsjá flugturns-
ins á Akureyri tvo daga í röð.
Á mánudag sást hlutur á rat-
sjánni. sem ekki fengust skýr-
ingar á hvað var. Flugmaður
hjá FN hélt á eftir fyrirbærinu,
en það hvarf í þokubakka í
Hliðarfjalli. Um kl. 20 á þriðju-
dagskvöld sást svo einnig eitt-
hvað ókennilegt í ratsjánni.
Telja margir, að þarna hafi ver-
ið um svokalláða fljúgandi
furðuhluti að ræða, og munu
jafnvel einhvcrjir, sem áður
töldu slík fyrirbæri firru. hafa
linast í trúnni.
Einn kunningi Dags var
fljótur að eygja möguleikana og
spurði starfsmenn á vellinunt
hvenær næsti diskur færi suður.
því hann þyrfti að koma pakka
til Reykjavikur með hraði.
Málverkasýning í
Dalbæ
Opnuð hefur verið sýning á verk-
um fjögurra finnskra listmálara í
húsakynnum Dalbæjar — heim-
ilis aldraðra á Dalvík. Margar
myndanna eru úr íslensku um-
hverfi. Einnig eru til sýnis nokkr-
ar uppstillingamyndir og myndir
frá Finnlandi. Flestar myndirnar
eru til sölu. Sýningin stendur til
14. ágúst. Dalvíkingum, Svarf-
dælingum og öðrum þeim er
áhuga hafa á að skoða ágæt lista-
verk er velkomið að líta við í
Dalbæ á þessu tímabili.
Hestamót Hrings
á laugardag
Hestamót Hrings verður haldið á
Flötutungu, laugardaginn 9.
ágúst og hefst kl. 9.30 f.h. með því
að dæmdir verða gæðingar í A og
B flokki. Eftir hádegið kl. 1,
verður hópreið hestamanna,
gæðingar sýndir og keppt í eftir-
töldum greinum: 250 m og 300 m
stökki, 150 m og 250 m skeiði og
300 m brokki. Þátttaka tilkynnist
fyrir 5. ágúst til Friðriks Berg-
mann, sími 61461 Dalvik, Vil-
hjálms Þórarinssonar, sími 61183,
Dalvík og Hilmars Gunnarsson-
ar, Dæli, sími um Dalvík.
Hólahátíð
Þann 17. ágúst n.k. verður Hóla-
hátíð, sem hefst með guðsþjón-
ustu kl. 14 í Hóladómkirkju. Séra
Guðmundur Örn Ragnarsson á
Raufarhöfn predikar við messu
og kirkjukór Sauðárkróks syngur
við undirleik Jóns Björnssonar.
Eftir messu verður samkoma, þar
sem Pálmi Jónsson, landbúnað-
arráðherra, flytur ávarp og
Guðrún Tómasdóttir syngur ein-
söng við undirleik Hauks Guð-
laugssonar, söngmálastjóra þjóð-
kirkjunnar, en hann leikur jafn-
framt á orgelið fyrir messu.
Golfkennsla
Þorvaldur Ásgeirsson golfkennari
verður með síðasta námskeið
sumarsins í golfi nú á næstunni.
Nántskeiðið hefst þann 8.
ágúst. Væntanlegir þátttakendur
láti skrá sig i Sport og Hljóð.