Dagur - 19.08.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 19.08.1980, Blaðsíða 8
Einangranarstöð holdanauta í Hrísey AIDRII ÍLAND HVORKI DAUÐIR NÉLIF- ANDI Hér brosir Jörundur sinu blíöasta. Jörundur vóg um 730 kíló um síðustu mánaðamót. Frá því að einangrunarstöð huldanauta í Hrísey tók til starfa árið 1975 hafa fæðst 40 kálfar í stöðinni, en íslcnskar kýr voru fyrst sæddar tneð skosku sæði úr Gallowaynaut- um haustið 1976. Þeir kálfar sem fæðst hafa í ár eru að 6/8 hlutum af Galloway-kyni, eða 75% svo notuð sé önnur viðmið- un. Þeir eru af öðrum ættlið. O. ég er bara að fá mér mjólkur- dropa.... Að siign (íuðjóns cr það til- tiilulega sjaldgæft að liægt sé aö ná mynd af kálfi á spcna. Fetill var 730 kíló um síðustu mánaða- mót eins og sambýlingur hans og jafn- aldri, Jörundur. I>eir eru liðlega 3ja ára gantlir. Andartaki eftir burð. Kittbvaö er ver- iildin kiild og liiirð, en best er að reyna aö bjarga sér og svo er staðið á fætur. Þegar lokið verður hreinræktun nautgripanna, verða líklega valdir úr einstaklingar til kynbóta, en síð- an verðursæði selt I land. Gripirnir fara hins vegar aldrei frá Hrísey, hvorki dauðir ná lifandi. Galloway-kynið er mjög fljót- vaxið og sem dæmi nefndi Guðjón, að á 28 dögum í síðasta mánuði hafi einn 5 mánaða gamall tuddi þyngst um hvorki meira né minna en 46 kíló. Hann sagði að þetta væri með því albesta, en heldur ekkert einsdæmi. Nú eru tveir þriggja ára tuddar I Hrísey, Jörundurog Fetill, og vega þeir nú 730 kíló hvor. Til hægri er rannsóknarstofa, þá sér aðeins er ágætt sláturhús. Myndir: Guðjón. í fjósið fvrir miöju og svo er hlaðan til hægri. í fjarlægari cnda hennar Að sögn Guðjóns Björnssonar, bústjóra einangrunarstöðvarinnar, gengur ræktun Galloway-kynsins þannig fyrir sig, að fyrst voru íslenskar kýr sæddar með skosku Golloway-sæði frá Skotlandi og kvígur sem fæðast eru síðan einnig sæddar með skoska sæðinu og þannig koll af kolli, þar til búið verður að ná upp svo til hreinrækt- uðu Galloway-kyni. Nautunum er hins vegar slátrað, en fyrst er þó tekið úr þeim sæði, sem sent er til Hvanneyrar en þaðan til nautabúa víðs vegar um landið. Nú er um það bil að fæðast fyrsti kálfurinn í landi, sem á uppruna sinn í Hrísey að hálfu leyti. Nú hefur verið slátrað 9 nautum í Hrísey og kjötsins, sem leggst til, neyta Hriseyingar og þeir sem þangað koma og engir aðrir. Óheimilt er að flytja kjöt til meg- inlandsins og því útilokað að reyna að fá keypt ‘páðan nautakjöt frá einangrunarstöðinni, eins og nokk- ur brögð hafa verið að. Guðjón sagði, að Hríseyingar greiddu heildsöluverð fyrir kjötið, en það þykir mjög gott og er nær fitulaust. Kjötið er selt í efsta gæðaflokki, svonefndum stjörnu- flokki, og greiða Hríseyingar í dag 3.220 kr. fyrir kílóið af afturhluta. Þó að íbúum Hríseyjar þyki kjötið nokkuð dýrt, borða þeir samt meira nautakjöt en ella, að sögn Guðjóns. Nokkrar birgðir sögnuðust upp I vor, en þær hafa nú farið minnk- andi. Geysimikils hreinlætis er gætt I einangrunarstöðinni og þangað fá engir að koma nema þeir sem ann- ast gripina, þ.e. Guðjón og Sig- tryggur Steinþórsson, sem þar starfar einnig. Ólafur Stefánsson, nautgripa- ræktarráðunautur hjá Búnaðar- sambandi lslands, var inntur álits á árangrinum sem náðst hefur í Hrísey. Hann sagði að þetta væri allt I áttina, gripirnir litu vel út og sæði úr nautum fæddum I Hrísey væri þegar komið til bænda. Hann sagði að of fáar kvígur hefðu fæðst og hefði það hægt nokkuð á þessu verkefni. Búast má við að einstaka gripir verði orðnir hreinræktaðir eftir 5-6 ár, en þá tækju við kyn- bætur. Ólafur sagði að það væri hins vegar alvarlegt í þessu máli, að enn hefði ekki fengist fjármagn til ræktunar I landi, en innflutt sæði má ekki nota nema í Hrísey. Hefur þrisvar verið farið fram á fjármagn til þessa af fjárlögum, en ekkert hefur gerst. Hugmyndir eru uppi um að koma á ræktunarstöðvum á skólabúunum að Hólum og á Hvanneyri og auk þess á Austur- landi og Suðurlandi. f sláturtíðinni. Þarna er verið að flá rúmlega 20 mánaða gamalt naut. 8-ÐAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.