Dagur - 19.08.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 19.08.1980, Blaðsíða 1
■■■ LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 19. ágúst 1980 56. tölublað Talsvert öskufall á Norðurlandi Hekla lét heldur betur á sér kræla á sunnudaginn, þegar stórgos hófst í fjallinu. Gosið hófst um kl 13.15 og var strax mjög kröftugt, en í gær hafði það rénað nokkuð. Talsvert öskufall fylgdi gosinu og féll aska m.a. víða um Norðurland, allt til Grímseyjar. Á Akureyri féll töluverð aska upp úr klukk- an 18 á sunnudag og allmikil aska féll í sveitum Skagaf jarðar, þar sem töluvert var óhirt af heyjum, vegna vætutíðar undan- farið. Mest aska féll þó á afrétti sunnlendinga og er talið að Landmannaafréttur sé ónýtur til beitar til margra ára. Þar var 30 cm jafnfallin gosaska og fé ráfaði um stefnulaust í eyðing- unni. Verður afrétturinn vænt- anlega smalaður mjög fljótlega. Gosið í Heklu er blandað ösku- gos og hraungos. Eins og áður sagði or um stórgos að ræða, en þó ekki eins mikið og varð í fjallinu 1947, en það er með mestu gosum á jörðinni á þessari öld. Gosið er í fjallinu suðvestanverðu og í upp- hafi þess gaus aðallega á 5-6 km langri sprungu. Þetta er 16. gosið í Heklu frá því sögur hófust og kom þetta gos mjög á óvart. Ef að líkum lætur getur það varað í nokkra mánuði, en talið er að mesta ösku- Banaslys á Sauðár- króki Um klukkan 18.45 á laugar- dag varð banaslys á Sauðár- króki þegar 15 ára gamall piltur, Rúnar Ingi Björnsson, Grundarstíg 18, varð undir malarbíl og lést samstundis. Bifreiðin var að bakka með malarhlass eftir flugvallarveg- inum í áttina að malardreifara. Pilturinn vann við að slétta úr ójöfnum og varð ekki var við bílinn, sem hafði stöðvað skamma stund, en haldið síðan áfram í átt að dreifaranum. Talsverður hávaði var á vinnu- staðnum er slysið varð, vegna ýmissa véla og tækja sem voru í gangi. gosið sé yfirstaðið. Mikið og seig- fljótandi hraun hefur runnið úr fjallinu. Að sögn Ágústs Þorleifssonar, dýralæknis á Akureyri, höfðu all- margir bændur við Eyjafjörð sam- band við hann á sunnudag og leit- uðu upplýsinga varðandi skepnur sínar með tilliti til öskufallsins, en flúormengun hefur áhrif á beina- kerfi og tennur dýra. Margir bændur höfðu kýr sínar inni aðfar- arnótt mánudags og ætluðu síðan að sjá til. Talsvert vatnsmagn virð- ist þurfa til að skola öskurykið af gróðri. í gær unnu starfsmenn í gróðra- stöðinni í Kjarna við að reyna að hrista og skola ösku af barrtrjám í uppeldisstöðinni þar, en að sögn Hallgríms Indriðasonar þola barr- tré mjög illa flúormengun, eins og glöggt hefur komið I Ijós víða við álver og svipaða starfsemi, sem flúormengun fylgir. Hallgrímur sagði, að menn vissu ekki hvaða áhrif Hekluaskan hefði, en þeir væru að reyna að hafa vaðið fyrir neðan sig með þessum aðgerðum. Umhverfismál til umræðu Heilbrigðisnefnd situr Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) halda aðalfund sinn að þessu sinni í Mcnntaskólanum á Akureyri, dagana 23.-24. ágúst. Fundurinn er tileinkaður umhverfismálum Akureyrar og nágrennis. Fundurinn hefst kl. 10 árd. laug- ardaginn 23. ágúst (í gamla skól- anum). Síðdegis verður farið í skoðunarferð um þæjarlandið og næsta nágrenni þess og um kvöldið verða flutt erindi með litskugga- myndum. Þar ræðirTryggvi Gísla- son skólameistari um skipulags- mál bæjarins og Helgi Hallgríms- son safnvörður lýsir náttúrufari bæjarlandsins. Að lokum segir Lára G. Oddsdóttir frá Færeyjaför í sumar. Sunnudaginn 24. ágúst hefst dagskráin kl. 9 árd., með fundi um landvernd og landnýtingu á Akur- eyri. Framsögumenn eru Árni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri og Helgi Hallgrímsson safnvörður. Þá verður hlýtt á messu í Aku;- eyrarkirkju og síðan snæddur hádegisverður á Hótel Varðborg, þar sem Hjörtur Þórarinsson á Tjörn minnist 10 ára afmælis fé- lagsins. Síðdegis verður svo umræðu- fundur um mengunarmálin á Ak- ureyri, þar sem heilbrigðisnefnd bæjarins o.fl. bæjarstarfsmenn sitja fyrir svörum. Þá verða tillögur af- greiddar og kosin stjórn SUNN til næstu tveggja ára. Fundarslit verða um kl. 7 sd. fyrir svörum Á fundinum verður veggmynda- sýning um náttúrufar og náttúru- vernd á Akureyri og dreift verður bæklingi um sögu félagsins. Allir sem áhuga hafa á umhverf- ismálum eru velkomnir á fundinn eða einstaka dagskrárliði hans. Allniikil aska féll á Akureyri og viðar á NorAurlandi og brugðu margir fljóll við mcð sóp i hönd eöa garðslöngu til að lircinsa ösku af trjáni og bifreiðunt. Mynd: á.þ. Ibúðarhúsið brann til kaldra kola íbúðarhúsió að Hallgilsstöðum í Hörgárdal brann til grunna sl. sunnudag. Eldsupptök voru þau að eigandinn, Skúli Torfason tannlæknir á Akureyri, var að brenna rusl og gamla tóft sem var við húsið. Þar sem vindátt breyttist skyndilega — eins og oft vill verða — náði eldurinn að læsa sig í íbúðarhúsið og varð ekkert við neitt ráðið. Þegar slökkviliðið á Akureyri kom á vettvang var húsið alelda og gátu slökkviliðsmenn lítið annað gert en að fylgjast með húsinu brenna niður. Þeir yfirgáfu Hallgilsstaði á áttunda tímanum. Skúli hafði í hyggju að nota íbúðarhúsið sem vélageymslu, en byggja nýtt á jörðinni. Ekið á barnavagn á gang braut á Þingvallastræti Um klukkan 18 í gær var ekið á barnavagn á gangbrautinni norðan við Hrisalund. í vagnin- um var 2ja ára barn og mun það hafa sloppið með fótbrot. Nánari tildrög voru þau að unglingsstúlka var að aka vagninum yfir gangbrautina á grænu Ijósi. Ökumaður bifreið- ar sem ekið var eftir Þingvalla- stræti tók ekki eftir rauða gang- brautarljósinu sem ætlað er að stöðva umferðina og ók á vagn- inn. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Að sögn lögreglunnar er það aigengt að ökumenn virði ekki viðlits rauðu gangbrautarljósin. Skemmast hey sem voru úti? „Talsvert bar á öskufalli hér í Skagafirði á sunnudaginn. Mikil aska féll í Lýtings- staðahrcppi og fram í Vest- urdal, en þangað fór Egill Bjarnason ráðanautur og tók sýni af blautu heyi. Þessi sýni verða send suður til frekari rannsóknar,“ sagði Gutt- ormur Óskarsson, fréttarit- ari Dags á Sauðárkróki í gær. Guttormur hitti í gærmorgun bónda vestan úr Fljótum og sagði sá að nokkur aska hefði fallið þar um slóðir, en ekki fyrr en eftir miðnætti. Sú hætta er fyrir hendi að askan úr Heklu eyðiieggi heyið er lá úti í Skagafirði og viðar. Fari svo verður að flytja til þeirra sem fyrir skaðanum urðu. Ingólfur Sveinsson. sem starfar hjá Sauðárkróksbæ, sagði í viðtali við blaðið að lítil aska hefði fallið i sjálfum bæn- um. Kristinn íHáhóli Kristinn G. Jóhannsson opnar málverkasýningu í Gallery Háhól iaugardaginn 23. ágúst kl. 16.00. Á sýningunni verða rúmlega 40 verk unnin í krít og olíu. Tólf ár eru nú liðin frá því Kristinn sýndi síðast en áður hafði hann haldið fjölda sýninga á Akureyri, Reykjavík og víðar auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Kristinn er menntaður hér heima og hefur auk þess dvalið þrjú ár við Edinburgh College of Art nú síðast dvaldi hann þar veturinn 1977-1978. Sýningin stendur til 30. ágúst. Opin um helgar frá 16.00 til 22.00 og virka daga 20.00-22.00. Tíunda umdæmis- þing Kiwanis á islandi haldið á Akureyri um helgina Dagana 22.-24. ágúst næstkom- andi, halda Kiwanisklúbbarnir á Islandi sitt árlega umdæmisþing á Akureyri. Er þetta 10. þing klúbbanna sem sjálfstætt um- dæmi innan alþjóðahreyfingar Kiwanis. Þingið munu sækja rúmlega 300 manns, þar á meðal nokkrir erlendir gestir. Umdæm- isstjóri íslenska Kiwanisumdæm- isins er Hilmar Daníelsson, Dal- vík. Á íslandi eru nú starfandi 36 Kiwanisklúbbar víðsvegar um landið. Klúbbarnir vinna að ýmsum velferðarmálum hver í sínu byggðarlagi. Þriðja hvert ár hafa klúbbarnir efnt til sameigin- legrar fjársöfnunar um allt land á K-daginn. Afrakstri K-dagsins hefur verið varið til styrktar gcð- sjúkum og verður afrakstri næsta K-dags einnig varið þannig. En næsti K-dagur verður í október í haust og er þá vonast eftir góðuin viðtökum landsmanna eins og áður. Kodák TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR \ SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI Gos í Heklu:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.