Dagur - 19.08.1980, Blaðsíða 10

Dagur - 19.08.1980, Blaðsíða 10
Messað í Akureyrarkirkju sunnudag 24. ágúst kl. 11,00 f.h. Sálmar 54, 526, 190, 21, 518. Minnst 10 ára afmælis samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi. P.S. Laufáskirkja. Messað á fimmtudagskvöld kl. 9. Sóknarprestur. Laugalandsprestakall. Messað á Munkaþverá sunnudaginn 24. ágúst kl. 10.30. Sóknar- prestur. Kaffisala verður í sumarbúðum K.F.U.M. og K.F.U.K. að Flólavatni Eyjafirði sunnu- daginn 24. ágúst kl. 14,30 til kl. 18. K.F.U.M. og K.F.U.K. Fíladelfía Lundargötu 12. Fimmtudagur 21. samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Sunnudagur 24. Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. N.k. fimmtudag kl. 17.30 er barnasamkoma og n.k. sunnudag er almenn sam- koma kl. 20.30. Allir vei- komnir. ORÐ DAGSINS SÍMI - 2 18 40 Leiðrétting. Þau leiðu mistök urðu í 51. tölublaði Dags 24. júlí sl., þar sem greint var frá gjöfum til Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri að mis- ritaðist, varðandi minn- ingargjöf Halldórs Jóhanns- sonar og Jónínu Jónsdóttur frá Bakkaseli. Þar átti að vera í tilefni 100 ára fæð- ingarárs Jónínu Jónsdóttur, frá afkomendum. Þetta leið- réttist hér með og biður blaðið velvirðingar á þess- um mistökum. Frá Guðspekistúkunni. Sumar- skóli Guðspekistúkunnar verður haldinn dagana 22.-24. ágúst nk. á vanaleg- um fundarstað og hefst kl. 21.00 þann 22. ágúst. Fyrir- lesarar verða: Úlfur Ragn- arsson, Einar Aðalsteinsson og Sigvaldi Hjálmarsson. Skólagjald er kr. 15.000, veitingar innifaldar í verð- inu. Nefndin. Hinn 17. ágúst voru gefin sam- an í hjónaband í Minja- safnskirkjunni Elsa Sig- mundsdóttir, afgreiðslu- stúlka, og Davíð Ragnar Ágústsson, landbúnaðar- verkamaður. Heimili þeirra verður í Hólsgerði Saurbæj- arhreppi. Sama dag voru gefin saman í Minjasafns- kirkjunni Þórhalla Hall- dórsdóttir, sjúkraliði, og Svavar Tuleníus, rafvirkja- nemi. Heimili þeirra verður að Heiðarlundi 6 a. ATÖKIN UM AUÐHRINGIIM Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 myndina Átökin um auð- hringinn - gerð samkvæmt sögu eftir Sidney Sheldon er kom út í íslenskri þýðingu undir nafninu Blóðbönd hjá Bókaforlagi Odds Björns- sonar á síðasta ári. Á bóka- kápu segir: Elísabet Roffe er hrífandi fögur og aðlaðandi ung stúlka sem verður óvænt framkvæmdastjóri alþjóð- legt auðhrings þegar faðir hennar, Sam Roffe, ferst af slysförum í Alpafjöllum. Hún verður þess brátt vör, að einhver af ættingjum hennar reynir að eyðileggja fyrirtækið innanfrá og hún er sjálf í bráðri lífshættu. Rhys Williams, fyrrverandi hægri hönd Sam Roffe, er eini maðurinn sem Elísabet getur treyst fyllilega, enda hefur hún lengi verið ást- fangin af honum. En svo fellur einnig grunur á Rhys. . . . Hér er allt í senn, ástarsaga, sakamálasaga og leynilögreglusaga. Ein skemmtilegasta og mest spennandi skáldsaga höf- undar fram til þessa. Með aðalhlutverk í myndinni fara Audrey Hepburn, Ban Gazzara, James Mason, Omar Shariff, Rommy Schneiderog Irena Papas. Athuguðu ástand fjölda ökumanna Allir voru ökuhæfir, en sumir gleymdu skírteininu heima Seinni hluta föstudagsins, í hálfan annan tíma, stöðvaði lögreglan bíla er óku eftir Tryggvabraut og Hjalteyrargötu. Að sögn Ólafs Ás- geirssonar varðstjóra, var tilgang- urinn sá að kanna ástand öku- manna, en það hefur viljað brenna við á föstudögum að ökumenn staupi sig heldur ótæpilega. „Við stöðvuðum nokkra tugi bila. Enginn ökumaður reyndist hafa bragðað áfengi,“ sagði Ólafur. „Fram til þessa hefur lögreglan verið með svona skyndiathuganir á Frá Markaðin- um Mikil verðlækkun á blússum, mussum og fl. Nýkomið: Töskur úr leðri og gerfiefnum, margar gerðir. Kjólar mislitir, með plíseruðum pilsum. Hvít strigabeiti. Sokkabuxur á 760. Markaðurinn nóttunni, en nú er ætlunin að franikvæma þær. öðru hvoru á daginn." Það kom lögreglumönnunum nokkuð á óvart hve margir öku- menn reyndust hafa ökuskírteinin Þann 21. ágúst næstkomandi, eru liðin 12 ár frá innrás Sovét- ríkjanna í Tékkóslóvakíu. Sam- Hinrik í KA Hinrik Þórhallsson, leik- maður Víkings, hyggst nú flytja til Akureyrar, og hefur tilkynning að hann muni ganga í raðir KA manna. Hinrik er bróðir Einars sem lék með KA í fyrra, en báðir þessir bræður eru uppaidir í Breiðabiiki, og hafa báðir leikið i landsliðinu. meðferðis. Ólafur sagði að það væri ekki fjarri sanni að um 95% þeirra sem stöðvaðir voru hefðu haft skírteinið í veskinu. Hinir gleymnu fengu enga sekt að þessu sinni. tök herstöðvaandstæðinga á Akureyri munu minnast þess at- burðar með fundi að kvöldi þess 21. Þar verða flutt ávörp og menningarefni verður á boð- stólunum í tilefni dagsins. Auk þess verða kaffiveitingar. Að auki er áformað að vekja athygli fólks á ástandinu í Tékk- óslóvakíu og Afganistan með að- gerðum daginn eftir, þann 22. og er þess vænst, að fólk fylgist með til- kynningum samtakanná um það efni. Samtökin munu skýra síðar nánar frá tilhögun fyrirhugaðrar kvöldsamkomu og hvers eðlis fyrirhugaðar aðgerðir þann 22. ágúst verða. Samtök herstöðvaandstæðinga á Akureyri. Minnast innrásarinnar í Tékkóslóvakíu Dóttir mín SIGURBJÖRG SVANHVÍT HÁKONARDÓTTIR, lést að heimili okkar Þingvallastræti 26, Akureyri að morgni 16. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. þ.m. kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Helga Gunnarsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, BALDVIN SIGURÐSSON, Hjalteyri, Arnarneshreppi, sem andaðist að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. ágúst verður jarðsunginn frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal laugardag- inn 22. ágúst ki. 2 e.h. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Sigurður Kr. Baldvinsson, Magðalena Stefánsdóttir, Ingvi R. Baldvinsson, Þórunn Elíasdóttir, Margrét Baldvinsdóttir, Óli Þ. Baldvinsson, Halla Guðmundsdóttir, Ari S. Baldvinsson, Sonja Baldvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þakka innilega œttingjum og vinum, börnum mín- um og tengdafólki skeyti, góðar gjafir og ánœgju- legt ferðalag á sjötíu ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. SIGURPÁLL SIGURÐSSON, Mólandi, Hauganesi. 25% afsláttur á allskonar sumarvörum: Sólstólum og beddum, tjöldum og tjaldhimnum, grillum og grilltækjum o. fl. Brynjólfur Sveinsson h.f. Iðja Iðja félag verksmiðjufólks efnir til einsdagsferðar n.k. sunnudag, 24. ág. 1980, ef næg þátttaka fæst. Farið verður um Svarfaðardal og farið í berjamó. Lagt verður af stað frá Varðborg kl. 9 f.h. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Iðju eigi síöar en á fimmtudagskvöld. Farmiói kostar 6.000 kr. STJÓRN IÐJU. — Aftur rennur lygi (Framhald af bls. 7). fyrir því, að slíkt er skuggahliðin á velgengninni. Samtök blómgast, þau verða voldug og sterk og lyfta grettistökum til hagsbóta með- limuni sínum, og þá er segin saga að til kastanna koma nokkrir af lakari eiginleikum mannskepn- unnar: öfund yfir velgengni ann- arra, tortryggni gagnvart þeim, sem ná miklum árangri í starfi. Þetta hefur samvinnuhreyfingin mátt þola og verður að búa sig undir að þola á meðan hún er heilbrigð og sterk og einmitt af því hún ætlar að halda áfram að vera heilbrigð og sterk. Ætli það verði ekki eftir allt saman affarasælast að svara áróðrinum fáum, hógværum orð- um í blöðum, eins og gert hefur verið, og láta síðan verkin tala fyrir sig sjálf. Og það vill svo til að verk sam- vinnumanna tala ákaflega skýru og skiljanlegu máli um eigin ágæti og árangur vítt um breiðar byggðir þessa lands. Það er varla um annað að ræða en treysta því, að nægilega margt fólk í landinu verði hér eftir sem hingað til nógu skynsamt og heilbrigt að dóm- greind til að sjá verkin í réttu Ijósi og dragi af því sínar ályktanir. Skemmtileg fjögurra herbergja íbúð við Lönguhlíð til sölu. Endaíbúð með bílskúr. Fasteigna- salan Strandgötu 1, símar 24647 og 21820. AUGLYSIÐ I DEGI 10-DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.