Dagur - 19.08.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 19.08.1980, Blaðsíða 4
Kjörmannafundur í Þingeyjarsýslum: Haldið verði áfram útfærslu kvótakerfis Senn líður að aðalfundi Stétt- arsambands bænda. Til undir- búning‘ honum eru nú þessa dagan aldnir kjörmannafund- ir um land allt. Á þessa fundi mæta fulltrúar frá búnaðarfé- lögum viðkomandi sýslu auk ftilltrúa frá Stéttarsambandinu, sem að þessu sinni er Ingi Trvggvason varaform. sam- bandsjns og formaður Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. S.l. föstudag var sameiginlegur fundur beggja Þingeyjarsýslna í Hafralækjarskóla í Aðaldal. í ræðu Inga Tryggvasonar kom m.a. fram að mjólkurframleiðsla drógst sam- an um tæp 20% fyrstu 10 mánuði þess verðlagsárs sem lýkur nú 30. ágúst n.k. Hins vegar drógst neysla landsnianna einnig saman um sama hlutfall og framleiðslan. Taldi Ingi að bændast éttin sem heild væri mun betur stödd fjár- hagslega ef mjólkurframleiðslan væri ekki meiri en svo að fullt verð fengist fyrir alla framleiðsluna. Þá hefði orðið verulegur samdráttur í sölu kindakjöts fyrstu 10 mánuði verðlagsársins skv. skýrslum eða 1484 tonn þ.e.a.s. ef skýrslur reyn- ast réttar en um það hefur nokkuð verið deilt undanfarið sem kunnugt er. Otflutningur mjólkurvara er nú ógjörlegur þar sem útflutningsverð nægir ekki nema í bezta falli fyrir vinnslu ogsölukostnaði. Hins vegar fæst u.þ.b. 34,5% af óniðurgreiddu heildsöluverði sauðfjárafurða inn- aniands fyrir þessar afurðir erlend- is. Miklar umræður urðu á fundin- um um framleiðslumálin og önnur hagsmunamál bændastéttarinnar. Nokkuð voru skoðanir manna Sveinberg Laxdal. skiptar á nauðsyn og réttmæti kjamfóðurskatts. Fram kom að ráðunautar Búnaðarfélags Islands sem skoðað hafa kýr hér norðanlands undan- farið vegna væntanlegrar héraðs- sýningar, telja þær nú verulega vánfóðraðar margar hverjar. Er það vjssulega alvaflegt mál ef svo er og ekki neinum til sóma að stuðla áð slíku. Hinsvegar var það samdóma álit fundarins að skilyrð- islaust bæri að halda áfram með útfærslu kvótakerfisins svonefnda. Skattamál voru mikið rædd, enda skammt liðið frá því bændur fengu í hendur álagningarseðla, unna samkvæmt nýjum skattalög- um. Allir sem einn töldu fundar- menn það óréttlátt og óviðunandi að reikna bændum tekjur sem sannarlega hefðu aldrei verið til og ætla þeim að greiða skatta þar af. Nefnd voru dæmi þar sem bændum var gert að greiða í skatta 25% og alh uppí 100% af raunveru- legum nettó-tekjum sínum. Slíkt getur enginn skattgreiðandi við unað og voru samþ. harðorð mót- mæli gegn slíku. Bent var á mikið misræmi milli ókvæntra bænda og þeirra er lifa í „kristilegu hjóna- bandi“ eins og komist var að orði. T.d. var sagt frá raunverulegu dæmi af félagsbúi bræðra þar sem annar er kvæntur, hinn ekki. Sá kvænti fékk 1.070.000. kr. hærri skatta en sá ókvænti, hvort tveggja byggt á sömu tekjum. Þá var álit fundarmanna að svokölluð 45% regla væri óviðunandi og myndi skapa mjög mikið misræmi inn- byrðis í stéttinni þannig að vel stæðir bændur yrðu sífellt betur settir en þeir verr stæðu drægjust æ meir aftur úr. Skattamálin munu því verða eitt af aðalmálum aðal- fundar Stéttarsambands bænda. Ennfremur voru á fundinum samþykkt mótmæli gegn innflutn- ingi erlendra kartaflna á sama tíma og innlend framleiðsla er löngu komin á markað. Einnig ályktun um skilyrðislausan forgangsrétt bænda til reksturs allra þeirra bú- greina er nefndar hafa verið auka- búgreinar s.s. loðdýrarækt og garð- ávaxtaframleiðsla svo eitthvað sé nefnt en vaxandi ásókn aðila utan bændastéttarinnar gerir það brýnt að bændur fái lögverndaðan rétt sinnar stéttar. Þá var mótmælt kjörum Bjarg- ráðasjóðs á lánum vegna harðinda s.l. árs en þau eru slík að óþekkt eru með öllu hjá öðrum stéttum í við- líka tilfeilum. Væri full þörf á að fara nokkrum orðum um málefni Bjargráðasjóðs og lánsveitingar hans og vaxtakjör og mun það síðar gert. .S'v. Lax. Börn á sunnudegi Það er alltaff líff og fjör þar sem börnin eru saman- komin. Hvort sem er í troðfullum inngangi Nýja bíós eða út við Glerárbrú. Hjá síðarnefnda staðnum hitti tíðindamaður blaðsins tvo unga sveina sem köstuðu steinum og spýtum I ána af mikium móð, en hjá bíóinu biðu spennt ungmenni efftir að — Kátir voru karlar — kæmi á hvíta tjaldið. Beðið eftir að svning hefjist. F.v.: Þórdis, Helga og Hrefna. Sjáum oft sömu myndirnar þurfa ekki aö sjá brjóst og meyjarskaut í búntum til að fá nasasjón af því sem gerist í myndinni. Strákamir vora sammála um að hjallarnir væru skemmtilegur leikvöllur. Erum bara aö leika okkur Á Ráðhústorgi sátu þrjár hnátur með is og biðu þess að kvikmyndasýning hæfist í Nýja bíói. Þetta voru þær Þórdís Skúladóttir, Helga Ósk Ein- arsdóttir og Hrefna Einars- dóttir. — Við ætlum að sjá Kátir voru karlar. Það er Hrefna sem hefur orð fyrir þeim stöllum. — Við er- um búnar að fara á hana áður. Og nú var spyrillinn eitt spurningar- merki í framan, en Hrefna sagði að þær færu oft á sömu myndirn- ar ef þær væru skemmtilegar. Þeim kom saman um að myndirnar í Borgarbíói og Nýja biói væru ágætar og raunar sögð- ust tvær þeirra fara stundum á kvöldin. því þær eru orðnar 11 ára. Hvaða myndir eru skemmti- legastar? Stelpurnar litu hver á aðra og hugsuðu sig um eitt and- artak. Svarið: Kábojmyndir. Þær eru svo spennandi. Helga og Hrefna treystu sér ekki til að segja hver væri skemmtilegasta mynd- in sem þær hefðu séð um æfina, en Þórdís sagði að það væri Kátir voru karlar. Stelpurnar sögðust fara um hverja helgi í bíó. Það væri svo gaman. Og þar með kvaddi tíðindamaðurinn döm- urnar ungu og óskaði þeim góðr- ar skemmtunar. Þær vissu svo sannarlega að hverju þær gengu. P.s. Urt kvöldió var sýnd dönsk klámmynd i hióinu. V'vri ekki athugandi að fœkka eitt- livað klámfengnustu myndunum i útstilling- unni? Þeir sem eru komnir til vits og ára og hufa gaman af kvikmyndum af þessu tagi Stefán Leifur Sigurðsson og Heiðar Einarsson heita kappar þeir sem voru hjá Glerá. í samtali við sveinana kom í ljós að báðir éiga þeir heima á brekkunni, en voru á sunnu- daginn í heimsókn hjá ömmu Stefáns, en hún býr í Glerár- þorpi. — Við erum bara að leika okkur. Henda grjóti út í ána og svoleiðis, sagði annar þeirra. — Við höfum ekki reynt að veiða. Ég held að það sé enginn fiskur í ánni. Strákamir sögðu að það hlyti að vera miklu skemmtilegra að eiga heima út í þorpi. Ástæðan? Stefán: Það er bara svo skemmti- legt. Það er svo stutt í búðir og svona. Nú var Stefáni og Heiðari stillt upp. Myndavélin dregin upp og strákarnir brostu sínu breiðasta. — Við erum báðir 9 ára, sagði Stefán þegar myndasmiðurinn hafði lokið verki sínu. Og svo tóku þeir á sprett og hafa sjálfsagt farið til ömmunnar og sagt henni frá skeggjaða manninum sem var að þvælast niður í hjöllum hjá öllum fiskunum. 4 -DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.