Dagur - 16.09.1980, Síða 1
LXIII. árgangur.
Akureyri, þriðjudagur 16. september 1980
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMiÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
64. tölublað
Byrja aftur
í desember
— í útibúi KS í Varmahlíð sem brann til grunna
sl. laugardag
„Það er nú ekki fullkannað
hversu mikið tjón hefur orðið en
það er Ijóst að það skiptir
hundruðum milljóna og ég
myndi áætla að það væri á milii
þrjú og fjögur hundruð milljón-
ir,“ sagði Guðmann Tobíasson,
útibússtjóri Kaupfélags Skag-
firðinga í Varmahlíð í viðtali við
Dag, en eins og fram hefur
komið í fréttum varð þar stórtjón
í eldsvoða á laugardagsmorgun.
„Við höfum unnið við að hreinsa
út úr íbúðunum og versluninni um
helgina og ef eitthvað er, lítur þetta
verr út en á horfðist í upphafi. Við
vitum ekki enn hvað hægt er að
nota af húsinu, en starfsmanna-
íbúðin er gjörónýt nema útveggir,
sprunga kom á suðurvegg verslun-
arinnar og hann bungaði út, en
virðist nú hafa rétt sig eftir að hit-
inn minnkaði. Þá má geta þess að
Einar í Gallery
Hóhóli
Einar Helgason, kennari, sýnir
þessa dagana í Gallery Háhóli.
Sýningin var opnuð þann 13.
þessa mánaðar og lýkur 21. sept-
ember. Háhóll er opinn virka
daga frá klukkan 20 til 22 og um
helgina frá klukkan 16 til 22.
lagerinn eyðilagðist gjörsamlega og
allt innbú í starfsmannaíbúðinni,
auk þess sem allt okkar innbú sýn-
ist ónýtt, ef ekki af eldi þá af vatni
og reyk.
Allir hafa verið boðnir og búnir
að aðstoða okkur og má t.d. nefna
það, að verið er að þvo fatnað sem
bjargaðist, á bæjum hér í kring, og
vil ég gjarnan koma á framfæri
alúðarþökkum.
Við stefnum að því að byggja
þetta upp eins fljótt og kostur er því
um annað er ekki að ræða. Við
vonumst til að geta hafið verslun
hér á ný í desember, en við munum
hefja verslun með brýnustu nauð-
synjar í einhverju horninu mjög
fljótlega. Fram að þvi munum við
fá bíla þrisvar í viku frá Sauðár-
króki með nauðsynjar og afgreiða
þær úr skúr sem við höfum í
tengslum við olíu- og bensínaf-
greiðsluna,“ sagði Guðmann
Tobíasson.
Hann sagði að þau hjónin hafi
vaknað við væl í innanhússkalltæki
um kl. 7.30 á laugardagsmorgun-
inn. Örskömmu síðar var ekki unt
annað að ræða en forða sér vegna
reykjarkófsins og hitans og fóru
alíir sem voru í húsinu, fimm tals-
ins, út á þakið og niður af svölum.
Stóð það mjög glöggt að fólkið
bjargaðist og er mikil mildi að ekki
varð manntjón.
Um helgina fór fram torfærukeppni í Bæjarkrúsunum. Fjöldi fólks kom í krúsimar til að sjá ökumennina leika listir sínar.
Mynd: HSv.
Linda ræður starfsfólk
Sælgætisiðnaðurinn á leið upp úr öldudal
„Það er alveg laukrétt — við
vorum að auglýsa eftir fimm
starfsstúlkum. Iðnaðurinn er
aðeins að lifna við,“ sagði Eyþór
Tómasson, framkvæmdastjóri
Lindu h.f., en í síðustu viku voru
sett bráðabirgðalög um 40 og
32% innflutningsgjald á sælgæti
og kex, sem gilda á í 18 mánuði.
Þetta var gert til að veita inn-
lendum fyrirtækjum svigrúm til að
laga sig að breyttum markaðsað-
stæðum, en samkvæmt tollasamn-
ingi EFTA var innflutningur á
þessum vörutegundum gefinn
frjáls fyrr á þessu ári. Einnig hefur
Félag íslenskra iðnrekenda ákveðið
500 tonna togari til Þórshafnar:
Ákvörðun í þessari viku
„Engir samningar hafa enn ver-
ið gerðir um kaup á togaranum
er við skoðuðum um daginn í
Noregi. Málið er í athugun og
Fyrsti heiðursborgarinn
f síðustu viku kaus bæjarstjórn
Dalvíkur fyrsta heiðursborg-
ara bæjarins. Sá sem þennan
virðingarvott hlaut er Jón
Emil Stefánsson, bygginga-
meistari. Jón Emil Stefánsson
hefur lagt mikinn skerf til
uppbyggingar Dalvíkur. Hann
var fyrsti vatnsveitustjórinn og
liefur byggt m.a. skóla og
kirkju á Dalvík. Bæjarstjórnin
sæmdi Jón nafnbótinni við at-
höfn síðastliðinn sunnudag.
Jón Emil Stefánsson er 78 ára
að aldri.
það verður Ijóst í lok næstu viku
hvort við munum kaupa þennan
togara. Ef niðurstaðan verður
neikvæð verður farið að athuga
næsta skip á !istanum,“ sagði
Ólafur Rafn Jónsson, sveitar-
stjóri á Þórshöfn í samtali við
Dag sl. föstudag. Þórshafnarbú-
ar hafa í hyggju að kaupa togara
með Rauðanúpi h.f. á Raufar-
höfn, en það fyrirtæki á sam-
nefndan togara.
Togarinn sem Ólafur skoðaði í
Noregi er eins árs og tæplega 500
tonn að stærð. Ólafur sagði það
skoðun heimamanna að ekki bæri
að kaupa eldra skip en fjögurra ára.
Enn sem komið er a.m.k. verða
skipin að fara t.d. í viðgerðir í aðra
landshluta því viðhaldsþjónusta er
í lágmarki á Þórshöfn og Raufar-
höfn.
„Við vonumst til að fá annan
togara sem fyrst. Venjulega kemur
dauður tími í atvinnulífið þegar
haustvertíð lýkur og fer atvinna
ekki að glæðast fyrr en nokkru eftir
áramót. En við erum bjartsýnir á að
togarinn fáist. hvort sem það er
umrætt skip eða eitthvert annað, og
að sú miðlun afla sent er fyrirhuguð
á milli Raufarhafnarog Þórshafnar
muni stórbæta atvinnuástandið,"
sagði Ólafur Rafn Jónsson.
að beita sér fyrir „hagræðingar-
átaki“ í fyrirtækjum sem framleiða
sælgæti og kex. Þetta verður gert í
samvinnu við iðnaðarráðuneytið,
sem hefur ákveðið að véita 20
milljónum króna til verksins strax.
„Það er til óhemju mikið af er-
lendu sælgæti í landinu og hvað
það endist lengi í verslunum er
erfitt að segja, en ég geri ráð fyrir
að þær birgðir þrjóti fyrir jól. Sem
dæmi um söluna að undanförnu
get ég sagt að í síðasta mánuði seldi
ég stórum viðskiptavini vörur fyrir
44 þúsund, en venjulega keypti
hann fyrir hundruðir þúsunda."
sagði Eyþór.
Ráðstafanir þær sem getið var í
upphafi hafa hlotið nokkra gagn-
rýni — t.d. kvað formælandi reyk-
vískrar sælgætisgerðar þær vera
ófullnægjandi. Eyþór sagðist vera
fullviss að um óþarfa svartsýni
hefði verið að ræða. Eftir árarnót
mætti búast við að sælgætisiðnað-
urinn rétti úr kútnum og eins vænti
Eyþór sér mikils af „hagræðingar-
átakinu".
Eins og Dagur greindi frá á sín-
um lima var nokkrunt Starfsmönn-
um i Lindu sagt upp vegna verk-
efnaskorts. Þrátt fyrir ráðningar nú
gerði Eyþór ekki ráð fyrir að fvrri
starfsmannatölu yrði náð fvrr en á
næsta ári.
Eyfirðingar
í Reykjavík
Vetrarstarf Eyfirðingafélagsins í
Reykjavík er nú hafið. Áformað
er að halda hlutaveltu í haust og
félagið heldur spilakvöld að
Hallveigarstöðum 16. október,
30. október og 13. nóvember.
Áformað er að þetta verði 3ja
kvölda keppni. Byrjað verður að
spila kl. 20.30. í sumar fóru fé-
lagar í Eyfirðingafélaginu í skóg-
ræktarferð í Heiðmörk og gróð-
ursettu um 100 furuplöntur. I
byrjun júní færðu Eyfirðingafé-
lagið og kvennadeildin, Dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri, lita-
sjónvarp að gjöf. Formaður
kvennadeildarinnar er Gunnlaug
Kristjánsdóttir, en formaður Ey-
firðingafélagsins er Ásbjörn
Magnússon.
Gljúfurárrétt
21. september
Samkvæmt hefð hefur verið rétt-
að í Gljúfurárrétt í Höfðahverfi
I6. september undanfarin ár og
sagt var frá í því í siðasta tölublaði
af Degi að svo yrði einnig nú, skv.
þeim upplýsingum sem blaðið
fékk. Þessu hefur nú verið breytt
og verður ekki réttað í Gljúfurár-
rétt fyrr en næsta sunnudag. þ. 2I.
september, og leiðréttist það hér
með.
Sænskur karlakór
í heimsókn
Einn þekktasti karlakór Svía,
Lunds Studentsángförening, er
á tónleikaferð um landið. Kórinn.
sem skipaður er 40 körlunt. held-
urtónleika i Reykjavík. Skálholti.
Dalvík og á Akureyri. Tónleik-
arnir á Dalvík fara fram í Víkur-
röst þriðjudaginn I6. sept. kl. 2I.
en kórinn dvelur þar í boði Dal-
víkurkaupstaðar sem er vinabær
Lundar. Á Akureyri syngur kór-
inn í kirkjunni miðvikudaginn 17.
sept. og hefjast tónleikarnir kl.
20.30. Móttöku á Akureyri annast
Karlakór Akureyrar og Karla-
kórinn Gevsir.